Skessuhorn


Skessuhorn - 29.07.2022, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 29.07.2022, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 2022 15 Falleg birkitré til sölu Ríta og Páll Í Grenigerði 437-1664 / 849-4836 Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra hefur sett á lagg- irnar starfshóp um einföldun á stofn- anakerfi ríkisins. Markmiðið er að halda áfram að bæta þjónustu, auka skilvirkni, stuðla að sveigjanleika í skipulagi og framþróun og auð- velda stafræna þróun ríkisins. Í dag eru A-hluta stofnanir íslenska ríkis- ins tæplega 160 talsins. Við þá tölu bætist á annan tug ríkisfyrirtækja í B-hluta og C-hluta og á sjöunda tug sjálfstæðra stjórnsýslunefnda. Rúm- lega helmingur stofnana í A-hluta er með færri en 50 starfsmenn og fjórð- ungur með færri en 20 starfsmenn. Um tveir þriðju stofnana velta undir milljarði króna á ári. „Talsverður árangur hefur náðst í einföldun stofnanakerfis undanfarin ár, en stofnanirnar voru 250 talsins árið 1998 og 206 árið 2006. Þannig var skattamálum t.a.m. áður sinnt hjá á öðrum tug stofnana, en þau eru nú öll á einum stað hjá Skattin- um eftir að Embætti ríkisskattstjóra, Skattrannsóknarstjóra ríkisins og Tollstjóra voru sameinuð í eitt árin 2020 - 2021. Seðlabanki Íslands og Fjármálaeftirlitið sameinuðust í eina stofnun um áramótin 2020/2021 auk þess sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur verið lögð niður og verkefni færð annað. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur tekið við hlutverki Mannvirkjastofnunar og Íbúðalánasjóðs, nokkrar stofnan- ir sameinuðust í Samgöngustofu og heilbrigðisumdæmi voru endurskil- greind og stofnanir sameinaðar. Talið er mikilvægt að halda áfram að stuðla að sífellt betri, skilvirkari og hagkvæmari opinberri þjónustu. Ríkisendurskoðun birti í febrúar sl. skýrslu um stofnanakerfi ríkisins, en megintillaga hennar er að stjórn- völd fylgi eftir og taki afstöðu til framkominna tillagna um einföldun stofnanakerfisins á undanförnum áratug. Ber þar helst að nefna tillög- ur verkefnisstjórnar um breytingar á stofnanakerfi ríkisins frá 2015 sem skipuð var fulltrúum allra ráðuneyta. Ríkisstjórnin samþykkti í júní sl. að fela fyrrnefndum starfshópi að undirbúa og hrinda í framkvæmd einföldun á stofnanakerfi ríkisins með það að markmiði að það verði burðugra, sveigjanlegra og hag- kvæmara. Verkefnið verður unnið undir forystu ráðherranefndar um ríkisfjármál. Hópurinn verður skipaður aðstoðarmönnum fjármála- og efna- hagsráðherra, forsætisráðherra og innviðaráðherra, auk sérfræðinga úr viðkomandi ráðuneytum. Ætlunin er að verkefnið nái þvert á stjórnar- ráðið og munu því aðstoðarmenn og sérfræðingar úr þeim ráðuneyt- um sem verkefnið snertir jafnframt koma að vinnu hópsins. Fyrirhugað er að hópurinn skili niðurstöðum í haust,“ segir í tilkynningu frá ráðu- neytinu. mm Síðastliðinn miðvikudag hófu þeir Grétar Gústavsson og Karl Frið- riksson för sína um Vestfirði á dráttarvélum. Með akstrinum ætla þeir að láta gott af sér leiða og safna styrkjum fyrir Vináttu, forvarna- verkefni Barnaheilla gegn ein- elti. Skorað hafði verið á þá félaga að klára hringferðina, en sumarið 2015 fóru þeir hringinn í kringum landið að undanskildum Vestfjörð- um. Eftir hringferðina gáfu þeir út bókina Vinir Ferguson, hring- ferð um landið gegn einelti og rann salan á bókinni óskipt til styrktar Vináttu. Grétar og Karl hafa verið vinir í um sextíu ár og kynntust í sveit, á bænum Valdarási í Fitjadal. Þegar Massey Ferguson 35X vélin kom í sveitina var eins og Rolls Royce væri kominn á hlaðið á bænum. Þeir áttu sér þann draum í æsku að aka um landið á þessari dráttarvél og var það kveikjan að hringferð þeirra félaga. Líkt og í fyrra skiptið er megin- markmið Grétars og Karls með ferð sinni að styrkja Vináttu, forvarna- verkefni Barnaheilla, sem beinist að því að fyrirbyggja einelti gegn börnum á leik- og grunnskólaaldri. Unnið er með Vináttu í leik- og grunnskólum auk frístundaheim- ila um land allt, en verkefnið hefur verið innleitt í yfir 65% allra leik- skóla á landinu og um 30% grunn- skóla. Blær, fjólublár bangsi, er helsta táknmynd Vináttu og ferðast bangsinn með félögunum. Eins og fyrr segir lögðu þeir félagarnir í hann frá Staðarskála miðvikudaginn 13. júlí og verða átta daga á leiðinni. Þeir munu koma á endastöð á Hvanneyri í dag, miðvikudaginn 20. Júlí. Á vefsíðunni: https://www. barnaheill.is/vinirferguson er hægt að styrkja verkefnið eða með því að senda SMS skilaboðin ,,Barnaheill“ í síma 1900, og gefa 1.900 kr til styrktar baráttunni gegn einelti. mm Mörg mál voru samþykkt á loka- metrum Alþingis fyrir sumarleyfi. Eitt þeirra var sérstaklega miðað að því að bæta stöðu þolenda heimilis- ofbeldis. Skilnaðarferlið verð- ur auðveldað fyrir fólk sem hef- ur orðið fyrir ofbeldi af hálfu maka síns eða býr á heimili þar sem barn hefur verið beitt ofbeldi. Það er Viðreisn sem hafði veg og vanda að því að fá frumvarp þetta samþykkt, endurfluttu mál sem þingflokkurinn tók upp fyrir þremur árum. Fram til þessa hafa þolendur heimilisofbeldis aðeins getað krafist lögskilnaðar án undan- gengis skilnaðar að borði og sæng ef maki þeirra gengst við ofbeldinu og samþykkir skilnað á grundvelli þess. Gildir þar einu þótt hann hafi hlotið dóm fyrir ofbeldið sem hann hefur beitt maka sinn. Þegar lögin taka gildi munu þolendur geta krafist lögskilnaðar ef maki gengst við broti sínu eða hefur hlotið dóm fyrir það, fyrir liggja upplýsingar frá lögreglu sem staðfesta útkall vegna heimilis- ofbeldis, önnur gögn á borð við áverkavottorð eða mat sálfræðings benda til þess að það hjóna er krefst skilnaðar, eða barn sem býr hjá þeim, hafi mátt þola ofbeldi af hálfu makans eða heildarmat á aðstæðum og upplýsingum gefur af öðrum ástæðum tilefni til þess að ætla að það hjóna er krefst skiln- aðar, eða barn sem býr hjá þeim, hafi mátt þola ofbeldi af hálfu hins. Þegar skilnaðar er krafist á þess- um grundvelli fyrir dómi munu þolendur jafnframt eiga rétt á sér- stakri flýtimeðferð. Hér er um að ræða verulegar réttarbætur fyrir fólk í viðkvæmri stöðu. mm Á fullri ferð á Ferguson til stuðnings Barnaheilla Stefna að fækkun stofnana ríkisins Þolendum heimilisofbeldis auðveldað að fá skilnað

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.