Feykir - 30.11.2021, Blaðsíða 27
stundar einnig nám í rafvirkjun.
Þau eiga tvær dætur, Þóru
Karen (23) og Völu Berglindi
(20) sem báðar eru nemar.
Er búið að ákveða hvað verður
í matinn á aðfangadagskvöld?
„Eftir að mamma og stjúppabbi
fóru að rugla saman reitum
var alltaf tvíréttað á jólunum
á æskuheimilinu. Hann var
vanur að hafa rjúpur og við
mæðgur vanar að borða
hamborgarhrygg. Eftir að ég
fór svo sjálf að halda jól hef
ég haft sama háttinn á, enda
maðurinn minn vanur að borða
rjúpur en dæturnar geta ekki
hugsað sér að smakka þær.“
JólaFeykir kynnir til leiks bókaunnandann Kristínu Jónu Sigurðardóttur en hún fer
yfir bók-haldið sitt með lesendum Feykis. Hún er kennari og þroskaþjálfi en er nú í
ársleyfi frá Húnavallaskóla og kennir í vetur við Blönduskóla á Blönduósi.
Engin jól án bóka
Bók-haldið oli@feykirt.is
Kristín Jóna Sigurðardóttir | kennari og þroskaþjálfi
Foreldrar Kristínar bjuggu
í Vík í Mýrdal en mamma
hennar skaust til Reykjavíkur
til að eiga hana. Það var
árið 1973 en Kristín Jóna er
uppalin á Skagaströnd en býr
nú á Blönduósi, flutti þangað
2006 og er í hjónabandi með
Val Valssyni sem starfar hjá
rafmagnsverkstæðinu Átaki og
Kristín Jóna og Valur á ferðalagi um landið. Hér eru þau stödd við Dynjanda í Arnarfirði. AÐSENDAR MYNDIR
Hvaða bók ertu að lesa
núna? „Núna er ég að lesa
bókina Vertu úlfur eftir
Héðin Unnsteinsson. Ég fór á
leiksýninguna og var alveg
heilluð. Ég hafði ekki lesið
bókina fyrir sýningu en fann
hjá mér mikla þörf til að kíkja
í hana eftir þessa frábæru
leikhúsupplifun. En á kennara-
borðinu er bókin Fíasól í
hosíló eftir Kristínu Helgu
Gunnarsdóttur. Það er fátt eins
skemmtilegt og að lesa fyrir
börn, því reyni ég að gera eins
mikið af því og ég get fyrir
börnin í skólastofunni minni.“
Hver er uppáhaldsbókin
af þeim sem þú hefur lesið
gegnum tíðina? „Ljósa eftir
Kristínu Steinsdóttur kemur
fyrst upp í hugann.“
Hvers konar bækur lestu
helst? „Ég er alæta á bækur,
nánast. Mér finnst gott að
skiptast á að lesa létta krimma
og svolítið þéttari bækur. Ég er
mjög hrifin af bókum Ragnars
Jónassonar og Arnaldar. Ég les
líka allt sem ég kemst yfir eftir
Söru Blædel. Ég á mér líka eitt
bókaleyndarmál. Mér finnst
mjög gaman að lesa ævisögur,
sem stjórnast sennilega af því
að ég er svo forvitin.“
Hvaða bækur voru í uppáhaldi
hjá þér þegar þú varst barn?
„Mér gekk mjög hægt að læra
að lesa en mamma var mjög
dugleg að lesa fyrir mig langt
fram eftir aldri. Hún las t.d. allar
Öddu bækurnar eftir Jennu og
Hreiðar og Tobíasar bækurn-
ar eftir Magneu frá Kleifum.
Uppáhalds barnabókin mín
er Bróðir minn ljónshjarta.
Hana las ég sjálf þegar ég var
um fermingu og fannst hún
frábær. Síðan þá hef ég lesið
hana nokkuð oft, bæði sjálf og
upphátt fyrir börn.“
Er einhver ein bók sem hefur
sérstakt gildi fyrir þig? „Ég
á eitt lítið ljóðakver sem ég
erfði eftir gamlan frænda,
Eirík Jónsson. Eiki frændi var
sérstaklega barngóður maður
og var mikill vinur minn. Í
þessu kveri eru frumvísurnar
um hann Gamla Nóa, sem var
guðhræddur og vís. Þessar
vísur kenndi Eiki mér og við
sungum saman.“
Bíðurðu spennt eftir bókum
frá einhverjum höfundi? „Ég
bíð alltaf spennt eftir jóla-
bókaflóðinu en ég er ekkert
sérstaklega að bíða eftir bók-
um frá sérstökum höfundi.“
Áttu þér uppáhalds bókabúð?
„Það er alltaf rosalega gaman
að koma í bókabúðir. Lyktin og
stemmingin er alveg sérstök
en ég á mér enga uppáhalds
búð.“
Hversu margar bækur held-
urðu að þú eignist árlega?
„Ég fæ alltaf einhverjar bækur
í jólagjöf eða í skóinn á að-
fangadagsmorgun. Ég kaupi
mér stundum kiljur ef ég verð
uppiskroppa með lesefni á
ferðalögum en annars fæ ég
bara bækur að láni.“
Ertu fastagestur á einhverju
bókasafni? „Ég er náttúrulega
fastagestur á bókasafninu
í Blönduskóla en telst ekki
til fastagesta á öðrum bóka-
söfnum. Það lesa mjög margir
í kring um mig og fæ því oft
lánaðar bækur hjá vinum og
27