Feykir - 30.11.2021, Blaðsíða 24
viðri en úrkomulaust, skamm-
degismyrkrið þykkt eins og
veggur, næstum áþreifanlegt.
Gömlu olíulamparnir rufu ekki
stórt skarð í þennan vegg,
jólaundirbúningurinn í fullum
gangi. Um kvöldið, líklega milli 6
og 7, var sýnilegur eldur í eynni.
Fyrst ekki meiri en svo að menn
hugleiddu hvort brennt væri
rusli. En brátt tók af allan vafa,
það var eins og sprenging yrði,
eldsúlan steig hátt til lofts og
lýsti upp eyna sem dagur væri.
Sinuhvítur Kaldbakurinn tók á
sig fölrauðan lit af eldinum.
Heima á Vatni varpaði hver
mishæð, hvert hús og hver
staur, dimmum skugga sínum á
snjóflekkótta jörðina og hver
norður- og vesturgluggi spegl-
aði mynd sína á veggnum and-
spænis og svo mun einnig hafa
verið um Fellshrepp allan.“
Frásögn Guðbjargar
og Þórdísar
Í Málmey var allt sameiginlegt
með fjölskyldunum, þ.e. eldhús
og matargerð og búskapurinn
allur. Nýlega var búið að byrgja
upp fyrir veturinn, kjallarinn
fullur af kolum og olíutunnur úti
við húsvegginn. Nýlega var
búið að setja upp ljósamótor.
Seinni part sumarsins hafði
verið lagt fyrir rafmagni í húsið
og mótorinn tengdur og það var
í mótorhúsinu sem eldurinn
kviknaði. Hann hefur verið
búinn að krauma alllengi niðri í
kjallaranum því þegar Guðbjörg
opnaði kjallarahlerann gaus þar
upp svartur reykur og hún
hrópa upp yfir sig. „Guð minn
almáttugur, það er kviknað í.“
Mótorinn var í norðausturhorni
kjallarans, yfir búrinu. Þegar
kviknaði í húsinu voru öll börnin
tíu í herberginu inn af eldhúsinu
að hlusta á barnatímann. Þórdís,
elsta stelpan, var með Loga í
fanginu nokkurra mánaða
gamlan. „Þá vitum við ekki fyrr
til en Lindi kemur æðandi inn
og þrífur í öxlina á einum
krakkanum sínum og pabbi
segir: „Hvurslags er þetta við
barnið.“ Þá hrópar Lindi: „Það er
kviknað í húsinu.“ Talstöðin var
heit svo að strax var hægt að
kalla í henni vegna þess að raf-
hlöður útvarpsins voru tómar og
við vorum að hlusta gegnum
talstöðina. Hún var þarna í sama
herbergi og pabbi fer strax og
kallar: ,,Siglufjarðarradíó, Siglu-
fjarðarradíó, neyðarkall frá
Málmey.“ Þetta heyrði ég
(Þórdís) frá honum um leið og ég
fór frá húsinu.“
Frásögn Erlendar
Á annan í jólum átti Morgun-
blaðið tal við Erlend. Hann sagði
að þau hefðu öll verið á neðri
hæðinni þegar eldsins varð vart.
Hann kvaðst sjálfur hafa verið
Bruninn í Málmey
Lokabindi Byggðasögu
Skagafjarðar, það tíunda í
röð þessa viðamikla og
metnaðarfulla verkefnis sem
Hjalti Pálsson hefur stýrt allt
frá upphafi, er komið út. Þar
er umfjöllunarefnið m.a.
kauptúnin þrjú í austan-
verðum Skagafirði,
Grafarós, Hofsós og
Haganesvík auk kafla um
Drangey og Málmey og
smájarðirnar sem fylgdu
Hofsóshreppi.
Feykir fékk leyfi höfundar til að
birta kafla um brunann í Málmey
sem varð rétt fyrir jólin 1951 en
búskapur var í eynni, líklega allt
frá landnámi enda gnægtabúr
matar í og við eyna, fugl, fiskur
og selur, auk þess að eyjan ber
töluverðan bústofn. Málmey fór í
eyði 1952, ári eftir brunann, og
hefur ekki verið búið þar síðan.
Í lýsingu um eyna segir m.a.:
Málmey er á austanverðum
Skagafirði, um 3 km norðvestur
af Þórðarhöfða. Um 5,5 km eru til
lands yfir Málmeyjarsund á
Lónkotsmöl. Til Drangeyjar í
suðvestri eru um 10 km. Eyjan er
um 4 km á lengd og mest 650 m
á breidd en mjókkar til beggja
enda. Málmey er öll gróin en
best ræktunarland er um hana
miðja að austanverðu. Suður-
enda eyjunnar hallar til vesturs
og er þar grynnri jarðvegur.
Svipað er að segja um norður-
endann. Hann hallar til austurs
og er þar gróskuminna. Trúlega
veldur vatnsleysi að hluta þess-
um mun á gróðurfari.“
Margar og ítarlegar frásagnir
eru til um brunann í Málmey,
bæði úr blöðum og einkaviðtölum
og segir í Byggðasögunni að
lítilsháttar misræmis gæti í þeim
eins og verða vill þegar margir
segja frá sama atburði. Verður
hér gripið niður í nokkrar:
Séð úr landi
Axel Þorsteinsson (1927-2013),
lengi bóndi í Litlu-Brekku, átti
heima á Vatni á Höfðaströnd
þegar bruninn varð. Þaðan sést
vel til eyjarinnar yfir Höfðavatnið,
Höfðamölina og Málmeyjar-
sundið. Axel varð þetta atvik
ógleymanlegt og lýsti því þannig:
Daginn fyrir Þorláksmessu árið
1951 var „sunnan hörkuhvass-
Úr fortíðinni palli@feykir.is
Hluti úr umfjöllun í lokabindi Byggðasögu Skagafjarðar
að mála ásamt Jakobi vinnu-
manni en Þormóður var í her-
bergi inn af eldhúsinu, þar sem
talstöðin var.
Eldurinn kom upp í kjallara
hússins þar sem rafvélin var og
reykinn lagði upp í eldhúsið
með hlera í gólfinu þar sem
konurnar voru. Erlendur ætlaði
niður í kjallarann en varð að
snúa við og kallaði upp að grípa
börnin. Komst hann svo fram í
ytri gang hússins með þrjú
börn. Konurnar og Þormóður
voru þar fyrir og um leið og þau
hlupu út úr brennandi húsinu,
gripu þau fáeinar yfirhafnir.
Þormóður hljóp inn aftur og upp
á loft og náði í þrjár sængur og
kastaði út um glugga, ætlaði
síðan niður stigann aftur en
komst ekki, varð að fara niður af
svölunum með því að renna sér
niður aðra súluna. Allt gerðist
þetta á fáeinum augnablikum.
Strax var farið með börnin
suður í fjárhúshlöðuna sem er
um 300 m leið frá bænum. Þegar
hópurinn komst að fjárhúshlöð-
unni og leit til baka heim að
íbúðarhúsinu stóðu eldtung-
urnar út um glugga og dyr á
hæðinni og innan stundar var
húsið allt í ljósum logum. Taldi
fólkið að það hafi brunnið á
einni klukkustund.
Í snatri var búið um börnin í
geil rúmlega mannhæðar djúpri
og um þrír m á hvern veg. Yfir
geilina var settur tjaldræfill. Það
kom sér vel þegar byrjaði að
snjóa um nóttina og snjófjúk
smaug undir þakskeggið. Fjósið
var áfast norðan við bæinn og
það brann. Jakob vinnumaður
var sendur til þess að bjarga
kúnum. Honum gekk það erfið-
lega. Fór Þormóður honum þá til
hjálpar. Kýrnar vildu snúa inn
aftur er þær höfðu rekið höfuðið
út um fjósdyrnar, en vindurinn
stóð upp á þær. Svo þegar þeir
ætluðu að bjarga hænsnunum
sem voru í sér kofa þá voru þau
köfnuð vegna þess að reykurinn
stóð á kofann. Kýrnar, ásamt
tarfi, voru reknar niður í fjárhús.
Þar voru 150 ær. Voru allmargar
látnar út til að koma kúnum inn.
Fólkinu varð ekki svefnsamt
um nóttina. Karlmennirnir fóru
úr því sem þeir máttu missa til
að skýla konum og börnum.
Konurnar höfðu verið við
eldhússtörfin, t.d. var Guðbjörg
kona Þormóðs sokkalaus og í
inniskóm. Börnin sofnuðu, en
ekki vært, og þau eldri skulfu í
svefninum. Handa minnstu
börnunum mjólkuðu þau beint í
pelann úr kúnum.
Um nóttina voru ræddar
horfur á björgun fyrst ekki varð
komist út til þeirra strax um
Málmeyjarhúsið 25. júní 1931. Hér er húsið 6 ára gamalt og í sínu besta standi.
MYNDIR OG MYNDATEXTAR ÚR X. BINDI BYGGÐASÖGU SKAGAFJARÐAR
Þann 24. júní 1931 kom Arthur Gook trúboði til Málmeyjar og fór til baka daginn
eftir. Hann tók nokkrar ljósmyndir í eynni, m.a. þessa af heimilisfólkinu. Frá
vinstri talið: Grímur Jósep Sigurðs- son frá Dæli í Fljótum, síðar útvarpsvirki
Akureyri, Sigurður Ásgrímur Sigurðsson bróðir Gríms, dó 19 ára úr blóðkrabba,
Jóhanna Gunnarsdóttir húsfreyja, Frans Jónatansson húsbóndi, Gísli Konráðsson
meðeigandi, Gísli Sigurðsson bróðir Gríms, Klara Ísfold, síðar á Hofsósi, Sigríður
Jóhanna Konráðsdóttir systir Gísla.
24