Morgunblaðið - 09.04.2022, Page 34

Morgunblaðið - 09.04.2022, Page 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2022 ✝ Soffía Ingadótt- ir fæddist á Vaðnesi í Grímsnesi 6. maí 1932. Hún andaðist á Hjúkr- unarheimilinu Eir 10. mars 2022. Foreldrar henn- ar voru hjónin Ingi Gunnlaugsson frá Kiðjabergi og Ingi- björg Ástrós Jóns- dóttir frá Álfhólum. Soffía var yngst fjögurra systk- ina, en eldri bræður hennar voru Sigurður, Gunnlaugur og Sigur- jón. Hún ólst upp í Vaðnesi en öld. Hún var skipuð deildarstjóri Þjóðskrár árið 1978, en lengst af starfstíma hennar var Klemens Tryggvason hagstofustjóri. Soffía giftist Tryggva Árnasyni árið 1974 og saman byggðu þau húsið Álfabrekku 13 í Kópavogi og fluttu þangað árið 1978. Einkasonur Soffíu og kjörsonur Tryggva er Smári Helgason, fæddur 1961, en hann á tvær dætur, Soffíu og Evu Lind. Árið 1990 reistu Soffía og Tryggvi snoturt sumarhús í Hestlandi þar sem þau undu sér vel við útivist og trjárækt. Eftir 20 ára búskap í Álfabrekkunni fluttu þau í íbúð við Sóltún þar sem þau undu hag sínum vel í ell- inni. Útför hefur farið fram í kyrr- þey að ósk hinnar látnu. fluttist til Reykja- víkur ásamt fjöl- skyldunni árið 1945. Bjuggu þau fyrst í Barmahlíð 30 en frá 1952 á Grettisgötu 96 þar sem Soffía bjó næsta ald- arfjórðunginn. Hún stundaði nám við Gagnfræða- skóla Austurbæjar og Kennaraskóla Ís- lands og útskrifaðist þaðan árið 1952. Það ár var Soffía ráðin til Hagstofu Íslands og starfaði þar óslitið alla starfsævina, allt til 76 ára aldurs, eða í rúmlega hálfa Elsku amma mín, þá er komið að þessu. Kveðjustundin runnin upp. Frá því ég man eftir mér hefur það farið í gegnum huga mér hvernig nákvæmlega ég færi að því að kveðja þig. Hvernig kveður maður manneskju sem hefur aldr- ei hugað að neinu öðru en þínu ör- yggi og þínum hagsmunum? Hvernig kveður maður manneskju hverrar lífsmarkmið var að varð- veita þína hamingju? Pabbi hafði orð á því hvað það væri dýrmætt fyrir okkur hvað amma var tilbúin, það var aldrei nein feimni þegar kom að því að tala um dauðann. Hún sagði okkur nákvæmlega hvernig hún vildi hafa hlutina, að ógleymdum húm- ornum sem fylgdi þeim frásögn- um. Hún vildi að við minntumst hennar eins og fallegu og sterku konunnar sem hún var. Það er held ég nákvæmlega hvað hennar sein- asti dagur sýndi okkur, mig langar að segja aðeins frá deginum. Dagurinn var uppfullur af til- viljunum. Ég og Gyða besta vin- kona mín og skáömmubarnið hennar ömmu kom með mér til hennar þennan dag. Við vorum að fara út að borða og sögðum ömmu það þegar við kvöddum hana en hún ríghélt í okkur eins og hún væri ekki tilbúin að við færum strax svo að við flissuðum og gáf- um ömmu auka knús og koss. Þegar við erum komnar út að borða þá leið okkur báðum svo furðulega, vorum utan við okkur og leið ekki alveg nógu vel. Við ákváðum því að fara snemma og ætluðum að nýta tækifærið og kíkja aðeins til ömmu og afa fyrir nóttina. Þegar þangað var komið varð okkur ljóst að amma hafi kvatt að- eins fimm mínútum áður en við komum. Ekki var búið að ná í pabba þar sem hann var á Odd- fellowfundi. Auðvitað var þetta svolítið áfall en þegar ég fór að hugsa þetta eft- ir á þá held ég að þetta hafi verið nákvæmlega eins og amma vildi hafa það. Það hafði aldrei verið eins mik- ill gestagangur og þennan dag, ótal margir sem komu og vottuðu henni þakklæti sitt. Við pabbi vor- um bæði upptekin af öðru á meðan hún kvaddi og mættum svo saman uppstríluð, grátandi og hlæjandi yfir þessu öllu saman. Þegar ég kom heim eftir þetta allt saman sá ég í símanum mínum myndband af mér og ömmu frá því á jólunum 2021. Þar sá ég að ég var í þeim sama kjól og daginn sem hún fór. Ég tók þessu sem merki frá henni um að ég ætti að muna eftir henni nákvæmlega eins og seinustu jólin okkar saman, þar sem við sátum í faðmlögum og hlátrasköllin óm- uðu. Ég gæti ekki verið þakklátari, stoltari og glaðari yfir að þér hafi tekist ætlunarverkið elsku amma mín, þú skilur við mig þar sem ég er hamingjusöm, örugg og á bjarta framtíð fram undan með manni sem ég elska. Þér til heið- urs amma þá ætla ég að gera allt sem í mínu valdi stendur til að tryggja að framtíðin haldi áfram að veita mér hamingju. Takk fyrir allt saman amma, sitji guðs englar saman í hring, sænginni yfir minni. Eva Lind Smáradóttir. Nú er elsku Soffa frænka geng- in á vit feðra sinna eftir erfið veik- indi og víst er að henni hefur verið vel fagnað í landi ljóss og friðar. Líkaminn var orðinn lúinn en and- inn enn snarpur og minnið óskert, þó var það svo undir lokin að hún sagðist tilbúin og hlakka til að fara og hitta allt fólkið sitt. Það var ætíð mikil ánægja að hitta þessa elskulegu frænku okk- ar, spjalla um gamla tíma og kannski skála ögn í líkjör eða drekka kaffi saman. Soffía föður- systir okkar systkina hefur verið sterkur hlekkur í lífi okkar frá barnæsku, hún var yngst sinna systkina og var rétt rúmlega tví- tug þegar við tvíburabræður fæddust og bjó hún þá með for- eldrum sínum í sama húsi. Ótal ljósmyndir af okkur systkinum eru allar henni að þakka, en við systkinin fæddumst hvert á fætur öðru og urðum sex alls. Pabbi og Soffa voru miklir vin- ir, hann mat hana mikils og alltaf var hlýr og angurvær tónn í rödd hans þegar hann minntist á Soffu systur sína. Enda áttu þeir bræð- urnir þrír, hann, Sigurður og Sig- urjón, sem allir eru látnir, systur sinni mikið að þakka. Öll sín fullorðinsár bjó hún for- eldrum þeirra hlýtt heimili á Grettisgötu 96 og hjúkraði þeim þegar elli kerling sótti að þeim, ömmu Ingibjörgu í mörg ár eftir að afi Ingi féll frá árið ’73. Sú alúð, hlýja og kærleikur verður seint fullþakkaður, þar óx líka úr grasi einkabarn Soffu, frændinn okkar góði hann Smári, sem aftur í elli hennar sjálfrar var hin styrka stoð og lífsins gleði. Og hann gaf henni síðar ömmuhlutverkið með tveim- ur dætrum og amman var sem fyrr óþreytandi við að aðstoða þær sem hún gat. Á miðjum aldri hitti Soffa traustan lífsförunaut af Austfjörð- um, glaðværan og góðan hesta- mann og þau Tryggvi áttu saman um 50 friðsæl ár. Byggðu sér fal- legt einbýlishús í Kópavogi, keyptu sér á efri árum fallega íbúð við Sóltún en hina síðustu daga áttu þau saman á hjúkrunarheim- ilinu Eir. Þar syrgir elsku Tryggvi hina trúföstu Soffíu sína sem hugsaði um hann af nærgætni og endalausri fórnfýsi lengur en hún hafði sjálf krafta til. Soffa frænka var Verslunar- skólagengin og vann allan sinn starfsaldur á Hagstofunni við að skrá alla nýja Íslendinga, lengi vel með sinni fögru rithönd inn í bæk- ur stofnunarinnar, seinna tók tæknin við. Átti hún þar góða starfsfélaga og ævilanga vini, eins og Gunnu vinkonu sína. Enga manneskju höfum við vit- að á langri leið eins hógværa, þakkláta og kærleiksríka og elsku frænku okkar sem við kveðjum hér. Eins og hún hefði engar kröf- ur sér til handa, en vildi alltaf gleðja, enda var gleðiríkt að hitta hana og spjalla, fróð með afbrigð- um og minnug. Hafði líka skemmtilegan húmor, eins og þegar hún orti um sjálfa sig: „Ég er orðin 88, um það þýðir ei að þrátta, utanveltu og utangátta!“ En það var hún aldeilis ekki, minnið brást ekki þótt líkaminn gæfi sig í hárri elli. Við sendum henni hlýjar kveðj- ur inn á sólríkar lendur eilífðar- innar og vitum að þar ríkir nú gleði og hlátur. Okkur er þakklæti efst í huga fyrir allt sem frænka okkar var og ljúfar æskuminning- ar sem hún festi á filmu til fram- tíðar. Gunnlaugs- og Helgubörn; Guðmundur, Ingi, Gunn- laugur, Halldór, Þorsteinn og Guðrún Ingibjörg. Það eru ekki allir svo lánsamir að eiga Soffíu frænku, en það vor- um við þrír Safamýrarbræður svo sannarlega, ásamt fjölda annarra frændsystkina sem nutu góðrar návistar þessarar geðprúðu konu sem vildi allt fyrir alla gera. Það var því ávallt tilhlökkunarefni að heimsækja hana og Smára á Grettisgötuna þar sem þau bjuggu ásamt ömmu og afa. Soffíu var margt til lista lagt, en ólíkt stallsystrum sínum hafði hún meiri áhuga á ljósmyndun en saumaskap og átti í fórum sínum forláta þýska ljósmyndavél með vönduðum flassbúnaði sem gerði hana að hálfgerðum hirðljós- myndara fjölskyldunnar. Tók hún fjölda mynda við öll tilefni og skapaði minningafjársjóð sem af- komendur hennar og frændfólk fá notið til framtíðar. Í rúmlega hálfa öld vann Soffía hjá Hagstofu Ís- lands, lengst af sem deildarstjóri Þjóðskrár, og er hún sennilega sá embættismaður íslenskur sem lengst hefur starfað innan stjórn- arráðsins. Í frístundum hélt hún huganum ferskum með kveðskap og krossgátum, en það áhugamál entist henni ævina á enda. Allt hennar efni var handskrifað og auðlæsara en tölvuletur nútímans, enda hafði hún einstaklega fallega rithönd. Soffía og Tryggvi byggðu myndarlegt hús í Kópavogi árið 1978 og áratug síðar snoturt sum- arhús við rætur Hestfjalls, á óð- alseign Kiðjabergsfjölskyldunnar, þar sem þau undu sér löngum stundum við trjárækt og útivist. Einstök kona er gengin til feðra sinna en minning um góða frænku lifir áfram. Hafi hún þökk fyrir að temja ungum drengjum glaðværð og jákvætt hugarfar. Örn Sigurðsson. Soffía Ingadóttir Jón Helgi fæddist 20. júlí 1943 á Gils- bakka í Austurdal í Skagafirði. Hann lést 22. desember 2021 á Sak, Ak- ureyri. Hann var í skreppitúr til Akureyrar, en lenti á Sak. og lést stuttu síðar. Höggið var mikið. Enginn átti von á slíku en svona ske hlutirnir. Líkaminn var á þrotum, samanber að síðast þegar ég sá hann gekk hann bara í draumi að mér fannst. Eins og allir á þeim árum vann hann að búi föður síns, því miður dó móðir hans alltof fljótt. Jón Helgi Hjörleifsson ✝ Jón Helgi Hjör- leifsson fædd- ist 20. júlí 1943. Hann lést 22. des- ember 2021. Útför hans fór fram 12. janúar 2022. Skepnuvinur var hann af lífi og sál, hélt kindur og fór síðar í Egilsá í sam- vinnu við Guðmund, þann öðlingsmann, sem var ekki allra en Jón sá um kindur hans og einnig sínar; ef Jón gat ekki náð til hans þá gat það enginn. Hláturinn mildaði allt. Jón var hrókur alls fagnaðar með smitandi hlátur. Er hann kom á bæi sagði hann ætíð „bless- aður vertu“ og brustu allir í hlátur sem endaði oft með votum augum. Hann var mjög hjálplegur og oft leitað til hans ef vantaði hjálp. Hann var fús að hjálpa til, sem var æði oft. Seinna fékk hann sér hey- bindivél, sem voru fáar til, kannski bara þessi eina. Þá var nóg að gera og þvílík bylting og maður horfði agndofa, þvílíkur lúxus, börnin burðuðust með þessa litlu bagga, helst datt þeim í hug að byggja hús! Nú fór hann að vinna úti á Krók, í Steinullinni og neðra slát- urhúsinu eins og kallað var til endaloka. Ekki gleymdi hann sveitinni og var í sauðburði og öðru hjá Jóa í Gerði. Einu sinni doblaði ég hann til að labba með mér fram í Merkigil, varð Bryndís fyrir valinu að fara með, dagur sem gleymist aldrei. Fengum gott veður og var tekið tveim höndum af Helga og Moniku, það besta borið á borð, þvílíkar veitingar. Áður en við fórum urðum við að borða gæsaregg. Þá fékk ég bakt- eríuna og varð heilluð af þessum stóru hvítu fuglum, en ég er sú eina í firðinum fagra sem á svona dýr í dag. Þá var nú farið að huga að heimferð, það var ekkert mál að fara upp gilið en heldur verra niður. Þá runnum við alla vega, Jón hló svo mikið að við þurftum að jafna okkur er upp kom. Einnig rotaði hann jólin með okkur nokkrum sinnum, börnin þustu til dyra er hann birtist, gleðin var mikil þau kvöld og mik- ið hlegið. Hann unni fæðingarstað sínum mjög, hlúði vel að öllu, Ing- ólfur gerði líka góða hluti þar og Aldís, Þórdís lengst í burtu en Ás- dís mín með sængina stóru sótti heim í hreiðrið sitt. Hún var líkust honum, svo hláturmild að allt fór af stað þegar hún birtist. Hún átti við veikindi að stríða, við sendum henni heita strauma svo allt færi vel. Ekki síst reyndist hann sveit- ungum vel er hann var starfsmað- ur í neðra húsinu, þá var vinnu- dagur oft langur. En þar kynntust þau Kristín og það var mikil gæfa fyrir þau bæði og ekki síst dreng- ina hennar því faðir var hann góð- ur, eins áttu allar skepnur hug hans allan. Eina dóttur átti hann, Rósu Björk. Ég kveð hann með þessum línum: Við þökkum samfylgd á lífsins leið þar lýsandi stjörnur skína og birtan himneska björt og heið hún boðar náðina sína en alfaðir blessar hvert ævinnar skeið og að eilífu minningu þína. Blessuð sé minning þín, megir þú hvíla í friði. Soffía og börn. ✝ Ólöf Þórey Haraldsdóttir fæddist á Siglu- firði 21. júní 1943. Hún lést 27. febr- úar 2022 á Landa- kotsspítala. Foreldrar henn- ar voru Karólína Friðrika Hall- grímsdóttir, f. 1921 á Akureyri, d. 2013, og Har- aldur Árnason, f. 1922 í Lambanesi í Fljótum, d. 2009. Systkini Ólafar eru Helga, f. 1951, Ragnheið- ur, f. 1956, Árni, f. 1959, og Eyþór, f. 1960. Eftirlifandi sambýlismaður Ólafar er Ásgeir Sigurðsson, f. 1937. Útför Ólafar fór fram 22. mars 2022 frá Fossvogs- kapellu. Engum sem kynntist Ólöfu Haraldsdóttur á lífsleiðinni duld- ist að hún var ein af þeim mann- eskjum sem eru bæði góðviljaðar og heilar í gegn. Hún var hávaxin og glæsileg og það fylgdi henni þessi sérkennilegi þokki sem góðar manneskjur hafa yfir sér. Við löðumst að þess konar fólki og finnum að því má treysta hvað sem yfir dynur. Að vera heil- steyptur krefst hugrekkis til þess að segja sannleikann án þess að bregða fyrir sig lygi við og við til þæginda. Ólöf sagði skoðun sína af festu og hreinskilni en með fágun sem var henni í blóð borin. Þar líktist hún Karólínu, mömmu sinni, sem aldrei hækkaði róminn þau ár sem ég þekkti hana og tal- aði við hana. Sumir eru hræddir við hreinskilni en gera sér ekki grein fyrir því að hún fylgir fals- leysi sem er aðdáunarverður eig- inleiki. Ólöf átti hann í ríkum mæli. Í því líktist hún bestu vin- konu sinni, Sigrúnu, systur minni, en vinátta þeirra stóð í meira en sex áratugi. Þær sátu hlið við hlið í Verslunarskólanum og voru hvor annarri stoð og stytta í öll þessi ár. Ólöf varð fljótlega vinkona allrar fjölskyldu minnar og öllum þótti vænt um hana. Hún var framúrskarandi gjafmild og kom færandi hendi í afmæli og aðra viðburði stórfjöl- skyldunnar. Börnin muna hana öll. Það er ekki hægt að kveðja Ólöfu án þess að minnast á stóru gæfuna í lífi hennar, Ásgeir Sig- urðsson. Þau voru andlegir tví- burar, sálufélagar. Ég varð þeirr- ar gæfu aðnjótandi að dvelja nokkrum sinnum með þeim í sveitinni þeirra, að Reykjum í Lundarreykjadal í Borgarfirði. Þau nutu sín vel þar, Ásgeir við trjárækt á meðan Ólöf hvíldi sig eða eldaði alíslenskan mat og at- hugaði hvernig gengi hjá vinum þeirra, bændum á næstu bæjum. Þau tóku mig með í heimsóknir til þeirra og það var merkileg reynsla. Ég mun sakna Ólafar það sem eftir er ævinnar. Hún var svo góð, hlý og traust. Farðu í friði, elsku Ólöf. Ásgeiri og systkinum og systk- inabörnum Ólafar votta ég mína innilegustu samúð. Guðrún Finnbogadóttir. Ólöf Þórey Haraldsdóttir Við þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts MARGRÉTAR AUÐAR ÁRNADÓTTUR frá Hyrningsstöðum, til heimilis á Jaðri, Hjarðartúni 3, Ólafsvík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Jaðars fyrir góða umönnun. Arnheiður, Guðmundur Árni, Heiðar og Þórhallur Matthíasarbörn Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýju vegna andláts og útfarar ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SIGURBJÖRNS PÁLSSONAR, Brekkustíg 29a, Reykjanesbæ. Sérstakar þakkir til starfsfólks D-deildar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fyrir einstaka umönnun og hlýtt viðmót. Agnar Sigurbjörnsson Jórunn Dóra Hlíðberg Páll Sigurbjörnsson Sigrún Berglind Grétarsdóttir Helgi Þór Sigurbjörnsson Árdís Hrönn Jónsdóttir Máni Sigurbjörnsson barnabörn og barnabarnabörn Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug vegna fráfalls okkar ástkæru GUÐNÝJAR AÐALBJARGAR HAFSTEINSDÓTTUR, fyrrv. stöðvarstjóra Pósts og síma á Skagaströnd. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á Sigurbergi, hjúkrunar- heimilinu Hrafnistu Sléttuvegi, fyrir einstaka umönnun og hlýju. Hörður Ragnars Vilhelm Björn Harðarson Kristín Kristmundsdóttir Pálína Freyja Harðardóttir Kristmundur Halldórsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.