Morgunblaðið - 25.04.2022, Qupperneq 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. APRÍL 2022
✝ Davíð Scheving
Thorsteinsson
fæddist 4. janúar
1930. Hann lést 8.
apríl 2022.
Foreldrar Davíðs
voru hjónin Magnús
Scheving Thor-
steinsson, f. 4.10.
1893, d. 31.10. 1974,
bankaútibússtjóri á
Ísafirði og verk-
smiðjueigandi, og
Laura Scheving Thorsteinsson, f.
Havstein, f. 22.10. 1903, d. 5.10.
1955, píanókennari.
Systkini Davíðs eru: Gyða, f.
1930, d. 2018, Erla, f. 1936, d.
2017, og Gunnar Magnús, f. 1945.
Hálfbróðir Davíðs samfeðra var
Hilmar Foss, f. 1920, d. 2013.
Fyrri kona Davíðs var Soffía
Mathiesen, f. 3.8. 1930, d. 7.1.
1964, húsmóðir og kennari, dótt-
ir Jóns Mathiesen, kaupmanns í
Hafnarfirði, og konu hans, Jak-
obínu Mathiesen, f. Petersen.
Börn Davíðs og Soffíu eru: 1)
Laura, f. 1954, hjúkrunarfræð-
ingur, gift Magnúsi Pálssyni við-
skiptafræðingi og dætur þeirra
eru: Soffía, maki hennar er Sal-
var Geir Guðgeirsson og dóttir
þeirra er Embla Sóley; Björg,
maki Tryggvi Þór Hilmarsson,
börn Tryggva eru Lea Karítas og
Logi Karl og Perla, maki hennar
er Guðmundur Lúther Hall-
grímsson. 2) Hrund, f. 1957,
hjúkrunarfræðingur, gift Gunn-
ari Ingimundarsyni viðskipta-
fræðingi og börn þeirra eru Dav-
isfræði við Háskóla Íslands. Hann
hætti því námi ári síðar og tók til
starfa í fyrirtæki föður síns sem
þá hét Smjörlíki hf., síðar Smjör-
líki-Sól hf. Þar starfaði hann til
ársins 1995. Hann tók við rekstri
fyrirtækisins 1964 þegar faðir
hans lét af störfum.
Davíð var formaður nefndar
sem samdi reglur um starfshætti
hlutafélaga á Íslandi, og þær regl-
ur eru núna orðnar reglur Kaup-
hallar Íslands. Hann sat í stjórn
Félags íslenskra iðnrekenda
1968-1974, og var formaður 1974-
1982, sat í stjórn Vinnuveitenda-
sambands Íslands, í fram-
kvæmdastjórn Samtaka atvinnu-
lífsins og varaformaður
1978-1990, formaður bankaráðs
Iðnaðarbankans 1982-1989, vara-
maður í bankaráði Landsbanka
Íslands 1972-1980, varamaður í
bankaráði Seðlabanka Íslands
1980-1993 og aðalmaður í stjórn
bankans 1993-1998.
Davíð sat í stjórn og var for-
maður Rauða kross Íslands um
árabil og sat í stjórn Minning-
arsjóðs frú Stefaníu Guðmunds-
dóttur 1984-2006. Davíð var for-
maður ráðgjafarnefndar Íslands
hjá EFTA, ræðismaður Írlands og
síðar aðalræðismaður 1977-2018
og formaður Ræðismannafélags
Íslands 2007-2018. Davíð var
sæmdur fálkaorðunni árið 1982.
Davíð lét sig þjóðfélagsmál
varða og átti meðal annars sæti í
miðstjórn Sjálfstæðisflokksins.
Árið 2009 fékk hann frels-
isverðlaun SUS og í rökstuðningi
með þeim sagði að hann hefði
„allan starfsferil sinn farið
ótroðnar slóðir í íslensku við-
skiptalífi“.
Útför Davíðs fer fram í Dóm-
kirkjunni í Reykjavík í dag, 25.
apríl 2022, klukkan 13.
íð, eiginkona hans er
Nína Björg Arn-
björnsdóttir, og börn
þeirra eru Kjartan,
Kolbrún, Soffía
Hrund og Gunnar
Óli; Jakob; Soffía,
maki Jón Dagur
Þorsteinsson, og
Magnús, maki Glódís
Ylja Hilmarsdóttir.
3) Jón, f. 1963,
stærðfræðingur,
kvæntur Ragnheiði Harðardóttur
lögfræðingi og börn þeirra eru
Vera og Ari.
Seinni kona Davíðs er Stefanía
Svala Borg, f. 24.11. 1940, hús-
móðir og læknaritari, dóttir Geirs
Borg framkvæmdastjóra og konu
hans Guðrúnar Ragnars Ólafs-
sonar frá Akureyri.
Börn Davíðs og Stefaníu eru: 1)
Magnús, f. 1968, viðskiptafræð-
ingur, kvæntur Þóreyju Eddu
Heiðarsdóttur sálfræðingi og
börn þeirra eru: Davíð, maki hans
er Ásdís Brynja Ólafsdóttir og
eiga þau dótturina Diljá; Hekla og
Þór. 2) Guðrún, f. 1971, barna-
læknir. Dóttir hennar er Eyrún
Jóhannsdóttir. Faðir Eyrúnar er
Jóhann Ragnar Guðmundsson,
fyrrverandi sambýlismaður Guð-
rúnar. 3) Stefanía, f. 1986, stærð-
fræðingur. Sambýlismaður henn-
ar er Jóhann Torfi Ólafsson
sölustjóri og börn þeirra eru
Tómas Torfi, Sólveig Svala og Jó-
hann Jökull.
Davíð lauk stúdentsprófi frá
MR árið 1949 og hóf nám í lækn-
Elsku pabbi minn, quo vadis,
hvað geri ég nú?
Frá því ég man fyrst eftir mér
hefur þú verið klettur í tilveru
minni, sem alltaf var hægt að
treysta á. Það varst þú sem ég
gat alltaf sótt ráð til, og þú varst
aldrei, það ég man, ráðalaus.
Þú sagðir oft að ekkert okkar
á neitt nema það sem við höfum
gefið af okkur til annarra. Pabbi
minn, á þann mælikvarða ert þú
sá allra ríkasti. Ævi mín hefur
verið full af hamingju og ást sem
að miklu leyti kemur frá þér,
beint eða óbeint. Beint hvað
snertir allt sem þú gafst mér af
veraldlegum gæðum. Hitt, sem
er þó miklu þýðingarmeira, hve
mikið þú gafst mér af sjálfum
þér, af tíma þínum og hve
óþreytandi þú alltaf varst að tala
við mig, útskýra og fræða og þau
miklu og góðu áhrif, sem þú
hafðir á mig, og reyndar alla sem
þér kynntust, með fordæmi þínu.
Ég vona að mér takist að vera
mínum börnum, þó ekki væri
nema brot af því sem þú hefur
verið mér. Um þig pabbi minn
má með sanni segja:
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Það er mér ósegjanlega erfitt
að hugsa til þess að nú lifi ég í
veruleika þar sem ég get ekki
leitað til þín og talað við þig,
faðmað þig og kysst – en ég held
fast í það sem Winston Churchill
sagði eitt sinn og þú sagðir mér:
„Þetta er ekki endirinn,
Þetta er ekki byrjunin á end-
anum,
Heldur er þetta endirinn á
byrjuninni.“
Þangað til næst elsku pabbi
minn.
Steffí yngri.
Stefanía.
Mér er enn í fersku minni
þegar ég hitti Davíð tengda-
pabba fyrst. Á heimleið úr vinnu
kom hann við niðri í MR og sótti
Hrund. Ekki veit ég hvernig
honum leist á síðhærða táning-
inn sem var að eltast við dóttur
hans. Við heilsuðumst og þrátt
fyrir öran hjartslátt fann ég
strax þessa hlýju nærveru sem
einkenndi fas hans alla tíð.
Kynni okkar Davíðs ná yfir
hartnær hálfa öld og tengdust
bæði leik og starfi. Með námi
vann ég um hríð í Sól og síðar
hjá Félagi íslenskra iðnrekenda.
Þá voru umbrotatímar í íslensk-
um iðnaði, fyrirtækin þurftu að
búa sig undir aukna samkeppni.
Skipulögð var ferð til Asíu í því
skyni að kynna sér hvað önnur
lönd væru að gera til að efla sinn
iðnað. Einstök ferð og sérstak-
lega gaman að ferðast með og
kynnast Davíð við þessar að-
stæður og sjá hversu mikillar
virðingar hann naut meðal ferða-
félaga og hvað hann gaf mikið af
sér í ferðinni.
Smjörlíki-Sól var vaxandi
fyrirtæki og hann vakinn og sof-
inn í því að finna leiðir til að efla
það enn frekar með þróun nýrra
vara og með því að taka upp
ýmsar tækninýjungar. Einkum
vakti athygli mína hversu vel
hann var að sér um allt sem laut
að virkni hvers kyns véla. Þessi
áhugi hans á vélum og sjálfvirkni
kom m.a. fram í því að hann vildi
leita allra leiða til auðvelda sölu-
mönnum að gera reikninga og
losna við handavinnu. Við fórum
saman á sýningu í Chicago til að
finna slíkan búnað. Úr varð að
hann festi kaup á vél- og hug-
búnaði og fjármagnaði nauðsyn-
legar breytingar til að uppfylla
allar kröfur hérlendis. Sams kon-
ar búnaður má nú teljast stað-
albúnaður, en var nýjung hér-
lendis á þeim tíma. Í sömu ferð
kynntist ég líka enn betur tón-
listaráhuga Davíðs. Hann leitaði
uppi hvar væri spilaður alvöru-
jazz og þangað var haldið.
Þegar við nokkrir félagar
ákváðum að stofna hugbúnaðar-
fyrirtæki um miðjan 9. áratuginn
ákváðum við að fá fjárfesta til
liðs við okkur. Við leituðum til
Davíðs, hann tók vel í það og
stakk upp á fleirum. Á ýmsu
gekk á fyrstu árum fyrirtækisins
og þau voru mörg samtölin sem
ég átti við Davíð um reksturinn.
Hann gaf sér alltaf tíma, þrátt
fyrir miklar annir, hlustaði vel og
beindi manni í réttar áttir. Þessi
hollráð voru mér reynslulitlum
mikils virði.
Heilindi og traust voru Davíð í
blóð borin. Það kom vel fram
þegar hann vann að samninga-
málum fyrir vinnuveitendur á
sínum tíma. Hann ávann sér
traust og vináttu forystumanna
verklýðsfélaganna og annarra á
vinstri væng stjórnmálanna.
Ferð okkar með þeim Steffí til
Windsor fyrir þremur árum til
Davíðs og fjölskyldu er eftir-
minnileg og kemur upp í hugann
við þessi tímamót og dýrmætt að
hafa átt þá daga saman. Davíð
naut sín einstaklega vel á þess-
um sögufræga stað, rifjaði upp
söguna og stríðið, sem hann
hafði mikinn áhuga á og var hon-
um ofarlega í huga í seinni tíð.
Hann slakaði vel á, skoðaði sig
um, gaf sig að barnabarnabörn-
unum og teiknaði sögurnar sem
hann sagði þeim.
Með þakklæti og fallegar
minningar í huga kveð ég Davíð
tengdapabba.
Gunnar (Gunni).
Afi var alla tíð kallaður afi
Davíð á mínu heimili og ég fékk
þann heiður að heita í höfuðið á
honum. Ég fékk líka að njóta
þess að fylgja honum í rúmlega
fjörutíu ár. Við afi vorum góðir
félagar og gerðum ýmislegt sam-
an í gegnum árin. Hann tók alltaf
vel á móti manni, var glaður að
sjá mann og hafði einstakt lag á
því að vekja áhuga ungs manns á
ýmsum hlutum eins og stang-
veiði, bókalestri, kvikmyndum,
tónlist, fyrirtækjarekstri og góðu
lífi. Afi kunni sannarlega að lifa
vel, hann naut lífsins og fékk
mann til þess að langa að gera
slíkt hið sama.
Afi bauð mér í rótarý á hverju
ári milli jóla og nýárs og í kjöl-
farið fórum við félagarnir saman
og keyptum flugelda til að
sprengja í Mávanesinu á áramót-
um. Úr Mávanesinu á ég ýmsar
góðar minningar af því að
gramsa í bókum í kjallaranum
eða horfa, frekar ungur drengur,
á hugljúfar kvikmyndir á borð
við Jaws og Indiana Jones, með
popp og töluvert magn af sæl-
gæti. Ég átti sömuleiðis fjöl-
margar góðar stundir með afa í
bústaðnum á Þingvöllum þar sem
við veiddum af bryggju eða fór-
um út á bát.
Mér þótti alltaf sérstaklega
gaman og tilkomumikið að fá að
koma upp í Sól, hitta afa á skrif-
stofunni þar sem mér var tekið
opnum örmum og fá að kíkja inn í
verksmiðju. Hann var glaður í
vinnunni eins og annars staðar
og það var annað starfsfólk líka.
Löngu síðar vann ég í Sól að
sumri til sem ungur maður og
kynntist þá mörgum sem þekktu
afa. Það kom í ljós eins og við var
að búast að allir sem höfðu unnið
fyrir hann höfðu á honum miklar
mætur.
Ein skemmtilegasta minningin
okkar er frá því þegar afi og
amma Steffí komu ásamt foreldr-
um mínum að heimsækja okkur
fjölskylduna þegar við bjuggum í
Windsor á Englandi. Það var
vorið 2019 og börnin mín fengu
þá tækifæri til þess að kynnast
afa betur, hlusta á sögurnar hans
og auðvitað horfa á bannaðar bíó-
myndir.
Afi hafði einstaka frásagnar-
gáfu, hann hafði unun af bókum,
veiði, jazz, klassískri tónlist, góð-
um mat og ostum og í raun öllu
þessu litla og stóra sem gefur líf-
inu lit og gildi. Hann kenndi mér
að allt getur verið áhugavert ef
maður leggur sig eftir því og að
lífið er til þess að lifa því. Takk
fyrir allt saman afi minn.
Davíð Gunnarsson.
Það er erfitt og sárt að kveðja
afa Deux Voff. Við söknum hans
mikið og minnumst hans með
þakklæti og ást. Afi var einstak-
ur. Hann var skemmtilegastur og
fróðastur allra manna. Í okkar
augum var hann risastór að inn-
an sem utan og lýsti upp um-
hverfi sitt hvert sem hann fór.
Hann hafði hlýja nærveru og það
var ekki annað hægt en að líða
vel í kringum hann. Hann hafði
ávallt glaðlegt blik í auga og stutt
var í brosið hans einstaka. Afi sá
alltaf það besta í öllum og öllu.
Skemmtilegar og ómetanlegar
minningar streyma fram þegar
við hugsum til hans. Við minn-
umst ótal góðra samverustunda
með afa og ömmu í Ásbúð og
Hreiðrinu. Við lögðum kapal með
afa og spiluðum rommí með
ömmu. Að kúra hjá afa og „passa
bakið hans“ var best. Afi var hinn
mesti grillmeistari og ófáar voru
veislumáltíðirnar sem hann grill-
aði handa okkur. Afi átti enda-
laust af bókum, var sílesandi og
naut þess að sýna okkur bæk-
urnar og segja okkur frá þeim.
Hann var frábær sögumaður og
sagði ótrúlega skemmtilega frá.
Hann kunni óteljandi margar
sögur; þjóðsögur, draugasögur
og skemmtisögur. Þegar hann
sagði sögur voru lýsingarnar svo
líflegar að okkur fannst við stödd
inn í þeim. Afi hafði einnig gam-
an af kvikmyndum og góðu sjón-
varpsefni. Við gátum setið í sóf-
anum og horft á mynd eftir mynd
með afa. Svo gaman var að
stundum þótti foreldrum okkar
nóg um þegar við, á unga aldri,
höfðum horft á bæði Jaws og
Pulp Fiction með afa.
Eftirminnilegar eru líka heim-
sóknir hans og ömmu til Parísar
þegar við bjuggum þar. Afi hafði
brennandi áhuga á sögu, menn-
ingu og öllu sem á vegi hans varð.
Við fórum í fjölmarga göngutúra
um götur Parísar og oftar en
ekki gekk hann langt á undan
okkur, svo ákafur var hann.
Stundum týndum við honum í
þessum göngutúrum því hann
var kominn inn í áhugaverða búð
eða kominn með súkkulaði eða
lakkrís í hönd. Eins ferðalögin
okkar á seinni árum til Suður-
Frakklands og Korsíku. Þá var
afi kominn á níræðisaldur en var
síkátur, jákvæður og afar áhuga-
samur um nýja staði og hluti.
Hann veigraði sér ekki við að
ganga langa vegu til að fá gott að
borða enda var hann einstakur
matmaður og elskaði góðan mat.
Hann elskaði góða osta og gott
súkkulaði. Hann hafði þó mest
gaman af því að gefa með sér og
allir urðu að smakka myglaða
ostinn, nýja súkkulaðið, besta
lakkrísinn eða annað góðgæti.
Við vissum alltaf hvað afa
þótti vænt um okkur. Hann var
okkur einstaklega góður og bar
hag okkar fyrir brjósti á allan
hátt. Okkur þykir óendanlega
vænt um afa. Við munum geyma
hann í hjarta okkar alla tíð og
kveðjum hann full saknaðar og
þakklætis. Takk fyrir allt, elsku
afi okkar.
Davíð, Hekla og Þór.
Elsku afi. Það er sárt að
kveðja mann með svona bjart
bros, gefandi nærveru og ein-
staka hlýju. Afa okkar á Land
Cruiser-jeppanum, sem táknaði í
huga okkar spennandi ævintýri
enda var ferðinni yfirleitt heitið
á Lyngbrekku, með nauðsynlegu
stoppi í ísbúðinni í Mosfellsbæ.
Ekki var verra að fara í ævin-
týraheiminn í Mávanesinu, velja
mynd úr risastóru Disney-safn-
inu, tína rifsber í garðinum og
fara svo í billjard í kjallaranum.
Eitt af því sem alltaf var hægt
að ganga að vísu var hve glað-
lega og hlýlega þú tókst á móti
okkur við öll tilefni. „Hæ elsk-
an,“ var kveðjan þín til okkar og
það fór ekki á milli mála hvað þú
varst glaður að sjá okkur. Tilbú-
inn með hlýjan faðminn, nýjar
sögur og fullkomlega orðaða
viskumola til að miðla til okkar.
Til dæmis þegar þú útskýrðir
fyrir okkur að viðkvæmni væri
styrkleiki. Þú varst fróðleiksfús
sögumaður af guðs náð sem
skildir bæði hið stóra og smáa.
Svo varstu líka gæddur þeim fá-
gæta eiginleika að geta hent
fram frábærri sögu sem hæfði
hvaða tilefni sem er. Stundum
sagðirðu okkur af litríkum Róm-
arkeisurum til forna, sem við
gátum dregið lærdóm af, en við
önnur tilefni fórstu vandlega yfir
örlög Garúnar og djáknans á
Myrká með miklum tilþrifum
þannig að hrollur fór um okkur.
Einna skemmtilegast var samt
að hlusta á þig tala um okkar
samfélag, uppvöxt þinn í Reykja-
vík á umbrotatímum, heyra þig
skamma pólitíkusana fyrir kol-
rangar ákvarðanir og veltast svo
um af hlátri yfir kómísku sam-
ferðafólki. Ætli þú hafir ekki
kunnað einna best við þig sitj-
andi í hægindastólnum, með
hálsklút úr silki, umvafinn fjöl-
skyldunni að segja góða sögu?
Elsku afi. Takk fyrir allar
stundirnar, takk fyrir að kynna
okkur menningarsöguna og gefa
okkur allar bækurnar. Takk fyr-
ir að hvetja okkur til að ferðast,
læra meira, hlusta oftar á Moz-
art og Beethoven. Þú ert fyr-
irmynd hjá okkur öllum, jákvæð-
ur, sanngjarn, drífandi,
hugmyndaríkur, brautryðjandi –
en alltaf hlýr og fyndinn. Þú
auðgaðir tilveru okkar og fyrir
það verðum við ávallt þakklátar.
Blessuð sólin elskar allt, allt með
kossi vekur;
haginn grænn og hjarnið kalt hennar
ástum tekur.
Geislar hennar út um allt eitt og sama
skrifa
á hagann grænan, hjarnið kalt:
himneskt er að lifa!
(Hannes Hafstein)
Hvíl í friði elsku afi Davíð.
Soffía, Björg og Perla.
Davíð, elskulegi bróðir minn,
er látinn.
Ég var bara fimm ára gamall
þegar ég var með mömmu og
pabba við Gullfoss og vildi vita
hvort ég gæti hoppað yfir foss-
inn. Þau sögðu að það gæti ég
ekki, fossinn væri allt of stór en
þá sagði ég að Davíð bróðir gæti
það alveg.
Já, allt frá fyrstu tíð leit ég
upp til stóra bróður og gerði það
alla tíð í þau 77 ár sem við áttum
saman.
Davíð bróðir sagði við mig fyr-
ir nokkrum árum að það væri
merkilegt að hann myndi ekki
eftir einu einasta tilfelli þar sem
við hefðum rifist og sýnir það
betur en nokkuð annað það
traust og þá vináttu sem batt
okkur saman frá fyrstu tíð.
Davíð bróðir var sannkallaður
gleðigjafi hvar sem hann var og
hvert sem hann fór og alltaf var
hann reiðubúinn að rétta þeim
hjálparhönd er þess þurftu með.
Í návist hans leið öllum svo vel
að jafnvel þungbrýnustu menn
urðu fyrir því að í sálu þeirra og
andliti tóku sig upp gömul bros.
Davíð bróðir kom víða við í
störfum sínum fyrir íslenskan
iðnað og landið okkar og fór þar
ekki troðnar slóðir enda kom
hann ótal mörgu góðu til leiðar
og því er til framfara horfði en
um það allt munu þeir minnast
sem eftir lifa og með honum
stóðu í þeim orrustum.
Ég kveð þig elsku bróðir með
einlægri þökk fyrir árin 77, það
voru forréttindi að eiga þig að
sem bróður og vin. Ég á eftir að
sakna þín svo mikið.
Ég bið góðan Guð að vernda
og hughreysta Steffí og öll börn-
in ykkar, barnabörnin og barna-
barnabörnin.
Gunnar Magnús.
Elsku Davíð frændi.
Það var gaman að rekast á þig
fyrr á árinu fyrir utan heimili
foreldra minna í Sjálandi í
Garðabæ, er þú varst úti í heilsu-
göngu enda búsettur rétt hjá
þeim.
Sem fyrr varstu ljúfur og
hress og brostir þínu blíðasta
sem fyrr.
Það rifjast upp ótrúlega fal-
legar og góðar minningar frá
okkar kynnum enda áttirðu rík-
an þátt í að koma mér til manns
er ég vann öll mín táningsár í
fjölskyldufyrirtækinu Sól hf. sem
þú veittir forstöðu á sinum tíma.
Þegar þú réðst átrúnaðargoð
mín á þessum tíma, Jón Pál Sig-
marsson, sterkasta mann í heimi,
og Lindu Pétursdóttur, fegurstu
konu í heimi, sem talsmenn
Svala-drykkjarins þá fannst mér
þú svalasti gaur í heimi.
Þegar þú svo neitaðir að virða
bjórbannið fræga og tókst með
þér bjórkippu gegnum tollinn og
komst af stað lagabreytingu, þá
var ljóst í mínum huga að þú
varst algjör snillingur.
Ekki hef ég tölu hversu oft ég
gisti hjá ykkur í Mávanesinu um
helgar á mínum uppvaxtarárum
enda við Magnús sonur þinn allt-
af eitthvað að bralla saman. Mik-
ið rosalega var alltaf gaman hjá
okkur. Þú varst eflaust með eitt
stærsta VHS-vídeóspólusafn Ís-
lands á þessum tíma og Clint
Eastwood-kúrekamyndirnar,
Dirty Harry og James Bond, við
gátum endalaust legið yfir þessu.
Ekki má gleyma lærdómnum
þegar þú heyrðir að ég væri að
fara með fjölskyldu minni til
Flórída, en þá kenndir þú mér að
fara varlega að busla í sjónum
með því að láta mig horfa á nýút-
komna „fiski-mynd“ eins og þú
kallaðir hana sem hét Jaws. Ég
sýndi ábyrgð, einbeitti mér að
því að busla bara í hótellauginni
á Flórída í þessari ferð og skildi
lítið í fólki að busla þarna í stór-
hættulegum sjónum.
Vinátta ykkar pabba er svo al-
veg sérkapítuli en fallegri
„bræðravináttu“ hef ég ekki séð.
Ég ætla að kveðja þig með fal-
legri sannri sögu, Davíð minn, en
ég þurfti að fara á sjúkrahús í
Covid-faraldrinum enda VIP-
sjúklingur eins og pabbi og
stefnum við báðir á Platinum-að-
ild enda fastagestir þar vegna
ýmissa hrakfalla eins og við feðg-
ar erum þekktir fyrir.
Ég þurfti að fara í röntgen og
skoðanir í bak og fyrir og hjúkr-
unarkonan horfði mikið á mig og
spurði svo: „Tengdist þú Sól hf. í
Davíð Scheving
Thorsteinsson