Morgunblaðið - 25.04.2022, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. APRÍL 2022
Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is
Amerísk heimilistæki
rafvorur.isRAFVÖRUR ehf
Þvottavélar
og þurrkarar
sem taka
10-17 kg
Það er hins vegar ekki einfalt fyrir
íslenskan almenning að verða sér út
um Masago-bjórinn þar sem megnið
af honum hefur verið sent til Spánar
og einhver hluti til Japans vegna
markaðssetningar loðnuafurða þar í
landi. Öll von er þó ekki úti og voru
tveir kassar sendir til veitingastað-
arins Sushi Social auk þess sem örfáir
lítrar verða í boði á bruggstofu
brugghússins að Snorrabraut í
Reykjavík í vikunni.
RVK brewing co. hefur áður vakið
athygli fyrir sérstaka bjórgerð. „Við
öðluðumst heimsfrægð þegar við
gerðum jólabjór með Ora-rauðkáli og
grænum baunum. Við erum til í að
prófa hluti en við gerum ekki vonda
bjóra. Þetta þarf að vera gott.“
skemmtilegt og íslenskt, útskýrir
Einar Örn spurður um tilurð bjórs-
ins. Féll það í hlut Hjalta Einars-
sonar bruggara að skapa meist-
araverkið og var markmiðið við gerð
bjórsins að finna eitthvað sem myndi
passa við sjávarfangið sem boðið er
upp á á básunum.
Gerum ekki vonda bjóra
En er þetta gott? „Þetta er mjög
góður bjór, þótt þetta hljómi kannski
endilega vel. Maður finnur ekkert
fiskibragð af bjórnum,“ segir Einar
Örn. Hann útskýrir að bjórinn sé í
góðu jafnvægi, að 10 kíló af hrognum
séu í 500 lítrum af bjór og að blóð-
bergið kryddi bjórinn vægt. „Þetta er
alveg frábær bjór.“
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
„Þetta er líklega sjaldgæfasti bjór á
Íslandi,“ segir Einar Örn Sig-
urdórsson, einn eigenda RVK brew-
ing co., um Masago-bjórinn sem er
sérbruggaður fyrir Icelandic Asia og
Útgerðarfélag Reykjavíkur (ÚR).
Masago er heiti yfir mikilvæga afurð
sem notuð er í sushigerð og er hún
unnin úr loðnuhrognum, en í bjórnum
eru einmitt loðnuhrogn ásamt ís-
lensku blóðbergi.
Í tilefni af sjávarútvegssýningunni
í Barselóna á Spáni, Global Seafood
Expo, sem hefst á morgun,vildu Ice-
landic Asia og ÚR bjóða við-
skiptavinum sínum upp á eitthvað
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sjaldgæfur Hjalti Einarsson, bruggari hjá RVK brewing co., með þær fáu dósi af Masago-bjór sem eftir eru.
Loðnuhrognabjór
á sýningu á Spáni
- Sérbruggað fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Með orkunni koma ýmis tækifæri
til uppbyggingar sjálfbærrar starf-
semi á jörðinni. Sumarhúsahverfið
getur orðið sjálfbært að öllu leyti
með heitt og kalt vatn og raforku.
Svo eru ýmsar aðrar umhverfis-
vænar hugmyndir sem við erum að
þróa áfram með það í huga að orku-
verkefnið heppnist,“ segir Halldór
Ólafur Halldórsson viðskiptafræð-
ingur sem á jörðina Krók í Grafn-
ingi með félaga sínum. Vinna þeir
að þróun lítillar jarðgufuvirkjunar á
Folaldahálsi við Hengilssvæðið.
Unnið hefur verið að undirbún-
ingi virkjunarinnar í nokkur ár.
Miðað er við gufuaflsvirkjun með
allt að 3,9 MW uppsett afl. Sá
áfangi hefur nú náðst að Skipulags-
stofnun hefur staðfest breytingu á
aðalskipulagi Grímsnes- og Grafn-
ingshrepps sem gerir ráð fyrir iðn-
aðarsvæði á fyrirhuguðum virkjun-
arstað.
Munnmælasögur um orku
Boruð var rannsóknarhola fyrir
nokkrum árum og niðurstöður mæl-
inga gefa góðar vonir um að hægt
sé að afla nægrar gufu fyrir 3,9 MW
virkjun. Halldór Ólafur segir að
áfram verði haldið við rannsóknir
og þróun. Bora þurfi meira. Vonast
hann til að hægt verði að hefja
framkvæmdir á næsta ári.
Halldór Ólafur er ættaður frá
Króki. Langafi hans, Guðmundur
Jóhannesson, og langamma, Guð-
rún Sæmundsdóttir, keyptu jörðina
árið 1926 og þar fæddist amma
hans. Hann hefur því taugar til
jarðarinnar. Munnmælasögur voru
í tíð langafa hans um að þar væri að
finna orku í jörðu. „Þegar ég eign-
aðist jörðina með félaga mínum var
draumurinn að byggja upp starf-
semi sem væri umhverfisvæn og
sjálfri sér nóg með heitt og kalt
vatn og rafmagn. Við höfum sett
okkur umhverfisstefnu sem felur
meðal annars í sér að stuðlað verð-
ur að eflingu fuglalífs og bindingu
kolefna,“ segir Halldór Ólafur. Hátt
í 30 sumarhús eru á landinu og leyfi
er til að fjölga þeim mikið.
„Við höfum þegar endurheimt
tugi hektara votlendis í samvinnu
við Landgræðsluna. Skógrækt
hefst í sumar með því að plantað
verður í um 10 hektara lands og
stefnt að skógi á liðlegum 33 hekt-
urum,“ segir hann.
Ýmis tækifæri opnast með orkunni
Kortagrunnur:
OpenStreetMap
Folaldaháls
Hveragerði
Krókur
Folaldaháls
1
HENGILL
GRAFNINGUR
R
eykjad
alu
r
G
ræ
n
d
alu
r
Fyrirhuguð
gufuaflsvirkjun
Krókur Jörðin er í Grafningi. Þar er nú sumarhúsabyggð. Virkjunin verður sunnarlega í landinu, á Folaldahálsi.
- Einstaklingar vinna að 3,9 megavatta gufuaflsvirkjun í Grafningi - Sumarhúsahverfi verður sjálf-
bært með heitt og kalt vatn og rafmagn - Unnið að endurheimt votlendis og skógrækt er að hefjast
Fákur, hestamannafélag í Víðidaln-
um í Reykjavík, átti í gær hundrað
ára afmæli og var því fagnað á
laugardag með reiðtúr um miðbæ
Reykjavíkur og veglegri veislu um
kvöldið.
Margir ráku eflaust upp stór
augu upp úr hádegi á laugardag
þegar fjöldinn allur af fólki lagði
leið sína um miðbæ Reykjavíkur á
hestbaki. Um var að ræða fyrsta
liðinn í hátíðarhöldum Fáks.
Öll hestamannafélög í nágrenni
við Fák voru þar saman komin og
voru þar Dagur B. Eggertsson
borgarstjóri, Sigurbjörn Bárðarson
hestamaður, Guðni Halldórsson,
formaður Landssambands hesta-
manna, og Hjörtur Bergstaðsson,
formaður Fáks, í broddi fylkingar.
Hjörtur segir í samtali við Morg-
unblaðið að hátíðarhöldin hafi
gengið vel og skemmtunin hafi
staðið fram á rauða nótt á fögnuði í
Gullhömrum. Þá var Sigurbjörn
Bárðarson heiðraður á fögnuðinum
og gerður að heiðursfélaga Fáks.
tomasarnar@mbl.is
Aldarafmæli
fagnað með reiðtúr
- Hestar í miðbæ
Reykjavíkur - Fögn-
uður um kvöldið
Riðið Reiðtúrinn vakti athygli með-
al vegfarenda enda sjaldséð sjón.