Feykir


Feykir - 30.11.2021, Blaðsíða 2

Feykir - 30.11.2021, Blaðsíða 2
Jólin mín Magnús Freyr Gíslason Sauðárkróki Ómissandi að gera sem allra minnst yfir hátíðirnar Jólin eru… ansi reglulega. Hvað kemur þér í jólaskap? National Lampoon's Christmas Vacation. Hvert er besta jólalagið? Merry Christmas Mr. Lawrence. Hvað finnst þér ómissandi að gera yfir hátíðirnar? Sem allra minnst. Hvað langar þig að fá í jólagjöf? Playstation 5. Bakar þú fyrir jólin? Það væri þá ekki nema vegleg skúffukaka. Hver er uppáhaldskökusortin þín? Klassískar piparkökur. Þegar hátíð skal halda er undirbúningur mikill. Það á við um stórar stundir lífsins svo sem brúðkaup, fermingu, stórafmæli svo eitthvað sé nefnt. Eins er það þegar jólahátíðin nálgast þá er hún undirbúin. Hversdeginum er lyft upp og hátíð fer í hönd. Það fylgja því blendnar tilfinningar að undirbúa jólahátíðina og njóta hennar þegar hún gengur í garð. Börnin fara að hlakka til, segir í kvæðinu góða, og vonandi á það við um öll Guðs börnin á hvaða aldri sem þau eru. Undirbúningurinn er ekki bara hið ytra heldur er aðventan tími íhugunar. Við hugsum um hvað gefur lífinu gildi í raun og veru og hver eru okkur kær. Í hugann kemur bæn Martins Lönnebo, fyrrum biskups í Svíþjóð, sem orðaði bænina fallegu: „Guð minn, ger mig ljósbera, sem færi ljós og birtu öðrum.“ Boðskapur jólanna er skýr. Hann byggist á fæðingu lítils drengs í Austurlöndum nær fyrir rúmum 2000 árum. Svo mikil tíðindi voru það og svo mikil áhrif hafði drengurinn á líf þeirra sem voru samtíða honum og þeirra sem á eftir komu að tímatal okkar er miðað við fæðingu hans. Fyrir Krist og eftir Krist er sagt þegar atburður er tímasettur í veraldarsögunni. Fyrir gos og eftir gos segja Eyjamenn og í fleiri samfélögum eða í lífi einstaklings eða fjölskyldu er talað um atburði sem orsökuðu afdrifaríkar afleiðingar. Fæðing barns breytir miklu í lífi foreldr- anna og þannig er það einnig þegar dreng- urinn frá Nasaret „fæðist“ inn í líf einstaklings. Í 3. kafla Jóhannesarguðspjalls er sagan um Nikódemus sem kom um nótt og vildi fá að tala við Jesú. Hann sem var lærifaðir í Ísrael vissi sitthvað um Guð. Hann vildi ekki að aðrir sæju að hann væri að ræða um Guð, lífið og tilveruna við Jesú sem hafði þá þegar breytt vatni í vín og sannfærst um að Guð væri með Jesú. Jesús bendir honum á að enginn geti horft á sköpun Guðs og verk nema fæðast að nýju eins og það er orðað í sögunni. Að fæðast að nýju er að fá nýja sýn á lífið. Að fæðast að nýju er að öðlast tiltrú á sjálfan sig og Guð. Að fæðast að nýju er að koma út úr myrkrinu og taka á móti ljósinu, ljósi lífsins. Þessi saga um samtal Nikódemusar og Jesú er lesin þegar fullorðið fólk er skírt því hún segir frá fullorðnum manni sem öðlaðist nýtt líf, nýja lífssýn eftir samtalið við Jesú. Hann fæddist að nýju, hann varð nýr maður. Jólin eru haldin hátíðleg í svartasta skamm- deginu hér á Íslandi. Þá gengur ljóssins hátíð í garð og andstæðurnar geta ekki orðið meiri. Myrkur og ljós, ljós og myrkur. Við lýsum upp umhverfið og fögnum því að láta ljósið lýsa okkur á vegum okkar. Megi ljós heimsins, Jesús sjálfur, barnið sem í jötu var lagt, lýsa upp líf þitt, greiða þér veginn til góðra verka og hjálpa þér að dreifa kærleiksboðskap hans til samferðamanna þinna nær og fjær. Guð gefi þér gleði og frið á helgri jólahátíð. Agnes M. Sigurðardóttir biskup Ísland JÓLAHUGLEIÐING | Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands Hátíð í svartasta skammdeginuÚTGEFANDI Nýprent ehf. Borgarflöt 1, Sauðárkróki Sími 455 7176, feykir@feykir.is RITSTJÓRI & ÁBM. Páll Friðriksson palli@feykir.is BLAÐAMENN Óli Arnar Brynjarsson oli@feykir.is Sigríður Garðarsdóttir siggag@nyprent.is Klara Björk Stefánsdóttir klara@nyprent.is FORSÍÐUMYND Helga Sjöfn Helgadóttir Hátúni Skagafirði. PRÓFARKALESTUR Fríða Eyjólfsdóttir o.fl. AUGLÝSINGASÖFNUN Sigríður Garðarsdóttir UMBROT & PRENTUN Nýprent ehf. JólaFeykir er prentaður í 3600 eintökum og er dreift frítt í öll hús í Skagafirði og í Húnavatnssýslum. Jólin mín Katrín Ingólfsdóttir Sauðárkróki Rjúpur og Sörur eru alveg ómissandi Jólin eru… dásamlegur tími til þess að eiga góðar stundir með fjölskyldu og vinum. Hvað kemur þér í jólaskap? Jólasnjór og jólalög. Hvert er besta jólalagið? Ég fæ jólagjöf með Kötlu Maríu. Hvað finnst þér ómissandi að gera yfir hátíðirnar? Borða rjúpu á aðfangadag. Hvað langar þig að fá í jólagjöf? Ekkert sérstakt, bara að allir eigi gleðileg jól. Bakar þú fyrir jólin? Já, ég baka fyrir jólin. Hver er uppáhaldskökusortin þín? Sörur eru alveg ómissandi. Jólin mín Björgvin Jónsson Hofsósingur á Akureyri Stefnir á að fara í skötuveislu í Sveinsbúð Jólin eru… ást og friður. Hvað kemur þér í jólaskap? Strákarnir mínir. Hvert er besta jólalagið? Ef ég nenni (Helgi Björnsson). Hvað finnst þér ómissandi að gera yfir hátíðirnar? Fara í skötuveislu í Sveinsbúð. Hvað langar þig að fá í jólagjöf? Dróna. Bakar þú fyrir jólin? Nei. Hver er uppáhaldskökusortin þín? Lakkrístopparnir sem mamma gerir. 2

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.