Feykir - 30.11.2021, Blaðsíða 34
Jólatréð girt af
með pappakössum
Daði Hlífarsson og Erna Ósk Björgvinsdóttir á
Króknum eiga rosalega fallegan hvítan hund
af tengundinni Samoyed en þeir eiga uppruna
sinn að rekja til Síberíu. Þeir eru með tvöfaldan
þykkan feld og voru upphaflega ræktaðir sem
sleðahundar og til að smala hreindýrum.
Hvernig eignuðust þið
Ölbu? Alba er fædd
í fimm hvolpa goti á
Akureyri 21. maí 2019.
Við sáum gotið auglýst
á Facebook og höfðum
samband við ræktand-
ann og kynntum okkur.
Ræktandinn kom og
heimsótti okkur á Sauð-
árkrók til að kynnast
okkur og heimilisað-
stæðum nánar og í
kjölfarið vorum við svo
heppin að verða fyrir
valinu sem eigendur
Ölbu. Við fórum nokkur
skipti að kíkja á hvolpana
á Akureyri áður en við
fengum svo að taka Ölbu
með okkur heim 17. júlí
2019. Nafnið Alba var
valið aðallega út af því
að þeim þótti það fallegt
en það hefur einnig
tengingu við hvíta litinn
og þýðir hvít á latnesku.
Alba á líka ættbókarnafn
hjá HRFÍ sem er valið
af ræktandanum og
er það Pearl en það er
eingöngu notað þegar
við förum með hana á
hundasýningar.
Hvað er skemmtilegast
og erfiðast við Ölbu?
Alba er mjög skemmti-
legur hundur og er
nánast alltaf glöð en
Daði er Skagfirðingur, fæddur og uppalinn á bænum Víðiholti í Seyluhreppi hinum forna. Erna kemur
frá Skagaströnd og á einnig ættir að rekja austur á land. AÐSEND MYND
Gæludýrið mitt siggag@nyprent.is
Daði og Erna Ósk | Hundurinn Alba
Samoyed hundar eru
sérstaklega þekktir fyrir
brosið sitt. Hún vill alltaf
leika við allt og alla og það
er ekki til dropi af grimmd
í henni. Okkur þykir einna
skemmti-legast að fara öll
saman í góðan göngutúr
þar sem Alba fær að
hlaupa laus og allra
best ef það er í miklum
snjó og snjókomu, þá er
mikið fjör og hún nýtur
sín alveg í botn. Hún er
líka mikið kúrudýr og á
það til að sofa í hinum
furðu-legustu stellingum.
Það erfiðasta við að eiga
svona hund er að halda
húsinu hreinu! Stórum
og miklum feldi fylgir
mikið hárlos á tímabilum
en einnig berast oft ýmis
óhreinindi inn með feld-
inum og loppunum eftir
útiveru.
Eruð þið með einhverja
sniðuga eða merkilega
sögu af gæludýrinu?
Hún er ótrúlega fyndin
þegar hún vill ná athygli
okkar hérna heima en
þá fer hún inn á baðher-
bergi og sækir sér heila
klósettrúllu og labbar með
hana í kjaftinum í hringi í
kringum borðstofuborð-
ið grafalvarleg þangað til
við veitum henni athygli.
Hún á það einnig til að
misskilja og halda að allt
sem hreyfist vilji leika við
hana. Til dæmis lömbin Alba kampakát úti í náttúrunni.
SÍMANÚMER
FYRIRTÆKJA
Í KJARNANUM
FJÖLNET
S: 455 7900
BIFREIÐAVERKSTÆÐI
S: 455 4570 I Fax 455 4571
VÉLAVERKSTÆÐI
S: 455 4560 I Fax 455 4561
Jón Geimundsson
pípulagningameistari
S: 825 4565
TENGILL ehf.
S: 455 9200 I Fax 455 9299
HESTEYRI 2, SAUÐÁRKRÓKI
SÍMA ER
FYRIRTÆKJA Í KJARNANUM
&
& 455 9200
& 455 4570
& 455 4560
Jón Geirmundsson
pípulagningameistari
& 825 4565
SÍMANÚMER
FYRIRTÆKJA
Í KJARNANUM
FJÖLNET
S: 455 7900
BIFREIÐAVERKSTÆÐI
S: 455 4570 I Fax 455 4571
VÉLAVERKSTÆÐI
S: 455 4560 I Fax 455 4561
Jón Geimundsson
pípulagningameistari
S: 825 4565
TENGILL ehf.
S: 455 9200 I Fax 455 9299
HESTEYRI 2, SAUÐÁRKRÓKI
34