Skessuhorn


Skessuhorn - 29.07.2022, Page 23

Skessuhorn - 29.07.2022, Page 23
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 2022 23 Kylfingurinn Hafsteinn Gunnars- son í Golfklúbbnum Leyni á Akra- nesi upplifði ótrúlega viku á golf- vellinum í vikunni sem leið. Á mánudag fór hann holu í höggi á 18. holu á Garðavelli þegar hann tók létta 8 á móti vindi, hátt bolta- flug sem lenti um tvo metra frá holu og rúllaði svo bara í. „Geggj- að,“ eins og Hafsteinn lýsti þessu á facebook. Hafsteinn skellti sér síð- an í golf í blíðviðrinu á fimmtu- daginn á Garðavelli og viti menn, aftur fór hann holu í höggi! „Þetta er auðvitað ótrúlegt en ég fór aftur holu í höggi í dag! Núna var það á 8. holu á Garðavelli, 6 járn á móti örlitlum vindi. Þetta er ekki hægt,“ sagði hann á FB síðu sinni. Þegar Skessuhorn heyrði í Hadda, eins og hann er yfirleitt kallaður, var hann ennþá frekar hátt uppi og ekki alveg að trúa þessu: „Þetta er bara fáránlegt, maður var bara að hugsa í bæði skiptin: „Er þetta pottþétt í,“ en þetta er stór- kostleg tilfinning. Maður trúði þessu ekki alveg þarna í seinna skiptið.“ Haddi hefur ekki farið holu í höggi áður á golfferlinum en hefur verið nálægt því tvisvar sirka fimm sentímetra frá holu. Hvenær á svo að fara þriðju holuna í höggi? „Fyrsta sem ég ætla að gera er að kaupa mér lottómiða fyrir kvöldið og ætli maður taki ekki bara helgina í það að ná holu í höggi, það yrði eitthvað!“ segir hann og hlær. Haddi er því orðinn tvöfaldur félagsmaður í Einherjaklúbbnum eftir vikuna en tveir félagsmenn í Leyni hafa fyrr í sumar komist í þennan eftirsótta félagsskap. Fyrst var það Sveinbjörn Brandsson sem sló draumahöggið á 3. braut um miðjan maí og síðan Lárus Hjalte- sted á 8. braut í byrjun júní. Það eru því miklar líkur hjá golfurum ef þeir fara í golf á Garðavelli að þeir fari holu í höggi, það hefur sýnt sig í sumar. vaks ÍA og Álftanes mættust á föstu- dagskvöldið í 2. deild kvenna í knattspyrnu og fór leikurinn fram á Akranesvelli. Bryndís Rún Þór- ólfsdóttir kom ÍA yfir á tólftu mín- útu og þannig var staðan í hálfleik. Unnur Ýr Haraldsdóttir bætti við öðru marki fyrir ÍA í byrjun seinni hálfleiks úr víti og var svo aftur á ferðinni á 77. mínútu leiksins með marki sem hún skoraði einnig af vítapunktinum, lokastaðan 3-0. ÍA er nú komið í fimmta sæti deildarinnar með tólf stig eftir sex leiki og næsti leikur liðsins er gegn Gróttu sem er í öðru sæti ásamt Völsungi og ÍR með 17 stig. Leik- urinn verður á Vivaldivellinum á Seltjarnarnesi næsta föstudag og hefst klukkan 19.15. vaks Sunnudagurinn 24. apríl er dagur- inn sem ÍA vann sinn eina leik til þessa í Bestu deild karla í knattspyrnu í sumar þegar þeir lögðu Íslandsmeistara Víkings 3-0 á heimavelli. Síðan þá hafa þeir gert fjögur jafntefli og tap- að sjö leikjum í deildinni og stað- an orðin virkilega erfið hjá liðinu þegar níu leikir eru eftir í deildinni. Á sunnudaginn komu Stjörnumenn í heimsókn á Akranesvöll og unnu öruggan sigur með þremur mörk- um gegn engu. Emil Atlason kom Stjörnunni yfir strax á fimmtu mín- útu leiksins en mínútu síðar fékk Kristian Lindberg dauðafæri fyr- ir ÍA til að jafna metin þegar hann fékk boltann á markteig en mark- vörður Stjörnunnar gerði vel og varði skot hans. Það var síðan rétt áður en flautað var til hálfleiks að gestirnir juku forskotið og þvílíkt mark! Emil tók hælspyrnu við víta- teig Skagamanna beint á Ólaf Karl Finsen sem lyfti boltanum upp og tók hjólhestaspyrnu beint upp í fjærhornið, án efa flottasta mark sumar sins hingað til. Staðan því 0-2 í hálfleik fyrir Stjörnuna og lítið sem benti til þess að Skagamenn gætu komið til baka í þeim seinni. Skagamenn reyndu þó hvað þeir gátu til að minnka muninn í seinni hálfleik en fengu fá hættuleg færi og það var síðan stundarfjórðungi fyr- ir leikslok sem Stjörnumenn skor- uðu þriðja og síðasta mark leiks- ins þegar Ísak Andri Sigur geirsson gerði vel einn á einn á móti mark- manni ÍA og setti boltann auð- veldlega í netið. Sannfærandi sig- ur Stjörnumanna sem eru nú í fjórða sæti en Skagamenn í tólfta og neðsta sæti deildarinnar með aðeins átta stig eins og ÍBV sem er sæti ofar með betri markatölu. Það er ljóst að margt þarf að breytast svo að Skagamenn nái að koma sér ofar í deildinni og það virðist einfaldlega mjög lítið sjálfs- traust í liðinu enda ekki unnið leik í næstum þrjá mánuði. Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, hefur ekki náð að bæta varnarleik liðsins frá síðasta sumri að neinu marki og sóknarleikur liðsins er í molum. ÍA hefur aðeins skorað 13 mörk í jafnmörgum leikjum í deildinni í sumar og vantar tilfinnanlega markaskorara en þeir eru víst ekki margir á lausu. Enn er þó von og afar mikilvægt að Skagamenn nái að snúa slæmu gengi liðsins við sem fyrst og nú er tíminn að standa við bakið á liðinu og styðja það í þessari erfiðu baráttu sem framundan er. Næsti leikur Skagamanna er gegn Fram næsta mánudag á Akra- nesvelli klukkan 19.15. vaks Reynir Hellissandi tók á móti Árbæ í A riðli 4. deildar karla í knattspyrnu á laugardaginn og fór leikurinn fram á Ólafsvíkurvelli. Árbær hafði tveggja marka forystu í hálfleik og bætti við því þriðja snemma í seinni hálfleik áður en Brynjar Kristmundsson skoraði fyrir Reynismenn mínútu síðar. Árbær gerði síðan út um leikinn með þremur mörkum þrátt fyrir að vera einum leikmanni og forráða- manni færri frá 70. mínútu, loka- staðan 1-6 fyrir Árbæ. Reynir hefur tapað öllum leikj- um sínum til þessa í deildinni og eru neðstir í riðlinum eins og gef- ur að skilja. Næsti leikur Reynis er gegn Herði Ísafirði næstkomandi laugardag á Ólafsvíkurvelli og hefst klukkan 17. vaks Víkingur tók á móti liði Ægis á Ólafsvíkurvelli í 2. deild karla í knattspyrnu á föstudagskvöldið og vann öruggan sigur 5-2. Fyrsta mark leiksins kom þó ekki fyrr en á lokamínútu fyrri hálfleiks þegar Mikael Hrafn Helgason kom heimamönnum yfir og staðan í hálfleik 1-0 fyrir Víking. Það var aðeins meira fjör í seinni hálfleik og mörkunum nán- ast rigndi inn. Á 61. mínútu jafn- aði Dimitrije Cokic fyrir Ægi en Andri Þór Sólbergsson var snöggur til og kom Víkingi aftur yfir mín- útu síðar. Mitchell Reece kom Vík- ingi í tveggja marka forystu rúm- um tíu mínútum síðar og undir lok leiksins bættu þeir Luis Romero Jorge og Emmanuel Eli Keke við tveimur mörkum fyrir Víking. Enn var þó tími fyrir eitt mark og það var fyrrnefndur Cokic sem skoraði sárabótarmark í uppbótartíma fyr- ir Ægi, lokastaðan 5-2 fyrir Víking. Með sigrinum færðist Víking- ur upp í áttunda sæti deildarinnar og er með tólf stig eins og KF en með betri markatölu. Víkingur er nú sex stigum frá fallsæti en neðst eru Magni Grenivík og Reynir Sandgerði. Næsti leikur Víkings í deildinni er næsta laugardag gegn Völsungi á Húsavík og hefst klukk- an 14. vaks Nýverið óskaði karlalið Vestra í körfuknattleik eftir því við mótanefnd KKÍ að fá að fara nið- ur í 2. deild karla. Mótanefnd leitaði þá til ÍA, sem féll úr 1. deild karla á nýliðinni leiktíð og bauð þeim að taka sæti í deildinni að nýju, sem þeir þáðu. ÍA mun því keppa í 1. deild karla í stað Vestra á komandi leiktíð, og Vestri tekur sæti ÍA í 2. deild karla fyrir keppnis tímabilið 2022-2023. mm Unnur Ýr skoraði tvö mörk úr vítum gegn Álftanesi. Ljósm. sas Skagakonur unnu Álftanes Skagamenn komnir í botnsæti Bestu deildarinnar Úr leik Stjörnunnar og ÍA fyrr í sumar. Ljósm. Lárus Árni Wöhler Víkingur Ólafsvík með góðan sigur á Ægi Hafsteinn kampakátur eftir seinni holu í höggi á fimmtudaginn. Ljósm. af FB síðu Hafsteins Fór holu í höggi tvisvar í sömu vikunni ÍA þiggur boð um að taka þátt í fyrstu deild að nýju Tíunda tapið í röð hjá Reyni

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.