Feykir - 30.11.2021, Blaðsíða 16
Anna Steinunn, sem er fædd árið
1971, ólst upp fyrstu árin í gamla
húsinu. Hún kennir við Árskóla
á Sauðárkróki, er gift Sigurði
Árnasyni, sem er frá Marbæli
á skagfirska Langholtinu en
starfar hjá Byggðastofnun.
Saman eiga þau þrjú börn;
Árna Frey, Bríeti Lilju og Þórð
Ara. Foreldrar Önnu Steinunnar
eru Friðrik Antonsson og
Guðrún Þórðardóttir en hún er
næstyngst fimm systkina, hin
eru Grétar Þór, sem lést 2019,
Þórleif Valgerður, Guðný Þóra
og yngst er Elfa Hrönn. Friðrik
fæddist í Hólakoti á Höfðaströnd
og bjó þar til fjögurra ára aldurs
en þá flutti fjölskyldan að Höfða.
Hann tók síðar við búinu af
foreldrum sínum og bjó og
starfaði á Höfða alla tíð. Friðrik
lést sumarið 2017 en Guðrún
býr nú á Sauðárkróki.
„Að alast upp í umhverfi sem
þessu voru forréttindi því það
Anna Steinunn Friðriksdóttir ólst upp á bænum Höfða á Höfðaströnd í Skagafirði. Gamla íbúðarhúsið
var byggt árið 1891 og má segja að það hafi verið gert ódauðlegt í kvikmyndum Friðriks Þórs, Börnum
náttúrunnar og ekki síst Bíódögum, þar sem húsið og nokkrir fyrrum íbúar þess léku stóra rullu. Gamla
húsið var í sumar tekið af grunni sínum og flutt suður yfir heiðar og er að sjálfsögðu sjónarsviptir að þessu
sögufræga húsi í Skagafirði. Unnið er að endurgerð þess á Jarðlangsstöðum rétt ofan við Borgarnes.
Til að rifja upp jólin og lífið á Höfða hafði JólaFeykir samband við Önnu Steinunni.
var alltaf einhver til staðar og
alltaf var fang til að skríða upp í
ef eitthvað bjátaði á,“ segir Anna
Steinunn en gestkvæmt var á
Höfða yfir sumartímann þar sem
bæði vinir og vandamenn komu
til lengri eða skemmri dvalar.
„Stundum gistu milli 20 og 30
manns í gamla húsinu þegar
mest var. Þar virtist alltaf vera
nóg pláss enda líklega minni
kröfur gerðar í þá daga. Það
var oft þétt setinn bekkurinn við
matarborðið og við krakkarnir
sátum gjarnan í stiganum upp á
loft við að matast.“
Lengstu og mest
krassandi sögurnar
náðu alla leið upp á Krók
„Sagnahefðin var rík á heimilinu
og kunnu Bríet, afi og pabbi
vel þá list að segja sögur og
gæða þær lífi,“ segir Anna.
„Í uppvextinum minnist ég
aðallega sagnanna af Grýlu
sem Bríet sagði en þær spann
hún upp jafnóðum. Sögusviðið
var yfirleitt Höfðahólarnir þar
sem Grýla lék lausum hala en
stundum blandaðist fólkið í
sveitinni inn í sögurnar og lenti
gjarnan í heljarinnar svaðilförum
og ævintýrum. Sögurnar gátu
„Við búum í gamla húsinu til
haustsins 1979 en þá flutti
fjölskyldan í nýtt hús sem reist
var spölkorn frá hinu gamla. Fram til þess tíma bjuggu á
Höfða þrjár kynslóðir saman, foreldrar mínir og systkin,
föðurafi og amma og uppeldissystir hennar sem hét Bríet.
Afi deyr 1969 og amma 1979 og Bríet því sú eina af elstu
kynslóðinni sem flutti með okkur í nýja húsið,“ segir
Anna Steinunn Friðriksdóttir þegar JólaFeykir forvitnast
hjá henni um síðustu árin í gamla húsinu á Höfða á
Höfðaströnd.
Fjölskyldan á fermingardegi Grétars Þórs árið 1973.
verið þrenns konar og um það
var samið áður en sagan hófst.
Þær gátu náð niður að hliði
sem þýddi að sagan var stutt
og fremur einföld í sniðum. Svo
voru það sögurnar sem náðu
inn í Hofsós, þær voru lengri og
söguþráðurinn flóknari og gátu
orðið æsispennandi. En lengstu
og mest krassandi sögurnar
voru þær sem náðu alla leið upp
á Krók, sem var í barnshuganum
afar langt. Um jólaleytið náðu
Grýlusögurnar oft hátindum
þar sem Grýla fór hamförum,
stal hangikjöti úr reykhúsum
nágrannanna, skipaði Leppalúða
og jólasveinunum út og suður,
hnuplaði mjólkurbrúsum af
bæjunum í kring og henti þeim
síðan í Höfðavatnið eftir að hafa
drukkið úr þeim.
VIÐTÖL
Óli Arnar Brynjarsson
„Alltaf var fang til að skríða
upp í ef eitthvað bjátaði á“
Stórfjölskyldan og Höfðavinir samankomnir á Höfðahátíð sumarið 2015. Á myndinni fyrir ofan er Anna Steinunn á gulum
stígvélum og efst á næstu síðu er amma þeirra systkina að gæta Elfu Hrannar sem er bísperrt í barnavagninum.
MYNDIR ÚR SAFNI FJÖLSKYLDUNNAR
Efri mynd: Elstu þrjú systkinin, Grétar, Guðný og Þórleif.
Höfði í bakgrunni.
Mynd til hægri: Gurra húsfreyja í eldhúsinu á Höfða árið
1972. Stiginn sem börnin sátu í mötuðust þegar gestir fylltu
eldhúsið sést lengst til hægri.
Frá vinstri: Bríet Guðmundsdóttir, Friðrik Antonsson, Anton Jónsson, Guðríður
Hjaltested, Guðný Friðriksdóttir, Þóra Antonsdóttir, Steinunn Guðmundsdóttir,
Guðrún Þórðardóttir, Guðný Finnsdóttir, Þórður Sigurðsson og Friðrik Guð-
mundsson.
16