Morgunblaðið - 17.06.2022, Page 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 2022
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Bílar
Glæsilegur og vel búinn bíll.
LEXUS RX450h. Árgerð 2020,
ekinn 30 þ.km, bensín/hybrid,
sjálfskiptur. Verð 11.490.000.
Rnr.140029.
Webasto og mjög vel búinn.
SUBARU Forester Lux E-boxer
Harman/Kardon. Árgerð 2020,
ekinn 28 þ.km, bensín/rafmagn,
sjálfskiptur.
Verð 6.450.000. Rnr.135679.
7 manna
TOYOTA Land Cruiser 200 VX.
Árgerð 2007, ekinn 253 þ.km,
bensín, sjálfskiptur, 5 gírar.
Verð 5.490.000. Rnr.227522.
7 manna umboðsbíll með krók.
VOLVO XC90 T8 R-Design Plug In
Hybrid. Árgerð 2019, ekinn 43
þ.km, bensín/rafmagn, sjálfskiptur
8 gírar.
Verð 10.490.000. Rnr.227537.
Nánari upplýsingar veita
Höfðabílar ehf. í síma 577-4747
Vantar þig
pípara?
FINNA.is
Raðauglýsingar
Nauðungarsala
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á
henni sjálfri, sem hér segir:
Breiðhella 12, Hafnarfjörður, fnr. 231-8825, þingl. eig. Esja Detail
ehf., gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf., fimmtudaginn 23. júní nk. kl.
10:30.
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu
16. júní 2022
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á
henni sjálfri, sem hér segir:
Seljabraut 74, Reykjavík, fnr. 205-6526, þingl. eig. Jón M Bergsson,
gerðarbeiðendur Sjóvá-Almennar tryggingar hf. og Orkuveita
Reykjavíkur-vatns sf., miðvikudaginn 22. júní nk. kl. 10:00.
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu
16. júní 2022
intellecta.is
Elsku mamma,
ég á erfitt með að
sætta mig við að þú
skulir vera farin frá
mér og fjölskyldu
okkar svona fljótt. Ég veit að
englarnir á himnum hafa tekið
vel á móti þér enda svo hlý og
góð manneskja. Held reyndar að
pabbi hafi komið líka að sækja
þig.
Takk fyrir að gefa mér líf,
takk fyrir að hugsa svona vel um
mig, takk fyrir að gera mig að
svona góðum manni, takk fyrir
allar stundirnar okkar saman,
takk fyrir umhyggjuna, takk
fyrir að fá mig til að hlæja, takk
fyrir að syngja mig í svefn þegar
ég var lítill, takk fyrir að vera
góð amma, takk fyrir að vera
góð tengdamamma en umfram
allt takk fyrir að vera mamma
mín.
Mamma mín átti mig þegar
hún var 18 ára gömul. Fyrir
unga konu að fá barn í hend-
urnar hlýtur að hafa verið erfitt
en ekki fyrir mömmu. Mamma
var nefnilega mikill kvenskör-
ungur enda byrjaði hún að vinna
í fiski aðeins 12 ára gömul og
byrjaði alfarið að sjá um sig 15
ára gömul og byrjaði að búa með
pabba 18 ára. Mamma setti
börnin sín alltaf í fyrsta sæti,
sama hvað gekk á. Hún vafði
mann í bómull svo ekkert kæmi
fyrir mann. Mamma vildi alltaf
hafa allt fullkomið og hún mátti
ekki sjá rykkorn þá var eitt-
hvert hreinsitæki mundað og
óhreinindin burt. Það sást aldrei
drasl heima hjá henni. Hún var
líka eldsnögg að henda upp
veisluborði ef þess þurfti enda
var alltaf mikill gestagangur
heima hjá henni. Síðustu tvö ár
mömmu voru erfið eftir að pabbi
dó og barðist hún við mikil veik-
indi og einmanaleika. Enda
höfðu þau pabbi verið saman í 55
ár. Hún var svo mikil hetja og
svo sterk alveg fram að síðasta
andardrætti.
Ég á svo margar minningar
um hana mömmu mína, öll
ferðalögin utan- sem innanlands
og hvað var gaman hjá okkur að
spila kana með pabba og Söndru
konunni minni. Ekki gleyma öll-
um stundum sem við spiluðum á
Anna Sveindís
Margeirsdóttir
✝
Anna Sveindís
Margeirsdóttir
fæddist 10. nóv-
ember 1950. Hún
lést 2. júní 2022. Út-
för hennar fór fram
15. júní 2022.
gítar og sungum
saman. Á jólunum
skreytti hún allt
sem hægt var að
skreyta og ef pabbi
sofnaði í stofustóln-
um á þessum tíma
ársins þá vaknaði
hann alskreyttur
enda hætti pabbi að
leggja sig í stof-
ustólnum í desem-
ber. Ásamt öllu
öðru sem ég mun sakna en
geyma minninguna í hjarta
mínu.
Ég mun sakna þess að heyra
ekki í þér á hverjum degi til að
tala um öll heimsins mál. Minn-
ing þín mun lifa í gegnum mig
og alla fjölskyldu þína. Það er
gott að vita að þú og pabbi séuð
sameinuð aftur. Megi alheimur-
inn umvefja þig ást og alúð um
alla eilífð. Við munum alltaf
elska þig.
Niður kinnar renna tár
mamma mín hún farin er.
Út í lífið er ég svaka sár
að taka hana frá mér.
Svo góð og hjartahlý
hún mamma mín var.
Augun mín horfa upp í ský
en ég fæ ekkert svar.
Vildi ég gæti sagt þér
hversu sárt ég sakna þín.
Hjarta mitt svo brotið er,
elsku mamma mín.
Þú varst það fyrsta sem ég sá
þegar ég opnaði augu mín.
Í örmum þínum lá,
svo falleg var sú sýn.
Kveðja ég verð nú þig
þar sem Guð vill þig geyma.
Á himnum þú verndar mig
og ég mun þér aldrei gleyma.
(Lúðvík V. Þórisson)
Þinn sonur og tengdadóttir,
Lúðvík (Lúlli) og Sandra.
Elsku mamma mín, ég trúi
því ekki að ég sé að fara að
skrifa um þig núna strax. Það er
svo sárt að reyna að trúa því að
þú sért farin frá okkur svona
snemma. Ég elska þig svo mikið
og vildi óska þess að við hefðum
fengið lengri tíma saman. Ég vil
þakka þér fyrir allt sem þú hef-
ur gert fyrir mig öll árin. Ég
veit að ég var mjög erfið en þú
elskaðir mig í blíðu og stríðu
eins og sönn mamma, takk fyrir
það elsku mamma. Takk fyrir að
hafa látið mig brosa, gráta og
hlæja. Takk fyrir að hafa kennt
mér og leiðbeint mér, takk fyrir
að hafa staðið með mér í gegn-
um súrt og sætt, takk fyrir að
hafa verið þú. Ég sakna þess að
tala við þig og fá ráðleggingar,
sakna þess að fá koss frá þér á
kinn, sakna þess að faðma þig,
sakna alls við þig. Ég veit að
núna ertu verkjalaus, loksins
verkjalaus eftir öll þessi ár, og
ég veit líka að pabbi er glaður að
hafa fengið konuna sína til sín.
Elsku mamma mín, ég á eftir
að sakna þín og mun aldrei
gleyma þér, þú átt alltaf stóran
stað í hjarta mínu og ég mun
halda minningunni um þig lif-
andi.
Mamma, elsku mamma,
man ég augun þín.
Í þeim las ég alla,
elskuna til mín.
Mamma, elsku mamma,
man ég þína hönd.
Bar hún mig og benti,
björt á dýrðarlönd.
Mamma, elsku mamma,
man ég brosið þitt.
Gengu hlýir geislar,
gegnum hjarta mitt.
Mamma, elsku mamma,
mér í huga skín.
Bjarmi þinna bæna,
blessuð versin þín.
Mamma, elsku mamma,
man ég lengst og best.
Hjartað blíða, heita,
hjarta er ég sakna mest.
(Sumarliði Halldórsson)
Þín dóttir,
Birna Ósk.
Amma mín var með hjarta úr
gulli og fallega sál og nærveru.
Ég á svo margar fallegar minn-
ingar um hana, enda gerðum við
mikið saman. Ég var mikil
ömmustelpa og heimtaði að fá að
gista hjá ömmu eins oft og ég
gat. Oft beið ég líka fyrir utan
útidyrahurðina hjá henni eftir
skóla. Svo hljóp ég á móti henni
þegar hún kom loksins heim úr
vinnunni.
Við hringdum hvor í aðra á
hverju kvöldi. Áður en við viss-
um af vorum við búnar að tala
saman í tvo tíma og fórum að
reka hvor aðra í háttinn. Ég gat
sagt henni öll mín leyndarmál,
enda gátum við talað um allt
milli himins og jarðar.
Amma var full af reynslu og
sögum. Svo hélt hún alveg frá-
bærar veislur. Hún lagði mikla
vinnu í útskriftarveisluna mína í
maí 2021. Ég er henni ævinlega
þakklát því hún gerði allt til
þess að gera daginn eftirminni-
legan. Við skreyttum allt saman
og hjálpuðumst að að elda og
græja smárétti. Ég mun geyma
þennan dag í hjartanu alla ævi.
Ég sakna hennar svo innilega
mikið. Ég veit að það eru margir
sem sakna hennar líka, enda frá-
bær kona. Hún gaf svo mikið af
sér. Gaf bestu ráðin og bestu
knúsin. Það sem ég myndi gera
til að geta knúsað hana einu
sinni enn og sagt hversu mikið
ég elska hana. Ég er svo þakklát
að hafa fengið hana sem ömmu
mína.
Ég elska þig amma mín.
Þín
Veronika.
Elsku amma mín, fyrst og
fremst verð ég að segja þér
hversu sárt ég mun sakna þín.
Þú hefur verið svo stór partur af
lífi mínu og ég á erfitt með að
hugsa mér að geta ekki séð þig.
Ég vildi að þú gætir verið hjá
mér og stutt mig í stóru áföng-
unum í lífi mínu. Að missa þig
var eins og að fá hníf í hjartað
og ég er reið að þú hafir þurft að
kveljast svona mikið og lengi.
Lífið getur svo oft verið ósann-
gjarnt og sýnir ekki miskunn
fyrir góðsemi. Það er erfitt að
taka saman líf og flokka það eft-
ir því hvort aðilinn hafi verið
góður eða slæmur og hvort hann
átti skilið að fá eitt eða annað.
Gjörðir manna eru ekki svartar
og hvítar en þegar ævi þín er
tekin saman get ég sagt með
fullri vissu að þú varst ekki bara
góð heldur algjör fyrirmyndar-
manneskja. Ég hef ekki einu
sinni orðið vitni að öðru en góð-
vild og óeigingirni hjá þér.
Það er ekki hægt að komast
fram hjá því að finna fyrir sárs-
auka og sumir dagar verða erf-
iðari en aðrir en það eina sem
mun hjálpa er tíminn. Hann
mun deyfa sársaukann og láta í
ljós allar minningarnar sem
týndust í öllum hinum minning-
unum og þær verða skýrari en
áður. Þó að þú sért ekki lengur
hjá mér í eigin persónu veit ég
samt að þú munt halda áfram að
fylgjast með mér og veita mér
stuðning á erfiðum tímum eins
og þú gerðir alltaf. Þú snertir
hjörtu svo margra og dróst fram
það besta í öllum. Ég elska þig
óendanlega mikið og ég á mikið
af hamingjunni í lífi mínu þér að
launa.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
Eg veit einn
að aldrei deyr:
dómur um dauðan hvern.
(Úr Hávamálum)
Ísabella Sól
Lúðvíksdóttir.
Elsku pabbi. Þú
ert auðvitað besti
pabbi í öllum heim-
inum, eins og flestir myndu
segja um sinn eigin pabba. Ég
sakna þín alla daga og reyni að
venjast því að þurfa að lifa lífinu
án þín. Ég reyni að finna allt það
jákvæða til að styrkja þá hugsun
að það sé í lagi að þú sért farinn.
Mér finnst ekkert í lagi að þessi
krabbaskítur sé að taka þig og
svona margt annað fólk, sama á
hvaða aldri það er.
Ég sakna stundanna þar sem
ég kom að skipta um stóma hjá
Kristján Hermann
Sigurgeirsson
✝
Kristján Her-
mann Sigur-
geirsson fæddist
21. nóvember 1956.
Hann lést 1. maí
2022.
Kristján var
jarðsunginn 13.
maí 2022.
þér og við vorum
bara tvö að njóta
þess að bara „vera“.
Þú sýndir öllum svo
mikið þakklæti sem
hlúðu að þér í veik-
indunum og lést
vita af því. Ég
hringdi í þig nokkur
stutt símtöl daglega
til að segja þér
strax frá gullmolum
frá barnabörnunum
svo ég gleymdi þeim ekki. Þú
hafðir auðvitað gaman af því og
hlóst dátt þegar ég endaði svo
símtölin með: „Jæja, það var
ekkert annað. Ég bara varð að
segja þér þetta áður en ég
gleymdi því.“
Nokkrar setningar munu
fylgja manni alla tíð, setningar
sem þú hefur látið út úr þér hér
og þar: „Lífið er hart í bak og
fyrir“ og „jallabaddarí fransí“,
hvað sem það nú þýddi, en sú
setning yljar manni alltaf um
hjartarætur. Við áttum góðar
stundir saman á síðustu metrum
þínum. Ég leyfði þér að skynja
að ég væri að bíða með þér og
fara með þér í nýtt ferðalag svo
þér fyndist þú ekki einn. Ég
man að okkur var tilkynnt stað-
an og hvert stefndi og læknirinn
nefndi eitthvað með hvort við
hefðum rætt hluti tengda and-
láti. Þú sagðir „það er bara eins
og maður sé að bíða eftir
strætó“ og svo kom stuttu
seinna „jæja, þá bara bíð ég“.
Ég spyr þig hverju þú sért að
bíða eftir og þú svarar „nú,
þessu andláti“. Ég gat nú hlegið
dátt að þessu þrátt fyrir alvöru
stundarinnar.
Ég er bara svo ánægð með
tímann sem við fengum saman í
lífinu og allar stundirnar sem þú
sýndir mér skilyrðislausa ást í
formi ferðalaga og alls tímans
sem þú gafst þér í að láta mér
líða eins og merkilegasta barni í
heimi. Þú barst mig á háhesti
langar vegalengdir þegar ég
nennti ekki að labba. Þú hjálp-
aðir mér að læra að hjóla án
hjálpardekkja og ég man þann
dag eins og hann hefði verið í
gær. Það voru nammidagar og
sjónvarpsgláp á föstudögum. Að
fara og hitta alla á Tjarnarflöt-
inni þar sem börn léku sér sam-
an og fullorðnir þrömmuðu um
gólf og töluðu hver ofan í annan.
Það voru yndislegar stundir að
geta notið æskuslóða þinna; að
traðka í hrauninu og leika með
túttubyssur úti í garði hjá ömmu
og afa eða í leikjum með krökk-
um úr hverfinu.
Ég og þú erum svo svipuð
með það að vera nægjusöm og
okkur finnst einhvern veginn
sjálfsagðara að eyða okkar í aðra
en okkur sjálf. Ég geng líka í
fötum þar til þau eru orðin svo
götótt að það telst ósiðlegt að
nota þau lengur. Við elskum
bæði að komast heim og fara úr
sokkunum. Þú talaðir einhvern
tíma um að vilja ganga um ber-
fættur í kufli úti um grænar
grundir. Ég vona að þú sért bara
akkúrat í þeim sporum núna og
takir svo á móti mér þar þegar
minn tími kemur. Elska þig og
sakna þín alveg rosalega mikið
pabbi minn og barnabörnin
sakna afa síns, bestu hetjunnar.
Þín dóttir,
Hrafnhildur.