Morgunblaðið - 02.04.2022, Side 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2022
Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is
Fékk bíllinn
ekki skoðun?
Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl
Sameinuð gæði
BJB-Mótorstilling þjónustar
flesta þætti endurskoðunar
á sanngjörnu verði og að
auki förum við með bílinn
þinn í endurskoðun, þér
að kostnaðarlausu.
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Í
vestrænum nútíma samfél-
ögum erum við konur og lík-
amar okkar að hegða okkur í
daglegu lífi eftir hormónam-
unstri karla. Mjög margt af því sem
okkur finnst eðlilegt að gera fer
kannski ekkert svo vel með okkur, til
dæmis það sem kallað er að vera
duglegar. Líkami okkar kvenna er
ekki „gallaður“, hann er bara ekki
hannaður fyrir allt það sem gengur á
í nútímasamfélagi,“ segir Ingeborg
Andersen grasalæknir sem hefur
mikinn áhuga á kvenlíkamanum,
hormónakerfinu og kvensjúkdómum.
„Því miður er mikil vanþekking
meðal almennings og í heilbrigðis-
kerfinu þegar kemur að líkama
kvenna, enda hefur hann verið rann-
sakaður miklu minna en líkami karla.
Kvenlíkaminn er talinn óútreikn-
anlegur og of flókinn,“ segir Inge-
borg sem heldur námskeið um
kvennaheilsu, svo konur geti skilið af
hverju þær eru eins og þær eru, og
hvers vegna þeim líður svona eða
hinsegin.
„Þessi skekkja byrjar strax í
grunnskóla þegar við þurfum að
vakna á sama tíma á hverjum morgni
og borða það sama, hreyfa okkur á
sama hátt og svo framvegis. Með öðr-
um orðum lifum við konur ekki í takt
við það sem er að gerast í líkama
okkar hverju sinni. Við hegðum lífi
okkar ekki eftir hringrás hormóna-
kerfis okkar heldur eftir línulegum
kröfum samfélagsins. Konur gefa
ekki pláss þeirri eðlilegu hringrás
sem á sér stað í hverjum mánuði í
kvenlíkama og jafnvel í árinu og sól-
arhringnum. Við þurfum að snúa
þessu við og virða aftur náttúrulegar
hringrásir sem búa í kvenlík-
amanum, þá förum við að framleiða
hormónana okkar á réttum tíma og
okkur fer að líða betur. Vegna þessa
vestræna lífsmunsturs sem tekur
ekki tillit til hringrásanna þá fram-
leiða margar konur ýmist of mikið
eða of lítið af áveðnum hormónum.
Líkaminn bregst við þessu lífs-
munstri sem áreiti, hann fer að fram-
leiða meira af óæskilegum horm-
ónum en minna af hormónum sem
við viljum meira af. Þetta veldur alls
konar kvillum, til dæmis fyrir-
tíðaspennu, minnkun frjósemi og
sjúkdómum eins og endómetríósu og
fjölblöðrueggjastokkaheilkenni.
Flestu af þessu er hægt að snúa við,
konur þurfa ekki að sætta sig við öll
þessu neikvæðu einkenni og vanlíð-
an. Þær geta tekið stjórn og gert
þetta sjálfar, að breyta.“
Matur er byggingarefni
Ingeborg segist á námskeiðun-
um m.a. fræða um tíðahringinn og
hvað öll þessi hormón gera.
„Hvers vegna þau eru mikilvæg
og hvernig við getum hjálpað líkam-
anum að framleiða nægilega mikið af
einhverjum hormónum og losa sig
við önnur. Hjálpa hringrásinni til að
komast aftur í stand. Ekkert eitt
svar er til við því hvernig við gerum
það, en mjög margt kemur inn í
þetta, til dæmis að hlusta á líkama
okkar, virða hann og gefa honum það
rými sem hann þarf, vera sveigjan-
legri í lífsstílnum okkar. Hvað við
borðum skiptir afar miklu máli og við
þurfum að skoða hvort við erum að
borða næringu sem við þurfum til að
framleiða allt sem líkaminn er að
gera. Erum við að borða almenni-
legan alvörumat? Ég segi: Borðum
það sem vex í kringum okkur í nær-
umhverfinu, bæði dýraafurðir og
plöntuafurðir, og nóg af þeim, því
þetta eru meðal annars byggingar-
efni hormóna okkar. Að takmarka
fæðutegundir sem við borðum eða of-
keyra okkur, það myndar stress-
hormón og þá fer líkaminn í sparnað-
arástand, sem er öfugt við
frjósemisástand, til dæmis.“
Ykkur konum mun líða illa
Ingeborg minnir á að í gegnum
tíðina hefur verið tekið lítið mark á
ýmsum einkennum sem hrjá konur
og tengjast þeirra hormónabúskap.
„Konum er sagt að þetta sé
partur af því að vera kona. Okkur er
kennt frá unga aldri að okkur muni
líða illa, að það verði túrverkir í
kringum blæðingar í hverjum mán-
uði og alls konar önnur vanlíðan. Við
erum fæstar að spyrja okkur hvers
vegna, fyrr en það er komið á alvar-
legt stig og við þurfum að leita okkur
hjálpar. Þá fá konur oft samt þau
svör að allt hjá þeim sé eðlilegt. Það
þarf að dýpka hvernig greining fer
fram og bæta skilning á af hverju hin
ýmsu einkenni koma fram, ekki horfa
á þau sem eitthvað sem hægt er að
setja plástur á. Öll þessi einkenni
sem tengjast hormónum kvenna eru
viðvörunarbjöllur, líkaminn er þann-
ig að tjá sig,“ segir Ingeborg og bæt-
ir við að þetta snúist líka um hug-
arfar og viðmót.
„Til dæmis er oft hlegið að og
gert lítið úr tilfinningasveiflum
kvenna og viðkvæmni í fyrirtíða-
spennu, þær raunverulegu tilfinn-
ingar eru slegnar út af borðinu sem
ómarktækar, af því þær eru tengdar
blæðingum. Konur eiga ekki að sætta
sig við þetta viðhorf og viðbrögð og
þessu þarf að breyta. Auðvitað er al-
veg eðlilegt að konur séu viðkvæmar
á þessum tíma mánaðar, en það
versnar ef við gefum okkur ekki rými
til að finna fyrir og skoða þessar til-
finningar.“
Læknirinn og faðirinn studdi
Ingeborg er með BS-gráðu frá
University of Westminster í London
í vestrænum grasalækningum. Hún
Dugar ekki að setja plástur
„Ég vildi að ég hefði vitað á mínum unglingsárum
meira um hvernig við konur getum lifað í takti við
hormónabúskap líkama okkar. Þessa hringrás sem
hefur svo mikil áhrif á margt hjá okkur, þreytu, geðs-
lag, verki, magavesen, óreglulegar blæðingar, sykur-
löngun og fleira. Með betri þekkingu förum við að
tengja saman það sem við héldum að væri algjörlega
ótengt hormónakerfinu okkar og sjáum heildarmynd-
ina,“ segir Ingeborg Andersen grasalæknir.
Ingeborg Ekki er hægt að hjálpa neinum með því einu að gefa jurtir, það þarf að taka þetta heildrænt.
Jurtir Mannkynið hefur notast við grasalækningar frá fornu fari.
segist hafa ákveðið að læra grasa-
lækningar af því það kallaði mikið á
hana.
„Þetta var það sem hafði virkaði
fyrir mig þegar venjuleg lyf virkuðu
ekki. Mannkynið hefur notast við
grasalækningar frá fornu fari og
þetta tengir okkur aftur betur við
náttúruna. Í mínum huga eru þetta
ekki valkvæðar lækningar heldur
upprunalegar lækningar. Ég tvinna
mínar meðferðir saman með alls-
konar lífsstílsráðgjöf, því það er ekki
hægt að hjálpa neinum með því einu
að gefa jurtir, það þarf að gera miklu
meira og taka þetta heildrænt.
Margir samspilandi þættir hafa
áhrif,“ segir Ingeborg sem er eins og
nafnið gefur til kynna, hálfnorsk.
„Pabbi minn er norskur heim-
ilislæknir og hann hvatti mig til að
fara í grasalækningar. Hann er einn
af mínum helstu stuðningsmönnum í
þessu enda er hann sjálfur að hluta
til á þessari braut. Heillavænlegast
hlýtur að vera þegar læknisaðferðir
vinna saman frekar en að þær séu
hver í sínu horni.“
Næsta námskeið hjá Ingeborg
um kvenlíkamann verður 23. og
24. apríl. Þar munu konur kynnast
líkamstungumálinu og kafað verðu
í hormónakerfið. Þær læra leiðir til
að vera ekki með stjórn á horm-
ónakerfinu, heldur að blómstra
með því. Hægt er að nálgast Inge-
borg á netfanginu callunaher-
bs@gmail.com, á Facebook:
Ingeborg Andersen, eða á
instagram: ingeborgandersen
Á vef Fuglaverndar, fuglavernd.is,
var nýlega birt nokkuð um ketti og
fugla, í ljósi þess að nú er vorið að
koma og blessaðir fuglarnir:
„Dagurinn er orðinn lengri en
nóttin og vorið skríður hægt áfram.
Farfuglar eru farnir að koma til
landins og það styttist í að loftin
fyllast af söng friðlara og ungatísti
úr hreiðrum. Í kjölfarið fylgir aukin
veiði katta.
Fuglavernd hefur í nokkur ár selt
kattakraga en kannanir hafa sýnt að
kragarnir virka betur heldur en bjöll-
ur á hálsólum til að vara fugla við
aðvífandi hættu; köttur.
Sýnt hefur verið fram á að þegar
kettir fengu kraga þá fækkaði skipt-
unum þegar þeir komu heim með
bráð. Flestum köttum virðist vera
alveg sama þó að kraga sé bætt við
utan um hálsól þeirra.
Á heimasíðu Fuglaverndar má lesa
ýmislegt um veiðar katta.“
Vorið er komið og Fuglavernd selur litríka kraga á ketti til að vara fugla við nálægð þeirra
Kragar á köttum fækka bráð sem borin er heim
Morgunblaðið/Ásdís
Veiðikló Hann Gullbrandur er frekur til fugla en kraginn fældi bráð frá.