Morgunblaðið - 25.04.2022, Síða 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. APRÍL 2022
✝
Eva Sóley
Rögnvalds-
dóttir var fædd í
Ólafsfirði þann 21.
febrúar 1943. Hún
lést þann 13. apríl
2022 í faðmi fjöl-
skyldunnar á heim-
ili sínu að Hömrum í
Mosfellsbæ. For-
eldrar hennar voru
þau Auður Jóns-
dóttir, f. 24. janúar
1904, d. 12. apríl 1974, og Rögn-
valdur Þorleifsson f. 4. október
1903, d. 11. apríl 1984. Systur
Evu eru Sesselja Rögnvalds-
dóttir, f. 29. maí 1930, d. 2. októ-
ber 1983, og Þórgunnur Rögn-
valdsdóttir, f. 10. maí 1936, d. 6.
desember 2020. Eftirlifandi maki
Evu Sóleyjar er Magnús Sveins-
son, f. 28 júlí. 1939. Börn þeirra
eru Cecilía Magnúsdóttir, f. 7.
desember 1972, maður hennar er
Örn Arnarson f. 17. janúar 1966,
þau eiga fjóra syni,
þá Viktor Örn,
Brynjar Magnús,
Árna og Örn. Íris
Magnúsdóttir, f. 8.
september 1975,
hún á tvö börn, þau
Evu Sóleyju og
Ægi. Sveinn Snorri
Magnússon, f. 7.
september 1979,
kona hans er Elín
Málmfríður Magn-
úsdóttir, f. 19. ágúst 1981, þau
eiga þrjú börn, Laufeyju Sigur-
birnu, Magnús og Cecilíu Ólöfu.
Börn Magnúsar frá fyrra hjóna-
bandi eru Guðrún Magnúsdóttir,
f. 14. maí 1958, d. 20. febrúar
1994, dætur hennar eru Katrín
Dögg og Sigríður Amanda. Sig-
urjón Magnússon, f. 26. október
1960, d. 24. júlí 2009.
Útförin fer fram frá Bessa-
staðakirkju í dag, 25. apríl 2022,
klukkan 12.
Elsku mamma mín.
Það er ótrúlega sárt að geta
ekki átt meiri tíma með þér, því all-
ar stundir með þér voru yndisleg-
ar. Lukkan mín var að eiga þig
sem móður, því betri móður er
ekki hægt að hugsa sér. Ótrúlega
dugleg, vinnusöm, með ljúfa og
hlýja nærveru sem fólk sóttist í að
vera nálægt. Pínu prakkari og
stutt í hlátur, glens og gleði. Þú
hvattir mig alltaf til fara í allt
skemmtilegt sem á vegi mínum
varð, nýta öll tækifæri og njóta
lífsins til hins ýtrasta. Þú varst
alltaf til staðar fyrir mig og börnin
mín. Varst alltaf svo glöð að sjá
mig. Þú kenndir mér að sjá það fal-
lega í öllu og öllum. Þú elskaðir
form og liti náttúrunnar, liti him-
insins og haustsins og það elska ég
líka. Þú kvartaðir aldrei, það var
bara alltaf allt yndislegt eða „alveg
yndislegt“ eins og þú sagðir svo
oft.
Það eru endalausar minningar
sem ég á um þig elsku mamma
sem ég er svo þakklát fyrir, þú ert
mín fyrirmynd í lífinu. Takk fyrir
allt.
Hver minning dýrmæt perla
að liðnum lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni
af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki
var gjöf, sem gleymist eigi,
og gæfa var það öllum,
er fengu að kynnast þér.
(Ingibj. Sig.)
Elska þig að eilífu.
Þín dóttir
Cecilía.
Elsku mamma mín hefur nú
kvatt þennan heim. Það er svo
sárt og erfitt að missa þig elsku
besta mamma mín. Fallegri sálu
var vart hægt að finna, þín fegurð
bæði innan sem utan, skein ávallt
svo fallega í þínum augum og fal-
lega, ljúfa brosi. Ég er svo ein-
staklega þakklát fyrir þann tíma
sem ég fékk með þér, fyrir þína
óendanlegu ást og umhyggju,
tryggð, hlýju og ljúfleika. Þú
varst svo einstök í alla staði og
einkenndist alla þína tíð af já-
kvæðni, hlýju, hjálpsemi og kær-
leik í garð annarra og alltaf
studdir þú mig í öllu, kenndir mér
að elska, meta það sem ég hef og
sjá það fallega og jákvæða í öllu. Í
sorginni og söknuðinum finn ég
styrk og hlýju í yndislegum minn-
ingum um þig, ásamt þeirri til-
hugsum um endurfund ykkar
systra og fjölskyldu, þar sem þú
hefur öðlast frið og ró. Ég veit þú
dansar þar með þessum ljúfu
englum sem tekið hafa á móti þér
með mikilli ást og opnum örmum.
Elsku mamma ég veit þér líður
vel nú og að þú sækir mig með
sama hætti þegar minn tími kem-
ur. Þangað til mun ég með ást og
sorg í hjarta, hugsa til þín í fal-
legum landslögum, litum og nátt-
úru, sem á minni leið munu birt-
ast. Síðustu samtölin okkar
einkenndust mikið af spjalli um
fegurð náttúrunnar og litadýrð
gróðurs og himins. Ég skynjaði
þar eitthvað himneskt sem á kall-
aði, þegar þú oftar en ekki lýstir
fallegu útsýni með litadýrð og
blómum í blómstrun. Það var róin
og einlægnin i orðum þínum. Ég
er svo þakklát fyrir að hafa fengið
að vera þér við hlið og að fá að
halda í hönd þína þegar þú kvadd-
ir okkur. Elsku mamma, takk fyr-
ir allt, ég elska þig af öllu hjarta.
Til himnaríkis ég sendi,
þér kveðju mamma mín.
Á því virðist enginn endi,
hve sárt ég sakna þín.
Þú varst mín stoð og styrkur,
þinn kraftur efldi minn hag.
Þú fældir burtu allt myrkur,
með hvatningu sérhvern dag.
Nú tíminn liðið hefur,
en samt ég sakna þín.
Dag hvern þú kraft mér gefur,
ég veit þú gætir mín.
(Steinunn Valdimarsdóttir)
Móðir mín var einnig mikið
elskuð, kærleiksrík amma og var
hún einmitt viðstödd fæðingu
dóttur minnar, sem skírð varð í
höfuð bestu manneskjunnar í
mínu lífi, henni móður minni.
Urðu þær nöfnur mjög nánar og
brölluðu ýmislegt saman í gegn-
um árin, bæði á Íslandi og í Dan-
mörku. Fimm árum seinna eign-
aðist ég son minn sem öðlaðist
sama sterka kærleik, gleði og
nærveru móður minnar. Mamma
var þeim svo náin, einstaklega
dýrmæt og mikilvæg manneskja,
alveg eins og hún alltaf hefur
reynst mér. Elsku mamma og
amma, þú býrð alltaf í hjörtum
okkar. Við elskum þig af öllu
hjarta.
Amma kær, ert horfin okkur hér,
en hlýjar bjartar minningar streyma
um hjörtu þau er heitast unnu þér,
og hafa mest að þakka, muna og
geyma.
Þú varst amma yndisleg og góð,
og allt hið besta gafst þú hverju sinni,
þinn trausti faðmur okkur opinn stóð,
og ungar sálir vafðir elsku þinni.
Þú gættir okkar, glöð við undum hjá,
þær góðu stundir blessun, amma kæra.
Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá
í hljóðri sorg og ástarþakkir færa.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Með ást og sorg í hjarta kveðj-
um við um sinn.
Þín
Íris, Eva Sóley og Ægir.
Núna er ein hjartahlýjasta
manneskja sem ég hef kynnst
fallin frá, mín elskulega tengda-
mamma.
Þegar ég kynntist Sveini
tókstu mér og Laufeyju með opn-
um örmum. Þú varðst strax
amma hennar og gerðir allt fyrir
okkur mæðgur til að okkur liði
sem best hjá ykkur. Okkar á milli
ríkti gagnkvæm virðing og ein-
stök tengsl, enda datt ég í tengda-
mömmu lukkupottinn þegar ég
kynntist Sveini. Þú sást hluti sem
aðrir sáu ekki og þykir mér óend-
anlega vænt um það.
Þegar ég var ólétt af Magga
sótti ég mikið til þín, reyndar svo
mikið að ég takmarkaði heim-
sóknir mínar við annan hvern
dag, bara svo ég væri ekki alla
daga hjá þér. Það var svo gott að
koma til þín, í öryggið og hlýjuna
hjá þér.
Þessa hlýju fundu allir sem
kynntust þér og börnin okkar
sóttu mikið í þig. Þú varst alltaf
boðin og búin að aðstoða okkur.
Þegar við bjuggum í Danmörku,
vorum við mjög heppin að hafa
ykkur þar líka og nálægt okkur
og gerðum við ýmsa skemmtilega
hluti saman. Þú varst mikill
stuðningur við okkur og þar verð
ég að nefna þegar þú fluttir til
okkar, oftar en einu sinni, og
hugsaðir um börnin á meðan ég
var grasekkja og vann fram á
nætur í ársuppgjöri eða í vinnu-
ferðum, algjörlega ómetanlegt að
hafa þig sem okkar bakland.
Þegar við komum í heimsókn
til þín í Danmörku bakaðirðu
kleinur og eldaðir dýrindismat,
það var alltaf eitthvað gott til hjá
þér. Við áttum nokkur sameigin-
leg áhugamál, fannst gaman að
lesa ástarsögur sem við deildum
gjarnan með hvor annarri og Cec,
fara á loppemarkaði og svo má
ekki gleyma hvítvíninu „okkar“.
Elsku Eva, takk fyrir allt sem
þú hefur verið mér og mínum. Þú
varst sannkallaður engill.
Hvíldu í friði
Elín Málmfríður
Magnúsdóttir.
Þeir sem alist hafa upp í sjáv-
arþorpi á landsbyggðinni þar sem
nálægðin við náttúruöflin og
mannlífið hafa mótað aðstæður
allar skynja sífellt betur hvað um-
hverfið og mannlífið þar hefur
markað djúp spor í sálartetrið og
myndað órjúfanleg tilfinninga-
tengsl við fólkið og æskustöðv-
arnar. Þegar ég minnist Evu Sól-
eyjar frænku minnar og kærrar
vinkonu leitar hugurinn til æsku-
áranna í faðmi fjallanna háu,
bröttu og tignarlegu við fjörðinn
okkar, Ólafsfjörð. Umhverfið í
firðinum, fegurð náttúrunnar og
torvelt aðgengi, sem stappaði
nærri einangrun, þjappaði okkur
saman og var í senn leikvangur
okkar í æsku og starfsvettvangur.
Þá var ekki sjónvarp, engar tölv-
ur eða samskiptamiðlar og bara
ein útvarpsrás. Samt var alltaf
nóg við að vera. Leikir komu í
stað fjölmiðlanna og snemma var
tekið til hendi í atvinnulífinu,
enda nálægðin við sjóinn og lífs-
björgina mikil.
Aðeins tvö ár voru á milli okkar
frændsystkinanna og áttum við
sameiginlegt að vera yngst
þriggja systkina sem voru okkur
talsvert eldri. Það átti sinn þátt í
að æsku- og mótunarárin í þessu
einstaka samfélagi hnýttu
tryggðarbönd sem aldrei slitnuðu
þótt á stundum væri landfræðileg
vík milli vina.
Eva var skarpgreind, glaðvær
og orðheppin en fór aldrei mikinn.
Hún tranaði sér ekki fram en setti
sitt mark á umræður og gleðskap
með sinni hlýlegu framgöngu.
Hún hafði sérlega hnyttna frá-
sagnargáfu og átti til að leika sér
með nöfn, orð og orðatiltæki og
gefa þeim spaugilega merkingu.
Hún var einstaklega skapgóð og
jákvæð, skipti sjaldan ef nokkurn
tímann skapi og hafði einstakt lag
á að sjá atburði í spaugilegu ljósi.
Nokkurt rof varð í samfundum
okkar á menntaskólaárum Evu
en endurnýjuðust af miklum
krafti að þeim loknum. Þegar hún
fór í Kennaraskólann flutti hún
suður og leigði þá á fyrstu starfs-
árum sínum sem kennari íbúð á
horni Hringbrautar og Hofsvalla-
götu í Reykjavík ásamt tveimur
vinkonum úr MA. Þar varð fljótt
samanstaður glaðværra vina og
er margra ógleymanlegra stunda
að minnast sem seint verða að
fullu þakkaðar.
Eva gekk ekki að öllu leyti heil
til skógar á lífsleiðinni. Á unga
aldri greindist hún með sykursýki
sem fylgdi henni alla tíð. Hún tók
þessum vágesti af æðruleysi svo
sem henni var eðlislægt og lét
hann ekki hamla starfi né einka-
lífi. Trygglyndi hennar, skaphöfn
og lyndiseinkunn gerðu hana að
framúrskarandi kennara og upp-
alanda. Hún bar mikla umhyggju
fyrir nemendum sínum og var
yndislegt að heyra hana tala um
dúllurnar sínar í skólanum. En
„dúllurnar“ hennar voru þó fyrst
og fremst börnin hennar, tengda-
börn, barnabörn og eiginmaður
sem eiga nú við sáran söknuð að
stríða. Megi Guð gefa þeim hugg-
un í sorg sinni.
Við Elísabet og Guðrún systir
þökkum henni af alúð samfylgd
og trygga vináttu og kveðjum
hana með broti úr ljóði Lárusar
bróður míns sem þekkti hana og
systur hennar svo vel:
Aldrei er undarlegt
orð
Hvað er aldrei?
Aldrei hefur aðeins
eina merkingu
Liðnar stundir
lifna aldrei aftur.
En minningin lifir!
Þórleifur Jónsson.
Komið er að kveðjustund.
Nú er hún Eva Sóley, hin ljúfa,
góða vinkona okkar, farin yfir í
sumarlandið þar sem hún syngur
nú með sinni engilfögru rödd og
spilar eflaust undir á gítar. Það er
mjög sárt að kveðja hana en vista-
skiptin voru óumflýjanleg, hún
var orðin of veik. Þessi þrautseiga
vinkona okkar með bjarta brosið
kvartaði aldrei þrátt fyrir lang-
varandi heilsubrest: „Nei nei, ég
hef það gott,“ var viðkvæðið þeg-
ar spurt var um heilsu hennar.
Eva átti góða fjölskyldu og Magn-
ús eiginmaður hennar og börnin
þeirra þrjú sinntu henni af ástúð
og umhyggju þar til yfir lauk.
Eva var frá Ólafsfirði en við
tvær kynntumst í miðskóladeild-
inni í MA og tókum landspróf
saman. Við urðum iðulega sam-
ferða í skólann neðan af Oddeyri,
vetrarveðrin voru oft válynd;
hausinn í veðrið og áfram gakk,
alltaf skóli hvernig sem viðraði,
Eva vílaði ekkert fyrir sér.
Skemmtilegast var þegar raf-
magnslaust var vegna veðurs, þá
var ball við kertaljós á sal skólans
til að hægt væri að hafa auga með
þeim sem bjuggu á heimavistinni.
Við létum okkur ekki vanta og
fórum með betri fötin í poka og
höfðum fataskipti á gömlu vist-
inni þar sem nokkrir skólafélagar
bjuggu. Við lásum saman undir
próf við ýmsar aðstæður, t.d. uppi
á þaki á skúr – og vorum þá fyrst
og fremst í sólbaði. Eva var mikil
sunddrottning með afreksstig í
sundi (hvalsmerkið) og hún var
besti uppspilarinn í blakliði mið-
skóladeildar sem varð blakmeist-
ari skólans eitt árið.
Síðan hófst hinn hefðbundni
menntaskóli og þá fjölgaði svo um
munar í vinahópnum. Skólaárin
voru tími þroska og lífsgleði og þá
var stofnað til ævilangrar vináttu
við skólafélagana. Eva naut sín
vel í hópnum, kát, glettin og
trygglynd. Minningarnar eru
margar og bjartar og þær spíg-
spora með manni alla ævi. Meðal
annars var stofnaður sauma-
klúbburinn Flittige hænder og
tavse munde (FHOTM) sem hef-
ur haldið saman alla tíð og gert
sér margt til skemmtunar og
dægrastyttingar. Innan klúbbs-
ins starfar svo Hannyrðaháskóli
Hlínar (HHH). Eva var kennara-
menntuð og eftir að farsælum
kennsluferli lauk bjuggu þau hjón
í Danmörku í allmörg ár. Þangað
heimsóttum við þau og fengum
konunglegar móttökur. Skóla-
systur í Frakklandi voru líka sótt-
ar heim og ekki má gleyma ferð-
um okkar um allt land til að skoða
bernskustöðvar skólasystranna
og leita rótanna. Á hverju ári fer
FHOTM í sumarbústað og þar er
boðið upp á „kokdilli“, hátíðar-
kvöldverð í glæsiklæðum og dans.
Einnig er farið árlega á Maska að
vestfirskum sið í furðufötum. Á
meðan Eva bjó í Danmörku var
kappkostað að hafa þessa við-
burði þegar hún var stödd hér
heima. Eva var hvers manns hug-
ljúfi og gleðigjafi. Hennar mottó
var: Lífsgleði njóttu svo lengi sem
kostur er.
Veistu ef þú vin átt
þann er þú vel trúir
og vill þú af honum gott geta.
Geði skaltu við þann blanda
og gjöfum skipta,
fara að finna oft.
(Úr Hávamálum)
Við kveðjum þessa yndislegu
og skemmtilegu vinkonu okkar
með trega og sendum Magnúsi,
börnum, barnabörnum og
tengdabörnum innilegar samúð-
arkveðjur.
F.h. FHOTM,
Karlína (Kalla) Malmquist.
Eva Sóley
Rögnvaldsdóttir
Tengdafaðir minn til 48 ára,
Skúli Sigurgeirsson, er látinn, 92
ára að aldri. Mér skildist á sögum
sem hann sagði okkur að það hafi
ekki verið mulið neitt sérstaklega
undir hann á æsku- og unglings-
árum, frekar en aðra. Hann fékk
lömunarveiki á barnsaldri og var
bæklaður á fæti, sem háði honum
nokkuð allt hans líf.
Hann vann alla sína stafsævi,
52 ár, hjá Iðnaðardeild Sam-
Skúli
Sigurgeirsson
✝
Skúli Sig-
urgeirsson
fæddist á Akureyri
27. júní 1929. Hann
lést á hjúkr-
unarheimilinu Lög-
mannshlíð 14. apríl
2022.
Útför hans fer
fram frá Akureyr-
arkirkju í dag, 25.
apríl 2022, klukkan
13.
bandsins í vefdeild-
inni í gömlu verk-
smiðjunum á
Gleráreyrum. Einn-
ig vann hann auka-
vinnu við teppalögn
hjá Dóra vini sínum
slíp og Sigurði í
Teppalandi og ef það
dugði ekki tók hann
næturvaktir í skip-
um Eimskips þegar
þau voru í höfn á Ak-
ureyri. Aldrei heyrði ég hann hall-
mæla nokkrum manni, þótt stund-
um hafi verið þörf á.
Veiði átti hug hans allan, lax-
og silungsveiði, að maður tali ekki
um trilluútgerðina, en hann átti
trillur frá unga aldri. Marga veiði-
túra fórum við saman í Eyja-
farðará, Fnjóská, Skjálfandafljót
og vestur á Skaga. Hann átti
gamla verbúð niðri við dokkina við
Slippinn í mörg ár en þegar þær
voru rifnar um aldamótin byggð-
um við saman ásamt öðrum fyrstu
verbúðina niður á bakkanum við
smábátahöfnina á Óseyri. Þaðan
reri hann á Víkur-Geira meðan
kraftar leyfðu.
Síðustu þrjú-fjögur ár voru
honum svolítið erfið. Sjónin dapr-
aðist hratt og líkamlegur kraftur
þvarr, en í huganum var hann allt-
af að veiða og á sjó. Nokkrum dög-
um fyrir andlátið bað hann dætur
sínar að finna sjóstangirnar og
veiðihjólin því hann ætlaði á sjó
með góðum mönnum, alltaf sami
hugurinn í þeim gamla. En nú hef-
ur hann siglt í átt að Sumarland-
inu og örugglega bundið trilluna
við baujuna á Hörgárgrunninu og
krakað þar í fiski. Svo siglir hann
Víkur-Geira inn í Sumarlandið,
þar bíður Didda eftir honum, búin
að smyrja og hella upp á.
Sigldu í friði gamli.
Einar Ólafsson.
Nú kveðjum við ástkæran afa
okkar sem við vorum svo heppin
að eiga lengi að. Afi var alveg ein-
stakur, algjört gull af manni.
Hann var okkur góð fyrirmynd,
glaðlyndur, hlýr, rólegur og yfir-
vegaður. Hann hafði ótal marga
kosti sem við barnabörnin nutum
góðs af og var það okkur mikil
gjöf að fá að alast upp í kringum
þau afa og ömmu.
Afi var mikill húmoristi og kaus
frekar að sjá það spaugilega í líf-
inu. Því var mikið gantast og hleg-
ið og oft voru góðar sögur og atvik
rifjuð upp. Hann kom reglulega
með fleygar setningar og sniðuga
frasa sem við notum enn óspart.
Afi hafði gaman af því að fylgjast
með boltanum og var alltaf gaman
að horfa á leik með honum. Hann
var iðulega með góða tónlist á fón-
inum, raulaði eða blístraði með og
smitaði léttleika allt í kring. Afi
vildi hafa sveiflu í lífinu og hélt því
mikið upp á þau Louis Arms-
trong, Ellu Fitzgerald og Frank
Sinatra. Í verbúðinni ómuðu hins
vegar íslensku sjómannalögin og
stemningin eftir því. Veiðiferðir
með afa voru toppurinn á tilver-
unni frá því við vorum börn og eig-
um við margar góðar minningar
frá þeim ferðum. Nú hefur afi
siglt út fjörðinn í hinsta sinn á
fund ömmu og hugsum við með
þakklæti og hlýju í hjarta til
þeirra beggja.
Hrafnhildur, Orri, Sigríður
Ásta, Skúli og Margrét.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
vinkona, amma og langamma,
EDDA LAUFEY PÁLSDÓTTIR,
Fróðengi 1, Reykjavík,
áður til heimilis að
Hafnarbergi 16, Þorlákshöfn,
lést á Landspítalanum við Hringbraut laugardaginn 16. apríl.
Útförin fer fram frá Þorlákskirkju þriðjudaginn 26. apríl klukkan
13. Streymt verður frá útförinni á laef.is/edda-laufey-palsdottir.
Hlekk á streymi má einnig nálgast á mbl.is/andlat.
Laufey Elfa Svansdóttir Tor Ulset
Páll Kristján Svansson Kristín Berglind Kristjánsd.
Guðrún I. Svansdóttir Bjarni Jónsson
Árni Vilhjálmsson
barnabörn og barnabarnabörn