Morgunblaðið - 02.04.2022, Síða 32

Morgunblaðið - 02.04.2022, Síða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2022 ✝ Ása Stef- ánsdóttir fæddist 14. nóv- ember 1935 í Nes- kaupstað. Hún andaðist á heimili sínu 24. mars 2022. Foreldrar henn- ar voru Guðný Guðnadóttir frá Vindheimi í Norð- firði, f. 27. desem- ber 1908, d. 14. ágúst 1999, og Stefán Eiríksson, f. á Krossa- nesi við Reyðarfjörð 20. júlí 1905, d. 14. ágúst 1978. Ása var næstelst af sjö systkinum, elst er Aldís, f. 19. apríl 1934, Guðni Þór, f. 14. febrúar 1943, d. 2. júní 2008, Unnur Stef- anía, f. 9. febrúar 1944, Stef- án, f. 23. mars 1947, Eiríkur, f. 23. júní 1948, og Svanbjörn, f. 2. september 1952. Ása giftist Stefáni Einari Stefánssyni hinn 25. desember 1954. Foreldrar hans voru Þóra Þórðardóttir, f. 27. ágúst 1904, d. 27. júlí 1932, og Stef- án Ágúst Stefánsson, f. 6. ágúst 1886, d. 6. janúar 1973. Dætur Ásu og Einars eru: 1) Bergþóra, f. 10. nóvember 1954, maki Elmar Halldórsson, f. 18. júlí 1956 d. 24. júlí 2011. 2) Guðný, f. 31. mars 1957, maki Per Ole Skarstad, f. 31. júlí 1957, d. 2. október 1982. 3) Þuríður, f. 28. júlí 1960, maki Björn Kristjánsson, f. 3. júlí 1956. 4) Aldís Stefánsdóttir, f. 31. maí 1963, Maki Rúnar Már Gunn- arsson, f. 16. mars 1957. 5) Þóra Stef- anía, f. 24. desem- ber 1965, maki Karl Gunnar Egg- ertsson, f. 11. des- ember 1962. Barnabörnin eru 17, barnabarna- börnin eru 35 og barnabarna- barnabörnin eru tvö. Ása ólst upp í Neskaupstað í faðmi stórfjölskyldunnar. Ása og Einar byrjuðu sinn búskap í Keflavík og Reykjavík. Þau fluttu í Reykhólasveit 1961 og fluttu svo til Búðardals 1964. Ása og Einar stofnuðu þar Raftækjaverslun Einars Stef- ánssonar sem seinna var köll- uð Ásubúð. Ása sá um versl- unina óslitið til ársins 2003, þá fluttu þau hjónin á hennar heimaslóðir í Neskaupstað. Ása var virk í kvenfélaginu og leikfélaginu í Búðardal á sín- um yngri árum. Hún var mikil handavinnu- og saumakona ásamt því að reka stórt heim- ili. Ása og Einar reistu sér sælureit í landi Foss í Hofs- árdal. Útför fer fram frá Norðfjarðarkirkju í dag, 2. apríl 2022, klukkan 13. Streymt verður frá Norðfjarð- arkirkju. Hlekkur á streymi: https://www.mbl.is/andlat Með sorg í hjarta kveðjum við þig, elsku mamma, um leið viljum við þakka þér það vega- nesti sem þú gafst okkur út í lífið. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Minning þín lifir í hjörtum okkar. Bergþóra, Guðný, Þur- íður, Aldís og Þóra. Amma, elsku amma. Þín er og verður sárt saknað. Þú sem ein af mínum stærstu fyrirmyndum, gafst mér mikinn styrk og vitneskju inn í lífið. Þú kenndir mér að vera til staðar fyrir mitt fólk og að nota minn innri styrk. Ég leit alltaf svo upp til þín og hef örugglega ekki sagt þér nógu sterkt frá því hversu mikið. Ég gæti rifjað upp svo ótal margar æskuminningar sem munu fylgja mér ávallt en það sem situr einna sterkast í mér er hversu mikil þín innri feg- urð og styrkur var. Ég mun ávallt hugsa til þín með gleði og ást í hjarta. Takk fyrir að kenna mér að elska, takk fyrir að kenna mér innri styrk og að lífið sé ávallt háð breytingum sem við tökumst á við með jákvæðni í hjarta. Ég gleðst yfir þínu lífi og syrgi þitt andlát – en eins og kemur fram í Spámanninum eftir Kahlil Gibran þá segir: Þeim mun dýpra sem sorgin grefur í hjarta manns, þeim mun meiri gleði getur það rúmað. Þú skildi eftir þig mikla sorg amma við að hverfa á brott en á sama tíma ást sem hverfur aldrei. Elska þig amma og við sjáumst síðar. Ása Dröfn. Ása Stefánsdóttir - Fleiri minningargreinar um Ásu Stefánsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Ástkær dóttir mín, móðir, vinkona, tengdamóðir og amma, SÓLRÚN ÓSK SIGURÐARDÓTTIR, lést á líknardeild Landspítalans 26. mars. Útförin fer fram frá Lindakirkju þriðjudaginn 12. apríl klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Ljósið. Kærar þakkir til starfsfólks Landspítalans fyrir hlýja og góða umönnun. Svala Aðalsteinsdóttir Þorgeir Lárus Árnason Árný Árnadóttir Jens Jóhannsson barnabörn og aðrir ástvinir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, dóttir, amma, langamma og systir, SVANBJÖRG CLAUSEN, Sléttuvegi 27, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi miðvikudaginn 23. mars. Útförin fer fram frá Guðríðarkirkju fimmtudaginn 7. apríl klukkan 13. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýju. Elín Björg Birgisdóttir Björn Kjartansson Guðrún Hauksdóttir Guðrún S. Einarsd. Clausen barnabörn, barnabarnabörn og systkin Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, SIGURBJÖRT VIGDÍS BJÖRNSDÓTTIR frá Breiðabólsstöðum á Álftanesi, lést mánudaginn 28. mars á Hrafnistu í Hafnarfirði. Útförin auglýst síðar. Ingibjörg Þórisdóttir Helgi Þórisson Dagbjartur Björnsson tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, amma og langamma, SÓLVEIG JÓHANNA JÓNASDÓTTIR, lést á Hrafnistu í Reykjavík 31. mars. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 8. apríl klukkan 13. Hafsteinn Már Línbergsson Sigrún Línbergsdóttir Linda Alísa Meissner Ivan G. Pietronigro Svava S. Svavarsdóttir Gunnar Örn Gunnarsson og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, ÓLÖF HJÖRLEIFSDÓTTIR, lést 24. febrúar á hjúkrunarheimilinu Skjóli. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Skjóls fyrir góða umönnun. Hjörleifur Hjörtþórsson Rannveig Hjörtþórsdóttir og barnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SVEINN FREYR RÖGNVALDSSON, múrarameistari og tæknifræðingur, Furugerði 1, Reykjavík, lést á Landspítalanum mánudaginn 28. mars. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 8. apríl klukkan 10.30. Fyrir hönd aðstandenda, Elsa G. Eyfjörð Sveinsdóttir Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR H. ÓSKARSDÓTTIR, Diddý, Aðalgötu 5, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fimmtudaginn 24. mars. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 8. apríl klukkan 12. Ólafía Lóa Bragadóttir Hilmar Símonarson Freyr Bragason Sesselja Østerby Óskar Guðfinnur Bragason Sigurbjörg Ólafsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, INGIBERGUR ÞÓR KRISTINSSON, Vallargötu 21, Keflavík, lést í faðmi fjölskyldunnar á heimili sínu fimmtudaginn 24. mars. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 7. apríl klukkan 13. Guðrún Júlíusdóttir Lárus Kristján Ingibergsson Amal El Idrissi Kamilla Ingibergsdóttir Ingi Þór Ingibergsson Anna Margrét Ólafsdóttir og barnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RUTH MARGRÉT FRIÐRIKSDÓTTIR, Grænumörk 2, Selfossi, lést á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Lundi miðvikudaginn 30. mars. Útför mun fara fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Hallfríður Dagmar Munsch Heinz Munsch Friðrik Sölvi Þórarinsson Þórunn Óskarsdóttir Júdith Jónsdóttir Sverrir Kristinsson Guðmundur Jónsson Hildur Kristín Sveinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir okkar, afi og langafi, ÞÓRIR INDRIÐASON, lést á heimil sínu 26. mars. Þórdís Ása Þórisdóttir Sigvaldi Elís Þórisson barnabörn og barnabarnabarn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HULDA GUÐRÚN FILIPPUSDÓTTIR, Hlaðbæ 18, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þriðjudaginn 29. mars. Útförin verður frá Árbæjarkirkju fimtudaginn 7. apríl klukkan 13. Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar Landspítalans. Guðrún Björnsdóttir Kristín Björnsdóttir Magni Jónsson Guðbjörg Árnadóttir Þráinn Örn Ásmundsson Árni Þór Árnason Agneta Lindberg Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BERGLJÓT HALLDÓRSDÓTTIR, áður Haðalandi 1, lést föstudaginn 1. apríl á hjúkrunarheimili Hrafnistu Sléttuvegi. Halldór Leifsson Grétar Leifsson Anna Linda Aðalgeirsdóttir Trausti Leifsson Guðbjörg Jónsdóttir Ísleifur Leifsson Gróa Ásgeirsdóttir Lárus Leifsson Fríða Mathiesen barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN EDDA JÚLÍUSDÓTTIR, Furugrund 38, Akranesi, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi miðvikudaginn 23. mars. Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju fimmtudaginn 7. apríl klukkan 13. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Hjúkrunar- og dvalarheimilisins Höfða fyrir hlýja og góða umönnun. Streymt verður frá vef Akraneskirkju, www.akraneskirkja.is. Hlekk á streymi má einnig nálgast á mbl.is/andlat. Björgvin Hólm Hagalínsson Ásdís Emilía Björgvinsdóttir Pétur Pétursson Lára Hagalín Björgvinsdóttir Garðar Jónsson Júlíus Björgvinsson Bergdís Saga Gunnarsdóttir Jónas Björgvinsson Guðfinna Helgadóttir ömmubörnin og langömmubörnin

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.