Morgunblaðið - 02.04.2022, Page 18
18 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2022
Mest selda
liðbætiefni
á Íslandi.
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Þrettán nýir ærslabelgir verða sett-
ir upp í borginni í sumar. Tveir í
Grafarvogi, tveir í Háaleiti og Bú-
stöðum, tveir í Árbæ og Norðlinga-
holti, þrír í Breiðholti og einn í
Grafarholti og Úlfarsárdal, Kjal-
arnesi, Laugardal og Vesturbæ.
Ærslabelgirnir eru þó aðeins brot
af þeim rúmlega hundrað verk-
efnum sem koma til framkvæmda á
árinu 2022 í tengslum við verkefnið
Hverfið mitt.
Borgarráð heimilaði umhverfis-
og skipulagssviði Reykjavíkur-
borgar að bjóða út framkvæmd-
irnar vegna verkefnisins. Áætlaður
kostnaður vegna þessara 111 verk-
efna er 850 milljónir króna. Áætl-
aður framkvæmdatími er maí-
desember 2022. Hér er um að ræða
verkefni sem kosin voru til fram-
kvæmda í rafrænni íbúakosningu á
tímabilinu 30. september til 14.
október 2021. sisi@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Gaman saman Ærslabelgurinn í Laugardal
nýtur mikilla vinsælda hjá unga fólkinu.
Þrettán ærslabelgir
settir upp í borginni
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Góður gangur er í framkvæmdum við
byggingu þjóðgarðsmiðstöðvar á
Hellissandi. Ytra byrði hússins er að
mestu frágengið og nú er innandyra
verið að klæða veggi, stúka af rými og
fleira. Verktakinn mun afhenda bygg-
inguna í júní og þá flytjast gestamót-
taka og skrifstofa Þjóðgarðsins Snæ-
fellsjökuls þangað. Alls er byggingin
um 700 fermetrar, og er reist eftir
vinningstillögu Arkís – arkitekta.
Vandað sé til sýningar
Á næstunni verður myndaður
starfshópur sem hafa mun með hönd-
um að hanna og þróa sýningu sem
verður í þjóðgarðsmiðstöðinni. Þar
verður brugðið ljósi á sögu og stór-
brotið umhverfið á Útnesinu, þar sem
Snæfellsjökull gnæfir yfir. „Þetta er
einstakt svæði sem er hægt að gera
skil með ýmsu móti. Við viljum því
vanda til sýningarinnar nýju, sem
verður sem gátt inn á svæðið,“ segir
Jón Björnsson þjóðgarðsvörður.
Ýmsar hugmyndir eru uppi um
sýningarþema, enda úr mörgu að
velja á þessu sögufræga svæði sem
hefur jafnframt verið skáldum og
listamönnum innblástur frægra
verka. Má þar nefna sögu Jules Ver-
nes, Leyndardómar Snæfellsjökuls,
Kristnihald undir Jökli eftir Halldór
Laxnes, Bárðarsögu Snæfellsáss og
fjölda teikninga og málverka.
Miklir fjármunir og ný vídd
Nýlega var skipað þjóðgarðsráð
fyrir Þjóðgarðinn Snæfellsjökul.
Þeim, sem skipaðir eru í ráðið, er ætl-
að ráðgefandi hlutverk við stefnu og
starf í samvinu við Umhverfisstofnun
sem fer með stjórn þjóðgarðsins.
Kristinn Jónasson bæjarstjóri hefur
verið skipaður formaður ráðsins
„Hér í Snæfellsbæ er sjávarútveg-
urinn mikilvæg undirstaða, en við
þurfum sannarlega meira til. Þar hef-
ur mjög munað um starfsemi þjóð-
garðsins sem stofnaður var fyrir
rúmm 20 árum og hefur í raun skapað
alveg nýja vídd á svæðinu. Með marg-
víslegri uppbyggingu á vegum þjóð-
garðsins hafa komið verulegir fjár-
munir – sjálfsagt milljarðar króna –
inn á svæðið jafnhliða því sem ferða-
þjónustan hér hefur eflst og er orðin
stór atvinnugrein,“ segir Kristinn
Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ.
Skapað meiri fjölbreytni
Árlega er unnið að margvíslegum
umhverfisbótum í þjóðgarðinum,
stígagerð, bílastæðum og öðrum slík-
um innviðum. Miða framkvæmdir
meðal annars að því að hlífa landi en
einnig að því að fá fólk til að staldra
lengur við á svæðinu og njóta. Gestir
þjóðgarðsins nú í mars voru rúmlega
12 þúsund, sem er um helmingur þess
sem kom 2019, en verulega sló í bak-
seglin með gestakomur á tímum kór-
ónuveirunnar. Árið 2019 kom um hálf
milljón gesta á svæðið – fólk sem
gjarnan staldrar við í Snæfellsbæ og
nýtur þar margvíslegrar þjónustu og
viðurgjörnings.
„Starfsemi þjóðgarðsins hefur leitt
af sér meiri fjölbreytni í atvinnulífi
hér. Þróunin hefur verið mjög jákvæð
fyrir þetta samfélag – auk þess sem
umhverfismálin með sjálfbærni að
leiðarljósi eru nú orðin mál málanna,“
segir Kristinn bæjarstjóri.
Þjóðgarðsmiðstöðin senn tilbúin
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Bygging Horft að þjóðgarðsmiðstöð til vesturs. Líkist stefni á skipi, sem er arkitektúr við hæfi því húsið er við haf.
- Gestamóttaka verður opnuð í sumar - Snæfellsjökull gnæfir yfir - Sýning í hönnun - Innblástur
listamanna - Þjóðgarðsráð skipað - Hálf milljón gesta árið 2019 - Meiri fjölbreytni í avinnulífinu
Samræður Jón Björnsson þjóðgarðsvörður, til vinstri, og Kristinn Jónas-
son, bæjarstjóri í Snæfellsbæ, sem er formaður nýskipaðs þjóðgarðsráðs.
Snæfellsnes Jökullinn gnæfir yfir byggð og umhverfi yst á Nesinu og
margir þykjast – sagt bæði í gamni og alvöru – kenna frá honum krafta.