Morgunblaðið - 09.04.2022, Side 26
26 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2022
SÉRBLAÐ
Fatnaður fyrir brúðhjónin, förðun, hárgreiðsla,
brúðkaupsferðin, veislumatur, veislusalir og
brúðargjafir eru meðal efnis í blaðinu.
Brúðkaups
blað
Morgunblaðsins
kemur út föstudaginn 22. apríl
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
fyrir þriðjudaginn 12. apríl
NÁNARI UPPLÝSINGAR:
Katrín Theódórsdóttir
S. 569 1105 kata@mbl.is
L
eikarinn Bruce Willis er hættur störfum eins og frægt er.
Ástæðan er málstol (afasía), sem er missir eða skerðing á
hæfni til að nota eða skilja tungumál vegna truflana eða
skaða á málstöðvum í heila.
Elsta heimild um þetta sjúkdómseinkenni er frá dögum Hettíta,
sem bjuggu þar sem nú er Tyrkland á öðru árþúsundi fyrir tímatal
okkar. Hettítíska er elsta indóevrópska málið (17.-13. öld f. Kr.) og
rituð með fleygrúnum
sem voru ráðnar í upp-
hafi 20. aldar af tékk-
neska austurlanda-
fræðingnum Bedrich
Hrozný.
Þegar Múrsílí 2.
Hettítakonungur var
eitt sinn á ferð í opinni
stríðskerru skall á
heiftarlegt þrumu-
veður. Í sömu andrá
varð hann málstola –
gat aðeins tjáð sig með
erfiðismunum. Mál-
röskunin ágerðist og á
endanum ráðfærði
hann sig við véfrétt. Spápresturinn vísaði úrlausnarefninu til
stormguðsins ógurlega og tiltók með hvaða helgisiðum konungur
gæti blíðkað hann. Helgisiðirnir fólu í sér að gera ákveðin dýr að
blóraböggli og fórna þeim til að endurheimta heilsu konungsins.
Naut, lamb og nokkrir fuglar voru ákærð fyrir að hafa saurgað
heilög vé stormguðsins
og brennd á báli.
Frásögnin af mál-
röskun Múrsílís er lögð
í munn konungi sjálfum
sem lýsir helgisiðaferl-
inu allnákvæmlega.
Strangasta skilyrðið var
að kvöldið áður en fénaðinum var fórnað mátti konungur ekki sam-
rekkja konu. Um morguninn átti hann að laugast og snerta fórnar-
dýrin með annarri hendi en persónulegir munir hans voru teknir úr
umferð, m.a. kerran góða sem hann ók þegar þrumuveðrið skall á.
Þótt þess sé ekki getið í heimildum má ætla að meðferðin hafa haft
tilætluð áhrif. Málstolið er a.m.k. ekki nefnt í annálum frá efri ár-
um konungs.
Textinn sem greinir frá þessum atburðum er jafnan kallaður
Málstol Múrsílís 2. Að vísu er erfitt að sanna að konungur hafi
þjáðst af málstoli í skilningi nútíma taugavísinda – en það er lík-
legt. Sjálfur segir hann: „Í munni mínum minnkaði röddin.“ Og
bætir svo við: „Ég varð skakkmynntur.“ Þetta orðfæri virðist
benda til málröskunar og jafnvel lömunar á talfærum. Sumir fræði-
menn velta því fyrir sér að Múrsílí hafi fengið blóðþurrð í heila sem
hafi orsakað tímabundna tjáskiptatruflun. Þessi tilgáta byggir á því
að málröskun Múrsílís virðist ekki hafa verið varanleg. Aðrir
ímynda sér að ómælið hafi stafað af streitu vegna stanslausra víga-
ferla sem Múrsílí átti í, en hann kann líka að hafa verið örvænting-
arfullur sökum skæðrar drepsóttar sem geisaði í ríki hans. Loks
gætu erfiðleikar í einkalífi konungs, m.a. sorglegt andlát drottn-
ingar hans, Gassúlawíu, hafa valdið áfallinu. Við munum aldrei fá
úr því skorið með vissu. Hitt er ljóst að frásögnin af málstoli Múr-
sílís frá því um 1300 f. Kr. er elsta heimild sem til er um slíka rösk-
un og er ekki síst merkileg fyrir þá sök að sjúklingurinn skýrir þar
sjálfur frá raunum sínum á skilmerkilegan hátt.
Málstol að fornu og nýju
Tungutak
Þórhallur Eyþórsson
tolli@hi.is
Málstol Bruce
Willis er ekki
sá fyrsti með
slíkt einkenni.
F
æreyingar koma vel frá COVID-19-faraldr-
inum. Atvinnuleysi er aðeins 0,19% og þá vant-
ar meira vinnuafl. Fiskútflutningur gengur
vel. Hann stendur undir 90% af útflutnings-
tekjunum, þar vegur útflutningur á eldislaxi þyngst eða
42% árið 2021. Færeyingar kalla laxinn sinn kampavín
eldislaxa og selja hann á hæsta verði.
Gæði laxins og stöðu hans á markaði má ekki síst rekja
til þess að færeyska regluverkið mælir fyrir um algjöran
rekjanleika frá hrognum til útflutnings, þar á meðal um
fóðrið sem notað er við fiskeldið. Á þennan hátt er tryggt
að neytandinn hafi vitneskju um gæði og sjálfbærni fær-
eysks fiskeldis.
Nú í vikunni var Svandís Svavarsdóttir matvæla-
ráðherra í Færeyjum ásamt fulltrúum íslenskra fiskeld-
isfyrirtækja og embættismönnum. Kynntu Íslending-
arnir sér fiskeldi Færeyinga og ræddu samvinnu
þjóðanna á þessu sviði. Á vefsíðu matvælaráðuneytisins
segir Svandís: „Með því að fjárfesta í rannsóknum í
greininni hafa Færeyingar lagt grunn að gríðarlegum
framförum.“
Rekjanleikinn verður sífellt mikilvægari þáttur við
framleiðslu allra matvæla. Fær-
eyingar fullyrða ekki að þeir fram-
leiði kampavíns-lax nema vegna
þess að þeir geta sannað að á öllum
ferli fisksins séu hágæði tryggð. Ís-
lenskt fyrirtæki á hlut að þessari
gæðakeðju. Laxahrogn til eldis í
Færeyjum koma frá Íslandi. Hér
sér Benchmark Genetics öllum lax-
eldisstöðvum fyrir laxahrognum og
er eina fyrirtækið á Íslandi sem sel-
ur laxahrogn til annarra landa.
Þegar Færeyingar ræða nýja strauma meðal við-
skiptavina sinna benda þeir á að vegna gagnrýni á út-
blástur flugvéla setji sumir fyrir sig að kaupa lax sem
flogið hefur verið með langar leiðir frá verkunarstað til
veitingastaðar. Aðdráttarafl sjávarafurða og hátt verð
þeirra ræðst mjög af því að um hreina sjálfbæra vöru er
að ræða með lítið kolefnisspor.
Eftir ágreining Færeyinga við ESB vegna makríl-
kvóta sættu Færeyingar útilokun á ESB-fiskmarkaði
sem varð til þess að þeir juku viðskipti sín við Rússa.
Færeyingar héldu þessum tengslum eftir innrás Rússa á
Krímskaga vorið 2014. Lögmaður Færeyja fór til fundar
við rússneska sjávarútvegsráðherrann og taldi viðræður
við hann hafa skilað „ótrúlegum“ árangri. Rússar hefðu
áhuga á „strategísrki samvinnu“ án þess að efni hennar
væri nánar lýst. Bæði í Danmörku og Færeyjum sætti
lögmaðurinn harðri gagnrýni vegna samkomulagsins við
Rússa. Hann varðist með þeim orðum að þetta væru við-
skipti og Færeyingar neyddust til að finna nýja markaði
vegna viðskiptabanns ESB.
Ári síðar opnuðu Færeyingar sendiskrifstofu í
Moskvu. Dró lögmaðurinn þá skil milli þess að í öryggis-
málum ættu Færeyingar samleið með NATO en þeir
yrðu að gæta viðskiptahagsmuna sinna og markaða.
Færeyingar hafa frá 1977 haft gagnkvæman fiskveiði-
samning við Rússa sem veiða í færeyskri lögsögu en fær-
eysk skip í Barentshafi. Rússneskir togarar athafna sig
frá færeyskum höfnum, landa þar afla sem fluttur er til
vinnslu í Rússlandi. Ekkert af afla skipanna er unnið í
Færeyjum, þar er aðeins um umskipun að ræða. Rússar
greiða fyrir vörur og þjónustu og kaupa olíu. Færeysk
stjórnvöld útilokuðu ekki rússnesk skip frá höfnum sín-
um árið 2014.
Nú fimmtudaginn 7. apríl hafði færeyska ríkisútvarpið
eftir Janis av Rana, færeyska utanríkisráðherranum, að
bráðlega kynni að verða rætt um að útiloka rússnesk
skip frá færeyskum höfnum. Innan ESB og í Noregi
könnuðu yfirvöld hvort grípa ætti til þessa ráðs í þeim
löndum. Janis av Rana sagðist vona að hafnbannið, kæmi
til þess, yrði ekki til þess að raska fiskveiðisamningnum
við Rússa, kynni að leiða til rányrkju færi allt á versta
veg.
Nokkrum dögum eftir að Rússar
réðust inn í Úkraínu 24. febrúar
ákvað stærsta fiskeldisfyrirtæki
Færeyja, Bakkafrost, að hætta að
selja lax til viðskiptavina sinna í
Rússlandi. Á árinu 2021 seldi fyrir-
tækið 10% af laxi sínum þangað.
Forstjóri fyrirtækisins telur að
auðvelt verði að selja laxinn, sem
annars færi til Rússlands, á öðrum
mörkuðum fyrirtækisins.
Landsstjórn Færeyja segist ekki ætla að banna við-
skipti við Rússa á meðan slíkt bann er ekki sett af vest-
rænum ríkjum.
Undir lok sjötta áratugarins var reist ratsjárstöð í
þágu NATO á Sornfelli skammt frá Þórshöfn. Var hún
starfrækt til ársins 2007. Nú er rætt um að endurreisa
hana og skýrði Janis av Rana frá því í ágúst 2020 að
danski utanríkisráðherrann hefði kynnt sér áform Dana
um endurnýjun stöðvarinnar.
Endurnýjun ratsjárkerfisins var til umræðu í vikunni
á fundum í Þórshöfn. Umræður Færeyinga um málið
snúast annars vegar um samskipti um öryggis- og varn-
armál innan Danska konungdæmisins og hins vegar um
mat á sviði öryggismála. Samkvæmt nýrri skoðana-
könnun er mikill meirihluti Færeyinga hlynntur NATO
og einnig að ratsjárstöðin sé starfrækt.
Skýr rök eru fyrir endurnýjun ratsjárinnar í Fær-
eyjum til að tryggja sem best eftirlit í lofti á milli Íslands
og Færeyja. Í heimsókn í rammgerð mannvirki stöðv-
arinnar á dögunum kom fram að þegar slökkt var á rat-
sjánni árið 2007 hefði 10 mínútum síðar verið hringt frá
Íslandi með ábendingu um að geisli stöðvarinnar hefði
horfið.
Nágranna- og frændþjóðirnar í Norður-Atlantshafi
geta mikið lært hvor af annarri. Á sama tíma og við lítum
nú til Færeyinga til að bæta starfsumhverfi íslenskra
fiskeldisfyrirtækja vilja þeir kynna sér lausnir hér í rat-
sjármálum til að tryggja sem best sameiginlegt öryggi
okkar.
Náin samskipti Færeyja og Íslands
Nágranna- og frændþjóð-
irnar í Norður-Atlantshafi
geta mikið lært hvor af
annarri – hér er staldrað
við fiskeldi og öryggi.
Björn Bjarnason
bjorn@bjorn.is
Á íslensku heitir Las Vegas engi
og Nevada Snæland, þótt lítið sé
um engi nálægt Las Vegas og snjór
aðeins á hæstu fjallstindum í Nevada.
Á hinni árlegu ráðstefnu Samtaka um
framtaksfræðslu, Association of Pri-
vate Enterprise Education, á Engj-
um í Snælandi kynnti ég hinn 5. apríl
nýlega bók mína um tuttugu og fjóra
frjálslynda íhaldsmenn, en á netinu
er ókeypis aðgangur að henni.
Fyrsti kaflinn er um Snorra
Sturluson, enda kom hann orðum að
tveimur merkilegum hugmyndum í
Heimskringlu: að konungar væru
bundnir af sömu lögum og þegnar
þeirra og að afhrópa mætti þá, ryfu
þeir hinn óskráða sáttmála milli sín
og þeirra. Ég benti á, að annar hugs-
uður þrettándu aldar, heilagur Tóm-
as af Akvínas, komst að sömu nið-
urstöðu, þótt sá munur væri á, að
hann miðaði við náttúrurétt, en
Snorri við venjurétt. Í Egils sögu
lýsti Snorri síðan fyrsta raunveru-
lega einstaklingnum, Agli Skalla-
grímssyni, eins og Sigurður Nordal
vakti athygli á.
Hinir sígildu hugsuðir frjálshyggj-
unnar voru John Locke, David Hume
og Adam Smith. Locke benti á, að
menn gætu myndað einkaeignarrétt
án þess að skerða hag annarra, því að
miklu meira yrði þá framleitt. Hume
taldi réttlætishugtakið vera andsvar
við tveimur staðreyndum um mann-
legt samlíf, knöppum gæðum og tak-
mörkuðum náungakærleik. Smith
leiddi rök að því, að eins gróði þyrfti
ekki að vera annars tap og að mann-
legt samlíf gæti verið skipulegt án
þess að vera skipulagt.
Frjálshyggjan breyttist hins vegar
í frjálslynda íhaldsstefnu í andstöðu
við frönsku byltinguna 1789, en hún
misheppnaðist ólíkt bresku bylting-
unni 1688 og hinni bandarísku 1776.
Ástæðan var, eins og Edmund Burke
skrifaði, að byltingarmennirnir
frönsku voru ekki að verja og víkka
út fengið frelsi, heldur að reyna að
endurskapa allt skipulagið, en það
endar ætíð með ósköpum. Þeir Ben-
jamin Constant og Alexis de Tocque-
ville fluttu svipaðan boðskap af miklu
andríki.
Á Engjum, í Las Vegas, lét ég þá
skoðun loks í ljós, að einn merkasti
hugsuður frjálslyndrar íhaldsstefnu
væri Friedrich von Hayek, en hann
þarf ekki að kynna fyrir Íslend-
ingum.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Snorri á Engjum
í Snælandi