Morgunblaðið - 09.04.2022, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 09.04.2022, Blaðsíða 41
Balciunaite úr SH setti meyjamet í 100 m bringu- sundi og Ylfa Lind Kristmannsdóttir úr Ármanni setti telpnamet í 50 m baksundi. Íslands- meistaramótið heldur áfram um helgina og lýkur á morgun, sunnu- dag. _ Cristiano Ronaldo, leikmaður enska knattspyrnufélagsins Man- chester United, er klár í slaginn þeg- ar United heimsækir Everton í ensku úrvalsdeildinni á Goodison Park í Liv- erpool í hádeginu í dag. Ronaldo, sem er 37 ára gamall, missti af síðasta leik liðsins gegn Leicester í úrvals- deildinni sem fram fór á Old Trafford á sunnudaginn síðasta vegna meiðsla en leiknum lauk með 1:1-jafntefli. United verður hins vegar án þeirraEd- insons Cavanis, Lukes Shaws, Raphaëls Varanes og Scotts McTom- inays en þeir glíma allir við meiðsli og missa því af leiknum gegn Ever- ton. Ronaldo er markahæsti leik- maður United á leiktíðinni með 18 mörk í öllum keppnum en hann hefur skorað 12 mörk í 24 leikjum í úrvals- deildinni á tímabilinu. United er í harðri baráttu um Meistaradeild- arsæti en liðið er með 51 stig, fjórum stigum minna en Arsenal sem er í fjórða sætinu, en Arsenal á leik til góða á United. _ Liverpool heimsækir Manchester City í stórleik ensku úrvalsdeild- arinnar í knattspyrnu á Etihad-völlinn í Manchester á morgun. Liðin eru í harðri baráttu í efstu tveimur sætum deildarinnar. City, sem er ríkjandi Englandsmeistari, er í efsta sætinu með 73 stig en Liverpool er í öðru sætinu með 72 stig. Leikurinn á morgun gæti því ráðið úrslitum um það hvort liðið stendur uppi sem Eng- landsmeistari í vor en leikurinn er hluti af 31. umferð deildarinnar. City á eftir að mæta Wolves, Brighton, Watford, Leeds, Newcastle, West Ham og Aston Villa í lokaleikjum sín- um en Liverpool á eftir að mæta Man- chester United, Everton, Newcastle, Tottenham, Aston Villa, Southamp- ton og Wolves. _ Ársþing Al- þjóðaknatt- spyrnu- sambandsins, FIFA, fyrir árið 2022 fór fram um mánaðamótin síðustu. Þar voru fulltrúar Knatt- spyrnusambands Íslands, KSÍ, þær Vanda Sigurgeirs- dóttir formaður, Borghildur Sigurð- ardóttir varaformaður og Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri. Ísland var eina aðildarþjóð FIFA þar sem all- ir þingfulltrúarnir á þinginu voru kon- ur. Á þessu 72. þingi FIFA, sem fram fór í Doha í Katar, var fjallað um ýmis málefni knattspyrnunnar í heiminum og umræður og umfjöllun um kom- andi úrslitakeppni HM karla 2022 í Katar var áberandi. _ Thomas Partey, miðjumaður enska knattspyrnufélagsins Arsenal, verður frá næstu vikurnar vegna meiðsla. Þetta tilkynnti Mikel Arteta, stjóri Arsenal, á blaðamannafundi í gær en Partey er að glíma við meiðsli í nára. Miðjumaðurinn, sem er 28 ára gamall, gekk til liðs við Arsenal frá Atlético Madrid sumarið 2020 og hefur verið óheppinn með meiðsli síðan hann kom til Lundúna. Hann hefur byrjað 23 leiki Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu þar sem hann hefur skorað tvö mörk en alls á hann að baki 59 leiki fyrir félagið í öllum keppnum. ÍÞRÓTTIR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2022 NBA Gunnar Valgeirsson Los Angeles Eins og mörgum þeim sem fylgjast með toppíþróttadeildunum í Banda- ríkjunum er kunnugt, þá eru þær reknar á öðruvísi grundvelli en stærstu atvinnudeildirnar í knatt- spyrnu í Evrópu. Liðin í Bandaríkj- unum eru rekin sem „útibú“ (franch- ise) deildanna, rétt eins og þekkist í skyndibitaiðnaðnum. Ríkir ein- staklingar – eða fjárfestingahópar á síðustu tveimur áratugum – hafa einfaldlega keypt þessi lið og gert við þau það sem þeir vilja, þar á meðal flutt þau milli borga. Eigendur liðanna taka síðan allar lykilákvarðanir um rekstur deild- anna sem einn hópur, og ráða síðan einfaldlega framkvæmdastjórn til að reka deildarskrifstofuna sjálfa. Eigendur stjórna deildunum Fyrir utan áhersluna á mikilvægi úrslitakeppninnar – í stað þess að láta deildakeppnina útkljá titilinn – tóku þessir eigendahópar tvær ákvarðanir fyrir nokkrum áratug- um, sem hafa leitt til þess að mun fleiri lið hafa tækifæri til að vinna titilinn ár hvert en við þekkjum í knattspyrnunni í Evrópu. Í háskólavalinu ár hvert velja verstu liðin fyrst og þau bestu síð- ast. Þetta gefur liðum á botninum tækifæri til að byggja nýjan liðshóp. Þar að auki hafa eigendur samþykkt mismunandi útgáfur á „launaþaki“ sem gerir liðum erfiðara að laða til sín endalausa runu af stórstjörnum. Afraksturinn af þessum sósíalísku prinsippum er að fleiri lið eiga möguleika á að vinna meistaratitill- inn ár hvert, auk þess sem vel rekin lið í minni borgum eiga möguleika á að vera með í baráttunni. Þetta er ástæða þess að San Antonio Spurs – lið frá lítilli borg – vann fimm meist- aratitla í NBA á sínum tíma. Fórnir lykill að velgengni Þessi uppbygging á deildunum hér vestra sýnir sig nú í NBA- deildinni þar sem undanfarin þrjú keppnistímabil hafa nokkur lið verið – á einhverjum tímapunkti – talin sigurstranglegust af íþrótta- fréttamönnum, með sviptingar hjá toppliðunum allt tímabilið. Einn afraksturinn af þessari stöðu er að þó nokkur keppni er meðal toppliðanna seint í deildakeppninni að bæta möguleikana á titlinum, með því að ná í toppleikmenn frá öðrum liðum til að styrkja hópinn ef tækifærið gefst. Þetta er venju- lega gert með því að fórna framtíð- arvali í háskólavalinu og/eða skipta á leikmönnum. Allt gengur þetta út á að reyna að vinna titilinn ef tækifær- ið gefst, jafnvel þótt fórna þurfi framtíðarmöguleikum. Á undanförnum vikum höfum við séð þetta í NBA-boltanum þegar Philadelphia 76ers náði í James Harden. Forráðamenn 76ers sáu að tímaramminn væri naumur hjá þessum leikmannahópi og þeir tóku því af skarið. Los Angeles Lakers gerðu þetta fyrir tveimur árum þeg- ar þeir skiptu þremur upprennandi leikmönnum fyrir Anthony Davis. Það leiddi til meistaratitils hjá lið- inu, en fórnin er nú að bíta liðið í rassinn. Vegna aukins valds stjörnuleik- manna í deildinni undanfarin ár að neyða framkvæmdastjóra liða í leik- mannaskipti – jafnvel þótt þeir eigi enn nokkur ár eftir á samningi sín- um – hefur pressan á framkvæmda- stjórana aukist að taka af skarið þegar tækifærið gefst. Mörg lið tilkölluð austanmegin Þetta kerfi hefur oft leitt til nokk- urra sviptinga yfir langt keppnis- tímabil, en deildakeppninni lýkur nú um helgina. Úrslitakeppnin hefst svo fyrir alvöru um næstu helgi. Í ár hafa fimm lið verið talin sigurstranglegust í Austurdeildinni á mismunandi tímapunktum – Brooklyn, Miami, Boston, Phila- delphia, og Milwaukee. Eins og stað- an er núna virðist lítill munur á fjór- um síðustu liðunum, á meðan Brook- lyn er að reyna að skríða saman eftir erfiða deildakeppni. Í Vesturdeildinni er þetta mun skýrara. Phoenix, Phoenix, Phoenix. Af því sem ég hef séð til liðanna í Vesturdeildinni er ekki að sjá að nokkurt annað lið – fyrir utan (kannski) Memphis Grizzlies – muni ógna liðinu verulega. Hægt er að ofurgreina stöðuna í langri deildakeppninni, enda ekki svo lítill fjölmiðlaheimur sem dag hvern verður að bregðast við frétt- um dagsins mánuðum saman. Ég hef lært að hunsa þessar sveiflur í stöðunni og þess í stað einfaldlega látið leikina sjálfa segja mér allt sem ég þarf að vita. Mér er nokkuð ljóst að liðin tvö sem léku til úrslita á síðasta tímabili – Phoenix Suns og Milwaukee Bucks – ættu að komast í úrslitin að nýju nú, hvað svo sem gerist í jafnri stöð- unni austan megin. Þessi lið hafa lært hversu mikilvægt það er að mæta með hörkukeppnisskap í hvern leik í deildakeppninni. Það gengur að vísu ekki alltaf upp, en þau ná oft að merja sigur í leikjum sem annars hefðu tapast. Ættu að komast í úrslit á ný - Úrslitakeppni NBA hefst um næstu helgi - Jöfn barátta í Austurdeildinni en aðeins eitt líklegt lið í Vesturdeildinni - Phoenix og Milwaukee til alls líkleg AFP/Chris Coduto Risaslagur Ef spár ganga eftir munu Deandre Ayton hjá Phoenix Suns og Giannis Antetokounmpo hjá Milwaukee Bucks mætast í lokaúrslitunum. Deildakeppni NBA lýkur um helgina en í fyrrinótt varð endanlega ljóst hvaða lið færu beint í úrslit og hvaða lið færu í umspil. Í Austurdeild fara Miami, Milwaukee, Boston, Philadelphia, Toronto og Chicago beint í úrslit en Cleveland, Brooklyn, Atlanta og Charlotte fara í umspil um tvö síðustu sætin. Í Vesturdeild fara Phoenix, Memphis, Golden State, Dallas, Utah og Den- ver beint í úrslit en Minnesota, LA Clippers, New Orleans og San Antonio fara í umspil um tvö síðustu sætin. Tuttugu lið sem halda áfram KÖRFUKNATTLEIKUR 8-liða úrslit karla, annar leikur: Grindavík: Grindavík – Þór Þ. (0:1) . L19.15 Meistaravellir: KR – Njarðvík (0:1). L20.15 Undanúrslit kvenna, þriðji leikur: Dalhús: Fjölnir – Njarðvík (1:1) ....... S18.15 Hlíðarendi: Valur – Haukar (0:2)...... S20.15 Umspil karla, fjórði leikur: Álftanes: Álftanes – Sindri (1:2) ....... S19.15 HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin: Framhús: Fram – Valur......................... L16 KA-heimilið: KA/Þór – Afturelding...... L16 Kórinn: HK – Stjarnan .......................... L16 Ásvellir: Haukar – ÍBV .......................... L16 Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Ásvellir: Haukar – FH............................ S18 Seltjarnarnes: Grótta – KA.................... S18 Garðabær: Stjarnan – Víkingur............. S18 Selfoss: Selfoss – Valur .......................... S18 Varmá: Afturelding – Fram................... S18 Kórinn: HK – ÍBV................................... S18 1. deild kvenna, Grill 66-deildin: Kaplakriki: FH – ÍBV U.................... S13.30 Kórinn: HK U – Fjölnir/Fylkir......... S13.30 Hlíðarendi: Valur U – Selfoss ........... S13.30 Víkin: Víkingur – Grótta.................... S13.30 Austurberg: ÍR – Fram U................. S13.30 KNATTSPYRNA Meistarakeppni karla: Víkin: Víkingur R. – Breiðablik ............. S20 Bikarkeppni karla, Mjólkurbikarinn: Ellefu leikir í 1. umferð keppninnar fara fram í dag og sjö á morgun. ÍSHOKKÍ Þriðji úrslitaleikur kvenna: Akureyri: SA – Fjölnir (2:0) ............. L19.30 SUND Íslandsmeistaramótið í 50 metra laug held- ur áfram í dag og lýkur á morgun. Keppt er til úrslita frá kl. 16.30 til 19 báða dagana. Í KVÖLD! Grill 66-deild karla Hörður – Þór......................................... 25:19 ÍR – Afturelding U............................... 37:24 Haukar U – Fjölnir .............................. 29:21 Vængir Júpíters – Valur U.................. 23:28 Berserkir – Kórdrengir ....................... 25:29 Lokastaðan: Hörður 20 17 0 3 687:555 34 ÍR 20 16 1 3 697:571 33 Fjölnir 20 14 0 6 618:566 28 Þór 20 13 1 6 600:552 27 Haukar U 20 13 0 7 579:529 26 Selfoss U 20 10 0 10 594:573 20 Valur U 20 9 1 10 597:575 19 Kórdrengir 20 5 1 14 510:579 11 Afturelding U 20 5 1 14 487:579 11 Vængir J. 20 3 1 16 484:614 7 Berserkir 20 2 0 18 481:641 4 _ Hörður leikur í úrvalsdeild 2021-22. ÍR, Fjölnir, Þór og Kórdrengir fara í umspil um eitt sæti þar. Þýskaland B-deild: Gummersbach – Hamm ...................... 37:29 - Elliði Snær Viðarsson skoraði fjögur mörk fyrir Gummersbach en Hákon Daði Styrmisson er frá vegna meiðsla. Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar liðið. Frakkland Aix – Créteil ......................................... 30:26 - Kristján Örn Kristjánsson skoraði tvö mörk fyrir Aix. B-deild: Sélestat – Nice ..................................... 29:22 - Grétar Ari Guðjónsson varði sjö skot í marki Nice. Sviss Kadetten – St. Gallen .......................... 35:25 - Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Kadetten. Austurríki Aon Fivers – Alpla Hard..................... 31:30 - Hannes Jón Jónsson þjálfar Alpla Hard. E(;R&:=/D Bandaríski kylfingurinn Scottie Scheffler tók forystuna á öðrum degi Mastersmótsins í golfi sem fram fer Augusta í Bandaríkjunum og hófst á fimmtudaginn. Scheffler, sem er einungis 25 ára gamall, lék fyrsta hringinn í fyrra- dag á 69 höggum eða þremur högg- um undir pari vallarins. Hann spilaði frábærlega í gær og var á fjórum höggum undir pari þegar blaðið fór í prentun og sam- tals á sjö höggum undir pari. Tiger Woods, sem var í 10.-17. sæti þegar annar keppnisdagurinn hófst á einu höggi undir pari, fatað- ist aðeins flugið í gær og var sam- tals einu höggi yfir pari þegar blað- ið fór í prentun í 19.-22. sæti. Charl Schwartzel, Im Sung-jae, Shane Lowry, Joaquin Niemann og Hideki Matsuyama deila öðru sæt- inu á samtals þremur höggum und- ir pari. Scheffler í forystu AFP/Gregory Shamus Efstur Scottie Scheffler er með nokkuð afgerandi forystu á Mastersmótinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.