Feykir - 30.11.2021, Blaðsíða 25
kvöldið, en þá var sjólítið við
Málmey. Þar eð áttin var suðlæg
töldu þau sennilegt að dregist
gæti í nokkra daga að komist
yrði út í eyna. Þau gátu sér þess
til að flugvél yrði send með
klæðnað sem varpað yrði niður.
Um kl. tvö um nóttina gekk vind-
ur til norðaustanáttar og tók þá
að snjóa og gerði brátt brim. Við
það minnkaði björgunarvonin
mjög. Alla nóttina fóru Þormóður
og Erlendur til skiptis að lend-
ingunni. Milli þess voru þeir
eiginlega á stöðugum hlaupum í
fjárhúshlöðunni til að halda á
sér hita.
Þeir höfðu ákveðið að strax á
laugardagsmorgun, áður en
björgunin barst, skyldi sótt kjöt
sem grafið var í snjóskafl og
matbúa yfir kolaglóðunum í
húsarústunum. Með því mætti fá
heitt soð handa börnunum.
Fólkið óttaðist að fáklædd
börnin kynnu að fá lungnabólgu
í fjárhúshlöðunni.
Björgun úr eynni
Siglufjarðarradíó nam neyðar-
kallið frá Málmey og strax var
haft samband við Magnús
Guðjónsson skipstjóra á Skildi
SI 82. Á þeim báti voru bræð-
urnir Gísli Sigurðsson og Jóhann
Sævaldur Sigurðsson sem báðir
höfðu verið um árabil í Málmey
og voru þar gjörkunnugir.
Nokkrir björgunarsveitarmenn
fóru einnig og Sveinn Ásmunds-
son sem leiðangursstjóri. Hann
fór og sótti sér mannbrodda.
Menn spurðu hvað hann ætlaði
að gera með mannbrodda en
Sveinn svaraði fáu. Þessir
mannbroddar áttu eftir að skipta
sköpum fyrir björgunarsveitina
að komast upp á eyna.
Veður var slæmt og þungur
sjór og sóttist seint að komast út
úr Siglufirði og inn eftir Skaga-
firði. Á sjöunda tímanum morg-
uninn 23. desember voru Sigl-
firðingarnir komnir inn á
Málmeyjarsundið og vörpuðu
akkerum austan undir eynni en
tveir björgunarbátar héngu í
davíðum aftan við stýrishús
Skjaldar og á þeim fóru björg-
unarmenn upp í fjöru neðan við
Bæjargjána. Þá komu mann-
broddarnir sér heldur betur vel
í hálkunni og snjónum sem þar
hafði safnast. Tókst mönnum að
höggva sér spor upp með ísexi
skipsins og festa niður kaðal
sem hinir gátu styrkt sig eftir.
Þegar björgunarmenn komu
upp á eyna sáu þeir að
íbúðarhúsið hafði brunnið til
kaldra kola og fallið. Íbúana var
hvergi að sjá. Sóttu þeir þá
Jóhann Sævald niður í fjöru en
skildu eftir einn björgunar-
sveitarmann að gæta bátsins.
Héldu þeir þá rakleiðis að fjár-
húshlöðunni og gengu inn fyrir.
Þá var fólk þar ásamt börnum
grafið í hey í veðurofsanum.
Voru allir fatalitlir og flestir hálf
skjálfandi. Eftir það var farið að
skipuleggja flutning fólksins
niður að lendingunni. Sá þá
Jóhann að innarlega í hlöðunni
var lítil telpa. Gekk hann til
hennar og bauðst til að lána
henni peysuna sína og fá að
halda á henni að lendingunni,
þar sem árabáturinn biði þeirra
til að flytja þau að stóra mótor-
bátnum, sem bjargaði þeim svo
frá eynni og færi með þau í land.
Litla telpan þáði boðið. Börnin
voru borin niður einstigið af
björgunarsveitarmönnunum, vaf-
in inn í teppi og síðan róið með
þau gegnum öldubrimið og út í
Skjöld er lá fyrir akkerum. Gekk
flutningurinn vel á fólkinu. Þegar
íbúarnir voru komnir um borð í
mótorbátinn þurfti að ná í björg-
unarsveitamennina sem biðu í
lendingunni við flæðarmálið í
Málmey. Þá varð það óhapp að
bátnum hvolfdi í fjöruborðinu en
með snarræði tókst að forðast
frekari slys og var siglt með
fólkið til Hofsóss þar sem
Erlendur fór samstundis suður
með fjölskyldu sína flugleiðis frá
Sauðárkróki en fjölskylda Þor-
móðs settist að á Hofsósi og í
grennd. Sjálfur varð Þormóður
eftir í eynni ásamt Jakobi vinnu-
manni til að sinna um skepnurnar
og báturinn fór samdægurs aftur
til eyjarinnar með vistir og bún-
að frá Hofsósi. Leiðangursmenn
komu heim til sín á Siglufjörð
árla á aðfangadag.
Lán í óláni
Ljóst er að mikið lán fylgdi óláni
brunans. Það var sérstök heppni
að allt fólkið var saman komið á
neðri hæðinni þegar eldurinn
kom upp og tókst að komast út.
Hefði eldurinn kviknað um nótt-
ina eða eftir að fólkið var komið í
svefnherbergin á efri hæðinni,
hefði ekki þurft að spyrja að
endalokunum. Klæðlítið og
matarlaust komst fólkið út í
fjárhúsin. Það var afrek að
bjarga því úr eynni morguninn
eftir. Um kvöldið hafði veður og
sjólag versnað svo að ólendandi
var við eyjuna og stóð svo í
nokkur dægur.
Bæjartóftin nokkrum árum eftir brunann. Fjárhúsin og hlaðan eru enn vel
stæðileg.
Mjólkursamlag KS
Skagfirðingabraut 51 Sauðárkróki Sími 455 4600 www.ks.is
Bestu óskir um gleðileg jól
og farsæld á komandi ári.
Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.
25