Morgunblaðið - 09.04.2022, Síða 6

Morgunblaðið - 09.04.2022, Síða 6
Morgunblaðið/Árni Sæberg Fagnaðarfundir Sólveigu var fagnað þegar hún mætti á aðalfund í gær. Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrver- andi formaður Eflingar, sem sigr- aði í stjórnarkjöri í stéttarfélag- inu ásamt félögum sínum á Baráttulistanum, tók formlega við sem formaður á ný á aðal- fundi Eflingar í gærkvöldi. Þá tóku sjö aðrir af Baráttulist- anum, sem Sólveig fór fyrir, sæti í stjórn. Í millitíðinni sinnti Agni- eszka Ewa Ziółkowska for- mennsku en hún tekur nú við sem varaformaður að nýju. Ólöf Helga Adolfsdóttir, sem varð varaformaður eftir afsögn Sólveigar í vetur, varð aftur rit- ari Eflingar í gærkvöldi. Báðar eiga þær eitt ár eftir af stjórn- arsetu sem kjörnir fulltrúar í stjórn. Fundurinn fór fram á Grand hóteli í Reykjavík á Gullteigi og hófst klukkan átta. Fyrir fundinn sagðist Sólveig í samtali við mbl.is reikna með að aðrir í stjórn virtu umboð hennar. Sólveig aftur tekin við sem formaður 6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2022 Atvinnuleysi á landinu var 4,9% í mars og minnkaði úr 5,2% í febrúar. Vinnumálastofnun (VMST) spáir því að atvinnuleysi muni halda áfram að dragast sama í yfirstandandi mánuði og verða á bilinu 4,4 til 4,6%. Að meðaltali fækkaði um 424 at- vinnulausa í seinasta mánuði frá febr- úar en í lok mars voru 9.608 einstak- lingar skráðir atvinnulausir, 5.416 karlar og 4.192 konur. Fækkun í ferðaþjónustu Þetta kemur fram í mánaðar- skýrslu VMST um stöðuna á vinnu- markaði. Þar má einnig sjá að alls voru 4.097 erlendir atvinnuleitendur án atvinnu í lok mars og fækkaði þeim um 288 frá febrúar. „Mesta hlutfalls- lega fækkun atvinnulausra frá febr- úar var í ferðatengdum atvinnugrein- um eða um 11%. Í sérfræðiþjónustu fækkaði um 8,6%, í ýmissi þjónustu- starfsemi 6,3% og í byggingariðnaði 5,9%,“ segir í skýrslunni. Bent er á að þessi fjöldi samsvarar um 10,5% at- vinnuleysi meðal erlendra ríkisborg- ara. Fram kemur að hlutfall þeirra á atvinnuleysisskrá var tæp 43% í mars og hefur það hlutfall hækkað úr 40% frá seinasta sumri. Atvinnuleysið hefur hvergi verið meira um langa hríð en á Suðurnesj- um en þar hefur atvinnulausum á skrá þó fækkað á umliðnum mánuð- um og mældist 8,6% atvinnuleysi á svæðinu í seinasta mánuði en þar var það 9,2% í febrúar. Næstmest var at- vinnuleysið 5,1% á höfuðborgarsvæð- inu. „Atvinnuleysi minnkaði meira á landsbyggðinni sem heild en á höfuð- borgarsvæðinu eða um 0,4 prósentu- stig og var 4,6% í mars. Á höfuðborg- arsvæðinu minnkaði atvinnuleysi um 0,2 prósentustig og var 5,1% í mars. Atvinnuleysi á landinu öllu minnkaði um 0,3 prósentustig frá febrúar og var 4,9% í mars,“ segir í samantekt VMST. Samtals voru 999 atvinnuleitendur á aldrinum 18-24 ára án atvinnu í lok mars. Hefur þeim fækkað um 58 frá febrúarlokum en fækkað um 1.302 frá mars 2021 þegar fjöldi atvinnulausra á þessu aldursbili var 2.301. 3.260 hafa verið atvinnulausir lengur en í tólf mánuði Enn er stór sá hópur einstaklinga sem hafa verið án atvinnu í langan tíma. Höfðu alls 3.260 einstaklingar verið án atvinnu í meira en tólf mán- uði um seinustu mánaðamót. Þeim fækkaði um 179 frá því í febrúar og hefur fækkað mikið samanborið við ástandið fyrir ári en í lok mars á sein- asta ári höfðu alls 6.207 einstaklingar verið án atvinnu í meira en eitt ár. Hefur því langtímaatvinnulausum fækkað umtalsvert eða um 2.947 milli ára. „Þeim sem hafa verið atvinnulausir í 6-12 mánuði fjölgaði lítilsháttar frá febrúar eða um 138 og voru 1.727 í lok mars en 1.589 í lok febrúar. Í mars 2021 var þessi fjöldi hins vegar 7.440,“ segir í skýrslu VMST. omfr@mbl.is Atvinnuleysi á niðurleið um allt land - Hlutfall erlendra ríkisborgara á atvinnuleysisskrá hefur hækkað úr 40% í fyrrasumar í tæp 43% í mars - Vinnumálastofnun spáir því að atvinnuleysi á landinu verði á bilinu 4,4 til 4,6% í aprílmánuði Morgunblaðið/Eggert Við störf Auglýst voru 678 ný störf í vinnumiðlun hjá VMST í marsmánuði. Dóra Ósk Halldórsdóttir doraosk@mbl.is Ný aðstaða fyrir þjónustu og starf- semi Alzheimersamtakanna og Parkinsonsamtakanna var síðdegis í gær vígð á 3. hæð gamla St. Jósefs- spítalans í Hafnarfirði. Þar hafa fé- lagar í Oddfellowreglunni unnið hörðum höndum síðan í ársbyrjun 2021 að endurgerð um 530 fermetra húsnæðis, sem samtökin skipta með sér. Framlag Oddfellow nemur um 180 milljónum króna og mun ganga upp í leigu á húsnæðinu til næstu 15 ára. Viðstödd vígsluna voru Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri, fulltrúar Oddfellow og verktaka. Fyrir um tveimur árum settist Steindór Gunnlaugsson, formaður stjórnar Styrktar- og líknarsjóðs Oddfellowa, niður með með Vilborgu Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra Alzeimersamtakanna, og hug- myndin fæddist um að stofna mið- stöð fyrir fólk með heilabilunar- sjúkdóma, sem væri í ætt við Ljósið á Langholtsvegi. Rættist sú hug- mynd með aðkomu Hafnarfjarðar- bæjar, sem hafði stofnað Lífsgæða- setrið á 2. hæð hússins. Seinna komu Parkinsonsamtökin inn í myndina og ákveðið var að endurgera alla 3. hæðina. Húsnæði Alzheimer- samtakanna nefnist Seiglan og Takt- ur er heitið á aðstöðu Parkinson- samtakanna. Öll verkstjórn framkvæmda var í höndum Magn- úsar Sædals Svavarssonar bygging- armeistara og Péturs J. Haralds- sonar húsasmíðameistara, félaga í Oddfellow. „Samstarfið hefur gengið mjög vel,“ segir Steindór við Morgun- blaðið en bærinn hefur komið til móts við samtökin með því að hafa enga leigu næstu 15 árin. „Okkur fannst strax svo mikilvægt að fólk með heilabilunarsjúkdóma ætti sér stað þar sem það ætti möguleika á auknum lífsgæðum. Það er hægt að taka á móti mörgum á hverjum degi og hugsað er sérstaklega til þess að styðja við fólk sem greinist ungt. Síðan verða Parkinsonsamtökin með talþjálfun og gönguþjálfun og á fyrstu hæðinni í Lífsgæðasetrinu er íþróttaaðstaða. Svo fer 4. hæðin til smærri fyrirtækja og einyrkja. Við göngum afskaplega stolt frá þessu verkefni,“ segir Steindór. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segist afskaplega ánægð með Lífsgæðasetrið. „Hafn- arfjarðarbær keypti þetta sögu- fræga og fallega hús af ríkinu árið 2017 en það hafði drabbast mikið niður eftir að hafa staðið autt um árabil. Ég er ákaflega stolt af því að St. Jósefsspítala skuli hafa verið bjargað með þessum hætti og það hefur mikla þýðingu fyrir bæjarbúa því flestir hafa miklar tilfinningar til hússins og þeirrar góðu starfsemi sem þar fór fram í áratugi,“ segir Rósa og bætir við að samstarf Hafnarfjarðarbæjar, Oddfellowregl- unnar og Alzheimer- og Parkinson- samtakanna sé einnig einstakt. Með þessu þríhliða samstarfi hafi tekist að endurnýja heila hæð í húsinu án beins fjárframlags bæjarins. „Við erum mjög þakklát fyrir að- komu allra þeirra sem létu þetta tak- ast,“ sagði Rósa í gær. Morgunblaðið/Árni Sæberg Opnun F.v.: Pétur J. Haraldsson Oddfellow, Vilborg Jónsdóttir Parkinsonsamtökunum, Guðmundur Eiríksson stór- sír Oddfellow, Vilborg Gunnarsdóttir Alzheimersamtökunum og Steindór Gunnlaugsson frá Oddfellow. Gleðidagur í Hafnarfirði - Ný aðstaða í Lífsgæðasetri fyrir Alzheimersamtökin og Parkinsonsamtökin - 180 milljóna framlag frá Oddfellow Lífsgæðasetur St. Jósefsspítalinn í endurnýjun lífdaga að utan sem innan. Síðasta keppniskvöld í meistara- deild Líflands í hestaíþróttum var í gærkvöldi. Keppnin fór fram í Ölf- ushöllinni á Ingólfshvoli. Í tölti sigraði Jóhanna Margrét Snorraóttir á Bárði frá Melabergi með ein- kunnina 7,83 en fyrir lið Hestvits. Í fljúgandi skeiði sigruðu hinn þaul- reyndi skeiðknapi Konráð Valur Sveinsson og Kjarkur frá Árbæj- arháleigu II á tímanum 5,64. Lið Hrímnis vann liðaplattann í töltinu með 52,5 stig. Lið Topreiter vann liðaplattann í fljúgandi skeiði með 48,5 stig og sigraði einnig í liðakeppninni þetta árið með 377,5 stig. Árni Björn vann einstaklings- keppnina örugglega með 64,5 stig. Í þriðja sæti varð Mette Mannseth með 24 stig. Árni vann ein- staklingskeppni - Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum Ljósmynd/Louisa Lilja Hack Hestaíþróttir Keppt var í Ölfushöll- inni á Ingólfshvoli í deildinni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.