Feykir


Feykir - 30.11.2021, Blaðsíða 31

Feykir - 30.11.2021, Blaðsíða 31
skutlast hingað og þangað að redda hinu og þessu. Við getum hlegið að þessu núna en í sannleika sagt þá var þetta alger örvænting á köflum í sumar.“ Alþjóðlegur bragur á bryggjunni Birna segir heppnina hafa verið með þeim þegar hjá þeim sótti um vinnu ítalskur kokkur sem vildi svo skemmtilega til að vissi ekki að væri að sækja um starf úti á landi. „Henni fannst við vera ansi afskekkt á Íslandi en við náðum að telja henni trú um að það væri mjög gott að búa á Skagaströnd og hingað er hún komin og systir hennar líka sem aðstoðar í eldhúsinu. Við erum nokkuð alþjóðleg þegar kemur að starfsfólki en hjá okkur starfa Íslendingar, Ítalir, Króatar og Lithái.“ Matseðillinn hjá Harbour restaurant er ekki stór en samt fjölbreyttur og þar ættu allir að geta fengið eitthvað við sitt hæfi. Birna segir að fram að þessu hafi vin-sælasti rétturinn verið fiskur og franskar og verður væntanlega gert ráð fyrir því að næsta sumar verði meira af ferskum fiski á matseðlinum. Sitthvað verður gert til að brjóta upp hversdagsleikann í veitingabransanum þar sem jólin eru framundan en einnig var blásið til villibráðakvölds fyrir skömmu. „Já, við vorum með villibráðarkvöld í október. Silli kokkur kom og galdraði fram girnilega villibráð eins og honum er einum lagið. Það var vel sótt og mikil stemning og gaman væri að endurtaka viðburðinn að ári. Þá verðum við með jólahlaðborð tvær helgar í nóvember sem Gunnar Sveinn Halldórsson matreiðslumaður sér um. Á matseðlinum má finna bæði nokkuð hefðbundna jólarétti ásamt spennandi nýjungum.“ - Hvað er ómissandi á jólunum? „Það sem er ómissandi á jólunum er samveran. Við erum dugleg að koma sam- an fjölskyldan yfir hátíðirnar og það er ómetanlegt. Hver veit nema stórfjölskyld- an komi saman á Harbour á aðfangadag í ár og haldi jól með alþjóðlegu ívafi,“ segir Birna sem í kjölfarið er rukkuð um uppskrift að meðlæti til að deila með lesendum Feykis. „Jólamatur hjá okkur fjölskyldunum er nokkuð hefðbundinn en við erum með hamborgarhrygg í aðalrétt og ómissandi meðlæti er karrí-eplasósa, gular baunir með smá mæjó og remúlaðikryddi og „Waldorfsalat“ eða eiginlega rjóma ávaxta- salat sem inniheldur vínber, gul epli og þeyttan rjóma – og mikið af honum. Tengdabörnin hafa haft orð á því að það sé frekar skrítið að borða rjómasalat með hamborgarhryggnum en okkur finnst það algjörlega ómissandi. Ég ætla að deila með ykkur karrí-eplasósunni. En aðalmálið með hamborgarhryggnum er sósan hennar mömmu.“ Að lokum vilja þau Harbour-eigendur þakka þær frábæru viðtökur sem þau hafa fengið frá viðskiptavinum sínum nær og fjær. Slavko Velemir, Birna Sveinsdóttir, Hafdís Ásgeirsdóttir og Stefán Sveinsson. AÐSENDAR MYNDIR Karrí eplasósa Laukur og epli saxað smátt og brúnað létt í smjörlíki ásamt karríinu, hveiti bætt saman við. Þynnt út með soðinu. Rjóma bætt við í lokin og smakkað til með smá sykri, salti, sætu sinnepi og Season-all. 1 epli 1 laukur 25 gr smjörlíki 1-2 msk. hveiti 1-2 tsk. karrí Út var að koma hjá Bókaútgáfunni Hólum bókin Fimmaurabrandarar 3 sem unnin er upp úr smiðju hins vinsæla Fimmaurabrandarafjelags. Hér á eftir verður gripið niður í bókina: Í gær ætlaði ég að segja góðan brandara um IKEA en ég er enn að setja hann saman. * Hvernig bragð er af stafasúpu? Nú, auðvitað orðbragð. * Hatið þið það ekki þegar fólk spyr spurninga og svarar þeim sjálft? Ég geri það. * Ætli gæinn, sem fann upp orðatiltækið „one hit wonder“, hafi komið fram með annað vinsælt orðatiltæki? * Hvar lærði Jesús að ganga á vatni? Í Krossá. * Nú eru allir að tala um hringrásarhagkerfið; endur- nota, endurnýta, endurvinna. En vilja endurnar þetta endilega? * Ef skilvindan bilar, verður mjólkin þá misskilin? * Ég hellti óvart G-mjólk í sófann og það kom g-blettur. Nær maður þessu úr með því að nudda hann? * Ef maður gengur þá hleypur maður ekki í spik. * Ég er að spá í að smíða mitt eigið sjónvarpstæki. Hvar ætli maður geti keypt sjónvarpsefni? * Góður svefn er ekki aðeins heilsusamlegur ... hann styttir vinnudaginn líka heilmikið! * Þegar Aðalbjörg svarar ekki í símann hringi ég í Varabjörgu. * Jólin nálgast. Nú sitja margir með hendur í skrauti. * Af hverju varð Gosi gjald- þrota? Jú, hann var rukkaður um svo mikinn nefskatt. Ómótstæðilegir fimmaura- brandarar Bókaútgáfan Hólar 31

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.