Morgunblaðið - 25.04.2022, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. APRÍL 2022
Blöndulína 3
Umhverfismats-
skýrsla
Landsnet | Gylfaflöt 9 | 112 Reykjavík | Sími 563 9300 | landsnet@landsnet.is | www.landsnet.is
Við erum lykilinnviður þjóðarinnar og allt okkar starf snýst um að miðla orku sem drífur áfram lífsgæði og
sköpunarkraft samfélagsins til framtíðar. Við leggjum áherslu á virðingu, samvinnu og ábyrgð. Við erum
framsækið þekkingarfyrirtæki sem býður kraftmiklu starfsfólki spennandi verkefni við aðstæður þar sem
umhyggja, jafnrétti og öryggi eru í fyrirrúmi.
Fram undan er opið hús þar sem lagðar verða
fram upplýsingar um mat á umhverfisáhrifum vegna
Blöndulínu 3, sem mun liggja milli Blöndustöðvar
og Akureyrar.
Línuleiðin er innan fimm sveitarfélaga, Akureyrar-
bæjar, Hörgársveitar, Akrahrepps, Sveitarfélagsins
Skagafjarðar og Húnavatnshrepps.
Markmið framkvæmdarinnar er að bæta orku-
nýtingu, auka flutningsgetu og tryggja stöðugleika
raforkukerfisins á Norður- og Austurlandi. Fram-
kvæmdin hefur einnig þýðingu fyrir flutningskerfi
landsins í heild þar sem um er að ræða mikilvægan
hlekk í styrkingu tengsla milli sterkari hluta kerfisins
á suðvesturhorninu og veikari hluta þess á
Austurlandi.
Umhverfismatsskýrslan er aðgengileg á vefsíðum
Skipulagsstofnunar, Landsnets og Mannvits til 13.
maí 2022. Að auki liggur umhverfismatsskýrslan
frammi til kynningar á eftirtöldum stöðum:
Í ráðhúsi Akureyrarbæjar, á skrifstofum Hörgár-
sveitar, Akrahrepps, Sveitarfélagsins Skagafjarðar
og Húnavatnshrepps og hjá Skipulagsstofnun.
Öllum er velkomið að koma á framfæri umsögnum
um umhverfismatið og skal senda þær til Skipulags-
stofnunar, Borgartúni 7b, eða á skipulag@skipulag.is.
Opið hús vegna mats
á umhverfisáhrifum
Hafðu áhrif
– taktu þátt
í samtalinu
Opinn fundur
Reykjavík,
veitingastaðnum
Nauthól
þriðjudaginn 26. apríl
16.00 – 18.30
Verið velkomin
Miðflokkurinn í Reykjavík ætlar að
stöðva skuldasöfnun borgarinnar
og ná tökum á rekstrinum. Einnig
að bæta umferðarflæði og öryggi
án borgarlínu og án innviðagjalda.
Þá ætlar flokkurinn að ráðast í
gagngera endurskoðun á starfs-
mannamálum borgarinnar, ein-
falda reksturinn í Ráðhúsinu og
selja eignir sem eru í samkeppni á
markaði.
Þetta er meðal stefnumála
flokksins, sem kynnt voru sl. föstu-
dag um leið og ný kosningavefsíða
Miðflokksins í Reykjavík var opnuð,
xmreykjavik.is. Helsta slagorð
flokksins er X-Meiri borg. Ómar
Már Jónsson, oddviti Miðflokksins í
borginni, og Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson, formaður flokksins,
opnuðu vefinn og kynntu helstu
stefnumálin.
Miðflokkurinn ætlar jafnframt að
endurmeta öll „gæluverkefni“
borgarinnar, setja öll stærri verk-
efni í útboð og verja lögbundna
þjónustu við íbúa og fyrirtæki. Þá
telja Miðflokksmenn að Reykjavík-
urflugvöllur verði áfram á sínum
stað í Vatnsmýrinni.
Fimmtán milljarða
aukning á launakostnaði
Flokkurinn bendir á að starfs-
mannafjöldi Reykjavíkurbogar hafi
aukist um 2 þúsund manns á núver-
andi kjörtíma og launakostaður
aukist um 15 milljarða króna.
„Setjum ráðningarstopp á borg-
ina sem leiðir af sér náttúrulega
fækkun starfsmanna. Við ætlum að
fara í heildarendurskoðun á starfs-
mannastefnu borgarinnar með það
að markmiði að lækka launakostn-
að m.a. með fækkun starfsmanna í
stjórnsýslunni en án þess þó að
skerða lögbundna þjónustu borg-
arinnar,“ segir m.a. í stefnuskrá
Miðflokksins.
Þá vill flokkurinn endurskoða
reglur og málsmeðferð skipulags-
og byggingaryfirvalda til að ein-
falda kerfið, draga úr flækjustigi
og óþarfa töfum. Á sama tíma verði
afgreiðslu mála flýtt og biðtími
styttur.
Vilja ná
tökum á
skuldunum
- Miðflokkurinn
kynnir stefnu sína
Miðflokkurinn Sigmundur Davíð
formaður og Ómar Már Jónsson.
„Það hefur gengið í raun ótrúlega
vel að koma körlunum í gang aftur.
Við æfðum vel í fyrrahaust þó að
við værum ekki með tónleika þá,
það kom sér vel núna,“ segir Stefán
R. Gíslason, stjórnandi Karlakórs-
ins Heimis í Skagafirði, en kórinn
stígur á svið í menningarhúsinu
Miðgarði nk. fimmtudagskvöld.
Kórónuveirufaraldurinn hefur
komið í veg fyrir tónleikahald hjá
Heimi, líkt og mörgum öðrum kór-
um landsins, og biðin því meira en
tvö ár. Tónleikar kórsins eru hluti
af dagskrá Sæluviku Skagfirðinga,
sem sett var á Sauðárkróki í gær.
Á dagskránni verða innlend og
erlend kórlög og í forföllum Thom-
as R. Higgerson leikur Valmar
Väljaots á píanóið. Thomas hefur
verið undirleikari Heimismanna í
31 ár og aldrei misst af tónleikum
fyrr en nú.
Fjölbreytt dagskrá er á Sæluviku
að vanda. Leikfélag Sauðárkróks
frumsýndi í Bifröst í gærkvöldi
gamanleikritið Nei ráðherra, eftir
Ray Cooney, í leikstjórn Jóels Sæ-
mundssonar. Fyrirhugaðar eru alls
sex sýningar til 6. maí.
Kvennakórinn Sóldís var með
tónleika í Miðgarði í gærkvöldi þar
sem aðgangur var ókeypis. Í kvöld
er kirkjukvöld í Sauðárkrókskirkju
þar sem kirkjukórinn syngur undir
stjórn Rögnvaldar Valbergssonar.
Alla Sæluvikuna er Sólon, félag
myndlistarfólks í Skagafirði og ná-
grenni, með sýningu í Gúttó er
nefnist Litbrigði samfélags. Nánari
upplýsingar um dagskrá Sæluviku
er á vefnum saeluvika.is.
Tveggja ára bið eftir Heimi
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Heimismenn Kórinn á tónleikum í Hörpu fyrir fimm árum.
- Sæluvikutónleikar í Miðgarði í Skagafirði á fimmtudag
2022