Morgunblaðið - 02.04.2022, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 02.04.2022, Qupperneq 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2022 Til sölu einbýlishús á einni hæð með bílskúr við Hamragerði, Akureyri. Birt heildarstærð er 167,2 fm. Húsið er í mjög góðu ástandi og mikið endurnýjað. Falleg lóð og sérlega góð staðsetning. Húsið er til afhendingar við kaupsamning. Óskað er eftir tilboðum í eignina. Ármúla 21, 108 Reykjavík | sími 533 4040 | kjoreign@kjoreign.is | www.kjoreign.is HAMRAGERÐI, AKUREYRI Allar upplýsingar gefur Dan Wiium lögm. og lögg. fasteignasali Í síma 896-4013 eða dan@kjoreign.is Sigurður Már Jónsson blaðamað- ur ræðir stöðu fjölmiðla og rík- isstuðning við þá í nýlegum pistli á mbl.is. Þar bendir hann á að í lögum sé kveðið á um „þak á greiðslur þannig að stærstu miðlarnir taki ekki til sín of hátt hlutfall. Síðan hefur Fjölmiðla- nefnd, sem sér um útgreiðslu styrkj- anna, haft vinnulag sem einnig lækk- ar greiðslu til stærstu fjölmiðlanna.“ - - - Þá nefnir hann að stærstu einka- reknu fjölmiðlafyrirtækin reki langfjölmennustu ritstjórnirnar og sinni umfangsmikilli og fjölbreyttri fréttaþjónustu. Þá segir hann að í „uppflettingum á tímarit.is hafa þeir yfirburði þegar fólk leitar heimilda, sérstaklega Morgunblaðið. Það er því eðlilegt að þessir stærstu miðlar taki obbann af styrkjunum til sín. Það er ekki trúverðugt þegar miðlar sem fyrst og fremst birta skoðana- efni og það með stopulum hætti eru að reyna að sópa meiru af þessu fjár- magni til sín þó að það megi hafa skilning á vilja þeirra til þess.“ - - - Þetta eru athyglisverðar ábend- ingar sem eiga mikið erindi í umræðuna. Annað sem ætti erindi í umræðuna og þingmenn ættu að skoða þegar þeir ræða hvernig kök- unni sé skipt er hlutfall ríkisstyrks- ins af umfangi starfsemi hvers mið- ils. Eðlilegt væri til að mynda að ræða hversu hátt hlutfall ríkis- styrkurinn er af heildarlaunum starfsmanna miðlanna. Er eðlilegt að mikill munur sé þar á eftir miðl- um? - - - Eru blaðmenn minni miðla meira virði en blaðamenn stærri miðla? Þeir sem vilja þak á styrki og að jafnvel sé gengið lengra í mis- skiptingunni en nú er gert hljóta að telja að svo sé. Sigurður Már Jónsson Mismikilvægir blaðamenn? STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Úrkoma hefur verið mjög mikil, sér- staklega um landið sunnan- og vest- anvert. Svo virðist sem þetta verði úrkomusamasti vetur sem vitað er um í Reykjavík. Þetta segir Trausti Jónsson veðurfræðingur í pistli á Mogga- blogginu, þegar hann gerir upp „veðurstofuveturinn“, sem nær yfir mánuðina desember-mars, að báð- um meðtöldum. Landsmenn þurfa enn að bíða eftir sumardeginum fyrsta, sem er 21. apríl í ár. „Þegar þetta er skrifað (30. mars) hefur vetrarúrkoman mælst 558 millimetrar, um 15 mm meiri en vet- urinn 1920 til 1921, en hann kemur í öðru sæti. Þá var mælt við Skóla- vörðustíg,“ segir Trausti. „Að vísu mældi Jón Þorsteinsson landlæknir heldur meiri úrkomu veturna 1829 til 1830 (579 mm í Nesi við Seltjörn) og 1841 til 1842 (594 mm við þar sem síðar var Ránargata í Reykjavík). Þessar fornu mælingar eru trúverðugar, ekki síst vegna þess að mjög þurrt var líka aðra vet- ur á þessum tíma. En mælitækin voru önnur og samanburður ekki al- veg fullnægjandi. Samanburðar- tilraunir hafa ekki verið gerðar.“ Veturinn sem er að líða hefur verið heldur illviðrasamur. Sérstaklega kaflinn frá áramótum fram yfir miðj- an mars, bætir Trausti við. Hvert ill- viðrið á fætur öðru gekk yfir landið með samgöngutruflunum og foktjóni. Erfiðleikar voru líka til sjávarins, gæftir slæmar og sjór úfinn. Desem- ber var hins vegar hægviðrasamur og tíminn frá miðjum mars hefur í raun verið hagstæður. sisi@mbl.is Blautasti veturinn í sögu mælinga Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Úrkoma Erlendir ferðamenn vel dúðaðir á göngu við Hörpu. Nýtt strætóskýli var sett upp við Suðurströnd á Seltjarnarnesi í vik- unni. Ekkert skýli hefur verið við strætóstoppistöðina fyrir neðan Sundlaug Seltjarnarness í rúm tvö ár. Gamla skýlið fauk um koll í óveðri sem gekk yfir landið í febrúar árið 2020. Gamla skýlið var beint fyrir neðan hina vinsælu sundlaug bæjarins, heilsugæslustöðina og líkamsrækt- arstöðina World Class. Þar hafa far- þegar strætó mátt bíða eftir vagn- inum án skjóls í rúm tvö ár. Ekki var hægt að koma nútímaútgáfu af strætóskýli með LED-auglýs- ingaskilti fyrir á fyrri staðnum og því tafðist verkið. Á endanum var ákveðið að færa stoppistöðina um set og var nýja skýl- ið reist skammt undan, fyrir neðan Vivaldi-völlinn. Það þótti hentugur staður enda gott pláss í kring og góð- ar göngutengingar yfir Suðurströnd og upp að sundlauginni og annarri þjónustu þar í kring. hdm@mbl.is Nýtt strætóskýli eftir tveggja ára bið - Gamla skýlið fauk í óveðri - Flutt um set Morgunblaðið/Árni Sæberg Skýli Fólk sem sækir Sundlaug Seltjarnarness, World Class og aðra þjón- ustu getur nú skýlt sér fyrir veðri og vindum meðan það bíður eftir strætó.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.