Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 25.04.2022, Síða 16

Morgunblaðið - 25.04.2022, Síða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. APRÍL 2022 Sími 555 2992 og 698 7999 • Við hárlosi • Mýkir liðina • Betri næringar- upptaka Náttúruolía sem hundar elska Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta. Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við mælum með Dog Nikita hundaolíu. Páll Ingi Haraldsson EldurÍs hundar Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda • Gott við exemi • Betri og sterkari fætur FUNDUR MEÐ ODDVITUM Í REYKJAVÍK Samtök um betri byggð efna til fundar með oddvitum allra framboða til borgarstjórnar Reykjavíkur n.k. mánudag 25. apríl frá kl. 17:00 – 19:00 á Kex Hostel. Fundarefnið eru baráttumál samtakanna á sviði borgarskipulagsins. Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Búast má við líflegum umræðum og fjölda fyrirspurna úr sal. Stjórn Samtaka um betri byggð Morgunblaðið grein- ir frá því í síðastliðinni viku að geta Selfoss- veitna til að afhenda heitt vatn til nýbygg- inga í Sveitarfélaginu Árborg sé komin að þolmörkum. Er þar vísað til bréfaskrifta embættismanna sveit- arfélagsins sem virðast ekki eiga aðra leið en slíka til að opinbera áhyggjur sínar af vissulega alvarlegri stöðu. Þessi staða er með hreinum ólík- indum í ljósi þess hve núverandi meirihluti og bæjarstjóri þeirra hefur hvatt verktaka til aukinnar byggingar íbúða- og atvinnuhúsnæðis, vitandi að staða grunninnviða sé í raun ekki að þola slíka uppbyggingu. Það er veru- lega óábyrgt af þeirra hálfu að hafa ekki hlustað á ráðleggingar starfs- manna sveitarfélagsins í þessum efn- um. Það er langt gengið þegar emb- ættismenn eru opinberlega farnir að senda minnisblöð sín á milli til að vekja athygli á stöðunni. Samkvæmt ábendingum mann- virkja- og umhverfissviðs Árborgar er nú þegar búið að gefa leyfi fyrir um 549 nýjum íbúðum. Hitaveitukerfið þolir ekki nema um 417 íbúðir. Því er eðlilegt að velta fyrir sér hvert verið sé að stefna. Eða er yfir höfuð til ein- hver skýr stefna hjá meirihlutanum, þar sem mannvirkja- og umhverfis- svið bendir sömuleiðis á að framboð skólahúsnæðis og annarra sambæri- legra innviða þurfi að skoða ítarlega í ljósi fjölgunar íbúa og aukinna bygg- ingaráforma í sveitarfélaginu? Og þetta er kallað farsælt samstarf. Maður veltir því eðli- lega fyrir sér hvort yfir- vofandi sé framkvæmda- stopp í sveitarfélaginu strax á þessu ári. Það hef- ur grafalvarlegar afleið- ingar fyrir stöðu sveitar- félagsins, sem skv. fjár- hagsáætlun reiðir sig á áframhaldandi sölu lóða til að mæta útgjaldaaukn- ingu sem virðist óstöðv- andi hjá þeim sem nú halda um stjórn- artaumana. Gæti slíkt framkvæmda- stopp mögulega þýtt að sveitarfélagið verði að endurgreiða lóðir eða verði einfaldlega skaðabótaskylt sé horft til þeirrar fjárfestingar sem fjölskyldur og fyrirtæki hafa lagt í? Þetta eru vinnubrögð sem D-listinn í Árborg stendur ekki fyrir. Kjörnir fulltrúar eiga að horfa fram á veginn, hlusta á sérfræðinga og fagaðila og hafa ráð þeirra til hliðsjónar við ákvarðanir þegar mótuð er framtíðar- sýn, samfélagi okkar og íbúum þess til heilla. Er uppselt í Árborg? Eftir Braga Bjarnason Bragi Bjarnason » Þessi staða er með hreinum ólíkindum í ljósi þess hve núverandi meirihluti og bæjar- stjóri þeirra hefur hvatt verktaka til aukinnar byggingar íbúða- og atvinnuhúsnæðis Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg. Í grein minni sem birtist í Morgun- blaðinu 20. apríl sl. sagði ég frá því að árið 2018 lagði Flokkur fólksins fram tillögu um að borgin tryggði eftirlit með framkvæmd reglugerðar um há- vaðamengun í borg- inni og að henni yrði fylgt til hins ýtrasta. Aðdragandinn að framlagningu tillögunnar var sá að íbúar höfðu kvartað til borg- aryfirvalda og sagt að ekki væri svefnfriður vegna hávaða frá næturklúbbunum á svæðinu. Hér er vísað í næturklúbba sem eru opnir til klukkan hálffimm á nótt- unni með tilheyrandi hávaða og götupartíum. Mér var að sjálfsögðu ljúft og skylt að vekja athygli á málinu á vettvangi borgarstjórnar enda vill Flokkur fólksins hlusta á fólkið í borginni. Núverandi borgar- stjórnarmeirihluti lét sér hins veg- ar fátt um finnast og tillaga Flokks fólksins um að reglugerð um há- vaðamengun verði fylgt er enn föst í kerfinu. Reglugerðin sem hér um ræðir snýr að borgaralegum réttindum en henni hefur einfaldlega ekki verið framfylgt sem skyldi. Þess utan stangast leyfi fyrir þjónustu- tíma skemmtistaða á við þau lög að allir íbúar eigi rétt á svefnfriði frá kl. 23 til 7 að morgni, óháð búsetu (sbr. jafnræðisregluna). Hvað er til ráða? Hér er ekki verið að tala um að banna næturklúbba. Flokkur fólksins hefur skoðað þessi mál með fjölmörg- um aðilum, bæði íbúum og þeim sem annast næturklúbbana. Flestir eru sammála um að fyrsta skrefið sé að fylgja gildandi reglugerð, lækka hávaðann og draga úr bassanum. Setja þyrfti upp hljóðmæla sem notaðir yrðu á sama hátt og eftirlitsmyndavélar. Sú tækni er til staðar að ef skemmtistaðir færu yfir ákveðin hávaðamörk slær rafmagnið ein- faldlega út hjá viðkomandi sam- komustað. Ef lög og reglur eru brotnar þurfa þeir sem ábyrgðina bera að sæta einhverjum viður- lögum eins og gengur. Að öðrum kosti eru lög og reglur bara dauður bókstafur. Til þess að eigendur skemmti- staðanna missi ekki of stóran spón úr aski sínum er mikilvægt að fá fólk til að mæta fyrr út á lífið. Ef staðið er saman að slíkum breyt- ingum myndi markaðurinn án efa aðlaga sig breyttum afgreiðslutíma. Mottóið ætti að vera: Eftir eitt ei heyrist neitt! Nauðsynlegt er að setja næturstrætó í gang til að koma fólki aftur heim til sín. Ráða næturlífsstjóra Þjóðráð væri einnig að ráða næt- urlífsstjóra sem héldi utan um þennan málaflokk, þ.m.t. kvartanir, og sá hefði auk þess eftirlit með að reglugerðum og lögum sé fram- fylgt. Skemmtanalífið í Reykjavík og „hagkerfi næturlífsins“ er það umfangsmikið að ekki veitir af. Það virðist vera lítið ef nokkurt samtal milli stofnana sem þessi mál heyra undir – borg, lögregla, heilbrigðis- eftirlit, vinnueftirlit, byggingareft- irlit og sýslumaður. Ef allt þetta væri komið á eitt borð væri mun auðveldara að hafa yfirsýn og sjá hvar grípa þyrfti inn í með aðgerð- um og úrræðum eftir því sem þykja þurfi. Skoða aðra staðsetningu Samhliða þessum breytingum yrði unnið að uppbyggingu á svæði fyrir utan almenna íbúabyggð, t.d. utarlega á Grandanum eða í ein- hverju öðru iðnaðarhverfi, þar sem fólk getur skemmt sér eins og það vill án þess að ónáða aðra. Þá gæti lögreglan einnig haft betra eftirlit með því að allt fari vel fram. Skilgreind svæði Næturlífsstjórinn gæti t.d. gert drög að skipulagsbreytingum sem miða að því að hólfa skemmtanalífið niður. Það má hugsa sér mismun- andi hljóðsvæði frá 1-5, en á „partí- svæði“ mætti hávaðinn (innandyra) vera mikill og opið langt fram á nótt. Hljóðsvæði 4-5 þar sem hávaði er mestur þyrfti að vera í fjarlægð frá íbúabyggðinni. Svæði 1-2 mættu vera í hjarta miðbæjarins en stað- irnir dreifðari en nú er og yrði þeim sett ströng skilyrði um hljóð- vist: engir útihátalarar, lítil sem engin hljóðmengun frá stöðunum út á götur og aðeins opið til kl. 1. Þetta eru allt hugmyndir sem Flokkur fólksins setur fram og sem vel mætti ræða. Hljóðsvæði 3 gæti t.d. verið kyrrðarsvæði þar sem fólk getur verið eitt með sjálfu sér eða fjöl- skyldu og vinum. Hugað væri vand- lega að hljóðvist á þessum stöðum og allt kapp lagt á að hafa þá sem vistkænasta. Flokkur fólksins hefur ávallt lagt áherslu á samráð og að unnið sé með borgarbúum og öllum þeim sem hagsmuna eiga að gæta í því máli sem um ræðir hverju sinni. Nauðsynlegt verður að fá umsagnir frá íbúum og öðrum rekstraraðilum á svæðinu áður en stórar ákvarð- anir eru teknar og taka á tillit til þeirra eins og kostur er. Hagsmunamál margra Þessi mál þurfa að komast í lag sem fyrst. Margir hafa hagsmuna að gæta, ekki eingöngu íbúarnir, heldur einnig hátt á sjötta tug hót- ela og gistiheimila á svipuðu svæði og þessir skemmtistaðir eru. Mið- bærinn tilheyrir þjóðinni allri, enda eru þar mörg af helstu kennileitum íslenskrar þjóðmenningar. Ég vil standa með öllum borgar- búum sem eiga um sárt að binda vegna þess að borgaryfirvöld hafa neitað að hlusta, neitað að skilja og virðast eingöngu vilja þagga óþægi- leg mál niður. Það verður að finna raunhæfar lausnir á þessu máli. Nýjar lausnir á næturvanda í miðbænum Eftir Kolbrúnu Baldursdóttur »Margir hafa hags- muna að gæta, ekki eingöngu íbúarnir, held- ur einnig á sjötta tug hótela og gistiheimila á svipuðu svæði og þessir skemmtistaðir eru. Kolbrún Baldursdóttir Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur og skipar 1. sæti á lista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.