Morgunblaðið - 17.06.2022, Síða 6

Morgunblaðið - 17.06.2022, Síða 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 2022 Borgarholtsskóli mun bjóða nám í pípulagningum í haust en að sögn skólameistara hefur illa gengið að ráða kennara. „Það er búinn að vera svolítill þrýstingur; Tækniskólinn á mjög erfitt með að anna eftirspurn eftir náminu. Þau eru með miklu fleiri umsóknir en þau ráða við að taka inn, þannig að ráðuneytið leitaði til okkar,“ segir Ásta Laufey Aðal- steinsdóttir, skólameistari Borg- arholtsskóla. Var ákvörðun um að bjóða upp á námsleiðina tekin í sam- ráði við menntamálaráðuneytið og Tækniskólann. „Þetta er í rauninni allt gert í sam- vinnu við Tækniskólann. Við erum svolítið að taka kúfinn af þar og kannski kominn tími á að dreifa þessu aðeins til þess að minnka álag- ið þar og við erum bara mjög spennt.“ Ekki hefur þó gengið vel að ráða inn kennara í pípulagningum. „Það er vandamálið, en við erum með kennara í málmiðngreinum sem geta kennt flesta áfangana, en þó ekki alla.“ Enn hefur enginn nýr kennari verið ráðinn. „Við viljum gjarnan fá inn góðan kennara í pípulagningum sem gæti verið okkar stoð og stytta í að koma þessu af stað, einhvern með yfirumsjón,“ segir Ásta. „Ég held að þetta sé sama ástæða og það er erfitt að fá pípara,“ segir hún, spurð hvers vegna ráðning gangi illa. „Það er svo brjálað að gera, það er skortur á pípulagningarmönnum og þeir eru allir á kafi í vinnu úti um allt. En það að það er erfitt fyrir okkur að fá kennara er í raun ástæðan fyrir því að við erum að fara að kenna þetta.“ Ekki liggur fyrir hve margir hafa sótt um námið. „Þetta er svo nýtt, við settum þetta ekki inn í umsóknina þannig að það verður væntanlega ekki ljóst fyrr en í ágúst.“ Erfitt að ráða kenn- ara í pípulagningum - Pípulagningar verða kenndar við Borgarholtsskóla Morgunblaðið/Sigurður Bogi Nám Boðið verður upp á nám í pípu- lagningum við Borgarholtsskóla. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Hugur er kominn í starfsmenn Hvals hf. vegna komandi hvalver- tíðar, að sögn Jóns Storms Benja- mínssonar. Ljósmyndari Morg- unblaðsins hitti hann nýlega við starfsstöð fyrirtækisins í Hafnar- firði og smellti af honum mynd. „Ég vinn hér í Hafnarfirði á milli vertíða og geri flest sem til fellur,“ sagði Jón. Þeir sem vinna hjá Hval hf. í Hafnarfirði verka meðal annars súra hvalinn sem landsmenn þekkja vel og er löngu orðinn ómissandi á þorrahlaðborðum. Þeir sjóða hval- rengið og súrsa í mysu eftir kúnstar- innar reglum. Hjá Hval í Hafnarfirði starfar fastur kjarni allt árið og svo fjölgar starfsmönnum verulega þeg- ar vertíðin byrjar. Jón fór fyrst á hvalvertíð árið 2015. „Mér líkaði vel og ílengdist hér. Áður vann ég í vélsmiðju og þar áður í Norðuráli á Grundartanga í ellefu ár,“ sagði Jón. Hann er búsettur á Akranesi og sækir vinnu þaðan. Jón reiknaði með að færa sig yfir í hval- stöðina í Hvalfirði eftir næstu helgi til að undirbúa komandi vertíð. Þar þarf að prufukeyra tækin og passa að allt sé í lagi í vertíðarbyrjun. Það verður því aðeins styttra í vinnuna fyrir Jón þegar vertíðin hefst. Unnið er í dagvinnu í Hafnarfirði en á átta tíma vöktum í hvalstöðinni. Jón reiknar með að dvelja meira og minna í hvalstöðinni í sumar. Þar er vel búið að starfsmönnum og Jón fær þar herbergi og fullt fæði. Toppviðhald á búnaðinum „Það eru svaka miklar græjur í hvalstöðinni. Búnaðurinn er ekki al- veg nýr en allt í toppviðhaldi. Manni er farið að þykja vænt um þetta,“ sagði Jón. Hann sá um frystivél- arnar og ísframleiðsluna á síðustu vertíð. Jón sagði að hvalkjötið færi beint í frost en spikið er strax kælt með ís og flutt til Hafnarfjarðar þar sem það er fryst. Í sumar vinnur Jón í mjölbræðslu hvalstöðvarinnarog verður „þurrk- arakarl“. Mikill hiti er í kringum þurrkarann, eðli málsins samkvæmt. „Mér verður ekki kalt í sumar, það er óhætt að segja það,“ sagði Jón. Jón tók upp millinafnið Stormur þegar það var leyft. „Það gustaði oft af mér á yngri árum – var svolítið virkur! Þess vegna tók ég nafnið upp. Það var ekki orðið eins algengt þá og það er nú.“ Hugur kominn í menn vegna hvalvertíðar - Jón Stormur Benjamínsson fór fyrst á hvalvertíð 2015 Morgunblaðið/Hákon Jón Stormur „Það gustaði oft af mér á yngri árum – var svolítið virkur! Þess vegna tók ég nafnið upp. Það var ekki orðið eins algengt þá og það er nú.“ Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Landspítali ætlar að grípa til ráðstaf- ana til þess að sporna við frekari út- breiðslu kórónuveirusmits innan spít- alans. Grímuskyldu verður komið á og heimsóknir verða takmarkaðar. Staðan er snúin, að sögn yfirlæknis, en fjölgun innlagna Covid-veikra bætist ofan á annað álag á spítalanum og orlof starfsfólks. 30 smitaðir á 8 deildum „Við erum með 30 sjúklinga inni á átta deildum, þar af eru 28 í einangr- un, tveir á gjörgæslu og annar þeirra í öndunarvél. Það bættust við 16 síðast- liðinn sólarhring vegna innlagna og smita innanhúss,“ segir Már Krist- jánsson, yfirlæknir á smitsjúkdóma- deild Landspítala. Aðspurður segir Már að ekki hafi verið tekin ákvörðun um að færa spítalann upp á hættustig vegna ástandsins en það verður mögulega skoðað. Aftur grímu- skylda á LSH - Snúin staða vegna fleiri smita Morgunblaðið/Ásdís Covid Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítala. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@mbl.is Grunur er um tilfelli af berklum hér á landi og til skoðunar er hvort um fjölónæma berkla er að ræða. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Hann gerir ráð fyrir að senda þurfi sýni til útlanda til að staðfesta greininguna, en vit- að er um eitt tilfelli. „Það er bara í skoðun. Þetta er það sem hefur verið bent á, þegar það kemur meiri flóttamanna- straumur eins og núna undanfarið, þá er þetta eitthvað sem við getum búist við að sjá og það er tilfelli til skoðunar.“ Þórólfur segir það ekki nýtt að berklasmit greinist á Íslandi í seinni tíð, það hafi gerst reglulega síðustu ár. „Auðvitað er það erf- iðara þegar það greinast svona fjölónæmir berkl- ar og það er það sem er í skoðun.“ Þórólfur vill ekki tjá sig um uppruna smitsins en aðspurður hvort viðkomandi sé í einangrun segir hann: „Það er bara verið að gera alla réttu hlutina í kringum það.“ Fjölónæmir berklar hafa nokkr- um sinnum komið upp hér á landi en þeir eru ónæmir fyrir hefð- bundnum berklalyfjum og eru vax- andi vandamál í heiminum. Um er að ræða alvarlegan sjúkdóm sem erfitt og kostnaðarsamt er að með- höndla. Grunur um eitt fjöl- ónæmt berklasmit - Alvarlegur og erfiður sjúkdómur Þórólfur Guðnason

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.