Feykir


Feykir - 30.11.2021, Blaðsíða 13

Feykir - 30.11.2021, Blaðsíða 13
Lesendur fá að vera með Sigga litla, Jóhönnu vinkonu hans og hundinum Ysju einn dag í lífi þeirra. Bókinni er ætlað að veita innsýn í daglegt líf Íslendinga á árum áður út frá sjónarhóli barns. Bókin kom út á fjórum tungumálum; íslensku, ensku, frönsku og þýsku og því Bókin Sumardagur í Glaumbæ er tilvalin jólagjöf Berglind Þorsteinsdóttir fagnar jólum í pakkaflóði í Kakalaskála Í haust gaf Byggðasafn Skagfirðinga út gullfallega barnabók, Sumardagur í Glaumbæ, sem er prýdd vatnslitamyndum franska listamannsins Jérémy Pailler en textinn er eftir safnstjórann, Berglindi Þorsteinsdóttur. Sögusviðið er Glaumbær á seinni hluta 19. aldar en sagan er að mestu byggð á frásögnum af fólki sem bjó í Glaumbæ og Skagafirði á þeim tíma. alveg tilvalin í jólapakka. Öll fjölskyldan ætti að hafa gaman af bókinni en heppilegust er hún fyrir lestrarhesta á aldrinum 3-12 ára. Í kjölfar útkomu bókarinnar var sett upp sýning í Áshúsi á myndunum í bókinni og voru þær til sölu. Sýningunni lauk á sama tíma og sumar- opnunartíma safnsins, 21. það bil hundrað pökkum er síðan komið fyrir við tréð. Eftir kvöldverð á aðfangadagskvöld er gærum raðað á gólfið og stólum raðað umhverfis tréð. Pakkarnir eru opnaðir og síðan er leikið og spjallað fram eftir kvöldi í notalegheitum. Jóla- dagur er slökunardagur, allir í náttfötum eða kósígöllum fram eftir degi og borðað, leikið, lesið og notið samverustunda frá morgni til kvölds.“ Var einhver bók ómissandi í desember þegar þú varst krakki? „Snúður og Snælda í jólaskapi eiga sérstakan stað í hjarta mínu. Enda á ég hund og nokkra ketti í dag.“ Hvert var jólalag unglingsáranna? „Sko, jólalag æsku minnar var Last Christmas með Wham! og kemur mér í jólaskapið. Ég hef alltaf haldið mikið upp á Jólaköttinn með Björk Guðmundsdóttur en jólalög unglingsáranna myndi ég segja að hafi verið Christmastime Stórfjölskyldan samankomin í Kakalaskála jólin 2012. AÐSENDAR MYNDIR með Smashing Pumpkins og Stay Another Day með East 17 þegar gelgjuskeiðið stóð sem hæst. Sumardagur í Glaumbæ fæst í Skagfirðingabúð og helstu verslunum Eymundsson sem og vefverslun. Einnig í safnbúðum Minjasafnsins á Akureyri, Kakalaskála, Snorrastofu í Reykholti og Þjóðminjasafns Íslands og að sjálfsögðu í Glaumbæ þar sem hún fæst á 3.500 kr. „Það er sjálfsagt að senda bókina með pósti sé þess óskað, innanlands sem utan, og hvetjum við alla áhugasama til að hafa samband við okkur,“ segir Berglind að lokum. október. „Nokkur myndverk bókarinnar eru þó enn óseld og eru tilvalin jólagjöf og framtíðareign fyrir fagurkera,“ sagði Berglind þegar JólaFeykir hafði samband við hana. Hægt er að skoða myndirnar, ásamt öðru fallegu handverki og gjafavöru, í litlu safnbúðinni í Glaumbæ. „Ef einhver mynd er í uppáhaldi er hægt að senda okkur fyrirspurn um hvort hún sé óseld á byggdasafn@skagafjordur.is,“ segir hún. Stendur eitthvað til á aðventunni hjá Byggðasafni Skagfirðinga? „Við stefnum á að vera með tvær rökkurgöngur í gamla bænum í ár, 17. og 18. desember, ef aðstæður í samfélaginu og sóttvarnarreglur leyfa. Við hvetjum alla áhuga- sama til að fylgjast með Facebook-síðu safnsins þegar nær dregur.“ Hvernig ætlar forstöðumaður Byggðasafns Skagfirðinga að fagna jólunum? „Síðustu ár hefur skapast sú hefð hjá tengdafjölskyldunni að halda jólin saman í Kakalaskála, þar sem systur mannsins míns og fjölskyldur þeirra koma norður. Stórt jólatré er sótt í Kúskerpi og komið fyrir í skálanum. Krakkarnir skreyta tréð og skálann hátt og lágt og um Sól var enn á lofti þrátt fyrir að orðið væri áliðið þegar feðgarnir nálgast bæinn. Þá heyra þeir einkennilegt hljóð sem hljómar eins og ropi. „Þarna fer Ropa-Katrín. Sú gamla hefur fengið kaffisopa hjá presthjónunum,“ segir faðir Sigga. Siggi mundi eftir förukonunni sem hafði nokkrum sinnum áður komið í Glaumbæ. Viðurnefnið fékk hún af því að hún var alltaf að ropa og heyrðust roparnir langar leiðir. „Ropinn batnar af kaffi og engu nema kaffi,“ heyrði Siggi hana segja við bóngóða húsfreyjuna í eitt sinn þegar hún rétti henni bollann. Hún tók við bollanum með báðum höndum, réri fram og söng dátt: „Ó, finn ég, hvað ég sýp. – Ó, finn ég, hvað ég sýp!“ Sigga fannst mikið til um rop-hæfileika Katrínar koma og var leiður yfir því að hafa misst af heimsókn hennar. VIÐTAL Óli Arnar Brynjarsson Bókin er prýdd fjölda fallegra mynda listamannsins Jérémy Pailler. Brot úr bókinni Sumardagur í Glaumbæ Ropa-Katrín 13

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.