Morgunblaðið - 17.06.2022, Síða 12

Morgunblaðið - 17.06.2022, Síða 12
12 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 2022 Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is Viðgerðir // Bilanagreining // Varahlutir // Smurþjónusta Sérhæfð þjónusta fyrir Rótgróið fyrirtæki, starfrækt frá 1992 544 5151 tímapantanir Verið velkomin í sjónmælingu Hamraborg 10, Kópavogi, sími 554 3200 Opið: Virka daga 9.30–18, laugardaga 11-14 Logi Sigurðarson logis@mbl.is Hlutabréf Alvotech voru tekin til viðskipta í Nasdaq-kauphöllinni í New York í gær. Bréfin, sem eru skráð undir auðkenninu ALVO, ruku upp um leið og höfðu hækkað um 30% þegar viðskiptadagurinn var hálfnaður. Róbert Wessman, stjórnarfor- maður og stofnandi Alvotech, segir í samtali við Morgunblaðið að þetta hafi klárlega verið hans stærsta stund á 25 ára ferli í bransanum. „Ég held að þetta hafi verið hátind- urinn í morgun þegar við hringdum inn bjöllunni.“ Þrátt fyrir að markaðsaðstæður vestanhafs séu krefjandi um þess- ar mundir, telur Róbert að undir- liggjandi rekstur fyrirtækisins sé sterkur. Fyrirtækið sótti 175 millj- óna dollara fjárfestingu frá nýjum aðilum fyrir áramót og eftir það var fyrirtækið metið á um 2,25 milljarða dollara. „Við fórum í gegnum miklar verðmatsviðræður þegar menn komu inn með nýtt hlutafé. Til lengri tíma litið er undirliggjandi rekstur félagsins mjög sterkur. Við reiknum með að skila félaginu í hagnað eftir mitt ár 2023. Við erum ekki félag sem er tekjulaust í ein- hver ár, sem hafa kannski orðið verst úti í verðlækkunum,“ segir Róbert. Í fjárfestakynningu félagsins má sjá að fyrirtækið gerir ráð fyrir því að fimm- til nífalda tekjurnar á næstu fjórum árum. Fyrirtækið velti 40 milljónum dollara í fyrra og býst við því að velta á bilinu 85- 155 milljónum dollara í ár, að því segir í kynningunni. Hvað mun leiða þennan tekju- vöxt? „Árið 2025 reiknum við með að tekjur félagsins verði orðnar rúm- lega 800 milljónir dollara. Það ræðst fyrst og fremst af því að við verðum komin með fimm lyf á markað árið 2025. Það tekur um sex til níu ár að þróa eitt hlið- stæðulíftæknilyf. Við erum með átta lyf í þróun núna og bætum einu nýju lyfi í þróun á hverju ári. Þannig að vöxturinn fylgir því að við setjum lyfin okkar á markað.“ Líka skráð á Íslandi Inntur eftir því hvers vegna skráning í Bandaríkjunum varð fyrir valinu, svaraði Róbert því að einfaldlega væri langstærsti hluti lyfjaveltu í heiminum þar, eða yfir 50%. Alvotech verður einnig skráð á First North markaðinn hérlendis 23. júní. „Við reiknuðum með að það yrði áhugi á Íslandi og vildum auðvelda fjárfestum að eignast hluti í félag- inu til lengri tíma,“ segir hann og bætir því við að félagið sé íslenskt, með höfuðstöðvar hér og borgi skatta á Íslandi. Því hafi það legið fyrir að skrá félagið á markað á Ís- landi. Alvotech fór á markað í gær í gegnum sérhæft yfirtökufélag eða svokallað SPAC-félag. Róbert seg- ir að þessi leið hafi hentað fyrir- tækinu mun betur en frumskrán- ing. „Þessi SPAC leið gefur aðeins meiri sveigjanleika. Þeir sem koma inn sem nýir fjárfestar, ákveða á endanum verðmatið á félaginu,“ segir Róbert og bætir því við að í raun skipti leiðin á markað ekki máli þegar menn eru farnir að versla með bréfin. Alvotech er líftæknifyrirtæki sem einbeitir sér að þróun og framleiðslu á líftæknihliðstæðulyfj- um fyrir sjúklinga um allan heim. Félagið stefnir að því að verða leið- andi fyrirtæki á þeim markaði. Stærsta stundin á ferlinum Líftækni Alvotech var skráð á markað í Nasdaq-kauphöllinni í New York. - Alvotech skráð á markað í Bandaríkjunum - Bréfin ruku upp þrátt fyrir að markaðurinn lækkaði - Félagið verðmetið á 2,25 milljarða dollara fyrir skráningu Alvotech » Eina íslenska fyrirtækið skráð í Bandaríkjunum. » Bréf félagsins verða einnig skráð á Íslandi, 23. júní. » Ráðgera gríðarlegan tekju- vöxt á næstu árum. » Átta lyf í þróun og eitt á markað. » Sóttu 175 milljónir dollara um morguninn á meðan athöfn- inni stóð og mágkona henn- ar, sem er lækn- ir, kláraði vakt- ina, svo Sóley gæti fagnað þessum merka áfanga. Upphaflega hafði Sóley gert ráð fyrir því að mæta beint til vinnu eftir útskriftarathöfnina og ráðgert var að veislunni myndi seinka um klukkustund. „Það má eiginlega segja að lögfræðingur og læknir hafi bjargað deginum,“ segir Sóley og hlær. Aðspurð seg- ist Sóley alltaf vera að vinna og sjái, í auknum mæli, um rekstur búðarinnar. „Þegar maður er að reka fyrir- tæki, þá bara vinnur maður alla daga og tekur svo sumarfríið á veturna,“ segir hún og bætir því við að það gangi rosalega vel hjá þeim um þessar mundir. „Það er allt á blússandi siglingu.“ Spurð hvert hún stefni næst, hlær Sóley og segist ætla að sökkva sér enn dýpra í reksturinn. Fyrirtækið fór af stað með net- verslun í kófinu, sem hún sér al- gjörlega um. „Ég er alltaf að stíga meira og meira inn í reksturinn. Ég sé al- farið um netverslunina og stend á búðargólfinu alla daga — maður er í rauninni í öllu,“ segir Sóley. Aðspurð segir hún ferðamenn- ina vera lenta á Akureyri, en síð- ustu tvö sumur hafi fjölmargir Ís- lendingar sótt búðina. „Þetta var bara algjör klikkun.“ Logi Sigurðarson logis@mbl.is Læknir og lögfræðingur björguðu óvænt útskriftardegi Sóleyjar Úlf- arsdóttur, þar sem enginn gat leyst hana af í vinnunni, en hún og foreldrar hennar reka fataversl- unina Centro í miðbæ Akureyrar. Sóley útskrifaðist með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri á laugardag. Systir Sóleyjar, sem er við- skiptalögfræðingur hjá Seðla- banka Íslands, hljóp undir bagga Læknir og lögfræðingur bjargvættir Sóley Úlfarsdóttir - Rekur fataverslun með foreldrum sínum - „Reksturinn á blússandi siglingu“ « Bæði Greining Íslandsbanka og Hagsjá Landsbankans spá því að peningastefnunefnd Seðlabanka Ís- lands hækki vexti bankans um 0,75 prósentustig í næstu viku. Gangi spárnar eftir, fara stýrivextir úr 3,75% upp í 4,5%, og verða jafnháir og þeir voru áður en peningastefnunefnd hóf að lækka vexti 2019. Greining Íslands- banka segir þó í sinni spá að íslenska hagkerfið sé komið á á gott skrið eftir þann skell sem dundi yfir þegar kórónu- veirufaraldurinn tók að geisa á heims- vísu. Þá bendi bráðabirgðatölur Hag- stofunnar, um 8,6% vöxt landsfram- leiðslu, til þess að mikill gangur sé í hagkerfinu og að áhrif þess, sem bank- inn kallar kórónukreppuna, fari dvín- andi. Spá því að stýrivextir hækki um 0,75 punkta 17. júní 2022 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 131.82 Sterlingspund 159.28 Kanadadalur 101.87 Dönsk króna 18.483 Norsk króna 13.238 Sænsk króna 12.938 Svissn. franki 131.77 Japanskt jen 0.9787 SDR 175.28 Evra 137.5 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 169.582 Bandaríski snyrtivörufram- leiðandinn Rev- lon hefur óskað eftir gjaldþrota- skiptum. Revlon, sem á að baki 90 ára sögu, hefur á liðnum árum tap- að markaðshlut- deild og orðið undir í netverslun á snyrtivörum, á meðan vinsælar lín- ur ýmissa áhrifavalda hafa vaxið. Í frétt Reuters um málið kemur fram að helstu keppinautar Revlon séu meðal annars Kylie Cosmetics, sem er í eigu Kylie Jenner, og Rihanna’s Fenty Beauty. Þá er félagið mjög skuldsett eftir að hafa ráðist í yfir- tökur á öðrum keppinautum á undanförnum árum. Revlon gjaldþrota Revlon hefur orðið undir í samkeppni. « Íslensk hlutabréf héldu áfram að lækka í vikunni en mesta lækkunin átti sér þó stað í gær, fimmtudag. Ice- landair lækkaði um 5,4% í gær, um 10,9% yfir vikuna og hefur nú lækkað um 23,6% á árinu. Gengi bréfa í félag- inu er nú 1,39 kr. á hlut og hefur ekki verið lægra í tvö ár, eða frá því um miðjan júní 2021. Hluta- bréfaverð í Icelandair tók skarpa dýfu niður á við eftir innrás Rússa inn í Úkra- ínu í lok febrúar sl., en hækkaði þó á ný seinni hlutann í mars og út apríl. Frá byrj- un maí hefur gengið leitað niður á við á ný og má að mestu rekja þá lækkun til hækkandi eldsneytisverðs á heimsvísu. Gengi bréfa í flugfélaginu Play lækkaði einnig í gær, um 2,7% í aðeins rúmlega 13 milljóna króna viðskiptum. Gengið lækkaði um 7,9% yfir vikuna, stendur nú í 16,3 kr. á hlut og hefur aldrei verið lægra. Þá hefur gengi félagsins lækkað um 33,7% frá því að það var skráð á markað í júlí í fyrra. Flugfélögin lækka flugið í Kauphöllinni Eldsneytisverð hef- ur áhrif á gengi flugfélaga. STUTT

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.