Skessuhorn


Skessuhorn - 29.07.2022, Page 16

Skessuhorn - 29.07.2022, Page 16
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 202216 Síðastliðinn sunnudag var Þjóða- hátíð Vesturlands haldin á veitinga- staðnum Nítjándu í Garðavöll- um á Akranesi. Hátíðin hefur ver- ið haldin reglulega, með covid- hléi, undanfarin 16 ár. Markmið- ið með hátíðinni er að sýna fjöl- breytileika ólíkra þjóða og draga úr kynþáttafordómum með því að kynna fyrir Íslendingum mis- munandi menningu með tónlist, mat og dansi. Hátíðin var sem fyrr haldin af Félagi nýrra Íslendinga en Pauline McCarthy á Akranesi hefur setið í formannssæti félags- ins undanfarin 24 ár og skipulagt hátíðina frá upphafi. Þetta var síð- asta hátíðin undir hennar stjórn en Malini Elavazhagan tekur nú við formennsku. Ágætlega var mætt á hátíðina og fín stemning eins og sést á meðfylgjandi myndum. mm/ Ljósm. ki. Ungmennaráð Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) heldur í haust sína þrettándu ungmennaráðsstefnu sem nefnist Ungt fólk og lýðræði. Ráðstefnan hefur verið haldin árlega frá árinu 2009 og hefur því fest sig í sessi á meðal mikilvægustu viðburða fyrir ungt fólk á Íslandi. Ráðstefnan í ár fer fram dagana 9. til 11. september í Héraðsskólan- um á Laugarvatni. Yfirskrift henn- ar er Ungt fólk og lýðræði - Gleym mér ey! Fram kemur á heimasíðu UMFÍ að ráðstefnan sé samræðuvettvang- ur ungs fólks á aldrinum 16 til 25 ára. Markmið og tilgangur ráð- stefnunnar er að efla lýðræðis- lega þátttöku ungs fólks í leik og starfi og gefa ungu fólki, verkfæri og þjálfun til þess að auka áhrif í þeirra nær samfélagi. Ungmenna- ráð UMFÍ hefur veg og vanda að ráðstefnunni. Fjöldi þátttakenda er takmark- aður og komast aðeins 80 þátttak- endur að. Þátttökugjald er 15 þús- und krónur fyrir hvern þátttak- anda. Innifalið í gjaldinu eru ferðir, uppihald og ráðstefnugögn. UMFÍ styrkir 80% af ferðakostnaði. Skila þarf inn kvittunum til þess að fá styrk fyrir ferðakostnaði. Athygli er vakin á því að viðburðurinn er með öllu vímuefnalaus og á það líka við um rafsígarettur. Ekki þarf að vera í ungmennaráði eða ákveðnu félagi til þess að koma. Eins og áður sagði er ráðstefnan fyrir öll ungmenni á aldrinum 16 - 25 ára. Skráning er hafin og stend- ur hún til 31. ágúst 2022. Nánari upplýsingar má finna inn á umfi.is. vaks Ánægjuvogin, sem unnin er af Rannsóknum og greiningu (R&g) fyrir Íþrótta- og Ólympíusam- band Íslands (ÍSÍ) og Ungmenna- félag Íslands (UMFÍ), kom nýver- ið út. R&g hafa lagt spurningalista fyrir nemendur í 8.-10. bekk allt frá árinu 1992 undir nafninu „Ungt fólk.“ Í frétt á heimasíðu ÍSÍ segir að ÍSÍ og UMFÍ hafa fengið að setja inn í spurningalistann nokkrar spurn- ingar til að kanna ánægju þeirra sem stunda íþróttir með íþrótta- félagi, til dæmis um það hversu ánægð/ánægður viðkomandi er með íþróttafélagið, þjálfarann og aðstöðuna og helstu áhersluatriði þjálfarans í starfinu. Einnig eru skoðuð tengsl íþróttaiðkunar við aðra þætti eins og vímuefnaneyslu, neyslu orkudrykkja, notkun nikótínpúða, andlega og líkam- lega heilsu, sjálfsmynd og svefn. Í Ánægjuvoginni eru teknar saman niðurstöður þeirra spurninga sem tengdar eru íþróttum og íþrótta- iðkun en þetta er í fjórða sinn sem Ánægjuvogin er birt. Kynning á Ánægjuvoginni fór fram í húsakynnum UMFÍ síð- asta þriðjudag, en Margrét Lilja Guðmundsdóttir sérfræðing- ur hjá R&g vann skýrsluna og sá um kynninguna. Niðurstöðurn- ar eru almennt mjög jákvæðar fyr- ir íþróttahreyfinguna þó að sannar- lega séu líka áskoranir til stað- ar. Helstu áskoranir eru að gera íþróttastarfið aðgengilegra fyr- ir kynsegin ungmenni og að sinna þörfum barna af erlendum uppruna enn betur en nú er gert, en þátttaka þessara hópa í íþróttastarfi er tals- vert minni en í öðrum hópum. Í máli Margrétar Lilju kom fram að þátttaka í skipulögðu íþrótta- starfi er besta forvörnin á Íslandi. „Okkur hefur tekist að draga úr neyslu vímuefna hjá börnum og ungmennum og þar hafa íþrótt- ir og allt skipulagt starf í rauninni spilað mjög stórt hlutverk” seg- ir Margrét Lilja. Hún segir jafn- framt; „Við sjáum að börn sem eru virk í skipulögðu starfi upplifa sig hamingjusamari, upplifa andlega og líkamlega heilsu sína betri og upplifa sig síður einmana og þeim líður þar af leiðandi betur. Börn og ungmenni sem taka þátt í skipu- lögðu íþróttastarfi eru síður líkleg til að neyta vímuefna, nota nikótín- púða og orkudrykki og þau sofa betur, en börn og ungmenni sem ekki taka þátt.“ Margrét Lilja seg- ir að verðmæti niðurstöðu Ánægju- vogarinnar felast í því að hún stað- festir forvarnargildi og mikilvægi skipulagðs íþróttastarfs. ÍSÍ og UMFÍ hafa fengið í hend- ur heildarskýrslu fyrir allt landið, ásamt landshlutaskýrslum og stöðu ákveðinna þátta hjá yfir 50 íþrótta- félögum. Á næstunni fer fram áframhaldandi kynning á niður- stöðum Ánægjuvogarinnar. Ef skoðað er í skýrslunni viðhorf iðkenda til æfinga, þjálfara og íþróttafélaga á Vesturlandi finnst 86% svarenda í 8. til 10. bekk vana- lega gaman á æfingum, 82% er ánægð/ur með íþróttafélagið sitt, 85% er ánægð(ur) með þjálfar- ann sinn, aðeins færri eða 75% eru ánægð með æfingaaðstöðu hjá sínu félagi og þá eru 77% ánægð(ur) með félagslífið í félaginu sínu. Hægt er að skoða skýrsluna í heild sinni á heimasíðu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, isi.is. vaks Íþróttastarfsemi mikilvæg fyrir lýðheilsu barna og ungmenna Litrík Þjóðahátíð á Akranesi Frá ráðstefnunni árið 2020. Skjáskot af vef umfi.is Ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.