Morgunblaðið - 25.04.2022, Qupperneq 1
M Á N U D A G U R 2 5. A P R Í L 2 0 2 2
.Stofnað 1913 . 95. tölublað . 110. árgangur .
SKAGAMENN
VÖLTUÐU
YFIR VÍKINGA BETRI EN ALLT KAFFIÐ
AUGU FÓLKS AÐ
OPNAST FYRIR
REYKJANESINU
Á HEIMA-HÁTÍÐINNI 29 NÝ BÓK UM GÖNGULEIÐIR 10STUÐ OG STEMNING 26
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Fjárlaganefnd Alþingis átti að funda
opinberlega um sölu á hlut ríkisins í
Íslandsbanka, ásamt framkvæmda-
stjóra og stjórnarformanni banka-
sýslu ríkisins í dag, en þeim fundi var
seint í gærkvöldi frestað fram á mið-
vikudag, þar sem bankasýsla ríkisins
hafði ekki náð að klára minnisblað
um söluna. Þetta staðfestir Bryndís
Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæð-
isflokksins, sem kveðst jafnframt
gáttuð á þessari málavöxtu. „Ég er
mjög hissa á þessari framgöngu
bankasýslunnar. Þetta er eiginlega
óásættanlegt með öllu,“ segir Bryn-
dís.
Fjárlaganefnd hefur óskað eftir
svörum við spurningum í 19 tölulið-
um en séu stafliðir taldir með telja
þær á fimmta tug. Er þar spurt með-
al annars um hvernig hafi verið stað-
ið að vali söluaðila á hlutabréfum rík-
issjóðs í Íslandsbanka, hvers vegna
innlendir söluaðilar hafi verið fimm
talsins og hvernig samið hafi verið
um þóknun til þeirra aðila.
Þá var því velt upp hver vitneskja
fjármálaráðherra hafi verið um áætl-
aðan kostnað og möguleg frávik.
Jón Gunnar Jónsson forstjóri
bankasýslunnar gaf ekki kost á við-
tali þegar Morgunblaðið leitaði eftir
því í gærkvöldi. »2
Bryndís hissa á seina-
gangi bankasýslunnar
- Bankasýslan ekki tilbúin með svör við spurningum nefndar
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Alþingi Nefndin hefur óskað eftir
upplýsingum frá bankasýslunni.
Urður Egilsdóttir
urdur@mbl.is
Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og
viðskiptaráðherra, telur mikilvægt
að börn kynnist Íslendingasögunum
fyrr á aðgengilegan hátt. „Þannig að
við séum búin að þróa væntumþykju
gagnvart sögunni okkar,“ segir hún
og nefnir að það geti reynst ung-
mennum erfitt að kynnast Íslend-
ingasögunum á efsta stigi grunn-
skóla án þess að þekkja til þeirra.
„Við finnum að íslenskan er að verða
alltaf meiri og meiri áskorun vegna
efnis sem er á ensku. Því eigum við
sem þjóð að hugsa hvað við getum
gert í þessu nýja umhverfi.“
Lilja hvetur
því bókaútgef-
endur til þess að
endursegja Ís-
lendingasög-
urnar og gera
þær aðgengi-
legri. „Þótt við
gerum þær að-
gengilegri þá er-
um við ekki að
gefa afslátt af
menningararfinum. Við erum frek-
ar að dýpka skilningin á honum,“
segir hún og bætir við að einnig sé
mikilvægt að nýta aðra miðla til
þess að ná til ungs fólks, svo sem
tölvuleiki. »2
Kynna Íslendinga-
sögurnar fyrr
Lilja Dögg
Alfreðsdóttir
- Verði aðgengilegri fyrir unga fólkið
Tveir mánuðir voru í gær liðnir frá því Vladimír
Pútín Rússlandsforseti skipaði her sínum að ráð-
ast inn í Úkraínu, þann 24. febrúar. Rússneskar
hersveitir höfðu þá dvalið við landamæri Úkra-
ínu áður en þær réðust inn í landið úr norðri,
austri og suðri.
Páskahátíð rétttrúnaðarkirkjunnar stendur
nú yfir, eins og sjá má á þessari mynd sem tekin
var í þorpinu Líman í Austur-Úkraínu í gær.
Áfram mátti heyra í loftárásum í fjarska, á með-
an athöfnin fór fram. Staðfest er að minnst átta
hafi látist í árásum Rússa á hafnarborgina
Ódessa á laugardag. Um hundrað þúsund manns
eru enn innlyksa í borginni Maríupol, sem Rúss-
ar hafa setið um nær frá því innrásin hófst.
Seldu hergögn sem líklega nýtast nú
Á laugardag var greint frá því að Frakkland
og Þýskaland seldu Rússum hergögn fyrir tæp-
lega 300 milljónir bandaríkjadala þrátt fyrir við-
skiptabann á árunum 2015 til 2020. Líklegt þykir
að vopnin séu nú í notkun í stríðinu. Evrópusam-
bandið neyddist í mánuðinum til að loka glufu í
lögunum sem gerði þjóðum kleift að senda her-
gögn til Rússlands. Það var ekki fyrr en 8. apríl
em glufunni var lokað og var það gert vegna
vaxandi óánægju Eystrasaltsríkjanna og ríkja í
Austur-Evrópu. Yfirvöld í Úkraínu kölluðu í gær
eftir friðarviðræðum við Rússa, fyrir utan
Asovstal-stálverksmiðjuna þar sem úkraínskir
hermenn og almennir borgarar dvelja nú.
AFP
Þriðji mánuður stríðsins hafinn í Úkraínu
MFundar með Bandaríkjamönnum » 13 og 14
_ Vonast er til að framkvæmdir
hefjist á næsta ári, við nýja gufu-
aflsvirkjun sem á að rísa á Folalda-
hálsi við Hengilssvæðið.
Unnið hefur verið að undirbún-
ingi virkjunarinnar í nokkur ár, en
miðað er við að virkjunin muni skila
allt að 3,9 megavöttum. Skipulags-
stofnun hefur staðfest breytingu á
aðalskipulagi Grímsnes- og Grafn-
ingshrepps sem gerir ráð fyrir iðn-
aðarsvæði á fyrirhuguðum virkj-
unarstað.
Reiknað er með að sumarhúsa-
hverfi á staðnum geti orðið sjálf-
bært að öllu leyti, með heitt og kalt
vatn auk raforku. Þá hefst skóg-
rækt á landinu í sumar. »6
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Gufuaflsvirkjun Lagt er upp með að nýja
virkjunin skili allt að 3,9 megavöttum.
Reisa virkjun fyrir
sjálfbæra starfsemi
_ Emmanuel
Macron hlaut í
gær endurkjör til
Frakklandsfor-
seta í forseta-
kosningum
landsins. Mun
hann því gegna
embættinu í önn-
ur fimm ár. Mar-
ine Le Pen leið-
togi öfgahægri-
sinna í Frakklandi sagði tap sitt í
úrslitaeinvígi forsetakosninganna í
Frakklandi þó vera „glæstan sigur“
fyrir sig og flokk sinn en sigur Mac-
ron var naumari í ár en í síðustu
kosningum, árið 2017. »13
Macron forseti
í önnur fimm ár
Emmanuel
Macron