Morgunblaðið - 17.06.2022, Síða 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 2022
295
Vinnuvettlingar
PU-Flex
Öflugar Volcan
malarskóflur
á frábæru
verði
frá 365
Glærir ruslapoka
Ruslapokar 120L
Ruslapokar 140L
Sterkir 10/50stk
1.995
Strákústar
mikið úrval
Öflug
stungu-
skófla
Garðverkfæri í miklu úrvali
Hakar, hrífur, járnkarlar, kínverjar, sköfur, skröpur, fíflajárn, fötur,
balar, vatnstengi, úðarar, stauraborar.........
Léttar og góðar hjólbörur
með 100 kg burðargetu
999Barna-
garðverk-
færi
frá 395
Ruslatínur
frá 295
Úðabrúsar
í mörgum stærðum
frá 995
Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is
Verkfæralagerinn
Mán.-fös. kl. 9-18, lau. kl. 10-17, sun. kl. 12-16
Garðslöngur
í miklu úrvali
Hrífur
Greinaklippur
frá 585
Burstar framan
á borvél 3 stk.
Mikið úrval af
garðstömpum
Fötur í
miklu úrvali
frá1.495
Laufhrífur
Í þinglok sönnuðust enn orð Bis-
marcks um að lög séu eins og
pulsur, best sé að vita sem minnst
um hvernig þau eru búin til. Hinum
reynda Birni Bjarnasyni blöskrar:
„Sú áferð sem þarna
birtist af þing-
störfum er ekki fal-
leg. Þingsköpin eru
hriplek þegar að því
kemur að halda uppi
sæmilegum aga.
Hrossakaup um
málefni stjórnar-
andstöðu ráðast
meira af hags-
munum þingflokks-
formanna hennar en
hvort unnt sé að
tryggja viðunandi
málsmeðferð. Þing-
mannamál liggja óafgreidd í nefnd-
um þangað til kemur að gerð „þing-
lokasamkomulags“. Þá er dustað
rykið af einhverjum málum og þess
krafist að þau fái flýtimeðferð.
- - -
Þingmenn stjórnarandstöðu sem
allan veturinn hafa staðið í
ströngu við að kalla eftir áliti sér-
fræðinga um stórt og smátt til að
tryggja „faglega“ meðferð þing-
mála standa nú í ræðustól og minna
á sjálfstæði þingmanna og þings,
það þurfi sko ekki að fá álit sérfræð-
inga ráðuneyta eða hlusta á kerfis-
karla og -kerlingar. Þingmenn eigi
að ráða!“
- - -
Brynjar Níelsson tekur í sama
streng: „Ómögulegt virðist að
ná samstöðu um að koma einhverri
reglu og aga á þingstörfin. Ríkis-
stjórn og meirihluti ná engum mál-
um í gegn nema stjórnarandstaðan
sætti sig við það.“
- - -
Fjöldi þingflokka greiðir ekki
fyrir þingstörfum, en þá þarf
að bregðast við, svo þingið sé starf-
hæft og löggjafarstarfið boðlegt.
Birgir Ármannsson forseti hlýtur
að huga að endurskoðun þingskapa.
Björn Bjarnason
Vinnubrögð og
virðing Alþingis
STAKSTEINAR
Brynjar Níelsson
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Kanadíski prófessorinn og sálfræðingurinn Jord-
an B. Peterson kemur fram í Háskólabíói 25. júní
næstkomandi. Þetta er í annað sinn sem hann
sækir Ísland heim, en fyrirlestur hans í Hörpu ár-
ið 2018 vakti nokkra athygli. Peterson er mjög eft-
irsóttur fyrirlesari og hefur birt vel á annað
hundrað vísindagreinar.
Bók hans, Maps of Meaning, bylti trúarbragða-
sálfræði, segir í kynningu um fyrirlesturinn, en
miðasala fer fram á tix.is. Bókin Tólf lífsreglur
kom út árið 2018 og hefur selst í meira en fjórum
milljónum eintaka.
Gunnlaugur Jónsson stendur að komu Peter-
sons, líkt og fyrir fjórum árum. Hann segir pró-
fessorinn ekki hika við að taka slaginn í umræðu
nútímans, oftar en ekki gegn pólitískum rétttrún-
aði. Þannig komst hann í fréttir vestanhafs er
hann gagnrýndi frumvarp á kanadíska þinginu
sem gekk út á að skylda fólk m.a. til að nota ný-
tilbúin persónufornöfn um alls kyns ný kyn. Mætti
málflutningur Petersons mikilli andstöðu. Sjálfur
hefur hann sagt sig talsmann tjáningarfrelsis og
mótfallinn öllum öfgum og ofstæki.
Peterson aftur á leið til Íslands
- Umdeildur en eftirsótt-
ur fyrirlesari frá Kanada
Fyrirlesari Jordan B. Peterson á leið til landsins,
öðru sinni. Verður í Háskólabíói 25. júní nk.
Í dag, á þjóðhátíð 17. júní, verður
myndarleg lægð fyrir sunnan og
austan landið og henni fylgir nokk-
uð hvöss norðanátt þegar líður á
daginn. Áhrifa hennar gætir til
morguns, laugardags. Strengurinn
nær yfir allt landið og kemur til
með að rigna talsvert á Norður- og
Austurlandi, þar sem gæti komið
slydda og jafnvel rigning upp til
fjalla. Þetta segir Einar Svein-
björnsson, veðurfræðingur hjá Veð-
urvaktinni, í samtali við Morgun-
blaðið.
Veðrið gengur niður þegar kem-
ur fram á laugardag og þá verður
fremur hæglátt veður vestantil á
landinu. Um tíma mun jafnvel sjást
til sólar. Norðanáttin verður lengur
viðloðandi austantil, en veður lag-
ast mikið þegar líða fer á laugar-
daginn og þá um kvöldið.
Á sunnudag fer að rigna vestan-
og suðvestantil undir hádegi. Aust-
an- og norðanlands snýst hins veg-
ar í suðvestanátt og gerir þá sum-
arhlýindi með allt að 18-20 stiga
hita.
Rigning og lægð en svo
sólskin á Norðurlandi
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Akureyri Rigning fram á sunndag, en þá snýst í sólskin, blíðviðri og hita.