Feykir - 30.11.2021, Blaðsíða 17
Hvað var eftirminnilegast við
jólahald í gamla húsinu, voru
til dæmis einhverjar hefðir
þar, tengdar aðventu eða jól-
um, sem koma spánskt fyrir
sjónir í dag? „Jólin í gamla
húsinu á Höfða voru nokkuð
hefðbundin. Jólagjafirnar voru
einna helst bækur, jólamaturinn
var hangikjöt og lærissneiðar,
kökudunkarnir voru vandlega
innsiglaðir þar til á aðfanga-
dagskvöld og sparistofan jafn-
an skreytt á Þorláksmessu.
Skreytingarnar voru ekki íburð-
armiklar, amma átti þó forláta
upptrekkta kirkju og kertastjaka
með fallegri mynd af Maríu
mey. Þegar þessum hlutum
var stillt upp var það ótvírætt
merki um að jólin væru í nánd.
Einnig var á heimilinu jólabjalla
sem spilaði Heims um ból og í
þann kólf var töluvert togað. Á
jólanóttina mátti alls ekki spila á
spil en hins vegar var lesið fram
á rauða nótt. Ég man eftir stórum
epla- og appelsínukössum og
jólaölinu sem góð nágrannakona
bruggaði og færði okkur.“
Grýla bæði gjafmild
og góð þrátt fyrir allt
Anna Steinunn segir að í
aðdraganda jólanna hafi
krökkunum verið haldið á
tánum með því að jólin færu
fram hjá Höfða ef þau væru
Um mitt sumar sendi blaðamaður
Feykis fyrirspurn á Guðmund
Stefán Sigurðarson, minjavörð
Norðurlands vestra með aðsetur
á Sauðárkróki, eftir að hafa
uppgötvað að gamla húsið á Höfða
var horfið af grunni sínum. Húsið
var byggt 1891 og var því friðað.
Guðmundur tjáði blaðamanni að fyrri
eigendur hafi ekki séð sér fært að
viðhalda húsinu og óskuðu eftir heimild
til niðurrifs til Minjastofnunar vorið 2020.
„Samkomulag var gert um að auglýsa
húsið gefins ef einhver vildi flytja það
af staðnum og gera upp,“ segir hann.
Flytja þurfti húsið af staðnum fyrir 1. júní
2021 og þurftu umsækjendur að senda
Minjastofnun áætlun um uppbyggingu
á nýjum stað. „Allmargir sýndu þessu
áhuga og höfðu um 30 aðilar samband við
Minjastofnun til að fá nánari upplýsingar
og gögn. Nokkrir komu að skoða húsið
en að endingu voru þó aðeins tveir aðilar
sem staðfestu áhuga sinn og sendu inn
áætlanir um endurbyggingu. Endanleg
ákvörðun um ráðstöfun hússins var svo í
höndum eigenda.“
Svipuð leið verið farin með
allmörg hús víðsvegar um landið
Guðmundur Stefán Sigurðarson minjavörður Norðurlands vestra
Höfði horfinn af grunninum. Tréð fyrir miðri mynd stóð sunnan við gamla húsið.
MYND: ÓLI ARNAR
Er eðlilegt að hús séu tekin og flutt burt
til endurbyggingar? „Almennt er leitast
við að styðja fólk í að gera hús upp þar
sem þau standa og viðhalda þannig hinu
upprunalega menningarlandslagi í dreif-
býli eða götumynd í þéttbýli. En þar sem
því verður ekki við komið er reynt að finna
aðrar lausnir. Svipuð leið hefur verið farin
með allmörg hús víðsvegar um landið og
þau ýmist flutt til innan svæðis eða um
lengri veg, sum í heilu lagi en önnur tekin
í sundur að einhverju eða öllu leyti og
endurreist á nýjum stað. Þetta er ákveðin
þrautalending en mun betri kostur en að
sjá á eftir húsunum rifnum eða grotna
niður og eyðileggjast með öllu.“
óþekk. „Ríkasta jólahefðin sem
sneri að okkur krökkunum
voru gjafirnar frá Grýlu sem
birtust á undraverðan hátt
um miðjan aðfangadag á
bæjarhlaðinu en rétt áður voru
barin bylmingshögg á útidyrnar.
Þannig var Grýla í okkar hugum
bæði gjafmild og góð þrátt fyrir
sögur af ódæðisverkum hennar
út um allar sveitir.“
Þið flytjið í nýja húsið haustið
1979. Hver var mesta byltingin
við þau umskipti? „Mesta
byltingin við að flytja í nýtt
hús hefur að öllum líkindum
verið heitt rennandi vatn, auk
augljósra þæginda við að
flytja úr gömlu húsi yfir í nýtt.
Ástand hússins var þá þegar
orðið þannig að erfitt var að
halda þar heimili fyrir stóra
fjölskyldu. Rafmagn var lagt
í gamla húsið árið 1971 og
í kjölfarið kom þvottavél á
heimilið sem létti lífið töluvert.
Haft var eftir Bríeti að þetta
tæki væri göldrum líkast. Í
gamla eldhúsinu var Sóló
miðstöðvareldavél og man
ég að fyrst eftir að við fluttum
þá bæði eldaði mamma
og bakaði í Sólóvélinni í
gamla húsinu frekar en á Rafha
eldavélinni í nýja húsinu.“
Í upphafi tíunda áratugs
síðustu aldar gerði Friðrik
Þór Friðriksson, kvikmynda-
leikstjóri, tvær bíómyndir,
Börn náttúrunnar og Bíódaga,
þar sem gamla húsið lék stórt
hlutverk. Margir Skagfirðingar
fara með lítil en falleg hlutverk
í Bíódögum en þar eru Toni
afi þinn og Bríet [leikin af Jóni
Sigurbjörnssyni og Guðrúnu
Ásmundsdóttur] áberandi
persónur í sögunni. Er skrítið
að sjá þessar myndir sem að
hluta voru teknar upp á Höfða?
„Okkur þykir mjög vænt um að
gamla húsið á Höfða hafi verið
gert ódauðlegt á hvíta tjaldinu.
Þar var að verki frændi okkar,
Friðrik Þór, sem sjálfur var í
sveit mörg sumur á Höfða og
hefur sterkar taugar til staðarins.
Í Bíódögum tekst sérlega vel
að fanga sagnahefðina og
stemninguna sem ríkti á þessum
tíma, svo ekki sé talað um
gildi þess að persónusköpun
í myndinni byggir að hluta til á
nákomnum ættingjum sem flest
allir eru nú látnir. Myndin er því
ómetanleg heimild um lífið og
tilveruna í þá daga.“
Nú í sumar var gamla húsið á
Höfða tekið af grunni sínum
og flutt suður yfir heiðar þar
sem það verður endurbyggt.
Saknið þið þess að gamla húsið
sé ekki lengur á sínum stað
og hvað finnst þér um að það
verði endurgert á öðrum stað?
„Það eru vissulega blendnar
tilfinningar. Gamla húsið
geymir að stórum hluta sögu
fjölskyldunnar, ótal minningar
og fóstraði þá sem þar bjuggu
vel. Það var reisulegt þrátt fyrir
smæð sína og bauð okkur ætíð
velkomin heim með vinalegri
ásýnd sinni. Þannig að já, það
er söknuður eftir húsinu og
mikill sjónarsviptir að því. Fyrsta
ferðin út í Höfða eftir að húsið
var tekið niður var strembin
en það er líka dýrmætt að það
skyldi fá framhaldslíf og fyrir
það ber að vera þakklátur þótt
óneitanlega verði það skrítið að
sjá það rísa á nýjum stað,“ segir
Anna Steinunn að lokum.
JólaFeykir þakkar Önnu Stein-
unni fyrir skemmtilegt spjall.
Gurra og Friggi við gamla húsið sumarið 2015.
17