Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - 25.04.2022, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 25.04.2022, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. APRÍL 2022 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ EMPIRE VARIET Y SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI STÓRKOSTLEG NÝ FJÖLSKYLDUMYND ÚR TÖFRAHEIMI HARRY POTTER. 75% U S A TO D AY 89% 92% AF TÓNLIST Ragnheiður Eiríksdóttir heidatrubador@gmail.com Tónlistarhátíðin Heima var haldin í sjöunda sinn á mið- vikudagskvöldið var í Hafn- arfirði. Það eru kostir og gallar við hátíðir sem settar eru upp á þennan hátt. Fjöldamörg heimili á víð og dreif um miðbæ Hafnarfjarðar bjóða upp á tónleika og framboðið er því fyrsta flokks. Dökka hliðin er svo lúxusvandamálið að það er svo margt að gerast á sama tíma að maður er alltaf að missa af einhverju frábæru, alveg sama hvar maður er. Eina leiðin til að halda sönsum er að ákveða upphafsreit og spila svo bara af fingrum fram og vonast til að enda á réttum stað á réttum tíma. Það var auðveld ákvörðun að hefja kvöldið í Fríkirkjunni klukkan átta þar sem Vintage Caravan lék sitt blúsaða og göruga rokk með töluvert fleiri ómstríðum nótum en í hefðbundnum sálmasöng. Ég hafði ákveðið að hlusta á King Crimson í strætó á leiðinni til að hressa mig örlítið við og sú ákvörðun reyndist hárrétt fyrir þetta band. Hljóm- sveitin er orðin mun proggaðri en þegar ég sá hana síðast spila löngu löngu fyrir heimsfaraldur. Ég gleymdi líka að fá mér kaffi áður en ég hljóp út heima hjá mér og var satt best að segja pínulítið orkulaus þegar ég mætti í kirkjuna. Ég var þó komin tímanlega og settist fremst og gluggaði í bók og vonaði að ég myndi vakna við hæfilegan skammt af rokki og svei mér ef ég var ekki bara bænheyrð. Frá fyrsta lagi, í raun og veru fyrstu tónunum í fyrsta laginu, fékk ég rokkið beint í smettið af fullum þunga. Ég þurfti öðru hverju að nudda augun til að fullvissa mig um að það væru ábyggilega bara þrír hljóðfæraleik- arar að spila í einu. Einbeitt og rosa- lega þétt og vel æfð Vintage Cara- van er alveg á við þrjá bolla af espressó og ég hresstist því með hverju laginu. Hljómsveitin hóf tón- leikana á lagi í hægari kantinum en svo var eins og trukkurinn næði skriðþunga og ég þurfti að hafa mik- ið fyrir því að standa ekki upp á kirkjubekknum og headbanga í Á réttum stað á réttum tíma Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Þotuhreyfill „Það sem hafði verið trukkur í kirkjunni var nú orðið að flugvél og það sem í kirkjunni var öflug bílvél var nú orðið að þotuhreyfli,“ segir í pistli um Vintage Caravan á hátíðinni Heima. Hér er hún í kirkjunni. lokalögunum. Ég var sem sagt vökn- uð og nú var að kíkja í dagskrána og sjá hvað væri að byrja næst sem væri spennandi. Stútfull stofa Rapparinn klári Blaz Roca var um það bil að hefja leik, einungis um sjö mínútna gangur samkvæmt Google Maps og kannski jafnvel fimm mínútur ef maður hleypur svo- lítið í lokin þegar maður er farinn að heyra í tónleikunum og vill ekki missa af miklu. Úr kirkju þar sem rokkið fyllti út í vængina yfir í heimahús þar sem stofan var troð- full af fólki sem allt kunni textana og öskraði þá með. Þannig var stemmn- ingin þegar ég mætti beint í „Elsk- um þessar mellur“ og hér stóð fólk nú þegar uppi á öllu sem standandi var uppi á af húsgögnum. Ég held ég hafi aldrei séð jafnmargt fólk inni í einni stofu. Ég þakkaði fyrir að vera lágvaxin og grannvaxin og ein- hvern veginn smeygði ég mér fremst til að sjá gullsleginn og glott- andi rapparann sem kunni að láta öllum í þessari stofu finnast þeir vera í mikilvægasta partýi ald- arinnar. Hann gerði jafnt grín að sjálfum sér og öllum hinum og það var alltaf afskaplega góðlátlegt. Hann myndi pottþétt vinna ef keppt væri í fyndnasta rappara Íslands, en ef vel er rýnt í textana er margt há- pólitískt og spekingslegt í bland við blautlegar djammsögur. Hver slag- arinn af öðrum hljómaði og allir voru að fá sér, og svo keyrðu þeir þetta í gang. Auðvitað var uppklapp og hvað er þá betra en að skella í eitt gamalt og gott frá Rottweiler: „Þér er ekki boðið“ í fjöldasöng í stútfullri stofu í Hafnarfirði. Þetta gerðist í alvöru, mig var ekki að dreyma, en ég hefði getað farið heim eftir þetta. Í staðinn var kíkt í prógrammið og nú var gugusar að hefja leik í um fjögurra mínútna fjarlægð, ef gengið var rösklega. Gugusar hefur þróast mikið sem tónlistarmaður síðan hún vann til verðlauna á Músiktilraunum árið 2019, en þá var hún kosin Raf- heili Músiktilrauna fyrir flotta og frumlega raftónlist. Það var skrýtið að sjá hana inni í stofu hjá bláókunn- ugu fólki eftir að vera nýbúin að horfa á giggið hennar á Aldrei fór ég suður á Ísafirði um páskahelgina, þar sem hún lék fyrir troðfullum tónleikasal í geggjuðu sándi og frá- bæru ljósasjói. Þar voru hennar aðdáendur mættir til að dansa og syngja með. Hérna í Hafnarfirði var róleg og yfirveguð sófastemmning en áhorfendum líkaði vel og hlustun var afskaplega góð. Tónleikar gugusar voru tölu- vert lágstemmdari en það sem ég var nýbúin að sjá en hún var í fíling og dansaði og söng ásamt því að leika sér á snúningsbrettinu sínu, sem ég fékk að prófa eftir gigg og hélt engu jafnvægi á. Hún notaði þetta gigg til að prufukeyra nokkur ný lög og síðasta lagið sem hún spil- aði, „Annar séns“, kemur út í maí og er þrusuflottur indí-raf-dans- smellur. Laglínur og trommubít koma manni á óvart og þarna er greinilega ungur tónlistarmaður í örum vexti. Með hitapoka á hálsinum Sem betur fer gat ég setið á gu- gusar og safnað smá kröftum því ég hafði ákveðið, eftir að rýna svolítið meira í dagskrána, að best væri að loka hringnum í þessum ratleik með því að sjá seinni tónleika Vintage Caravan, sem nú lék í heimahúsi. Það var reyndar í hinum enda bæj- arins en með hjálpsemi rúntara mætti ég nokkrum mínútum áður en sveitin hóf leik. Hér var ekki alveg eins troðið og í rapppartýinu ógur- lega, enda var stofan einfaldlega miklu stærri. Ég reyndi að sitja framan af en svo náði rokkið mér. Það sem hafði verið trukkur í kirkj- unni var nú orðið að flugvél og það sem í kirkjunni var öflug bílvél var nú orðið að þotuhreyfli. Ég dansaði og headbangaði og hripaði öðru hverju niður orð á stangli sem áttu að minna mig á eitthvað mjög mikil- vægt um tónleikana þeirra, en að skrifa og dansa á sama tíma er erf- iðara en að segja það og svo lak sviti yfir allt og það voru því ólæsileg og samhengislaus orð á stangli sem skiluðu sér. Ekki að það komi neitt að sök, það er mér í fersku minni þegar ég söng með í lögunum sem ég hafði heyrt í kirkjunni og hoppaði og skoppaði í stað þess að sitja kyrr og hugsa um það. Þetta tríó er ævin- týralegt. Ég sit nú heima hjá mér með hitapoka á hálsinum og hlusta á plöturnar þeirra. Þær eru fínar en komast ekki í hálfkvisti við það sem Vintage Caravan er á tónleikum. Ég missti ekki af neinu. Ég var á rétt- um stað á réttum tíma allt kvöldið. Tónlist er fær um að hreyfa við manni ef hún er gerð heiðarlega, af einbeitingu og með réttum ásetn- ingi. Ef tónlistarmenn vilja, geta þeir búið til svolítil ævintýri fyrir tónleikagesti sína. Allt þetta fékk ég að upplifa á Heima í Hafnarfirði. Takk fyrir tónlistina, hún er betri en allt kaffið í skápnum mínum. » Auðvitað var upp- klapp og hvað er þá betra en að skella í eitt gamalt og gott frá Rott- weiler: „Þér er ekki boð- ið“ í fjöldasöng í stút- fullri stofu í Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.