Morgunblaðið - 09.04.2022, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2022
Tjarnabakki 8, 260 Reykjanesbæ
Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is
Um er að ræða mjög rúmgóða 4ra til 5ja herbergja íbúð á 2 hæð
með sérinngangi í 14 íbúða húsi.
Vel staðsett eign, stutt í leikskóla og Akurskóla
Jóhannes Ellertsson
Löggiltur fasteignasali
s. 864 9677
Júlíus M Steinþórsson
Löggiltur fasteignasali
s. 899 0555
Bjarni Fannar Bjarnason
Aðstoðamaður fasteignasala
s. 773 0397
Verð 53.000.000 Birt stærð 123,8 m2
A
lþjóðlega Reykjavíkur-
skákmótið hefur verið
haldið síðan 1964 og fagn-
ar því brátt 60 ára afmæli
sínu. Mótið í ár ber nafn aðalstyrkt-
araðilans og heitir nú Kvika Reykja-
vík Open. Keppendur eru 245 talsins
og verða tefldar níu umferðir.
Eftir þriðju umferð sem fram fór á
fimmtudaginn voru tveir skákmenn
efstir með fullt hús, Bandaríkjamað-
urinn Hans Moke Niemann og Pól-
verjinn Lukasz Jarmula. Síðan kom
31 skákmaður með 2½ vinning, þar
af níu Íslendingar: Jóhann Hjartar-
son, Hjörvar Steinn Grétarsson,
Héðinn Steingrímsson, Vignir
Vatnar Stefánsson, Bragi Þorfinns-
son, Haraldur Haraldsson, Gunnar
Erik Guðmundsson, Jóhann Arnar
Finnsson og Hrund Hauksdóttir.
Við ættum að geta búist við að
okkar bestu menn geti blandað sér í
baráttuna um sigurinn og frammi-
staða ungu mannanna, Gunnars
Eriks og Jóhanns Arnar, ásamt
árangri Hrundar, er einfaldlega vís-
bending um góðan efnivið meðal
yngri þátttakenda okkar.
Enn skal á það minnt að Reykja-
víkurskákmótin eru fyrsti alþjóðlegi
viðburðurinn sem ber nafn höfuð-
borgarinnar. Fram til 1980 var mótið
lokað, þ.e. allir tefldu við alla en árið
1982 var mótið „opnað“. Það er
áreiðanlega margt sem togar í; góð
umgjörð og skipulagning, glæsileg
húsakynni Hörpu og sérstakur andi
þessa móts sem á sér langa og
merka sögu.
Evrópumót einstaklinga sem lauk
í Slóveníu á dögunum útilokaði þátt-
töku margra sterkra skákmanna,
einnig okkar manna, Guðmundar
Kjartanssonar og Hannesar Hlífars
Stefánssonar. Það eru svo indverskir
skákmenn sem tylla sér í flest efstu
sætin hvað skákstig varðar.
Rameshbabu Praggnanandhaa og
Baskar Adhiban fara þar fremstir og
eins og oft áður mætir indverska
skákdrottningin Tania Sachdev til
leiks. Svo eru þarna meistarar á
borð við Simon Williams sem nýtur
mikilla vinsælda fyrir myndbönd
sem yngri menn okkar horfa mikið á.
Frá stríðshrjáðri Úkraínu kemur
Oleg Romanishin sem tefldi hér
fyrst árið 2004 og aflaði sér mikilla
vinsælda.
Það er ekki auðvelt að velja úr
mörgum skemmtilegu viðureignum
en hví ekki að gefa ungum manni
sviðið, sem lagði mun stigahærri
andstæðing snarlega að velli:
Kvika Reykjavíkurskákmót 2022;
3. umferð:
Gunnar Erik Guðmundsson –
Jan-Louis Wchtrup
Tarrasch-vörn
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 d5 4. cxd5
Rxd5 5. e4 Rxc3 6. bxc3 c5 7. Rf3
cxd4 8. cxd4 Bb4+ 9. Bd2 Bxd2+ 10.
Dxd2 O-O 11. Be2 b6 12. O-O Bb7
13. Df4 Rd7 14. e5 Hc8 15. Hac1 Rb8
16. Hfd1 Hxc1 17. Hxc1 Rc6 18. Bd3
Rb4 19. Be4
Biskupsfórn á h7 væri glapræði,
19. Bxh7+?? Kxh7 20. Rg5+ Kg8!
21. Dh4 Be4! og svartur vinnur.
19. … Bxe4 20. Dxe4 Dd7?
Gunnar vann ekki þessa skák
vegna nákvæmrar byrjunartafl-
mennsku því svartur gat hirt peðið á
a2 sér að meinalausu. Bæði hér og
fyrr í skákinni hefði verið gott að
skjóta inn leiknum h7-h6. Nú fær
hvítur sóknarfæri.
21. Rg5! g6 22. Dh4 h5 23. Re4
Rd5 24. g4 Dd8 25. Dh3 hxg4?
Annar ónákvæmur leikur. Hann
gat leikið 25. … Kg7 til að svara 26.
gxh5 með 26. … Hh8.
26. Dh6!
Þessi leikur kom Þjóðverjanum í
opna skjöldu. Hann er gjörsamlega
varnarlaus.
26. … f6 27. Dxg6+ Kh8 28. Dh5+
Kg7 29. Dxg4+ Kh6 30. Dh4+ Kg6
31. Dg4+ Kh6
32. Kh1!
Opnar g-línuna fyrir hrókinn.
32. … Hg8 33. Dh4+ Kg6 34.
Hg1+ Kf5 35. Rd6+
– og svartur gafst upp.
Íslendingar
byrja vel í Hörpu
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Morgunblaðið/Ómar Óskarsson
Tímamót Hans Christian Dahl er fyrsti Grænlendingurinn sem teflir á
Reykjavíkurskákmóti.
Einar Farestveit fæddist 9. apríl 1911 á jörðinni
Farestveit í Modalen á Hörðalandi í Noregi. For-
eldrar hans voru Knut Knutsen Farestveit, óðalsbóndi
á jörðinni Farestveit, og Anna Olavsdóttir Farestveit,
fædd í Övre Helland í Modalen. Jörðin Farestveit hef-
ur verið í eign
sömu ættar síðan
1746 er Botne-
Ola kvæntist
ekkjunni Önnu
Sjurdóttur, sem
sat þá jörðina.
Jörðin kemur við
sögu í Eglu, en
Egill Skalla-
Grímsson mun
hafa haft nætur-
stað þar er hann
var á leið á kon-
ungsfund.
Einar hóf nám
í Alþýðuskól-
anum í Fana
utan við Björg-
vin eftir barna-
skólagöngu.
Hugur hans
stefndi til há-
skólanáms í lög-
fræði en vegna
fátæktar hóf
hann nám við K. Nerheims Handelsskole í Molde það-
an sem hann lauk verslunarnámi.
Einar kom til Íslands 1933, ráðinn til að leiðbeina
við uppsetningu á refabúum og kenna meðferð við
refarækt. Hann varð síðar framkvæmdastjóri skinna-
sölu Loðdýraræktarfélags Íslands. Árið 1941 réðst
hann til starfa hjá G. Helgason & Melsted hf. og gerð-
ist framkvæmdastjóri þess félags. Þá var hann jafn-
framt framkvæmdastjóri Pan Am á Íslandi.
Árið 1964 stofnaði hann eigið fyrirtæki, Einar
Farestveit & Co. hf., sem hann starfaði við til dauða-
dags. Einar var einn af stofnendum Tollvörugeymsl-
unnar hf. og sat í stjórn hennar um árabil.
Eiginkona Einars var Guðrún Sigurðardóttir frá
Hvammstanga, f. 1915, d. 1996. Þau eignuðust sex
börn.
Einar og Guðrún stofnuðu árið 1991 sjóð, Gudrun
og Einar Farestveits Fond. Þessi sjóður var stofnaður
til að verðlauna og styrkja íslenska grunnskóla- og
framhaldsskólanema sem vilja leggja stund á nám í
norsku.
Einar var einn af frumkvöðlum félags Noregsvina
hér á landi, Normannslaget. Hann tók mikinn þátt í
skógræktarstarfi í Heiðmörk. Fyrir störf sín að sam-
skiptum Íslands og Noregs var hann sæmdur riddara-
tign St. Olavs-orðunnar af 1. gráðu.
Einar Farestveit lést 14. ágúst 1994.
Merkir Íslendingar
Einar Farestveit
Faðir fyrirgef
þeim
Guð faðir, fyrirgef þeim
sem festu son þinn á kross
af heift, með hatursins keim,
þá hræsni’ og Júdasar koss.
Svo grimm, með gremju í hug
þau grættu’ og smánuðu hann,
af vonsku vísuðu’ á bug
þeim vilja’ er til með þeim fann.
Guð faðir, fyrirgef þeim
sem fylgja illskunnar slóð.
Til bjargar helsjúkum heim
rann heilagt frelsarans blóð,
hann þoldi þrautir og kvöl,
var þjáður okkur í hag.
Öll neyð, öll níðsla, allt böl
var neglt á krossinn þann dag.
Guð, faðir, fyrirgef þeim
sem flytja lyginnar mál
af snilld. Með tungunum tveim
þau tala’ en ræðan er hál.
Þau ljúga þögul af list
og líta undan ef þarf
en þannig krossfesta Krist
og kasta rýrð á hans starf.
Guð faðir, fyrirgef þeim
sem finnst þau sjálf vera best,
með skýrum hneykslunarhreim
oft hiklaust tjá sig um flest,
þau geti’ ei gert öðrum mein,
svo góð og umburðarlynd,
af ljótu löstunum hrein
og laus við galla og synd.
Guð faðir, fyrirgef þeim
sem fara’ ei kærleikans leið,
jafnt hér sem úti um heim
þau hunsa annarra neyð.
Og Jesús, gefðu þeim grið
sem gorta’ af líferni’ og trú.
– Þú veist að „þau“ erum við
og vonin eina ert þú.
Ó, Jesús, miskunna mér
á minni kolröngu leið
því ef ég afneita þér
mun aftur herða’ að mér neyð.
Mér nægir náð þín, Guðs son,
hún nærir sál, veitir hlíf.
Í þjáning þinni er von,
í þínum dauða er líf.
Ólafur Jóhannsson
hagyrðingur.