Morgunblaðið - 02.04.2022, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2022
✝
Árni Arngarð-
ur Halldórsson
fæddist í Garði í
Mývatnssveit 25.
febrúar 1934. Hann
lést á heimili sínu,
Litlahvammi 8b,
24. mars 2022.
Foreldrar hans
voru hjónin Sigríð-
ur Jónsdóttir, f. 1.6.
1906, d. 1.3. 1997,
og Halldór Árna-
son, f. 12.7. 1898, d. 28.7. 1979.
Systur Árna eru Valgerður, f.
20.4. 1929, d. 25.4. 2000, Anna
Guðný, f. 18.8. 1930, d. 2.10.
2013, Guðbjörg, f. 16.1. 1940,
Hólmfríður, f. 21.6. 1945, og
Arnþrúður, f. 30.5. 1947.
Árni giftist 1. nóvember 1958
Guðbjörgu Jónínu Eyjólfs-
dóttur, f. 20.8. 1930, frá Hrúta-
felli. Foreldrar hennar voru
Helga Ólafsdóttir, f. 11.3. 1901,
d. 8.11. 1977, og Eyjólfur Þor-
steinsson, f. 25.7. 1892, d. 17.9.
1973.
Börn Árna og Guðbjargar
eru: 1) Eyjólfur, f. 7.5. 1958,
1996, Sesselja Lóa Þöll, f. 28.10.
2013, Guðbrandur Arngarður, f.
20.2. 2015.
Dóttir Árna er Guðrún Björk
Hallbjörnsdóttir, f. 13.12. 1957,
maki Helgi Gústafsson, f. 14.9.
1957. Börn Guðrúnar eru: Júlía
Ýr Ómarsdóttir, f. 17.1. 1976,
Laufey Mjöll Helgadóttir, f.
16.12. 1989, Kristinn Daníel
Helgason, f. 21.10. 1992.
Barnabarnabörn Árna eru
alls 23.
Árni ólst upp í Garði í Mý-
vatnssveit og eftir hefðbundna
barnaskólagöngu fór hann einn
vetur í Laugaskóla. Árni kynnt-
ist konu sinni, Guðbjörgu, þegar
hann fór á vertíð til Vest-
mannaeyja veturinn 1957 og
tóku þau við búi foreldra hans.
Auk sauðfjárbúskapar stundaði
hann veiði og reykingu á sil-
ungi. Þau voru bændur í Garði
til ársins 2015 en síðustu árin
dvöldu hjónin í Litlahvammi á
Húsavík. Árni var ötull land-
græðslumaður og árið 2003
hlaut hann Landgræðsluverð-
launin fyrir starf sitt.
Útför Árna fer fram í Skútu-
staðakirkju í dag, 2. apríl 2022,
og hefst athöfnin kl. 14. Athöfn-
inni verður streymt á facebook-
síðu Skútustaðaprestakalls.
Hlekkur á streymi:
https://www.mbl.is/andlat
maki Sigurlaug
Guðrún Stein-
grímsdóttir, f. 24.2.
1959. Börn Eyjólfs
eru Steingrímur
Jónsson, f. 29.9.
1978, Guðbjörg, f.
6.5. 1979, Anna
Vala, f. 10.8. 1982,
Eyrún, f. 15.9.
1992. 2) Sigríður, f.
2.1. 1963, maki Óm-
ar Magnússon f.
29.6. 1948. Börn Sigríðar: Árni
Haukur Jóhannesson, f. 30.10.
1983, Ingibjörn Jóhannesson, f.
26.7. 1989, Helga Þóra Ó. Magn-
ússon, f. 1.8. 1998. 3) Helga Þur-
íður, f. 3.2. 1966, maki Einar
Sölvi Friðbergsson, f. 31.8. 1948.
Börn Helgu eru: Bergljót Abreu
De La Cruz Friðbjarnardóttir, f.
3.7. 1986, Sigurður Ólafur Frið-
bjarnarson, f. 19.12. 1987, Egg-
ert Þórarinsson, f. 3.2. 1997,
Ruth Þórarinsdóttir, f. 28.2.
1999. 4) Halldór, f. 7.5. 1970,
maki Arnþrúður Dagsdóttir, f.
1.4. 1977. Börn Halldórs eru
Sylvía, f. 21.3. 1993, Arna, f. 5.1.
Mamma. Mig dreymdi svo
skrítinn draum í nótt. Nú, hvað
dreymdi þig? Mig dreymdi að
það væri sagt við mig: Pabbi
þinn er ekki pabbi þinn.
Mamma segir lítið og við kveðj-
umst. Það líða einhverjir dagar
og mamma hringir í mig og bið-
ur mig að koma til sín, það sé
maður sem hana langar að
kynna mig fyrir. Ég kem á þeim
tíma sem okkur um semst. Inni
í eldhúsi situr maður, hann er
glæsilegur, rétt rúmlega fimm-
tugur. Hár og þrekinn með mik-
ið krullað hár og falleg augu.
Ég kynni mig og við spjöllum
saman og ég býðst til að skutla
honum á Hótel Esju þar sem
hann var á landsþingi Sjálfstæð-
isflokksins. Seinna um daginn
heyrumst við mamma og ég er
forvitin um hver þessi maður
sé.
Þá minnist hún á drauminn
og segir að þessi maður sé minn
rétti faðir. Oft hef ég hugsað
um þennan draum og var hann
til að undirbúa mig fyrir það
sem koma skyldi. Ég átti pabba
sem ól mig upp við ást og kær-
leik þótt hann vissi vel að hann
ætti mig ekki og gaf mér nafnið
sitt.
Þarna fékk ég á einu bretti
fjögur ný systkini sem ég hef
átt fallegt samband við og mikill
kærleikur ríkt á milli okkar.
Þarna small eitthvað saman,
púslið sem vantaði í púsluspilið.
Þarna fann ég rætur mínar.
Árni sagði seinna meir að ég
væri svo lík í hans ætt að hann
efaðist aldrei, og veit ég að
hann og mamma voru búin að
tala saman í nokkur ár og hann
vildi fá að kynnast mér og er ég
fegin að hún lét verða af því.
Við hjónin vorum alltaf vel-
komin að Garði til Árna og Guð-
bjargar sem sér nú á eftir lífs-
förunauti sínum. Við höfum átt
margar yndislegar stundir og
góðar minningar frá Garði í
gegnum árin.
Fyrir mér var Árni merki-
legur maður á sinn hátt, sér-
lundaður og fór sína leiðir, en
hann var líka grúskari og eitt
sinn sátum við systur, ég og
Sigga, langt fram eftir í bjartri
sumarnótt og talaði hann um
Fjalla-Eyvind og lífshlaup hans
og fannst margt merkilegt sem
hann sagði. Í þessari sömu
heimsókn fór hann með okkur
hjónin ásamt systur í ferð í
kringum Bláfjall og þá var ég
viss um að ég kæmi ekki lifandi
úr þeirri ferð. Snarhemlaði við
bjargbrúnina til að dást að út-
sýninu og keyrði svo nálægt að
dekkin sleiktu brúnina og mikið
var ég fegin er við komumst á
jafnsléttu. Þá tók ekki betra við
er hann sá rollu með lömbum og
þurfti að kanna hver ætti, keyrt
eins nálægt og hægt var upp í
móti til að get séð markið og þá
kom kíkirinn sér vel sem var
alltaf í bílnum. Kíkirinn er enn í
bílnum og við sóttum hann.
Nú dvelur hann í sumarland-
inu þar sem hann hittir þá sem
hafa gengið á undan honum.
það eru liðin 35 ár síðan ég
hitti Árna pabba minn sem gaf
mér stærstu gjöf sem hægt er
að gefa, lífið sjálft. Hann kom á
hárréttum tíma inn í líf mitt.
það var gæfa að kynnast Eyj-
ólfi, Sigríði, Helgu og Halldóri,
þessum yndislegu manneskjum.
Systkinum mínum sem hafa átt
stórt pláss í mínu hjarta og fjöl-
skyldum þeirra.
Elsku Guðbjörg missir þinn
er mikill. Við fjölskyldan send-
um þér kærleik og ást.
Þín dóttir,
Guðrún Björk
Hallbjörnsdóttir.
Óvænt barst mér sú frétt að
móðurbróðir minn, Árni Hall-
dórsson, bóndi í Garði í Mý-
vatnssveit, hefði látist, áttatíu
og átta ára gamall. Ég á bara
ljúfar og skemmtilegar minn-
ingar frá þeim tíma sem ég fékk
að dvelja sumarlangt í umsjá
þeirra hjóna, Árna og Beggu.
Byrjuðu sumarævintýri mín
þegar ég var á sjöunda ári. Um
leið og skóla sleppti þá var
haldið til hárskerans og koll-
urinn strípaður fyrir sumarið og
ekki skertur aftur fyrr en kom-
ið var aftur í höfuðstaðinn seint
í ágúst. Þegar maður hugsar
aftur til þessa tíma sem við
frændur Halldór Árnason og
Árni Laugdal áttum saman á
þessum árum man maður ekk-
ert annað en að það hafi verið
sífelld blíða og skemmtilegt.
Fengum við að taka þátt í þeim
bústörfum sem sinna þurfti og
aldrei man ég eftir því að Árni
bóndi skipti skapi né að hann
hefði ekki gaman af því að hafa
þennan krakkaskara í kringum
sig og fóstra. Sem auðvitað
hefði ekki gengið upp nema fyr-
ir matmóður okkar Guðbjörgu
Eyjólfsdóttur, sem lifir mann
sinn. Maturinn var fjölbreyttur,
heimaslátrað og fiskur úr vatn-
inu svo ekki sé minnst á and-
areggin og hvað það annað sem
náttúran gaf. Kaffibrauðið
heimabakað af frú Beggu og
alltaf nóg til. Einnig minnist ég
margra ferða á vatnið til að
vitja um netin. Var það þá oft
að Árni bóndi vakti mann
snemma morguns til koma með
að vitja netanna í vatninu. Kom-
ið heim með aflann og hann
slægður og saltaður og látinn
liggja þar til hægt var að koma
honum í reykkofann góða sem
Begga sá hvað mest um og síð-
ar Halldór, nú bóndi í Garði.
Dásamlegur reyktur mývatns-
silungur sem hróður þeirra víða
bar, enda ljúfmeti sem flestir
kunnu að meta. Gestkvæmt var
í Garði, sérstaklega meðan
amma Sigríður lifði og oft komu
ættingjar og vinir og dvöldu í
Garði yfir lengri og skemmri
tíma sem fyrir okkur krakkana
var bara skemmtilegt og upp-
lífgandi á allan hátt. Við leið-
arlok er gott að minnast góðra
stunda. Ég hef ekki verið nógu
duglegur að vísitera mitt góða
fólk í Mývatnssveit en alltaf
hefur verið vel tekið á móti okk-
ur þegar það hefur gerst og hef
ég notið ríflegrar gestrisni
þeirra systkina Halldórs og
Helgu sem nú þar búa. Beggu,
Eyjólfi, Siggu, Helgu, Halla og
Guðrúnu votta ég dýpstu samúð
mína. Minningar um góðar
stundir hjá góðu fólki fylgja
mér alltaf. Takk fyrir mig.
Steinþór Jónsson.
Árni Arngarður
Halldórsson Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
GUÐRÚNAR HELGADÓTTUR,
alþingismanns og rithöfundar,
Túngötu 43, Reykjavík,
verður gerð frá Dómkirkjunni mánudaginn
11. apríl klukkan 14.00.
Streymi má nálgast á streyma.is.
Hlekk má einnig nálgast á mbl.is/andlat.
Hörður Hauksson María Guðfinnsdóttir
Þorvaldur Sverrisson Aðalheiður Ámundadóttir
Helga Sverrisdóttir Bjarni Ármannsson
Halla Sverrisdóttir Egill Axelsson
barnabörn og langömmubörn
Við þökkum auðsýnda samúð og vinarhug
vegna fráfalls okkar ástkæra föður, afa
og langafa,
GUÐMUNDAR MATTHÍASSONAR
frá Arnardal í Skutulsfirði.
Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn
Þökkum auðsýnda samúð við andlát móður
okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og
langalangömmu,
GUÐRÚNAR EYJÓLFSDÓTTUR,
Aflagranda 40.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
Litlu-Grundar, Hjúkrunarheimilinu Grund, fyrir einstaka
umhyggju og hlýlegt viðmót.
Brynjólfur Á. Guðbjörnsson Sigríður S. Halldórsdóttir
Gunnar Þórólfsson Jóhanna Friðgeirsdóttir
Elísabet Þórólfsdóttir
Meyvant Þórólfsson Rósa Guðbjartsdóttir
Bjarni Þ. Þórólfsson Hrefna S. Briem
og ömmubörn
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangammma,
HÓLMFRÍÐUR ÞÓRA
GUÐJÓNSDÓTTIR,
Hrafnistu við Brúnaveg,
lést síðastliðinn sunnudag.
Ragnar Friðriksson Þórhalla Snæþórsdóttir
Sólveig Erla Ragnarsdóttir Jón Steinar Jónsson
Hlynur Ívar Ragnarsson Vigdís Braga Gísladóttir
og fjölskyldur
Frændi okkar og vinur,
GUÐMUNDUR VIGNIR VILHELMSSON
frá Sævarlandi,
síðast Barmahlíð 2 á Sauðárkróki,
lést laugardaginn 26. mars á
Heilbrigðisstofnun Norðurlands
á Sauðárkróki. Útför hans fer fram frá Sauðárkrókskirkju
fimmtudaginn 7. apríl klukkan 14. Innilegar þakkir eru færðar
starfsfólki á Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki.
Aðstandendur
Elskuleg eiginkona mín og amma okkar,
SIGRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR,
Sléttuvegi 29,
Reykjavík,
lést á Hrafnistu við Sléttuveg þriðjudaginn
28. mars. Útför hennar fer fram frá
Seljakirkju 8. apríl klukkan 13.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Hrafnistu fyrir hlýja og góða
umönnun.
Kristján Sigtryggsson
Aðalbjörg Skúladóttir Árni Kristinn Skúlason
Halldóra Þórdís Skúladóttir Kristján Pálmi Ásmundsson
Elsku pabbi, tengdapabbi, afi og langafi,
BJARNI SNÆBJÖRNSSON,
Eir hjúkrunarheimili,
lést miðvikudaginn 23. mars.
Bálför fór fram í kyrrþey.
Ásta Margrét G. Bjarnadóttir Ingólfur Arnarson
Bergdís Margretar
Kristbjörn Þór Bjarnason Rannveig Rut Valdimarsdóttir
Bergþóra Fjóla Bjarnadóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær faðir, tengdafaðir og afi okkar,
LEIFUR BJÖRNSSON
læknir,
lést að heimili sínu í Chicago, Illinois, BNA.
Jarðarförin hefur farið fram.
Árni Leifsson Ástríður V. Vigfúsdóttir
Björn Leifsson Helga Leifsdóttir
Edda Árnadóttir Edda Sigrún Fransdóttir
Vigfús H. O. Árnason Leifur S. S. Árnason
Tómas Orri Jónsson
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1800
www.hjarta.is
Faðir minn, tengdafaðir, afi okkar og bróðir,
SIGURÐUR JÓSEF BJÖRNSSON
frá Hólum í Hjaltadal,
sem lést mánudaginn 21. mars, verður
jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn
4. apríl klukkan 13.
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug.
Ari Björn Sigurðsson Rebekka Stefánsdóttir
Ynja Mist Aradóttir, Óðinn Arason, Urður Aradóttir
Ragnar Björnsson, Björn Friðrik Björnsson,
Gunnhildur Björnsdóttir
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Minningargreinar