Morgunblaðið - 02.04.2022, Side 17

Morgunblaðið - 02.04.2022, Side 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2022 Rekstraraðili óskast að Hótel Grími í Grímsbæ Til leigu: Tuttugu herbergja, 695 fermetra, gistihús/hótel á þriðju hæð. Hótelið er fullbúið og getur leigst með húsgögnum og búnaði, vefsíðu, vörumerki o.fl. Húsnæðið var innréttað 2017. Nánari upplýsingar á reitir.is/hotel-grimur Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Lóðsbátur kom í gærmorgun inn til Vestmannaeyja með stóra kví sem ætluð er fyrir mjaldurssysturnar Litlu-Hvít og Litlu-Grá. Kvíin var sett saman í Þorlákshöfn, en dregin þaðan til hafnar í Eyjum. Aðeins var hægt að sigla austur á bóginn á 2,5 mílna hraða og miðaði ferð því hægt en örugglega, enda var gott í sjó. Kvínni var í gær komið fyrir til bráðabirgða undir Heimakletti. Mjaldrarnir tveir, sem komu til Ís- lands vorið 2019 með flugi frá Japan, eru nú í innanhússkeri á sýningu See life trust í Eyjum. Þær eiga í fyllingu tímans að fara í kvína, sem verður komið fyrir í Klettsvík. Áður hafa systurnar verið um skemmri tíma í umönnunarlaug í víkinni. Kví mjaldurssystra er komin til Eyja Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson Flutningar Kvíin dregin af tveimur bátum inn til hafnar í Eyjum í gærmorg- un. Fyrirhöfnin var talsverð og vanda þurfti vel til allra verka. - Litla-Hvít og Litla-Grá í Klettsvík Margir féllu fyrir góðlátlegu gabbi í tilefni 1. apríl í gær, líkt og lög gera ráð fyrir. Til að mynda mátti sjá nokkuð grunsamlega umferð í kringum húsnæði Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) þar sem aprílgabb Morgunblaðsins var frétt af nýrri þjónustu félagsins í barátt- unni við holur í malbiki á vegum landsins. Greint var frá því að FÍB aðstoð væri komin með sérútbúinn bíl með tækjum og búnaði til þess að fylla í holuskemmdir á bundnu slit- lagi. Enn fremur kom fram í fréttinni að efnið nýja væri sólgult á litinn og ætti að auka enn frekar á vit- und og aðgát ökumanna til að vera viðbúnir við skemmdum. Efnið átti síðan að vera til sýnis í skrifstofu félagsins í gærmorgun. Ljóst er að gult uppfyllingarefni hefur vakið áhuga bílafólks þar sem umferð í kringum skrifstofuna jókst nokkuð í gærmorgun. Morgunblaðið/Eggert Aprílgabb FÍB-holufyllingarefnið gula. Margir féllu fyrir aprílgabbi og hlupu Umferðin á Hringveginum í mars jókst um 2,4 prósent samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar en umferðin hafði dregist saman í jan- úar og febrúar frá fyrra ári. „Mikil aukning varð á mælisniði við Mýr- dalssand sem bendir til aukningar ferðamannaumferðar. Frá áramót- um hefur umferðin þó dregist sam- an um ríflega sex prósent frá því sem hún var á sama tíma árið 2021,“ segir í frétt á vef Vegagerð- arinnar. Örlítil umferðaraukning varð hins vegar á höfuðborgar- svæðinu í nýliðnum mánuði en frá áramótum hefur hún dregist saman miðað við sama tíma í fyrra. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Bílar Nú mælist allt að 4% samdráttur um- ferðar á höfuðborgarsvæði frá áramótum. Umferðin jókst á Hringveginum Verðlagsnefnd búvara hefur ákveð- ið að hækka lágmarksverð mjólkur til bænda um 6,6% og heildsöluverð bæði mjólkur og mjólkurafurða um 4,47% og tók verðbreytingin gildi í gær. Hækkun á verði til neytenda mun fylgja þessum hækkunum. Ástæða hækkunar kaupverðs mjólkur frá bændum er aukinn kostnaður við framleiðslu og vinnslu mjólkur frá því 1. desember á síðsta ári, þegar Verðlagsnefnd tók síðast ákvörðun um verðlagn- ingu. Gjaldaliðir í verðlagsgrund- velli kúabúa hafa hækkað um 6,6% á tímabilinu og er þar líka tekið til- lit til hækkunar á áburði. Einnig hefur vinnslu- og dreifingarkostn- aður hækkað um 2,14%. Hækka í verði til bænda og neytenda

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.