Morgunblaðið - 09.04.2022, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 09.04.2022, Qupperneq 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2022 ✝ Guðrún Sigríð- ur Kristjáns- dóttir fæddist í Reykjavík 3. jan- úar 1956. Hún lést á sjúkrahúsinu á Akureyri 23. mars 2022. Foreldrar Guð- rúnar voru Krist- ján Sigurðsson frá Rangárvöllum og Elísabet Rósin- karsdóttir frá Snæfjallaströnd. Þau eru bæði látin. Bræður Guðrúnar eru Kolbeinn Rós- inkar, f. 4. október 1957, Jak- ob, f. 12. febrúar 1960, og Ást- Einarssyni, 22. desember 1978. Þeirra börn eru Elísabet, f. 16. maí 1979, Reynir, f. 21. ágúst 1988, og Birkir, f. 16. janúar 1991. Maki Elísabetar er Að- alsteinn J. Halldórsson. Barn þeirra er Sigrún Lillý. Guðrún og Gunnar keyptu jörðina Daðastaði í þáverandi Presthólahreppi og hófu bú- skap 1982. Guðrún vann alla tíð við hlið Gunnars í búskapn- um á meðan heilsan leyfði. Ár- ið 1996 hóf Guðrún störf við grunnskólann á Kópaskeri. Hún lauk B.ed.-prófi frá KHÍ 2006, tók við stöðu skólastjóra Öxarfjarðarskóla 2008 og gegndi því starfi til vorsins 2021. Útför Guðrúnar fer fram frá Húsavíkurkirkju í dag, 9. apríl 2022, og hefst athöfnin klukk- an 11. Jarðsett verður í Húsa- víkurkirkjugarði. geir, f. 27. október 1972. Fyrrverandi maki Guðrúnar er Jón Ólafsson. Börn þeirra eru Kristján Ingi, f. 27. febrúar 1973, og Ólafur Daníel, f. 9. janúar 1975. Maki Ólafs Daníels er Jóna Bergþóra Sigurð- ardóttir. Börn þeirra eru Álfheiður Una, Guð- rún Lilja, Jón Kristján og Sig- urður Gunnar. Guðrún giftist eftirlifandi eiginmanni sínum, Gunnari Í dag kveð ég kæra tengda- móður mína Guðrúnu Sigríði Kristjánsdóttur. Þegar ég, sem ung stúlka, kom á Daðastaði fyrir ríflega 25 árum tók Guðrún mér opnum örmum og ég varð fljótt hluti af fjölskyldunni. Strax sá ég að Guðrún var algjör kjarnakona sem vílaði ekkert fyrir sér hvort sem var um að ræða verk innan- húss á stóru heimili þar sem allt var meira og minna heimabakað og eldað frá grunni eða utanhúss við flestallt sem tilheyrir sauð- fjárbúskap. Meðfram þessu öllu vann hún fullan vinnudag utan heimilis. Þrátt fyrir ýmis veikindi síð- ustu áratugi gaf Guðrún aldrei eftir og eljan og krafturinn var slíkur að ég hef aldrei kynnst öðru eins. Hún var einstaklega hjartahlý kona sem hafði þann stórkostlega kost að sjá alltaf það besta í öllu sínu samferða- fólki og aldrei heyrði ég hana hallmæla nokkurri manneskju eða dæma. Velferð fjölskyldunnar skipti hana miklu máli og fengu börn, tengdabörn og barnabörn ríku- lega að njóta. Þegar við komum í sveitina gaf hún sér alltaf tíma fyrir barnabörnin þrátt fyrir annir og þau fengu að fylgja ömmu í verkunum bæði innan dyra og utan og komu af ömmu- fundi full sjálfstrausts enda Guð- rún alltaf óspör á hrósið. Eftir að við fjölskyldan fluttum til Nor- egs urðu heimsóknirnar færri en börnin sóttu mikið í að eiga ró- lega daga hjá ömmu og afa á Daðastöðum þegar þau komu í heimsókn til Íslands hvort sem það var með eða án okkar for- eldranna og eftir að Álfheiður Una flutti aftur til Íslands átti hún þar öruggt skjól. Missir okkar allra er mikill en minningin mun lifa með okkur. Jóna Bergþóra Sigurðardóttir. Yndislega vinkona mín er fall- in frá allt of snemma. Þetta gerð- ist svo hratt. Ég var nýbúin að tala við þig í síma og við vorum að plana hitting í apríl þar sem ég ætlaði að heimsækja þig í nýju íbúðina þína, sem þú varst svo ánægð með og þér leið svo vel í. Þú varst alveg einstök per- sóna og hafðir ótrúlega hæfileika til að vinna með börnum og hefur hjálpað ófáum einstaklingum í gegnum tíðina, bæði í kennslu og almennt í mannlegum samskipt- um. Þú áttir svo gott með að nálgast börn og unglinga og tal- aðir aldrei niður til þeirra, held- ur leist á þau sem jafningja. Ég held að fáir komist með tærnar þar sem þú varst með hælana í þeim efnum. Börnin mín þrjú eru góð dæmi um þetta og kunnu þau svo sannarlega ávallt að meta þína nærveru og fallegu samskipti. Við höfum brallað margt sam- an um ævina, enda vinkonur frá barnaskólaaldri og áttum ein- stakt vinasamband alla tíð. Þeg- ar við leigðum saman á yngri ár- um var oft fjör á hóli og skemmst frá því að segja að við skemmt- um okkur konunglega. Þá vorum við líka að vinna saman í Brauðbæ og sjoppunni í Banka- stræti 12. Seinna hittumst við oft með krakkana litla og áttum góð- ar stundir. Ég man líka eftir frá- bæru ferðinni okkar nú á seinni árum þegar við skelltum okkur til Edinborgar sem var algjör- lega ómetanlegur tími saman fyrir okkur vinkonurnar. Þú hafðir alveg einstaka nær- veru og einhvern veginn hef ég alltaf upplifað mig betri mann- eskju í hvert skipti þegar við hittumst. Þú varst svo réttsýn og sanngjörn og hafðir þessi ótrú- lega jákvæðu áhrif á fólkið sem þú umgekkst. Síðustu ár höfum við hist eins oft og við höfum get- að. Annaðhvort flaug ég á Akur- eyri og þú komst akandi frá Daðastöðum eða þú komst til mín í borgina. Þvílík baráttukona sem þú varst og sýndir það best í gegn- um veikindin þín. Þú ert hetjan mín. Elsku Guðrún, ég kveð þig með miklum söknuði en mun allt- af muna hvað ég er heppin að hafa fengið að vera hluti af þínu fallega lífi. Ég er betri mann- eskja fyrir vikið. Minningin þín lifir í hjörtum okkar sem eftir stöndum. Innilegar samúðarkveðjur til Gunnars, Kidda, Óla, Lísu, Reynis, Birkis, Kolbeins, Jakobs, Ágeirs og fjölskyldna. Ykkar missir er mikill. Hvíl í friði elsku vinkona. Sigríður Sigurðardóttir (Sigga). Guðrún Sigríður Kristjánsdóttir ✝ Sigríður Pétra Þorvaldsdóttir fæddist 15. apríl 1931 á Skálmar- nesmúla, Austur- Barðastrand- arsýslu. Hún lést á Landspítalanum 15. mars 2022. Foreldrar henn- ar voru Katrín G. Einarsdóttir, f. 2. október 1895, d. 18. maí 1978, og Þorvaldur Pét- ursson, f. 9. október 1887, d. 21. mars 1942. Systkini hennar voru Ólína Kristín, f. 1921, d. 1987, Halldóra ingur, f. 18. janúar 1950, faðir hennar er Guðjón Guðnason, f. 1930, d. 2005. Maki Katrínar er Guðm. Teitur Gústafsson, f. 5. mars 1950. Börn þeirra eru: a) Gústaf Elí, f. 1973, maki Kobe Davis-Teitsson og eiga þau þrjú börn, b) Katrín Dögg, f. 1979, maki Björn Grétar Stefánsson og eiga þau tvö börn, c) Kristinn Páll, f. 1988, maki Erla Sóley Frostadóttir og eiga þau eina dóttur. 2) Þorvaldur Sigurðarson vélstjóri, f. 11. apríl 1960, faðir hans er Sigurður Guðnason, f. 1931, d. 2013. Maki Þorvaldar er Lára Kristín Traustadóttir, f. 26. júlí 1968. Börn þeirra eru: a) Sig- ríður Lára, f. 1989, b) Guðrún Margrét, f. 1992, maki Kristinn Jón Arnarsson og eiga þau einn son, c) Guðmundur Trausti, f. 1995, d) Kristín Brynja, f. 2001. Útför hefur farið fram í kyrr- þey með nánustu aðstandendum. Finnlaug, f. 1929, d. 2007, og Þórður Ólafur, f. 1934, d. 1992. Sigríður ólst upp á Skálmarnesmúla og í Flatey en flutt- ist til Reykjavíkur um fermingu ásamt móður sinni og systkinum. Hún byrjaði snemma að vinna og vann ýmis verkakvennastörf. Síðustu starfsárin starfaði hún á Múla- lundi. Börn Sigríðar eru: 1) Katrín Guðjónsdóttur hjúkrunarfræð- Flýg ég og flýg yfir furuskóg, yfir mörk og mó, yfir mosató, yfir haf og heiði, yfir hraun og sand, yfir vötn og vídd, inn á vorsins land. Flýg ég og flýg yfir fjallaskörð, yfir brekkubörð, yfir bleikan svörð, yfir foss í gili, yfir fuglasveim, yfir lyng í laut, inn í ljóssins heim. (Hugrún) Takk elsku mamma. Katrín. Amma Sigga lést eftir stutt veikindi 15. mars sl. Til minningar um hana vildum við Þorvaldsbörn skrifa nokkur orð. Líf ömmu var ekki þrautalaust. Hún var bóndadóttir úr Flatey á Breiðafirði en fluttist til Reykja- víkur á unglingsárunum ásamt Katrínu móður sinni og systkinum eftir að Þorvaldur faðir hennar lést. Hún var námfús, mundi enn ljóðin sem hún lærði í barnaskóla og rifjaði reglulega upp hvernig þær Lauga frænka snigluðust í kringum skólann áður en þær hófu sína skólagöngu. Þær langaði að fá að vera með. Hana langaði að ganga menntaveginn en aðstæður buðu ekki upp á það á þeim tíma og amma þurfti ung að fara út á vinnumarkaðinn. Hún var þræl- dugleg og samviskusöm og sagði okkur oft sögur af hinum ýmsu störfum sem hún hafði unnið við í gegnum tíðina, svo sem í fisk- vinnslu, sælgætisgerð og sem kaupakona í sveit. Það er kannski ekkert skrítið að henni hafi þótt nútímafólk komast nokkuð auð- veldlega í gegnum lífið. Hún flutti oft á milli staða og landshluta sem unglingur og ung kona vegna eig- in vinnu og Katrínar móður henn- ar. Um tíma bjó amma í bragga í Balbókampi í Laugarnesi hjá Línu systur sinni og fjölskyldu. Hún var nýbyrjuð að vinna í frystihúsi og hafði keypt sína fyrstu kápu þegar kviknaði í eina nóttina. Bragginn, ásamt öllu innbúi, brann til kaldra kola en öll sluppu þau ómeidd þökk sé Dodda, bróður ömmu. Þetta markaði djúp spor á líf hennar. Amma var alltaf með puttann á púlsinum, tilbúin að ræða hin ýmsu mál og lá ekki á skoðunum sínum. Hún gat bæði verið hnyttin og beinskeytt í senn. Gerði grín en þó mest að sjálfri sér. Hún sagði skemmtilegar sögur frá lífinu í gamla daga og bar saman við nú- tímann, sem henni þótti stundum svolítið skrítinn. Á gamalsaldri lærði hún á samfélagsmiðla og notaði þá óspart til að fylgjast með nýjustu tískustraumum, heilsu- ráðum og málefnum líðandi stund- ar. Hún naut þess að fylgjast með fólkinu sínu á miðlunum og lét vita ef of langt hafði liðið frá síðustu myndbirtingum. Hún lagði mikið upp úr því að koma vel fyrir og fór til að mynda ekki út án þess að setja á sig bleikan varalit. Ekki einu sinni til að sækja póstinn í póstkassann. Við stelpurnar eig- um minningar af því að hafa verið að gramsa í skápunum hjá ömmu, máta gamla hælaskó og prufa varaliti. Eitt af því sem veitti henni mikla gleði var að fara út og skoða mannlífið á Laugaveginum. Með göngugrindina gekk hún búðanna á milli og hvíldi sig á bekkjum bæjarins. Maður vissi það að ef amma svaraði ekki dyra- bjöllunni voru líkur á því að maður fyndi hana á rölti í nágrenninu eða í Bónus, þar sem hún keypti alla jafna sjálf inn. Í þau skipti sem hún hafði félagsskap á röltinu var vinsælt að setjast niður á kaffihúsi og gæða sér á kaffibolla og sæta- brauði. Elsku amma Sigga. Það er skrítið að hugsa til þess að nú séum við að kveðja þig í síð- asta skipti. Einhvern veginn fannst okkur eins og þú yrðir allt- af hér með okkur. Við vonum að þér líði vel þar sem þú ert núna og við munum sakna þín. Þín ömmubörn, Sigríður (Sigga), Guðrún, Guðmundur og Kristín. Komið er að kveðjustund. Tengdamóðir mín Sigríður P. Þorvaldsdóttir, amma Sigga, lést 15. mars síðastliðinn eftir stutta sjúkralegu á Landspítalanum. Góðar minningar sækja á eftir 54 ára viðkynningu, og er mér of- arlega í huga þakklæti fyrir það hvernig hún studdi okkur í upp- eldi barna okkar þriggja. Þegar elsta barnið okkar Gústaf Elí fæddist var fæðingarorlof stutt, mamma hans í mikilli vinnu og ég í námi. Amma passaði og Valli frændi hjálpaði til þangað til Gúst- af byrjaði í leikskóla. Þegar hann byrjaði í grunnskóla fylgdi hún honum fyrstu skrefin. Hún kom heim til okkar og gætti hans þang- að til skóladagur hófst. Hún pass- aði einnig Katrínu Dögg og Krist- in Pál. Amma Sigga bar hlýjar tilfinn- ingar til æskuslóðanna í Flatey á Breiðafirði og naut þess að heim- sækja þær. Gaman var að ganga með henni þar, skoða og hlusta á hana segja frá lífinu þar á árum áður. Hún var minnug og mundi hlutina marga og sögur frá upp- eldisárum sínum þar. Hún naut þess að ferðast inn- anlands og eigum við góðar minn- ingar um ferðir með henni þar sem hún hafði næmt auga fyrir því sem fyrir augu bar og óhrædd og alltaf til í eitthvað nýtt og spenn- andi. Amma Sigga fór í fyrstu utan- landsferðina 60 ára gömul og fór eftir það oft í sólina, heimsótti Gústa til Englands og í mæðgna- ferð til Kaupmannahafnar. Og hún dáðist að kurteisi Spánverj- anna og góðu aðgengi fyrir eldra fólk með göngugrind í Barcelona. Amma Sigga bjó í miðbæ Reykjavíkur alla tíð, síðustu árin á Lindargötunni. Hún tók þátt í ýmsum námskeiðum, meðal ann- ars leirmótun, postulínsmálun og glerskurði og bjó til marga fallega hluti sem afkomendur hennar eiga til minningar um hana. Valli sonur hennar kom henni á tölvuöld, keypti handa henni borð- tölvu og ipad og hún fylgdist vel með hvort sem um var að ræða fréttir af pólitíkinni, heimsmálun- um, nýjustu fréttum af heilsuefl- ingu eða tískunni. Einnig fylgdist hún grannt með börnum sínum, barnabörnum og barnabarna- börnum á samfélagsmiðlum, en hún átti miklu barnaláni að fagna. Ein góð kona sagði við mig: „Hún er alltaf svo vel uppfærð hún tengdamóðir þín.“ Amma Sigga var mjög sjálf- stæð og vildi ekki láta mikið hafa fyrir sér. Hún var dugleg að fara út að ganga um Laugaveginn og miðbæinn sem voru hennar staðir. Hún saknaði fjölbreytileikans í verslun og mannlífi á Laugaveg- inum sem hún þekkti svo vel eftir 70 ára búsetu í miðbænum og kunni ekki alveg að meta allar breytingar sem hafa átt sér stað á síðustu árum. Ég er þakklátur fyrir að hafa verið samferða ömmu Siggu og allt sem hún gerði fyrir okkur. Blessuð sé minning hennar. Teitur Gústafsson. Sigríður Pétra Þorvaldsdóttir Hjartans þakkir fyrir hlýhug og samúð við andlát okkar ástkæra föður, tengdaföður, afa og langafa, HERMANNS BRIDDE bakarameistara. Sérstakar þakkir til starfsfólks Vitatorgs, Hrafnistu í Reykjavík, fyrir einstaka umönnun og virðingu. Friðrik Bridde Einar Bridde Guðný Steinunn Guðjónsdóttir Karl Hermann Bridde Sigrún Ævarsdóttir María Karlsdóttir Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS PÉTURSSONAR, fyrrverandi héraðsdýralæknis á Egilsstöðum. Hulda Pálína Matthíasdóttir Ólafur Jónsson Edda Kristrún Vilhelmsdóttir Guðrún Jónsdóttir Øyvind Mo Þorsteinn Sigurðsson afa- og langafabörn Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa, langafa og bróður, HANS KRISTINS AÐALSTEINSSONAR, Hamarsgötu 12, Fáskrúðsfirði. Kærar þakkir til starfsfólks á Sjúkrahúsinu í Neskaupstað. Ásgerður Albertsdóttir Oddrún Hansdóttir Albert Hansson Þórunn Ingvadóttir Þórður Hansson Þórunn Björg Hjörleifsdóttir barnabörn, barnabarnabörn, systkini og fjölskyldur Ekkert gjald er tekið fyrir birtingu minningagreina. Þær eru einnig birtar á www.mbl.is/minningar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.