Morgunblaðið - 09.04.2022, Page 40

Morgunblaðið - 09.04.2022, Page 40
40 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2022 England Newcastle – Wolves ................................. 1:0 Staða efstu liða: Manch. City 30 23 4 3 70:18 73 Liverpool 30 22 6 2 77:20 72 Chelsea 29 17 8 4 58:23 59 Tottenham 30 17 3 10 52:37 54 Arsenal 29 17 3 9 44:34 54 West Ham 31 15 6 10 51:40 51 Manch. Utd 30 14 9 7 49:41 51 Wolves 32 15 4 13 33:28 49 Crystal Palace 30 8 13 9 42:38 37 Leicester 28 10 7 11 43:47 37 Aston Villa 30 11 3 16 42:42 36 Danmörk AaB – Randers ......................................... 3:0 - Guðmundur Þórarinsson lék ekki með AaB vegna meiðsla. Ungverjaland Zalaegerszegi – Honvéd......................... 3:1 - Viðar Ari Jónsson kom inn á sem vara- maður hjá Honvéd á 77. mínútu. Holland B-deild: Roda – Jong Ajax..................................... 2:2 - Kristian Nökkvi Hlynsson lék allan leik- inn með Jong Ajax og skoraði. Belgía B-deild: Virton – Lommel...................................... 2:3 - Kolbeinn Þórðarson kom inn á sem vara- maður hjá Lommel á 68. mínútu. Spánn C-deild: Andorra – Real Madrid B ....................... 2:1 - Andri Lucas Guðjohnsen var ekki í leik- mannahóp Real Madrid B. Undankeppni HM kvenna A-riðill: Slóvakía – Finnland.................................. 1:1 _ Svíþjóð 18, Írland 7, Finnland 7, Slóvakía 5, Georgía 0. B-riðill: Ungverjaland – Færeyjar ....................... 7:0 _ Spánn 15, Skotland 10, Ungverjaland 9, Úkraína 4, Færeyjar 0. C-riðill: Holland – Kýpur..................................... 12:0 Staðan: Holland 6 4 2 0 27:3 14 Ísland 5 4 0 1 18:2 12 Tékkland 4 1 2 1 11:7 5 Hvíta-Rússland 4 1 1 2 5:9 4 Kýpur 7 0 1 6 2:42 1 D-riðill: Norður-Makedónía – England.............. 0:10 Austurríki – Norður-Írland..................... 3:1 _ England 21, Austurríki 16, Norður-Ír- land 16, Lúxemborg 3, Norður-Makedónía 3, Lettland 0. E-riðill: Malta – Danmörk ..................................... 0:2 _ Danmörk 21, Svartfjallaland 9, Bosnía 7, Malta 4, Aserbaídsjan 3. Rússland er með 15 stig en var vísað úr keppni. G-riðill: Moldóva – Króatía.................................... 0:1 Rúmenía – Sviss ....................................... 1:1 Ítalía – Litháen......................................... 7:0 _ Sviss 19, Ítalía 18, Rúmenía 10, Króatía 7, Litháen 1, Moldóva 0. I-riðill: Kasakstan – Slóvenía ............................... 0:2 Eistland – Grikkland................................ 1:3 Wales – Frakkland................................... 1:2 _ Frakkland 21, Slóvenía 14, Wales 13, Grikkland 10, Kasakstan 0, Eistland 0. Mjólkurbikar karla 1. umferð: Reynir S. – Árbær .................................... 6:1 Grótta – KH .............................................. 8:0 Boltafélag Norðfjarðar – Einherji.......... 0:2 KFK – Þróttur R...................................... 0:1 KFB – Ægir ............................................ 0:15 Afturelding – Ýmir................................... 5:0 KFG – Augnablik............................. (frl.) 4:2 Vængir Júpíters – Álafoss....................... 7:0 Elliði – Grindavík ..................................... 0:6 Haukar – Léttir ........................................ 4:1 RB – Gullfálkinn..................................... 10:4 50$99(/:+0$ Subway-deild karla 8-liða úrslit, annar leikur: Stjarnan – Valur ...................... (2xfrl.) 92:94 _ Staðan er 2:0 fyrir Val. Keflavík – Tindastóll ............................ 92:75 _ Staðan er 1:1. 1. deild kvenna Annar úrslitaleikur: ÍR – Ármann ......................................... 72:70 _ Staðan er 1:1. Rúmenía Undanúrslit, annar leikur: Sepsi – Phoenix Constanta................. 75:56 - Sara Rún Hinriksdóttir skoraði 10 stig, tók sjö fráköst og gaf tvær stoðsendingar fyrir Phoenix Constanta á 31 mínútu. _ Staðan er 2:0 fyrir Sepsi. Spánn B-deild: Forca Lleida – Gipuzkoa .................... 96:84 - Ægir Már Steinarsson skoraði tvöstig og gaf eina stoðsendingu fyrir Gipuzkoa á 14 mínútum. 57+36!)49, KÖRFUBOLTINN Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Valur leiðir 2:0 í einvígi sínu gegn Stjörnunni í 8-liða úrslitum Íslands- móts karla í körfuknattleik eftir afar dramatískan sigur Valsmanna í öðr- um leik liðanna í Mathúss Garða- bæjar-höllinni í Garðabæ í gær. Leiknum lauk með 94:92-sigri Valsmanna eftir tvíframlengdan leik en Callum Lawson fór mikinn í liði Vals, skoraði 26 stig, tók átta fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Pablo Cesar fór mikinn fyrir Vals- menn, skoraði 19 stig, tók níu frá- köst og gaf sex stoðsendingar en Hilmar Smári Henningsson skoraði 21 stig fyrir Stjörnuna, tók fjögur fráköst og gaf tvær stoðsendingar. „Þrátt fyrir að Valur sé í góðri stöðu er einvígið langt frá því að vera búið. Liðin eru ákaflega jöfn en leikirnir til þessa dottið Valsmegin. Staðan 2:0 gefur ekki endilega rétta mynd af þróun leikjanna. Stjörnumenn koma væntanlega dýrvitlausir í næsta leik, með bakið upp við vegg, og verður Valur vænt- anlega að eiga sinn besta leik til þessa til að vinna einvígið 3:0 og senda Stjörnuna í sumarfrí,“ skrifaði Jóhann Ingi Hafþórsson m.a í um- fjöllun sinni um leikinn á mbl.is. Vinna þarf þrjá leiki til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum Ís- landsmótsins en liðin mætast næst á mánudaginn kemur á Hlíðarenda og geta Valsmenn tryggt sér sæti í und- anúrslitum með sigri. _ Darius Tarvydas var stigahæst- ur Keflvíkinga þegar liðið jafnaði metin í 1:1 í einvígi sínu gegn Tinda- stól í Blue-höllinni í Keflavík. Tarvydas skoraði 25 stig og tók sautján fráköst, ásamt því að gefa þrjár stoðsendingar en leiknum lauk með öruggum sigri Keflavíkur, 92:75. Dominykas Milka skoraði 14 stig og tók fimmtán fráköst fyrir Kefla- vík en Taiwo Badmus var stigahæst- ur í liði Tindastóls með 22 stig og sjö fráköst. „Segja má að leikurinn hafi verið akkúrat öfugur miðað við fyrsta leik liðanna. Vandamál Keflavíkur í fyrsta leik var að þeir fengu ekki nægilega mikið framlag frá lykil- mönnum sínum en það háði Tinda- stóli í kvöld. Baráttan og leikgleðin sem ein- kenndi leik Tindastóls í fyrsta leikn- um var öll Keflavíkurmegin í kvöld. Valur Orri Valsson og Dominykas Milka voru fremstir í flokki í þeim efnum en vert er að nefna innkomu Arnórs Sveinssonar sem spilaði frá- bæra vörn og barðist eins og ljón all- an tímann,“ skrifaði Aron Elvar Finnsson meðal annars í umfjöllun sinni um leikinn á mbl.is. Þriðji leikur liðanna fer fram í Síkinu á Sauðárkróki á mánudaginn. Valsmenn í kjörstöðu - Keflvíkingar jöfnuðu metin Morgunblaðið/Árni Sæberg 26 Valsarinn Callum Lawson fór mikinn fyrir Valsmenn í gær og skoraði 26 stig en hér reynir hann skot yfir Garðbæinginn Hlyn Bæringsson í leiknum. Gladiana Jimenez átti stórleik fyr- ir ÍR þegar liðið vann afar þýðing- armikinn tveggja stiga sigur gegn Ármanni í öðrum leik liðanna í úr- slitaeinvígi 1. deildar kvenna í körfuknattleik í TM-hellinum í Breiðholti í gær. Leiknum lauk með 72:70-sigri ÍR-inga sem jöfnuðu metin í ein- víginu í 1:1 en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki tryggir sér sæti í efstu deild að ári. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann en staðan að loknum fyrsta leikhluta var 24:23, Ár- manni í vil. Ármann jók forskot sitt í fimm stig í öðrum leikhluta og leiddi 40:35 í hálfleik. Ármann leiddi með sjö stigum að þriðja leikhluta loknum en lið- in skiptust á að leiða í fjórða og síðasta leikhlutanum. Nína Jenní Kristjánsdóttir skoraði 20 stig fyrir ÍR en Sandja Bimpa var stigahæst í liði Ármanns með 27 stig og 17 frá- köst. Þriðji leikur liðanna fer fram í Kennaraháskólanum á mánudag- inn kemur. Morgunblaðið/Árni Sæberg Umkringd Ármenningar réðu illa við Gladiönu Jimenez í Breiðholtinu í gær en Jimenez skoraði 24 stig, tók fimmtán fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. ÍR jafnaði metin Hörður frá Ísafirði tryggði sér sæti í úrvalsdeildinni að ári með öruggum sex marka sigri gegn Þór frá Akureyri í lokaumferð 1. deildar karla í handknattleik, Grill 66-deildinni, á Ísafirði í gær. Sigurinn var sögulegur þar sem liðið tryggði sér sigur í 1. deild- inni með sigrinum og sæti í úr- valsdeildinni í fyrsta sinn í sögu félagsins. Leiknum lauk með 25:19-sigri Harðar en Rolands Lebedevs átti stórleik í marki Harðar og varði 16 skot. Harðarmenn voru sterkari að- ilinn strax frá fyrstu mínútu enda mikið í húfi fyrir þá en staðan í hálfleik var 14:9, Herði í vil. Óli Björn Vilhjálmsson var markahæstur í liði Harðar með sex mörk og Suguru Hikawa skor- aði fimm. ÍR, sem endaði í öðru sæti deild- arinnar, mætir Kórdrengjum í undanúrslitum umspils um sæti í efstu deild og í hinu einvíginu mætast Fjölnir, sem endaði í þriðja sæti, og Þór, sem endaði í fjórða sæti. Sögulegt á Ísafirði Ljósmynd/Hörður Úrvalsdeild Leikmenn Harðar fagna deildarmeistarabikarnum og sæti í efstu deild að ári eftir öruggan sigur gegn Þór frá Akureyri á Ísafirði. _ Hannes Þ. Sigurðsson, fyrrver- andi atvinnu- og landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur verið ráðinn þjálf- ari Wacker Burghausen sem leikur í þýsku D-deildinni frá og með kom- andi sumri Hannes, sem er 38 ára gamall, hefur stýrt þýska liðinu Dei- senhofen næstu tveimur deildum þar fyrir neðan, frá árinu 2018. _ Gísli Þorgeir Kristjánsson lands- liðsmaður í handknattleik staðfesti við netmiðilinn handbolti.is í gær að meiðsli sem hann varð fyrir í Evrópu- leik með Magde- burg á þriðju- dagskvöld væru ekki alvarleg. Hann reiknar með að ná leikjum Ís- lands og Austur- ríkis í umspilinu fyrir HM 2023 sem fram fara á miðvikudag og laugardag. _ Serbneski miðherjinn Nikola Jokic náði einstökum áfanga í NBA- deildinni í körfuknattleik í fyrrinótt þegar lið hans, Denver Nuggets, vann Memphis Grizzlies, 122:109, og tryggði sér öruggt sæti í úr- slitakeppninni. Jokic skoraði 35 stig, tók 16 fráköst og gaf sex stoðsend- ingar fyrir Denver. Þar með varð hann fyrstur í sögu deildarinnar til að skora 2.000 stig, taka 1.000 frá- köst og gefa 500 stoðsendingar á einu og sama keppnistímabilinu. _ HK, sem féll úr úrvalsdeildinni í knattspyrnu síðasta haust, hefur fengiðStefán Inga Sigurðarson án- aðan frá nágrönnum sínum í Breiða- bliki. Stefán lék sem lánsmaður með ÍBV í 1. deildinni á síðasta tímabili og skoraði þar þrjú mörk í tíu leikjum. Stefán er 21 árs gamall og hefur leik- ið fjóra úrvalsdeildarleiki með Breiðabliki en einnig verið í láni hjá Grindavík, og þá lék hann 14 leiki með U17 ára landsliði Íslands. _ Sundkonan Jóhanna Elín Guð- mundsdóttir úr SH átti góðu gengi að fagna á fyrsta keppn- isdegi Íslandsmeistara- mótsins í sundi í 50 metra laug í Laugardalslaug í Reykjavík í gær. Jóhanna Elín kom fyrst í mark í 50 m skriðsundi kvenna á tímanum 26,09 sekúndum og náði um leið lágmarki fyrir Evrópumeistaramótið 2022 sem fram fer í Róm á Ítalíu í ágúst. Þá kom Steingerður Hauksdóttir úr SH fyrst í mark í 50 m baksundi á tím- anum 30,88 sekúndum. Þá setti Birnir Freyr Hálfdánarson úr SH piltamet í 100 m flugsundi, Auguste Eitt ogannað

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.