Skessuhorn


Skessuhorn - 29.07.2022, Side 21

Skessuhorn - 29.07.2022, Side 21
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 2022 21 Grundarfjörður – fimmtudagur 21.-23. júlí Bæjarhátíðin Á góðri stundu í Grundarfirði fer fram um helgina. Rif – föstudagurinn 22. júlí Systurnar Ey verða með tónleika í Frystiklefanum klukkan 20:30. Ólafsvík – föstudagurinn 22.-24. júlí Hinseginhátíð Vesturlands verður haldin í Ólafsvík með hátíðardag- skrá sem sjá má nánar auglýsingu hér í blaðinu. Reykholt – föstudagurinn 22.-24. júlí Klassíska tónlistarhátíðin Reyk- holtshátíð fer fram í Reykholts- kirkju í Borgarfirði. Sjá nánar aug- lýsingu hér í blaðinu. Grundarfjörður – laugardagurinn 23. júlí Ball á bryggjunni með Stefáni Hilmarssyni, Gunna Óla, Unni Birnu og hljómsveit. Akranes – laugardagur 23. júlí Kári og Sindri eigast við í 3. deild karla í knattspyrnu í Akraneshöll- inni og hefst leikurinn klukkan 14. Ólafsvík – laugardagur 23. júlí Reynir Hellissandi leikur á móti Herði í A riðli 4. deildar karla í knattspyrnu og hefst viðureignin klukkan 17. Hvalfjarðarsveit – sunnudagur- inn 24. júlí Sumartónleikar Hallgrímskirkju í Saurbæ íslensk lög í flamenco búningi með Tríó Flamenco. Tríó- ið skipa þeir Reynir Hauksson, Ein- ar Scheving og Birgir Steinn Theo- dórsson og hefjast tónleikarnir klukkan 16. Akranes – mánudagur 25. júlí ÍA mætir Fram í Bestu deild karla í knattspyrnu á Akranesvelli og hefst leikurinn klukkan 19.15. Borgarnes – mánudagur 25. júlí Skallagrímur fær Kríu í heimsókn á Skallagrímsvöll í A riðli 4. deildar karla í knattspyrnu og hefjast leik- ar klukkan 20. Hjón með 2 börn óska eftir leiguhúsnæði í sveit Sælt veri fólkið. Við erum hjón með 2 börn að leita að húsnæði í sveitinni. Póstnúmer 311, 320 og 342 koma sterklega til greina og mögulega 356. Vinsamlegast haf- ið samband í tölvupósti r1114@ protonmail.com Á döfinni Markaðstorg Vesturlands Smáauglýsingar LEIGUMARKAÐUR Getir þú barn þá birtist það hér, þ.e.a.s . barnið! WWW.SKESSUHORN.IS Nýfæddir Vestlendingar 11. júlí. Drengur. Þyngd: 3.736 gr. Lengd: 49 cm. Foreldrar: Eydís Anna Kristófersdóttir og Steinþór Logi Arnarsson, Dölum. Ljósmóðir: Sigríður Berglind Birgisdóttir. Erró, sem heitir réttu nafni Guð- mundur Guðmundsson, er fædd- ur í Ólafsvík 1932 og fagnaði 90 ára afmæli sínu í gær, 19. júlí. Erró er tvímælalaust einn af þekktustu samtímalistamönnum Íslendinga, var í fararbroddi evrópsku framúr- stefnunnar á sjöunda áratugnum og hefur lagt sitt af mörkum til evrópskar málaralistar. Árið 1989 gaf Erró Listasafni Reykjavíkur um 2000 af verkum sínum og hef- ur verið opnuð vefsíða með mynd- um af þeim. Fyrst málaði Erró undir listamannsnafninu Ferró en var gert að breyta því. Faðir hans var listamaðurinn Guðmundur frá Miðdal sem var allt í senn; teiknari, grafíklistamaður, málari, mynd- höggvari, ljósmyndari, kvikmynda- gerðarmaður, rithöfundur og fjall- göngumaður. Erró á einn hálfbróð- ur, Ara Trausta Guðmundsson, sem er þekktur jarðfræðingur og rithöf- undur og fv. alþingismaður. Fram kemur á FB síðu Snæfells- bæjar að sýningar á verkum Errós eigi sér orðið fastan sess í Hafnar- húsinu í Reykjavík en þar stendur nú yfir stórsýningin Erró: Sprengi- kraftur mynda. Þetta er umfangs- mesta sýning sem sett hefur verið upp á verkum listamannsins hér- lendis og felur í sér meira en 300 listaverk af ýmsum gerðum sem sett eru upp í öllu Hafnarhúsinu. Sýningin stendur yfir til 29. sept- ember næstkomandi. vaks Erró átti 90 ára afmæli í gær. Ljósm. af FB síðu Snæfellsbæjar Listamaðurinn Erró 90 ára 16. júlí. Drengur. Þyngd: 3.670 cm. Lengd: 51,5 cm. Foreldrar: Karen Lorena Racedo De La Rosa og Julio C. Fernandez De La Rosa, Stykkishólmi. Ljósmóðir: G. Erna Valentínusardóttir. 13. júlí. Stúlka. Þyngd: 3.554 gr. Lengd: 51 cm. Foreldrar: Friðrikka Árný Rafnsdóttir og Matt hías Matthíasson, Mosfellsbæ. Ljós- móðir: Hafdís Rúnarsdóttir.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.