Vesturbæjarblaðið - dec 2021, Qupperneq 10

Vesturbæjarblaðið - dec 2021, Qupperneq 10
Bruninn á Bræðraborgarstíg 1 í júní 2020 er flestum í fersku minni. Um harmleik var að ræða þar sem þrír einstaklingar létust eftir að kveikt var í húsinu. Marek Moszczynski einn íbúa hússins var ákærður og dæmdur fyrir þrjú manndráp og tíu manndrápstilraunir með íkveikjunni. Þetta er versti eldsvoði sem orðið hefur hér á landi á síðari árum. Húsið við Bræðraborgarstíg eða öllu heldur það sem eftir var af því hefur verið rifið og unnið er að áætlunum um uppbyggingu. Þetta er ekki fyrsti eldsvoðinn sem hefur orðið á þessum stað. Í frétt í Alþýðublaðinu í nóv em ber árið 1926 var sagt frá eldi í bök­ un ar kjall ara Sveins Hjart ar sonar á Bræðra borg ar stíg 1. Í fréttinni sagði að log að hafði í kassa dóti og lausu timbri milli bök un arofns ins og útveggjar. Þar hefur eld ur inn náð að kom ast að veggn um. Þar hafi skot færi frá Jóhanni Ólafs syni & Co. Verið geymd til þurrkunar og sum þeirra hafi sprungið. Í fréttinni kemur einnig fram að fljótt hafi tekist að slökkva eldinn og engum orðið meint af. Íbúum hafi þó verið brugð ið. Otti skipasmiður byggði húsið Bræðra borg ar stígur varð til seint á þar síðustu öld. Götunnar er fyrst getið í mann tali árið 1885 og þegar á fyrstu árum tutt ug ustu aldar fékk hann á sig þá mynd sem hann hefur enn í dag. Otti Guð munds son skipasmiður úr Eng ey byggði Bræðraborgarstíg 1 sem fjöl skyldu hús. Húsið stóð á horninu við Vest ur götu í rúma heila öld þar til það stóð í ljósum logum á júnídegi fyrir einu og hálfu ári. Starfsemi jókst og íbúum fjölgaði Sveinn Hjart ar son og Stein unn Sig urð ar dótt ir festu kaup á húsinu á árinu 1910. Áður hafði verið þar bakarí sem Árni Jónsson bakari opnaði á Bræðrabogarstígnum en það varð ekki langlíft. Sveinn og Steinunn settu þá á stofn bak­ arí og ráku um ára tuga skeið á jarðhæð inni. Árið 1909 var Otti skipa smiður enn skráður til heimilis að Bræðra borg ar stíg 1 sam kvæmt Bæj ar skrá Reykja víkur en flutti á Stýri manna stíg. Í mann­ tal inu árið 1910 eru bæði Sveinn og Stein unn skráð þar til heim ilis sem og í bæj ar skránni árið 1915 auk fimm ann arra. Nokkrum árum síðar eru íbú arnir orðnir fjórt án og árið 1929 eru þeir sagðir tólf. Himnaríki á jörð Stein unn og Sveinn voru þekkt fólk í Reykja vík og lögðu sín lóð að fram þróun borgarinnar. Sveinn var einn stofn enda Rúg brauðs­ gerð ar innar og tók þátt í tog ara út­ gerð. Stein unn var fædd í Hlíð ar­ hús um einum Hlíðarhúsabæjanna neðst við Vesturgötuna. Hún er talin fyrst kvenna á Íslandi til að læra að aka bíl sem og meðal þeirra fyrstu til að stunda lax­ veiði. Stein unn missti tvær systur sínar úr spönsku veik inni og tóku hún og Sveinn fjögur af börnum þeirra í fóstur og önnur börn systr anna áttu ætíð athvarf hjá þeim. Áður höfðu þau ætt­ leitt eina stúlku og auk þess átti Sveinn son frá fyrra sam bandi. Einn fóst ur son ur inn sagði síðar að hann hefði upplifað heimili þeirra sem „himna ríki á jörð u“. Otti féll af smíðapalli, Sveinn dó úr bráðum veikindum og Steinunn lést í bílslysi Mikil umsvif voru í bakaríinu hjá Sveini og Steinunni á þeirra tíma mælikvarða. Bakað var á hverjum degi og fyrir utan íbú­ ana í Vest ur bænum voru skip og sjúkra stofn anir meðal helstu við skipta vina. Auk rekst urs bak­ arís ins stund uðu þau hjón búskap að Lauga landi og Breiða bóli og seldu mjólk frá búun um. Sveinn varð þó ekki langlífur. Hann féll frá eftir skammvinn veikindi snemma á fimmta áratug liðinna aldar. Steinunn ekkja hans bað þá fólk er vildi minnast hans að láta það renna til Barnaspítalasjóðs Hringsins í stað blómakaupa. Dauða bæði Otta skipasmiðs og Stein unnar bar að með snöggum hætti. Í apr íl mán uði árið 1920 féll Otti niður af smíða palli í báta­ smíða stöð sinni og beið bana af aðeins sex tug ur að aldri. Stein unn lést í bílslysi í Kaup manna höfn árið 1961 þá 74 ára að aldri. Guðmundur Ágústsson Guðmundur Ágústsson rak Sveinsbakarí um langt skeið. Guðmundur missti móður sína í spönsku veikinni 1918 og var þá tekinn í fóstur af Steinunni Sigurðardóttur, móðursystur sinni og Sveini Hjartarsyni, bakarameistara. Hann lærði bakaraiðn hjá Sveini og tók við rekstri Sveinsbakarís fyrst ásamt öðrum, en rak það síðan einn allt til ársins 1980. Guðmundur var einnig góður skákmaður og gekk um tvítugt í Taflfélag Reykjavíkur. Hann fór að tefla fyrir alvöru en frá þeim tíma og var hann nátengdur skáklífinu í Reykjavík. Telja má víst að Guðmundur hafi tekið bakteríuna af Eggert Gilfer, en Eggert var bróðir Þórarins Guðmundssonar, tengdaföður Guðmundar. Árið 1938 vann Guðmundur sig upp í meistaraflokk. Starfsárið 1941 til 1942 var Guðmundur formaður Taflfélags Reykjavíkur. Hjörtur Hjartarson Hjört ur Hjartarson sem var einn af yngri bræðrum Sveins opn­ aði nýlendu vöru verslun í pakk­ hús inu við hús hans á Bræðra­ borg ar stígnum árið 1926 og rak hana allt til árs ins 1982 eða í yfir hálfa öld. Tómas Ó. Jóhanns son rak þar einnig búð og árin 1924 og 25 aug lýsti hann marg vís­ legan varn ing og slag orð versl­ un ar innar var „Veit sá bezst sem reyn ir“ Löngu síðar var þar rekin raf tækja verslun þar sem fram sýnin réði ríkj um. Seldi til dæmis sjónvarpstæki af gerðinni Tandberg sem voru algeng á fyrstu árum sjónvarpsútsendinga hér á landi. Sorgarsaga leikskóla Um tíma var leikskólinn 101 starfræktur á Bræðraborgarstíg 1. Leikskólinn var einkarekinn og komst í fréttir eftir að orðrómur um að börn væru beitt harðræði varð heyrum kunnur. Í fram­ hald inu af því lét þáverandi eig andi hússins loka leik skól­ an um sem síðar var tekinn til gjaldþrotaskipta. Útleiga, ungt fólk og ömurlegur endir Um svipað leyti var sótt um að inn rétta litlar stúd íó í búðir í hús­ inu og leigja ferða mönnum yfir sum arið og náms fólki yfir vet ur­ inn. Þær hugmyndir strönduðu á ákvörðun umhverf is­ og skipu­ lags ráðs Reykjavíkurborgar sem lagðist gegn þeim. Síðustu árin var húsið þó leigt út að mestu sem einstaklingsherbergi. Leigj­ endur komu og fóru. Oft var um ungt fólk að ræða sem hingað var komið lengra að en sveita fólkið sem flutti á möl ina við upp haf síð ustu ald ar. En til gang ur inn var þó sá sami. Að búa sér til betra líf. Það voru ungir leigjendur af erlendum uppruna sem létu lífið í brunanum 2020. 10 Vesturbæjarblaðið DESEMBER 2021 Litrík saga en ömurlegur endir Bræðraborgarstígur 1 eins og húsið leit út á fyrri árum. Bræðraborgarstígur 1 Bræðraborgarstígur 1 í júní 2020. Slökkviliðsmenn berjast við eldinn. Otti Guðmundsson skipasmiður byggði Bræðraborgarstíg 1. www.gilbert.is

x

Vesturbæjarblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.