Feykir - 30.11.2021, Blaðsíða 11
heimafengnu góðgæti.
„Við konan mín stofnuðum
nýlega veisluþjónustu og erum farin
að framleiða matvæli, m.a. chimichurri
sem er mjög vinsæl grillsósa í Argentínu.
Okkur langar að nota ærkjöt meira en
gert er, til dæmis í grillpylsur, salami,
spægipylsur, hrápylsur, lambanektar,
paté og ýmislegt fleira og höfum verið
að prófa það. Við viljum stuðla að ný-
sköpun í íslenskri matarmenningu með
því að vinna með íslenskt hráefni en
nota uppskriftir og aðferðir frá Suður-
Ameríku. Það eru fleiri hugmyndir í
farteskinu. Við höfum tekið að okkur
veislur og grillþjónustu og finnst okkur
gaman að geta haldið veislur og boðið
upp á allt þetta frábæra hráefni sem er
ræktað í héraðinu.“ Edu segir að nú sé
verið að vinna í því að þróa fleiri vörur úr
ærkjöti og vonast hann til að koma góðri
vörulínu á markað. „Vonandi opnum við
grillbar Austan Vatna þar sem íslenskt
hráefni verður grillað að argentískum
sið.“
Algjör vetrarparadís
Jólasiðir eru misjafnir í landi hverju eins
og oft hefur verið bent á og gaman að
bera saman. Edu segir að í Argentinu
sé jólatréð yfirleitt sett upp í hlýjunni
þann 8. desember en þá er hásumar
svo bornir eru fram kaldir forréttir eins
og atambre relleno, sem eru nautaslög
í rúllupylsu, fyllt með soðnum eggjum,
gulrótum, steinselju o.fl. og Vitel Toné,
sem er kalt, soðið nautakjöt, sneitt með
mæjónesi, kapers og ansjósum. Í aðalrétt
eru margir með grillað svínakjöt eða
naut en eftirréttur um jólahátíðarnar er
Pan Dulce, sem er alveg eins og ítalska
Pannetone, sætt brauð með þurrkuðum
ávöxtum.
„Ég elska jólin á Íslandi. Þetta er allt
öðruvísi en í Argentínu. Hér er alveg kósí
og mjög rólegt, dimmt og fallegt og mér
finnst mjög gaman að fara á jólatónleika,
bæði í kirkju og annars staðar. Þetta
er algjör vetrarparadís. Ég hef verið
nokkrum sinnum á Íslandi um jólin og
það er mjög góður matur hjá okkur á
Frostastöðum, tengdamamma mín býr
til rosalega góðan jólamat, fiskihlaup,
laxakæfu, laufabrauð, beinlausa fugla og
allskonar gott. Ég er einnig nýbúinn að
uppgötva innmat og var að enda við að
elda dýrindis lambahjörtu og langar að
skora á ykkur að prófa. Ég skal lofa ykkur
því að þið verðið ekki fyrir vonbrigðum.
Þannig er að ég prófaði að snöggsteikja
lambahjörtu og borða þau strax af
pönnunni þó svo að allar uppskriftir
segi að maður eigi að sjóða þau í nokkra
klukkutíma. Þetta var alveg svakalega
gott og bragðið allt öðruvísi heldur en
eftir að búið er að sjóða þau. Þau voru
mjög mjúk, skorin í þunnar sneiðar,“
segir Edu og skilur eftir uppskrift sem
allir ættu að prófa í jólaundirbúningnum.
Lambahjörtu krydduð með hvítlauk,
timian, chiliflögur, salt og pipar, snögg-
steikt upp úr smjöri. Þetta er hægt að
borða með chimichurri, fersku salati eða
með kartöflustöppu. Verði ykkur að góðu!
Hin sígrænu jólatré skátahreyfingarinnar verða
til sölu fyrir jólin eins og undanfarin ár.
Muna að panta tímanlega. Nánari upp-
lýsingar og pantanir í síma 867-5584.
Jólatrén fást í mörgum stærðum
og gerðum. www.sigraena.is
Skátafélagið Eilífsbúar óskar
öllum gleðilegra jóla og
farsældar á komandi ári.
KJARNANUM HESTEYRI 2 550 SAUÐÁRKRÓKUR SÍMI 455 4570
Bílaverkstæði
með Meguiar’s
bílahreinsivörum
Eigum mikið úrval
af hágæða
bílahreinsivörum
frá Meguiar’s
Verið velkomin
í Kjarnann!
11