Morgunblaðið - 09.04.2022, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2022
Ferðafélag Íslands | Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S. 568 2533 | www.fi.is
Sumarleyfisferðir
Ferðafélags Íslands
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Það er árvisst að menn tali um
mikla þorskgengd þegar kemur að
hrygningartíma þorsks,“ sagði Ein-
ar Hjörleifsson, sjávarlíffræðingur á
botnsjávarsviði Hafrannsóknastofn-
ununar. Starfssvið hans snýr að
stofnmati þorsks og aflareglum.
Pétur Pétursson, skipstjóri á
Bárði SH, sagði í Morgunblaðinu í
gær að það hefði verið mokveiði á
þorski í Breiðafirði og allt í kringum
landið. Hann kvaðst trúa því að í
Breiðafirði væri ein milljón tonna af
þorski og kvaðst byggja það mat á 40
ára reynslu.
„Við getum verið sammála um
það, ég og skipstjórinn, að hrygning-
arstofninn er örugglega nálægt
sögulegu hámarki miðað við síðustu
fjörutíu ár. Okkur greinir kannski
meira á um hvað er mikið af þorski í
Breiðafirði,“ sagði Einar.
Samkvæmt mati Hafrannsókna-
stofnunar er heildarstofn þorsks á
Íslandsmiðum um 950 þúsund tonn
af fjögurra ára þorski og eldri.
Þorskurinn verður kynþroska 7-8
ára gamall og var hrygningarstofn-
inn metinn vera um 360 þúsund tonn
í byrjun síðasta árs. Þorskur hrygnir
að segja má hringinn í kringum land-
ið, en langmest fyrir Suður- og
Vesturlandi.
Þorskgengd hefur aukist frá ár-
unum 2009-2010 og náði stofninn há-
marki á árunum 2015-2017 eða þar
um bil, að sögn Einars. Þorskstofn-
inn var metinn stærstur árið 2016
þegar matið sagði stofn fjögurra ára
þorsks og eldri vera um 1.200 þús-
und tonn.
Einar segir að nú standi yfir stofn-
úttekt á þorski þar sem öll þessi mál
verða skoðuð. Ráðgjöf er væntanleg
um miðjan júní.
Netarall og hrygningarstopp
Netarall hófst 29. mars og tóku
sex bátar þátt í því. Niðurstöður
liggja ekki fyrir. Allur fiskurinn er
lengdarmældur og hluti aflans er
einnig aldursgreindur. Greining á
aldri tekur langan tíma, enda er um
nokkuð gamlan fisk að ræða og
marga aldurshringi í kvörnunum.
Hrygningarstopp, þegar þorskur,
skarkoli, blálanga og steinbítur eru
friðuð á hrygningartíma á tilteknum
svæðum, er gert í apríl. Misjafnt er
eftir svæðum hvenær hrygningar-
stoppið hefst og hvenær því lýkur.
Hrygningarstofn nærri hámarki
- Um 950 þúsund tonn af þorski, 4 ára og eldri, eru nú á Íslandsmiðum samkvæmt mati Hafrannsókna-
stofnunar - Hrygningarstofn þorsksins var metinn vera um 360 þúsund tonn í byrjun síðasta árs
Morgunblaðið/Hari
Afli Vel hefur veiðst af þorski víða
við landið að undanförnu.
Byrjað er að klæða nýbyggingu
Landsbankans í Austurhöfn. Húsið
er klætt með íslensku blágrýti,
stuðlabergi, sem kemur úr Hrepp-
hólanámu í Hrunamannahreppi.
Það eru Íslenskir aðalverktakar
sem sjá um fullnaðarfrágang húss-
ins. ÞG verk sá um uppsteypu húss-
ins. Stefnt er að því að bankinn
flytji starfsemi sína í nýja húsið fyr-
ir árslok.
Eins og fram hefur komið í frétt-
um hefur Stjórnarráðið lýst yfir
áhuga á því að kaupa svokallað
Norðurhús nýbyggingarinnar. Við-
ræður við Stjórnarráðið um kaup á
Norðurhúsi standa yfir og ganga
vel, að sögn Rúnars Pálmasonar,
upplýsingafulltrúa bankans.
„Það er vilji af beggja hálfu til að
vinna málið eins hratt og kostur er
en það liggur ekki fyrir á þessari
stundu hvenær þeim verður lokið,“
segir Rúnar. Ef kaupin ganga eftir
mun vera áformað að utanríkis-
ráðuneytið flytji í húsið. sisi@mbl.is Morgunblaðið/sisi
Framkvæmdir við nýja Landsbankahúsið eru í fullum gangi
Bankinn
klæddur
stuðlabergi
Ingvar Stef-
ánsson viðskipta-
fræðingur hefur
verið ráðinn
framkvæmda-
stjóri Kirkju-
garða Reykjavík-
urprófastsdæma
(KGRP) frá og
með 1. maí. Hann
tekur við af Þór-
steini Ragnars-
syni sem hefur verið forstjóri í rúm
26 ár.
Ingvar var framkvæmdastjóri
fjármála hjá Orkuveitu Reykjavík-
ur 2011-2021, staðgengill forstjóra
um tíma og sat í framkvæmda-
stjórn. Áður var hann m.a. útibús-
stjóri hjá Íslandsbanka og fram-
kvæmdastjóri Fjármögnunar
Íslandsbanka. Hann kenndi hjá Við-
skiptaháskólanum á Bifröst og var
forstöðumaður fyrirtækjasviðs
Olíufélagsins ehf. (N1) en þar áður
starfsmannastjóri Olíufélagsins.
Umsóknarfrestur um starfið
rann út 15. febrúar sl. og bárust 17
umsóknir. Hagvangur aðstoðaði
KGRP í ráðningarferlinu.
gudni@mbl.is
Ingvar til Kirkju-
garða Reykjavíkur-
prófastsdæma
Ingvar
Stefánsson
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Embættismenn úr forsætisráðu-
neytinu hafa verið að funda með
fulltrúum ýmissa stofnana ríkisins,
Skaftárhrepps og annarra hags-
munaaðila um fyrirkomulag vatna-
veitinga út í Eldhraun og vatns-
stöðu í Grenlæk. Verið er að fara
yfir mögulegar aðgerðir á svæðinu
og meta fýsileika þeirra, samkvæmt
upplýsingum frá ráðuneytinu.
Deilur hafa lengi verið um veit-
ingu vatns úr Skaftá út í Eldhraun
þar sem það rennur að lokum í
Grenlæk og fleiri vatnsföll í Skaft-
árhreppi. Þessum vatnaveitingum
er stýrt.
Lækurinn þornað upp
Grenlækur er ein af þekktustu
sjóbirtingsám landsins. Vegna þess
að ekki er veitt nógu miklu vatni um
hraunið hefur hann þornað nokkrum
sinnum upp á undanförnum árum,
meðal annars 2008, 2016 og loks í
júní á síðasta ári. Sviðsstjóri hjá
Hafrannsóknastofnun sagði eftir at-
hugun á Grenlæk í fyrra að vatns-
leysið væri umhverfisslys. Voru efstu
11 kílómetrar lækjarins nánast þurr-
ir, vatn sat aðeins eftir í pollum sem
ekki flæddi á milli. Á þurra svæðinu
eru einmitt ein helstu hrygningar-
og uppeldissvæði sjóbirtings sem
einkennir lindarlækinn og töldu sér-
fræðingar Hafró að stofninn hefði
orðið illa úti.
Taldi Hafrannsóknastofnun að
finna þyrfti leiðir sem til frambúðar
tryggðu háa grunnvatnsstöðu í
hrauninu svo vatnsrennsli til lind-
arvatna verði nægt til að viðhalda
vatnsrennsli og því ríkulega lífríki
og fiskgengd sem þar er að finna.
Forsætisráðuneytið kemur að
málinu sem samræmingaraðili,
samkvæmt upplýsingum þaðan,
vegna þess að málið snertir málefni
fleiri en eins ráðuneytis. Það hefur
verið í vinnslu þar síðan fyrir ára-
mót. Auk Hafrannsóknastofnunar
eru það Landgræðslan, Vegagerðin
og fleiri stofnanir sem láta málið til
sín taka.
Sandra Brá Jóhannsdóttir sveit-
arstjóri segir að verið sé að leita
leiða sem allar þær stofnanir sem
koma að málinu geta sætt sig við.
Kallað hafi verið eftir tillögum frá
öllum. Ekki sé komin niðurstaða.
Segir hún að beðið sé tillagna for-
sætisráðuneytisins.
Forsætisráðuneytið leit-
ar lausna um Grenlæk
- Umhverfisslys
hafa orðið vegna
vatnsleysis
Grenlækur Lækurinn þornaði upp á 11 km kafla í fyrra og stóðu aðeins eftir
stöku pollar. Vatni er stýrt út í hraunið þaðan sem það rennur í lækinn.