Morgunblaðið - 17.06.2022, Page 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 2022
Ég minnist
elsku Maríu með
þakklæti og hlýju í
huga. Ég er þakk-
lát fyrir örlæti
hennar, vináttu og
fyrir allt sem hún kenndi mér,
stundum hvöss við mig þegar
þess þurfti en alltaf réttsýn.
Ég kynntist Maríu þegar
hún hóf starfstengt diplóm-
anám við Háskóla Íslands árið
2011 en þar starfa ég. Dýrmæt
reynsla Maríu nýttist vel í
náminu og það var mikils virði
að hún skyldi koma í diplóm-
anámið fyrir samnemendur
hennar og kennara. Ég veit að
María var stolt af námi sínu í
Háskóla Íslands og þátttöku
sinni í GÆS, sem var kaffihús
sem nemendur stofnuðu. Get-
ætla- skal voru einkunnarorð
GÆSar og þau orð einkenndu
líka Maríu alla tíð, því hún var
baráttukona af lífi og sál. María
María Þorleif
Hreiðarsdóttir
✝
María fæddist
17. nóvember
1970. Hún lést 7.
maí 2022. Útför
hennar fór fram 8.
júní 2022.
hafði mikil áhrif á
GÆSar-verkefnið
og má þar nefna
áherslu hennar á
að þau sem að
GÆS stóðu fengju
laun til jafns við
aðra án vinnu-
samninga. Hún út-
skýrði það þannig
að þau ættu rétt á
sömu launum fyrir
sömu vinnu og að
niðurgreiðsla frá Trygginga-
stofnun kæmi alls ekki til
greina. Og þannig varð það
auðvitað, því þannig á það að
vera.
María var ein af sendiherr-
um samnings Sameinuðu þjóð-
anna um réttindi fatlaðs fólks
og á þeim vettvangi störfuðum
við líka saman. Hún náði svo
vel að kjarna samninginn þegar
hún sagði sögur úr eigin lífi.
Þannig sýndi hún hversu gríð-
arlega mikilvægt starf sendi-
herranna er og þá fyrst og
fremst með því að vekja fólk til
umhugsunar um hversu mikil-
vægt það er að virða mannrétt-
indi allra.
Þegar María auglýsti eftir
konum í saumaklúbb með
blöndun fatlaðra og ófatlaðra
kvenna í huga, var ég fljót að
senda inn ósk um þátttöku sem
var samþykkt. Í klúbbnum átt-
um við góðar stundir og ég
kynntist vinkonum Maríu úr
öllum áttum. María sýndi þá
hvers konar fyrirmyndargest-
gjafi hún var. Þvílíkar kræs-
ingar sem voru bornar á borð í
Safamýrinni og hugsað út í öll
smáatriði.
María var mér mikil fyrir-
mynd og ekki síst í móðurhlut-
verkinu, því hún var fyrst og
fremst stolt mamma Ottós
Bjarka. Hún setti hans velferð
og hamingju ofar öllu öðru.
Hún var mér og mínum ávallt
góð, vildi fylgjast með stelp-
unum mínum, prjónaði á þær
og sendi alltaf jólakort. Þannig
sýndi hún umhyggju sína.
Það er komið er leiðarlokum
allt of snemma. Hugur minn er
hjá Ottó Bjarka, fjölskyldunni
allri og vinum Maríu og sendi
ég þeim mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Með kærri þökk fyrir allt
það góða sem María kenndi
mér tek ég það með mér áfram
út í lífið.
Ágústa Björnsdóttir.
María Þ. Hreiðarsdóttir,
fyrrverandi formaður og heið-
ursfélagi Átaks, er látin.
María var einn stofnfélaga
Átaks og sat í fyrstu stjórn fé-
lagsins sem ritari og síðar sem
formaður.
María var leiðtogi og mikil
baráttukona. Baráttumál henn-
ar sem formaður Átaks voru
margvísleg. Hún var brautryðj-
andi í baráttu fyrir réttindum
fólks með þroskahömlun til að
halda frjósemi sinni og stofna
fjölskyldu. Einnig barðist hún
fyrir að laun fatlaðs fólks væru
sambærileg launum annarra.
María hélt marga fyrirlestra
bæði á Íslandi og erlendis sem
vöktu mikla athygli. Hún lét
einnig til sín taka með greina-
skrifum um baráttumál fólks
með þroskahömlun og var einn
af sendiherrum samnings Sam-
einuðu þjóðanna um réttindi
fatlaðs fólks.
Þegar María eignaðist son
sinn Ottó Bjarka hófst nýtt
tímabil í lífi hennar. Hún rækti
móðurhlutverkið af mikilli alúð
og má segja að velferð Ottós
hafi átt hug hennar allan. Samt
sem áður hélt hún ávallt tryggð
við Átak, mætti þar á fundi og
hvatti fólk til að halda barátt-
unni áfram.
Fyrir hönd Átaks, félags
fólks með þroskahömlun, votta
ég Ottó Bjarka, foreldrum
Maríu svo og öðrum aðstand-
endum og vinum samúð mína.
Haukur Guðmundsson,
formaður.
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
JÓHANNES P. KRISTINSSON
byggingameistari,
Sundlaugavegi 14, Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
sunnudaginn 5. júní. Útför hans fer fram frá
Bústaðakirkju þriðjudaginn 21. júní klukkan 15.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 14EG á Landspítala fyrir
umhyggju og góða umönnun.
Margrét Jóhannesdóttir Eyjólfur Guðmundsson
Hörður Jóhannesson Sigríður Hjaltadóttir
Daði Jóhannesson Erna Guðmundsdóttir
Valur Jóhannesson Sólrún Jónsdóttir
Elsa Jóhannesdóttir Clemens Van der Zwet
Gauti Jóhannesson Berglind Einarsdóttir
barnabörn og langafabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
GUÐLAUG JÓNA SIGURÐARDÓTTIR,
Lilla í Mellandi,
Kirkjuvegi 6, Hvammstanga,
lést á HSV Hvammstanga föstudaginn
10. júní. Útförin fer fram frá Hvammstangakirkju þriðjudaginn
21. júní klukkan 14.
Baldur Ingvarsson
Sigurður Kr. Baldursson Sigríður Sigurðardóttir
Inga S. Baldursdóttir Stefán L. Haraldsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
HJÁLMAR MAGNÚSSON,
fv. framkvæmdastjóri,
frá Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð
aðfaranótt þriðjudags 14. júní.
Útförin verður auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
María H. Hjálmarsd. Ringdal Nils Andreas Ringdal
Guðbjartur Hjálmarsson Anna Karla Björnsdóttir
Margrét S. Hjálmarsdóttir
Hafsteinn Hjálmarsson Ann-Charlotte Fernholm
Magnús Þór Hjálmarsson Ásgerður Þráinsdóttir
Ingþór Hjálmar Hjálmarsson
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg móðir okkar, eiginkona, systir
og dóttir,
ÍRUNN VIÐARSDÓTTIR,
Austurkór 95, Kópavogi,
lést fimmtudaginn 9. júní á Landspítalanum.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Minningarstund verður haldin í Lindakirkju þriðjudaginn 21. júní
klukkan 21. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim
sem vilja minnast hennar er bent á Kraft, stuðningsfélag fyrir
ungt fólk með krabbamein.
Hrímnir Smárason Draupnir Smárason
Gnádís Smáradóttir Smári Guðfinnsson
Þorsteinn Viðarsson Almar Viðarsson
Sigríður S. Þorsteinsdóttir Viðar Þorkelsson
Elskulegur frændi okkar,
EINAR GUÐMUNDUR ÁRSÆLSSON,
Sóltúni 3,
áður til heimilis í Sigtúni 33,
Reykjavík,
lést 30. maí.
Útförin fer fram frá Laugarneskirkju miðvikudaginn
22. júní klukkan 11.
Fjölskyldan
Með nokkrum fá-
tæklegum orðum
vil ég minnast
elskulegrar frænku
minnar, Ingibjarg-
ar Hafberg. Inga var „sveita-
mamman“ mín, fósturmamma í
sveitinni fallegu sem hún gerði
að heimili mínu á sumrin. Inga
opnaði faðm sinn og kærleik,
heimili og fjölskyldu í Bren-
nubæ og lét mér ávallt líða eins
og ég væri ein af ungunum
hennar. Ég hélt svo mikið upp á
Ingu og Tryggva að ég spurði
þau eitt sinn hvort þau mundu
taka mig að sér ef mín eigin
mamma og pabbi mundu deyja.
Mér fannst Inga í einu orði sagt
Ingibjörg Hafberg
✝
Ingibjörg Haf-
berg fæddist
14. ágúst. Hún lést
10. desember 2021.
Útför hennar fór
fram 21. desember
2021.
stórkostleg. Hún
var hlý og góð, um-
hyggjusöm og kær-
leiksrík, og svo hló
hún svo skemmti-
lega og dekraði við
mig. Í mínum huga
kunni Inga allt og
gat allt. Hún prjón-
aði meðan hún
horfði á sjónvarpið
og gerði tíu hluti í
einu, gat talað og
hlegið meðan á öllu stóð, og svo
kunni hún líka að setja alla
símaþræðina á rétta staði í
gamla síma- og pósthúsinu. Ég
horfði full aðdáunar á Ingu þar
sem hún sat með heyrnartólin
og skutlaði inn þráðunum til að
tengja fólk saman. Ég vissi sem
var að svona nokkuð flókið gæti
ég aldrei gert. Á kvöldin sofnaði
ég með dúkkurnar mínar þrjár
prúðbúnar í forkunnarfögrum
fötum sem Inga hafði búið til
handa mér. Löngu síðar naut
dóttir mín þessa listfengis Ingu
með dúkkurnar sínar í Frakk-
landi ennþá klæddar sparifötun-
um frá Ingu frænku.
Inga og Tryggvi létu mér allt-
af líða eins og ég væri órofa
hluti af fjölskyldunni og börnin
þeirra þrjú voru mér gjöful í
anda foreldranna. Ég man
ennþá þegar ég uppgötvaði að
Anna Dóra ætti alvöru kærasta,
engan annan en hann Gísla, og
ég ætlaði að kafna úr forvitni og
eftirvæntingu. Ég varð síðar svo
spennt yfir brúðkaupinu þeirra
að ég gat varla sofið. Upp í hug-
ann koma líka brosmildar minn-
ingar um hvernig Villa náði
stöðugt að láta mig gleypa við
ótrúlegustu sögum og upp-
spuna. Prakkarinn í henni fékk
endalaus tækifæri til að njóta
sín þar sem ég trúði stóreyg öllu
sniðugu sem hún bjó til. Og
elsku blíði Marteinn kynnti mig
fyrir Kate Bush og danssporum
og alls kyns öðru flottu. Mér
fannst hann óheyrilega fallegur
og góður og ég held að það finn-
ist öllum í heiminum enda á
hann ekki langt að sækja það.
Inga var sumsé ekki bara um-
hyggjusöm sveitamamma held-
ur leyfði hún mér að eignast alla
fjölskylduna sína og gera að
fólkinu mínu líka. Í gegnum þau
kynntist ég svo samfélaginu í
sveitinni og allar dyr opnuðust
af rausnarskap og hlýju löngu
eftir að Inga og Tryggvi voru
flutt burt. Það gáfu þau mér
líka.
Ég efast ekki um að nú leiðir
Inga hann Tryggva sinn um
græna haga með blóm í hári og
bros á vör, hvíldinni fegin og
umvafin ástvinum sem hafa beð-
ið hennar lengi. Ég þakka elsku
frænku minni og hennar fjöl-
skyldu fyrir allt það sem mér
var gefið af hjartahlýju, gjaf-
mildi og gæsku. Það mun aldrei
gleymast.
Við Steinunn og börn vottum
aðstandendum innilega samúð
en um leið samgleði því að nú er
Inga frjáls á fögrum heiðum
með fólkinu sínu liðna. Blessuð
sé minning Ingibjargar Haf-
berg.
Guðfríður Lilja
Grétarsdóttir.
Ætla alltaf að fara að taka upp
símann, hittast í kaffibolla,
skreppa í leikhús, spjalla aðeins.
Man þá að hún er farin. Fór sínar
eigin leiðir, Margrét. Oftast að
vel ígrunduðu máli og þá varð
henni ekki haggað, hvorki hvað
varðar skoðanir né aðrar ákvarð-
anir. Klettur.
Margrét
Sigurðardóttir
✝
Margrét Sig-
urðardóttir
fæddist í Reykjavík
19. ágúst 1953. Hún
varð bráðkvödd á
heimili sínu 15. maí
2022.
Foreldrar henn-
ar voru Guðbjörg
Sigurðardóttir og
Sigurður Júlíusson.
Eftirlifandi syst-
ur Margrétar eru
þær Elísabet Sigurðardóttir og
Sara Júlíusson.
Börn Margrétar eru Íris Egg-
ertsdóttir og Hildur Rúnars-
dóttir.
Minningarathöfn var haldin í
Fossvogskirkju 1. júní 2022.
Hún var lista-
maður í fingurgóm-
unum. Þreifaði fyrir
sér í ýmsu eftir
stúdentspróf, m.a.
leiklist, en fór og
lærði fatahönnun og
sníðagerð í Noregi
til að geta staðið á
eigin fótum, alltaf.
Sjálfstæð móðir
ungrar Írisar og síð-
ar Hildar. Að sjá um
sig og yngri systur sína hafði hún
vanist frá unga aldri þegar for-
eldrarnir kannski brugðust.
Kletturinn í lífi hennar var þá
amman í Hafnarfirði, leikvöllur-
inn skrúðgarðurinn Hellisgerði.
Ég kynntist Margréti fyrst
þegar Stefán Baldursson, þáver-
andi Þjóðleikhússtjóri, réð hana
til að stjórna saumastofu hússins
1993. Áður hafði hún lengst af
verið aðalhönnuður og forstöðu-
maður saumastofu Karnabæjar.
Ég var þá fastráðinn leikmynda-
og búningahöfundur við húsið og
náðum við strax vel saman, bæði í
vinnu og kaffipásum. Hún var í
senn alvarleg og léttlynd, uppá-
tækjasöm en lausnamiðuð og
sníðagerð lék í höndunum á
henni. Hún naut þess að vinna í
leikhúsi, kynna sér verkin og við-
fangsefnin en skemmtilegast
fannst henni held ég þó að vinna
flókin snið sögulegra kjóla með
vísun til tveggja tíma. Ráðleggja
með val á efnum, spá í mjög óljós-
ar teikningar okkar hinna bún-
ingahöfundanna, sjá til að allt
félli vel, virtist létt eða leikandi,
þungt eða dramatískt, eftir því
sem við átti. Í því fólst list hennar
á þessu sviði ekki síst.
Margrét var einnig búninga-
höfundur sjálf í þó nokkrum
verkum en sem forstöðumaður
stjórnaði hún öllum rekstri
saumastofunnar. Það fylgir því
starfi mikil ábyrgð og viðvera. Að
halda góðum starfsanda, skipu-
leggja og eiga oft flókin mannleg
samskipti við fjölda fólks. Öll sín
störf leysti hún með prýði. En
það fylgir því jafnframt álag til
lengri tíma að þurfa að leggja
mikla vinnu á fáar nánustu sam-
starfskonurnar með sívaxandi
kröfum um meiri framleiðni.
Stærri og fleiri sýningar, miklu
fleiri búninga og miklu meira
„show“ unnið á sama tíma og fyr-
ir sömu lágu launin. Það er ekki
bara á sjúkrahúsum og umönn-
unarstofnunum að sjálfsagt þykir
að konur vinni með hámarksaf-
köstum fyrir lágmarkslaun.
Margrét hætti eftir um átján
ára óeigingjarnt starf í Þjóðleik-
húsinu. Hún ákvað að fara að
njóta lífsins. Hvíla sig, ná sér og
sinna sínu. Við Stefán fengum
hana þó til að vinna að búningum
einu sinni enn, í óperunni Ragn-
heiði hjá Íslensku óperunni. Þar
gerði hún undurfalleg, frumleg
og klæðileg snið sem vísuðu listi-
lega til fortíðar 17. aldar um leið
og nútímans.
Margrét var flutt úr miðbæn-
um og búin að koma sér fallega
fyrir inni í Vogum, glöð og ánægð
með að rækta garðinn sinn, í dag-
legu sambandi við dótturdæturn-
ar á neðri hæðinni og hitti reglu-
lega og fylgdist með eldri
dótturdætrum fyrir norðan. Fjöl-
skyldan skipti hana öllu máli, hún
naut lífsins með þeim og hún var
þeirra klettur.
Þórunn Sigríður
Þorgrímsdóttir.
Morgunblaðið birtir minningargreinar end-
urgjaldslaust alla útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr minningargrein-
um til birtingar í öðrum miðlum nema að
fengnu samþykki.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar
eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs-
ins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu
efst og viðeigandi liður, „Senda inn minning-
argrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt
að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein
Minningargreinar