Morgunblaðið - 02.04.2022, Síða 24

Morgunblaðið - 02.04.2022, Síða 24
Umferðarslys árið 2021 Fjöldi slysa eftir mánuðum Slasaðir og látnir eftir vegfarendahópum árið 2021 100 90 80 70 60 50 40 30 20 10 0 Lítil meiðsli Alvarleg slys Banaslys Í fólksbílum 58% Í hópferðabílum 3% Í sendi- og vörubílum 6% Á léttum bifhjólum 1% Á þungum bifhjólum 2% Á reiðhjólum og rafhjólum 21% Fótgangandi 6% Aðrir 3% H ei m ild :S am gö ng us to fa jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des. Slasaðir og látnir alls 1.162 SVIÐSLJÓS Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is S lysum fjölgaði til muna í umferðinni í fyrra. Í nýrri skýrslu Samgöngustofu um umferðarslys á síðasta ári kemur fram að umferð hafi auk- ist að nýju eftir kórónuveiruárið 2020. Það ár hafi virst eins og þjóð- in væri einhuga um að komast í gegnum heimsfaraldurinn en „árið 2021 er eins og þolinmæðin hafi verið á þrotum. Slysatölur rjúka upp aftur og eins má merkja tölu- verðan mun á hegðun og viðhorfi til hins verra í nýjustu könnun Sam- göngustofu á aksturshegðun al- mennings,“ eins og það er orðað í skýrslunni. Níu manns létust í umferðinni Skráð slys og óhöpp í umferð- inni í fyrra voru alls 6.458 en voru 5.504 árið 2020. Alls létust níu í um- ferðinni og fjölgaði um einn á milli ára. „Alvarlega slösuðum fjölgar talsvert, úr 149 í 199 og fjölgar því látnum og alvarlega slösuðum úr 157 í 208 eða um 32% á milli ára,“ segir í skýrslunni. Lítið slösuðum fjölgar einnig, úr 858 í 954, og fjölg- ar því slösuðum og látnum úr 1.015 í 1.162 eða um 14%. Þeim sem slasast vegna ölvun- araksturs fjölgaði milli ára. Árin 2019 og 2020 voru þeir umtalsvert færri en árin þar á undan en í fyrra versnaði staðan að nýju. Alls slös- uðust 50 manns vegna ölvunarakst- urs, 35% fleiri en árið 2020. Alvar- lega slösuðum og látnum vegna ölvunar undir stýri fækkar hins vegar talsvert, úr 11 í 5 og lést eng- inn þeirra. Sprengja í slysum á rafmagnshlaupahjólum Tölur um þá sem slösuðust á reiðhjólum og rafhjólum endur- spegla vel þá miklu fjölgun sem hefur orðið á rafhjólum síðustu ár. Alls slösuðust 241 á reiðhjóli eða rafhjóli í fyrra samanborið við 164 árið 2020. Nemur aukningin 47%. Þegar rýnt er nánar í tölur um þessi slys kemur í ljós að þeim sem slösuðust á reiðhjóli fækkar um 13% milli ára en þeim sem slös- uðust á rafmagnshlaupahjólum fjölgaði úr 35 árið 2020 í 131 í fyrra. Sú aukning nemur 274%. Flest slys og óhöpp verða á gatnamótum Miklubrautar og Grensásvegar. Þar á eftir koma annars vegar gatnamót Miklubraut- ar og Kringlumýrarbrautar og hins vegar hringtorgið í Hafnarfirði þar sem mætast Flatahraun, Fjarð- arhraun og Bæjarhraun. Fjórðu slysamestu gatnamótin er svo hringtorg þar sem mætast Reykja- nesbraut, Lækjargata og Hlíð- arberg í Hafnarfirði en þar á eftir koma gatnamót Háaleitisbrautar og Miklubrautar sem og gatnamót Hringbrautar og Njarðargötu. Ut- anbæjar verða flest slysin á helstu stofnleiðum út frá höfuðborg- arsvæðinu enda er umferðin mest þar. Umferðarslysum fjölgar umtalsvert 24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2022 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Bullur eru víð- ar við völd en í Rúss- landi. Afganistan hefur verið í frjálsu falli frá því taliban- ar tóku völdin eftir sneypulega brottför Bandaríkjamanna. Efnahags- lífið er í rúst og vannæring og hungursneyð blasir við. Sagt er að 95% Afgana fái ekki nægan mat og hungursneyð vofi yfir níu milljónum manna. Koma þurfi aðstoð til 24 milljóna manna. Án neyðaraðstoðar gætu miklar hörmungar dunið á landinu. Á fimmtudag tilkynntu Sam- einuðu þjóðirnar að 41 ríki hefði heitið að leggja fram 2,44 millj- arða dollara í mannúðaraðstoð til Afganistans. Markmiðið var 4,4 milljarðar, en það náðist ekki. Þeim ríkjum, sem á sínum tíma réðust inn í landið og steyptu stjórn talibana, ætti að renna blóðið til skyldunnar. Þau skildu landið eftir í rúst og til að bíta höfuðið af skömminni gengu þau ekki betur frá hnútum en svo að þau voru vart horfin þeg- ar talibanar höfðu hrifsað völdin á ný. Vandinn við að veita aðstoð er margvíslegur. Aðstoðin er líkleg til að hjálpa talibönum til að halda völdum. Á hinn bóginn er erfitt að láta almenna borgara í landinu gjalda fyrir valdhafana. Talibanar gera þjóðum heims hins vegar ekki auðvelt að leggja fram aðstoð. Hið rétta eðli talibanastjórnarinnar kem- ur jafnt og þétt í ljós. Mikið uppnám varð þegar harð- línumenn ákváðu fyrir rúmri viku að loka skólum fyrir stúlkur á grunn- og menntaskólaaldri. Ekki voru liðnar nema nokkrar klukkustundir frá því skólarnir höfðu verið opnaðir þegar stúlk- urnar voru sendar heim. Mjög hefur verið þrengt að réttindum kvenna í Afganistan. Konur hafa ekki mátt ferðast milli borga í landinu án þess að vera í fylgd með karlmönnum og nú hefur flugfélögum verið fyrirskipað að hleypa ekki kon- um um borð í vélar sínar nema þær séu í karlmannsfylgd. Talibanar höfðu haft orð um að skerða ekki réttindi kvenna, en ljóst er að þau var ekkert að marka. Talibönum hefur verið sagt að aðstoð sé háð því að þeir virði réttindi kvenna, en virðing þeirra fyrir mannslífum á neyð- artímum er ekki meiri en svo að þeir eru tilbúnir að láta á það reyna, svo mikilvæg er þeim kúgun kvenna. Í þau nærri 20 ár sem Banda- ríkjamenn og bandamenn þeirra voru í Afganistan nam alþjóðleg aðstoð 40% af landsframleiðsl- unni og 75-80% af fjárlögum. Landið er langt frá því að geta staðið á eigin fótum. Það er þrautin þyngri að hjálpa Afgön- um án þess að styðja við talib- ana, en það er ekki boðlegt að snúa baki við Afganistan. Hvernig á að hjálpa Afgönum án þess að ausa vatni á myllu talibana?} Afganistan í frjálsu falli Hið opinbera er stærsta ógn- in,“ sagði í fyrirsögn á viðskiptasíðu Morgunblaðsins í gær. Fréttin snerist ekki um kosti anar- kisma, heldur þá öfugsnúnu þró- un að ríki og sveitarfélög skuli leiða launahækkanir í landinu. Í fréttinni var rætt við Jó- hannes Þór Skúlason, fram- kvæmdastjóra Samtaka ferða- þjónustunnar, um ársskýrslu samtakanna, sem birt var í vik- unni. Þar er staða ferðaþjónust- unnar borin saman við önnur lönd og er Ísland samkvæmt henni í nokkuð góðri stöðu. Jóhannes Þór gerir hins vegar að umræðuefni hversu erfitt sé að finna starfsfólk um þessar mundir. „Það áhugaverðasta sem við sáum þegar við fórum að bera saman og skoða tölur yfir starfs- fólk sem hafði hætt að starfa í ferðaþjónustunni var hvert það hafði farið. Þá kemur fram að af 6.996 manns sem horfið hafa á braut úr geiranum hafa 5.227 farið að starfa hjá hinu opin- bera,“ sagði hann og bætti við að ríkið sogaði til sín fólk með þeim hætti að það skaðaði samkeppnishæfni einkageirans á inn- anlandsmarkaði. Að hans mati hef- ur þensla ríkisins gífurleg afleidd áhrif á samfélagið og það geti ekki verið jákvætt: „Ekki síst þegar menn para þetta saman við það að við gerð lífskjara- samninganna voru það sveitar- félögin og ríkið sem leiddu launa- hækkanirnar. Lægstu hækkanir hjá hinu opinbera voru hærri en hæstu hækkanir hjá einkamark- aðnum.“ Jóhannes Þór bendir hér á ákveðið grundvallaratriði, sem allt of oft vill gleymast. Til þess að hægt sé að reka hið opinbera þarf einkageirinn að vera öfl- ugur. Viðgangur ríkisins ræðst af því hversu þróttmikið efna- hagslífið er. Efnahagslífið er því eins kon- ar mælistika og það getur verið afdrifaríkt að nota hana ekki. Þess vegna er til dæmis mikil- vægt að einkageirinn leiði launaþróun, ekki hið opinbera. Ef ríkið sogar of mikið til sín endar með því að það sligast undan eigin þunga. Ef ríkið sogar of mikið til sín endar með að það sligast undan eigin þunga} Stærsta ógnin U m þessar mundir bíða hundruð sjúklinga eftir því að komast í meðferð; eftir því að fá lífs- nauðsynlega heilbrigðisþjón- ustu. Þessi staða er mótsögn við þá miklu viðhorfsbreytingu sem hefur orðið í samfélaginu í þá átt að fíkni- sjúkdómar eigi að vera meðhöndlaðir innan heilbrigðiskerfisins. Umhverfis þessa sjúk- linga eru þúsundir aðstandenda sem eru undir gífurlegu álagi með tilheyrandi afleið- ingum og kostnaði fyrir samfélagið. Og það er ekkert net sem grípur þessar fjölskyldur eins og algengt er með aðra langvinna sjúk- dóma. Nýverið birtist átakanlegt viðtal í fjöl- miðlum við ungan mann og móður hans. Maðurinn hefur glímt við vímuefnavanda hálfa ævina og er einn þeirra fjölmörgu sem bíða eftir að komast í meðferð. Hann lýsir því að hann hafi misst fjóra vini úr ofneyslu frá því í desember. Á hverju ári látast tugir einstaklinga vegna ofneyslu lyfja og þar af stór hluti ungt fólk. Hvert einasta þessara ótímabæru dauðsfalla er of mikið og við verðum að grípa til að- gerða. Fíknisjúkdómar eru lífshættulegir sjúk- dómar og bið fólks í vímuefnavanda eftir meðferð getur verið dauðadómur. Ég hef því, ásamt hópi þingmanna, lagt fram til- lögu til þingsályktunar Alþingis um viðhlít- andi þjónustu vegna vímuefnafíknar. Með tillögunni er heilbrigðisráðherra falið að skipa starfshóp sérfræðinga til að greina þá hópa sem fá ekki viðhlítandi þjónustu vegna fíknar og að hópnum verði falið að koma með tillögur að úrbótum. Það er brýn nauð- syn að hópar vímuefnasjúklinga verði skil- greindir svo hægt sé að gera tillögur að úr- ræðum sem henta hverjum hópi. Það ætti að vera algjört forgangsmál hjá stjórnvöldum að efla og auka skilvirkar for- varnir, fræðslu og meðferðarúrræði. For- varnir og meðhöndlun fíknisjúkdóma eru besta leiðin til að draga úr vímuefnavandanum. Með því látum við gjörðir fylgja orðum og áherslum; með því tökum við á vímuefnavandanum innan heilbrigðis- kerfisins. Diljá Mist Einarsdóttir Pistill Tökum á vímuefnavandanum í heilbrigðiskerfinu Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. dilja.mist@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Í skýrslu Samgöngustofu er lagt mat á áætlaðan heildar- kostnað við öll umferðarslys hér á landi. Samkvæmt skýrslunni er talið að hann hafi numið 60,3 milljörðum króna á síðasta ári. Það er umtalsvert meira en árið 2020 þegar kostnaðurinn var metinn 49,2 milljarðar króna. Sé horft til síðustu fimm ára er kostnaðurinn samanlagt 293 milljarðar króna. Í fyrra var kostnaður við hvert banaslys metinn rúm 801 milljón króna, hvert al- varlegt slys er metið á 105 milljónir og slys með litlum meiðslum á tæpar 37 millj- ónir króna. Athyglisvert er að bera saman tölur um fjölda lát- inna á hverja 100 þúsund íbúa hér á landi við ná- grannalöndin. Að meðaltali létust 3,5 í umferðarslysum hér á landi ár hvert síðustu tíu árin. Aðeins í Finnlandi láta fleiri lífið eða 4,2 að meðaltali. Í Danmörku er meðaltalið 3,1, í Noregi er það 2,4 og í Svíþjóð 2,6. 60 milljarðar á síðasta ári MIKILL KOSTNAÐUR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.