Feykir - 30.11.2021, Blaðsíða 36
á vorin en ef hún kemst
niður á tún í sveitinni þá
hleypur hún á eftir þeim
hring eftir hring þar sem
hún heldur að það sé
skemmtilegur leikur í
gangi en greyið lömbin
hlaupa dauðskelkuð
undan henni.
Hafa skapast einhverjar
sérstakar jólahefðir í
kringum gæludýrið?
Við getum nú ekki sagt
það, hún er náttúrulega
bara búin að vera til yfir
tvenn jól. Í fyrra fékk hún
reyndar sérstakt jóladót,
hreindýrabangsa, rétt
fyrir jól til að reyna að
hafa ofan af fyrir henni
á meðan við borðum og
opnum pakka. Hún var
rosalega ánægð með það
og það entist merkilega
lengi. Það er því ekkert
ólíklegt að hún fái nýtt
svipað í ár. Svo höfum
við baðað hana annað
hvort á Þorláksmessu
eða aðfangadegi svo
hún sé hrein og fín yfir
hátíðarnar.
Hvernig mynduð þið
lýsa aðfangadegi hjá
gæludýrinu? Við byrjum
yfirleitt alla frídaga á því
að fara með hana út í
göngutúr. Á aðfangadegi
er líklegt að göngutúrinn
verði alveg extra langur
og góður ef veður
leyfir. Svo er hún bara
í rólegheitunum heima
þar til við förum öll út í
sveit í Víðiholt þar sem
við eyðum vanalega
jólunum. Ölbu finnst
ekkert skemmtilegra en
að fara í sveitina og hún
veit hvert við erum að fara
um leið og við beygjum
inn afleggjarann. Hún fær
því að hlaupa aðeins um
laus og leika sér þegar
við komum. Hún reynir
svo yfirleitt að sníkja af
öllum við matarborðið og
nær alltaf að sannfæra
einhvern um að gefa sér
smá hamborgarhrygg.
Þegar kemur að pakka-
opnun situr hún svo
yfirleitt bara og fylg-
ist með eða leggur sig
jafnvel, hún sýnir þessu
ekki neinn sérstakan
áhuga nema kannski að
leika sér með ruslið sem
fylgir pökkunum.
Hvernig kann dýrið að
meta þessa fyrirhöfn?
Hún finnur nú ekki
mikið fyrir þessu held
ég. Fyrstu jólin hennar
var hún reyndar mjög
meðvituð um jólatréð og
skreytingarnar á því en
hún stundaði það ítrekað
að nappa neðstu kúlunum
af trénu sem hún náði
auðveldlega í og leika
sér með þær þar til þær
brotnuðu eða beygluðust
og endaði það með því að
jólatréð það árið var girt
af með pappakössum,
ferðatöskum og tilfallandi
hlutum og var því
ekkert sérlega mikil
heimilisprýði. Hún er sem
betur fer vaxin upp úr
slíkum prakkarastrikum.
Hvað finnst fjölskyldu-
meðlimum um jólahefðir
Ölbu? Þar sem enn hafa
ekki neinar sérstakar
hefðir myndast þá er
eitthvað lítið um það
að segja. Þau taka
allavega vel á móti
henni fram í sveit á
aðfangadag og er hún
eini heimilishundurinn í
fjölskyldunni og fær því
yfirleitt fullmikið dekur.
Alba lætur sér líða vel.
Skagfirski kammerkórinn
heldur sína árlegu jólatónleika
föstudaginn 17. desember kl. 20.00 í
Blönduóskirkju
og sunnudaginn 19. desember kl. 20.00 í
Hóladómkirkju
Jólatónleikar
2021
Enginn aðgangseyrir
en í Blönduóskirkju frjáls framlög til styrktar orgelsjóði
Stjórnandi er Helga Rós Indriðadóttir
og organisti Rögnvaldur S. Valbergsson
Sérstakir gestir
Áróra Ingibjörg Birgisdóttir
Emilia Kvalvik Hannesdóttir
Hallgerður Harpa V. Þrastardóttir
Harpa Sóllilja Guðbergsdóttir
Heiðdís Rós Hafrúnardóttir
Matthildur Ingimarsdóttir
Ragnhildur Sigurlaug Guttormsdóttir
Aðalgata 4 - 550 Sauðárkrókur - Sími: 571-4070 - www.eftirlaeti.com
Full búð af fallegum gjafa-
hugmyndum í jólapakkann.
Skoðaðu úrvalið á
eftirlaeti.com
- Snyrting - Gjafabréf
- Gjafavörur - Skart
Vantar þig tíma í
snyrtingu fyrir jólin?
Það er einfalt að panta tíma hjá
okkur í gegnum noona appið.
Sjáumst,
Ólína, Þorgerður og Ingibjörg
Alba bíður eftir jólunum.
36