Morgunblaðið - 17.06.2022, Blaðsíða 14
F
yrir níu dögum skipaði ég þriggja
manna spretthóp til þess að fara
yfir og gera tillögur að aðgerðum
til þess að mæta alvarlegri stöðu
í landbúnaði. Ljóst var orðið að
grípa þurfti til ráðstafana til þess að treysta
fæðuöryggi. Ástæðan er fyrst og fremst sú að
innrás Rússa í Úkraínu hefur haft afar alvar-
legar afleiðingar fyrir aðfangakeðju landbún-
aðar á heimsvísu og þar með hér á landi. Þetta
er vel dregið saman í skýrslu spretthópsins.
Hópurinn vann afar hratt og vel og á heiður
skilinn fyrir að geta tekist á við verkefni af
þessari stærðargráðu innan þessa þrönga
tímaramma. Þá fjallar hópurinn vel um þá
ólíku stöðu sem er uppi í landbúnaði, þar sem
sérstaklega sauðfjárræktin er í veikri stöðu,
vegna viðvarandi lágs afurðaverðs í kjölfar
verðhruns áranna 2016 og 2017. Tillögurnar voru að
styðja bæri landbúnað sérstaklega með 2,5 milljarða
framlagi en einnig er fjallað um umbætur til lengri tíma.
Langtímamarkmiðið er að treysta fæðuöryggi á Íslandi
og að stuðla að hagræðingu. Ég gerði tillögur hópsins að
mínum en þær voru svo samþykktar í ríkisstjórn. Ég
stend með bændum í þeim þrengingum sem nú ber að
garði.
Berskjaldaður landbúnaður
Það er ærið umhugsunarefni að íslenskur landbúnaður
sé eins útsettur og raun ber vitni fyrir sviptivindum á al-
þjóðavísu. Við erum ekki ein um það að hugsa
fæðuöryggismál í nýju samhengi, það gera
allar þjóðir nú. Innrás Rússlands hefur haft
þau áhrif að verð á ýmsum aðföngum hefur
hækkað mikið og ólíklegt þykir að þær hækk-
anir gangi til baka á næstu mánuðum. Þar er
um að ræða kornvöru, orkuverð og líklegt má
telja að áburðarverð haldist áfram hátt. Þá
verður líklegabið á því að landbúnaðarfram-
leiðsla í Úkraínu verði með eðlilegum hætti.
Því þurfum við núna að byrja að hugsa um
næsta ár og hvernig við getum eflt innlenda
framleiðslu á korni, hvernig við getum nýtt
lífrænan áburð betur og bætt fæðuöryggi
með öllum ráðum.
Markmið og leiðir
Oft er talað um að gott sé að ljúka spretti á
feti en margt þarf að hugleiða þegar farið er niður á fet-
ið. Það var ákvörðun í sjálfu sér að byggja upp innlendan
landbúnað á þann hátt að við gerðum ráð fyrir hnökra-
lausu aðgengi að kornvöru. Auðvelt er að vera vitur eftir
á en það má með sanni segja að við hefðum betur byrjað
fyrr á að ræða, af fullri alvöru, fæðuöryggi og hvernig við
treystum það. En við þekkjum það úr íslenskri sögu að
stundum þarf krísur til þess að hrinda af stað umbótum.
Að þessu verður unnið í matvælaráðuneytinu.
svandis.svavarsdottir@mar.is
Svandís
Svavarsdóttir
Pistill
Sprett úr spori
Höfundur er matvælaráðherra
14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 2022
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Það er bjart
yfir þjóðhá-
tíðardeg-
inum okkar, hvað
sem á gengur. Því
ræður lögmál
almanaksins mestu um. Við
getum viðurkennt að það rignir
stundum þann dag. En það
breytir ekki öllu, og næstum
engu. Það er svo margt sem
bregður birtu á daginn þann.
Hann kallar fram atburði sem
mega aldrei gleymast og
stundum er hann aðallega með
gleðibrag, en einatt líka dálítil
vísbending eða upprifjun um
hvers konar leiðsögn hefur
verið einna happadrýgst að
fylgja.
Þjóðhátíðardagurinn gæti
einnig beint huganum örskots-
stund inn í kjarna þjóðarsál-
arinnar. Sú hefur raunar ein-
staka eiginleika eins og önnur
sálartetur. Næst helst aldrei á
mynd og fjarri því að vera í
fókus þegar það gerist. En
hvernig sem slagviðrið hamast,
þá nær rigningin ekki inn nema
í mýflugumynd og svo er eins
að þar hafi hún aldrei verið.
Nýfætt íslenskt barn, sem
grætur í fyrsta sinni af fögnuði
er það finnur til lífsins með
nýjum hætti, er samstundis
skráð í þetta sálufélag. Hið
sama gildir um þann sem fæð-
ist til þessarar þjóðar dögum,
misserum eða árunum síðar.
Allir verða fyrr eða síðar hand-
hafar hlutabréfs í hinni ís-
lensku þjóðarsál, sem hvorki
gengur kaupum né sölum en
getur skilað góðum arði sem
fátt ef nokkuð fær grandað.
Sautjándi júní er okkar eig-
in, sérstaki dagur, sigurdagur,
þótt sjálfstæðið hafi ekki verið
knúið fram með vopnavaldi.
Eins gott, því að hefði það
þurft til er alls ekki víst að
markinu hefði nokkru sinni
verið náð.
Af mörgum öðrum ástæðum
var fjarri því að vera sjálfsagt
að 40-70 þúsund sálna þjóð í
stóru og harðbýlu landi réði við
slíkt verkefni eða yrði fyrir því
treyst. Það er óþarft að telja
upp stóru áfangana að loka-
markinu, en af hálfu viðsemj-
endanna voru þeir frekar hugs-
aðir sem endapunktar. Í þeirra
augum var þetta fjarlæga land,
hrjóstrugt og vanþróað um
flest, ekki efnilegt til að ráða
sínum málum sjálft, eða verj-
ast yfirgangi annarra.
Sjálfsagt hefði mátt halda
því fram, að þjóðhátíðardag-
urinn góði, 17. júní, væri ekki
sjálfgefinn afmælisdagur sjálf-
stæðrar þjóðar um alla fram-
tíð. Og ekkert sérstakt gerst
þann dag, sem gerði hann að
einstæðum bautasteini barátt-
unnar fyrir sjálfstæði. En hann
var sérlega vel til fundinn. Það
er næsta óumdeilt að án Jóns
Sigurðssonar hefði
baráttumálinu ekki
farnast vel. Hann
lagði línurnar og
lengst af var góður
einhugur um leið-
sögn Jóns Sigurðssonar í mik-
ilvægasta máli sem þjóðin
glímdi við. Alþekkt er að for-
ysta um slíkt kallar á andstöðu,
vantraust og efasemdir. Jón
stóð það af sér, fjarri ströndum
síns elskaða lands, en stóð í yf-
irgengilegum bréfaskiptum og
erindisreksti fyrir landa sína
um stór mál og ofan í agnar
smá. Vakinn og sofinn var hann
og þegar þau Ingibjörg Einars-
dóttir létust, því sem næst í
sömu andrá, var það hafið yfir
allar efasemdir langflestra Ís-
lendinga að betur hefði Jón og
þau hjón bæði ekki getað staðið
að verki og betri sendingu
hefði almættið ekki sent þjóð-
inni í þúsund ára sögu hennar.
Fæðingardagur Jóns Sig-
urðssonar var því augljós
heilladagur í huga landa hans,
og enginn dagur betur fallinn
til þess að verða um aldir heið-
ursdagur þjóðarinnar, sam-
heldnisdagur hennar og áminn-
ing – dagur þakklætis fá-
mennrar þjóðar, í hennar
sjálfrar garð að fornu og nýju,
fyrir að hafa borið gæfu til þess
að þiggja forystu hans og leið-
sögn um langa framtíð.
Þær sjálfstæðishetjur eru til
um heiminn víðan, sem voru í
forystu eða nærri henni þegar
að stálin stinn mættust og
njóta þakklætis og virðingar
eigin þjóða um ókomna tíma. Á
Íslandi hélt Jón púðrinu þurru
og lagaði kúlurnar í hendi sér,
þótt sá hluti vopnasafns hans
hafi verið í söfnun þekkingar,
skýringar og sundurgreiningar
á henni, túlkun sem var bar-
áttumálinu hagfelld. Lögin
voru lesin með nýjum hætti og
réttlætinu skipað í öndvegi.
Sumum viðmælanda hans og
„andstæðinga“ þóttu rökin
framandi en gátu ekki neitað
að dæmið gekk upp.
Jóns Sigurðssonar er því
minnst með stóru og smáu.
Standmynd hans var reist við
Stjórnarráðshúsið og síðar
færð á Austurvöll, andspænis
Alþingishúsinu. Fjöldi mynd-
verka og brjóstmynda skipa
heiðursstað á Íslandi og raunar
víðar. Líkneski hans stendur
hnarreist nærri þinghúsinu í
Ottawa í Kanada fyrir atbeina
landa hans vestra. Mynd hans
er á einum seðli íslenska gjald-
miðilsins og andlitsmynd hans
er vatnsmerki í öllum seðlum
hans. Hvaða hlutverk hefur
vatnsmerkið? Það er örygg-
ismerki seðilisins. Þar er Jón
okkar Sigurðsson til öryggis,
eins og hann hefur löngum ver-
ið löndum sínum, frá því að
hann lét fyrst til sín taka.
Jón Sigurðsson
ruddi brautina og
vísar veginn}
17. júní
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
L
agt er til að matvælaráð-
herra verði falið að láta án
tafar meta burðarþol Jök-
ulfjarða og Eyjafjarðar
gagnvart sjóeldi og birta burðarþol
fyrir Mjóafjörð þegar þær upplýs-
ingar eru tilbúnar hjá Hafrann-
sóknastofnun. Þetta er efni þings-
ályktunartillögu sem Teitur Björn
Einarsson, varaþingmaður Sjálf-
stæðisflokksins í Norðvesturkjör-
dæmi, hefur lagt fram á Alþingi.
Hann segir mikilvægt að þetta verði
gert áður en vinnu við strandsvæða-
skipulag fyrir Vestfirði og Austfirði
lýkur.
Hafrannsóknastofnun hefur gef-
ið út bráðabirgðamat á burðarþoli
flestra fjarða á þeim strandsvæðum
sem sjóeldi er ekki fyrir fram úti-
lokað. Þó eru nokkrir firðir eftir, að-
allega þeir sem nefndir eru í þings-
ályktunartillögunni. Fyrir gildistöku
núverandi fiskeldislaga ákvað Haf-
rannsóknastofnun í hvaða röð rétt
væri að meta burðarþol fjarða og var
í því efni aðallega tekið mið af um-
sóknum um eldisleyfi. Með lögunum
frá 2019 var valdið fært til matvæl-
aráðherra. Þarf ráðherra því að biðja
Hafrannsóknastofnun að framkvæma
slíkt mat. Reynslan er sú að ekki hef-
ur verið birt neitt burðarþolsmat frá
því lögin tóku gildi. Fram kom á vef
BB á Ísafirði fyrir tveimur árum að
vinna við mælingar og annan und-
irbúning fyrir mat á burðarþoli fyrir
Eyjafjörð og Mjóafjörð væri langt
komin en matinu sjálfu ekki lokið.
Ekki hægt að skipuleggja
Teitur Björn segir brýnt að meta
burðarþol Jökulfjarða og Eyjafjarðar
og birta matið fyrir Mjóafjörð vegna
þess að vinna standi yfir við gerð
strandsvæðaskipulags á Vestfjörðum
og Austfjörðum. Í því skipulagi þurfi
að taka fiskeldi til meðferðar, eins og
aðra starfsemi. Bendir hann á að
markmið laga um fiskeldi og stefna
stjórnvalda sé að allar ákvarðanir um
fiskeldi byggist á niðurstöðum vís-
indalegra rannsókna. Með burðar-
þolsmati sé þol vistkerfisins fyrir
fiskeldi metið. „Ég tel það algert
grundvallaratriði að þessar upplýs-
ingar liggi fyrir áður en ákvörðun
verður tekin um skipulag svæðanna,“
segir Teitur Björn. Hann hefur óskað
eftir skriflegu svari frá innviðaráð-
herra, sem fer með skipulagsmál,
hvort hann muni beita sér fyrir því að
strandsvæðaskipulagið verði ekki
staðfest fyrr en burðarþolið liggi fyr-
ir. Sjálfur telur Teitur að ráðherra sé
ekki stætt á því að staðfesta skipulag-
ið áður en niðurstöður þessara rann-
sókna hafa birst.
Allt byggist á burðarþoli
Telur Teitur Björn að matvæla-
ráðherra beri að láta kanna burðarþol
á þeim fjörðum sem koma til greina
fyrir fiskeldi. Vekur í því sambandi
athygli á því að rekstrarleyfishöfum
er gert að greiða gjald í umhverfis-
sjóð sjókvíaeldis og eitt helsta verk-
efni hans sé að standa straum af
vinnu við gerð burðarþols. „Burðar-
þolsmatið er grundvallarrannsókn
sem allrar aðrar ákvarðanir um fisk-
eldi byggjast á. Það er augljóst að
lögin ná ekki tilgangi sínum ef ráð-
herra lætur hjá líða að óska eftir
mati. Ef matið er ekki gert er gjaldið
sem lagt er á rekstrarleyfishafa ólög-
mætt,“ segir Teitur.
Hann vekur athygli á að fiskeldi
sé vaxandi atvinnugrein og áhrif þess
á byggðarlög og efnahag alls landsins
alltaf að aukast. „Það er mikilvægt að
greininni verði gert kleift að nýta þá
sóknarmöguleika sem eru fyrir hendi,
í það minnsta að stjórnvöld standi
ekki í vegi fyrir því að möguleikarnir
verði rannsakaðir á vísindalegan
hátt.“
Ráðherra beri að láta
meta burðarþol
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Mjóifjörður Samherji var með sjóeldi í firðinum í byrjun aldarinnar. Mik-
ið tjón varð þegar marglyttur herjuðu á kvíarnar og var eldi síðar hætt.
Ekki fæst uppgefið í stjórnar-
ráðinu hvernig til standi að
auka skattheimtu á fiskeldi,
sem boðið er í fjármálaáætlun.
Líklegast er talið að flýta eigi
hækkun fiskeldisgjalds.
„Ég trúi því ekki að það eigi
að auka álögur á greinina. Fisk-
eldi á Íslandi er ennþá að slíta
barnsskónum, er í miklum fjár-
festingum, atvinnusköpun, ekki
er séð fyrir um leyfisveitingar
og svo höfum við lent í áföllum.
Mér finnst mjög skrítið að ofan
á það fari ríkisstjórnin að auka
álögur á greinina. Hún er alveg
næg fyrir,“ segir Jens Garðar
Helgason, aðstoðarforstjóri Ice
Fish Farm á Austfjörðum. Daníel
Jakobsson hjá Arctic Fish bend-
ir á að fyrirtækið sé í miklum
fjárfestingum sem byggist að
hluta til á leyfum sem ekki fást
gefin út. Hann spyr hvort ekki
sé skynsamlegra að stækka
kökuna, með veitingu leyfa,
áður en farið er að borða hana.
Frekar auka
verðmætin
HÆKKUN SKATTS