Morgunblaðið - 17.06.2022, Síða 24

Morgunblaðið - 17.06.2022, Síða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 2022 Litirnir eru fjölmargir og hægt að fá sérblandaða hjá okkur. HÁGÆÐA VIÐARVÖRN FRÁ SLIPPFÉLAGINU Opið: 8-18 virka daga 10-14 laugardaga Sími 588 8000 slippfelagid.is 50 ÁRA Einar ólst upp á Akranesi en býr í Borgarnesi. Hann er sjó- maður og er í mánuð til skiptis á Grænlandi og í Borgarnesi. Áhuga- mál hans eru útivist og góðar sam- verustundir með fjölskyldunni. „Ég fer eins oft og ég get í utanlands- ferðir þar sem ég vinn í mánuð og er í fríi í mánuð.“ FJÖLSKYLDA Maki Einars er Sigrún Sveinsdóttir, f. 1972, kennari í grunnskólanum í Borgarnesi. Syn- ir Einars eru Páll Sindri, f. 1992, og Hákon Ingi, f. 1995, og synir hans og Sigrúnar eru Bjartur Daði, f. 2003, og Jóhann Orri, f. 2008. Dóttir Sig- rúnar úr fyrra sambandi er Heiðrún Una Unnsteinsdóttir, f. 1996. Foreldrar Einars eru Páll Skúlason, f. 1945, pípulagningamaður, og Jóhanna Einars- dóttir, f. 1949, húsmóðir. Einar Árni Pálsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Einhver þér nákominn þarf nú á ráðum þínum að halda. Hugsaðu þig vel um áður en þú hellir þér út í nýtt ástar- samband. 20. apríl - 20. maí + Naut Eitthvað óvænt mun sennilega koma upp hjá þér í dag. Einhver ókunnug- ur kemur með spurningu sem þú hefur ekki svar við. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Þér hentar best að vinna ein/-n í dag. Hagaðu seglum eftir vindi og þér mun takast það sem þú ætlaðir þér. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Þú þarft að gefa þér betri tíma til að sinna því sem raunverulega skiptir máli. Reyndu að missa ekki stjórn á þér í hita leiksins. Teldu frekar upp að tíu. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Gleymdu ekki smáatriðunum þegar þú gengur frá málum til undirskriftar. Þú ert í náðinni hjá mörgum. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Það er engin ástæða til að hengja haus þótt smá mótbyr sé. Reyndu að draga lærdóm af því sem þú hefur gengið í gegnum síðustu mánuði. 23. sept. - 22. okt. k Vog Það er ósiður að svara ekki skila- boðum. Það þýðir ekki að stinga höfðinu í sandinn og vona að óþægilegir hlutir hverfi. Horfstu í augu við þá. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Þótt rétt sé að gefa sér tíma til að kanna hlutina kemur alltaf að því að það verður að taka ákvörðun. Ekki líta til baka, það breytir engu. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Sumir eru eitthvað mildari í dómum þessa dagana en það þarf ekki endilega að vera ellimerki. Þú fetar í fót- spor ættingja. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Nú væri upplagt að kalla fólk saman og eiga með því skemmtilega stund. Þú kemur óvart við snöggan blett á einhverjum, en ekki taka því of alvar- lega. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Láttu ekki aðra hrifsa til sín það sem í raun er þitt. Þú kallar ekki allt ömmu þína í vissu máli og færð klapp á bakið frá ókunnugum. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Ef þú átt lausa stund aflögu máttu vita að þeir eru margir sem þurfa á að- stoð að halda. Samband hangir á blá- þræði. ustu árin höfum við ferðast meira akandi um landið og eigum núna ferðabíl sem við stefndum á að nota drjúgt í sumar en sjáum fram á að fara aftur að stunda hestaferðalög, unar. „Við vorum í hestamennsku þegar við bjuggum fyrir sunnan og notuðum þá sumrin til hestaferða- laga. Það hefur að mestu lagst af eftir að við fluttum í sveitina. Síð- S igrún Hauksdóttir fædd- ist 17. júní 1962 í Reykja- vík en fjölskyldan flutti að Brekku í Þingi það sumar. Uppvaxtarárin voru í sveitinni en hún tók þátt í sveitastörfunum allt þar til hún fór suður í framhalds- skóla. „Fyrsti skólinn var í skóla- húsinu, fyrir skólaskyldu, en pabbi kenndi þar og við systkinin fórum stundum með honum. Ég var í Húnavallaskóla í barna- og ung- lingaskóla en ég tók 9. bekk, nú 10. bekk, á Reykjum í Hrútafirði. Þá lá leiðin í Menntaskólann í Kópavogi þar sem ég lauk tveimur árum.“ Seinna náði Sigrún sér í menntun á sviði skrifstofutækni og bókhalds og tók síðan nám í viðurkenndum bók- ara eftir að hafa unnið við bókhald í drjúgan tíma. Hún lærði Davis-les- blinduráðgjöf og starfaði við það í nokkurn tíma. Á þeim tíma átti Sig- rún hlut í fyrirtækinu Lesblind.com. Vorið 2021 lauk hún stjórnenda- námi hjá Stjórnendafræðslunni. Stjórnsemin hefur lengi loðað við mig og því var eðlilegast að ná sér í menntun á því sviði. Árið 1983 notaði ég sumarfríið mitt til að fara í fiskvinnu á Höfn í Hornafirði og kynntist þar eigin- manninum. Við bjuggum í nokkur misseri á Höfn en lengst af bjugg- um við í Kópavogi og þar eru æsku- stöðvar sonanna.“ Framan af starfs- ævinni vann Sigrún ýmiss konar störf, til að mynda við afgreiðslu, í fiski, við ræstingar og miðasölu í Borgarleikhúsinu. „Skemmtilegasta starfið held ég að hafi verið að keyra hótelbíl hringinn umhverfis landið en hann var útbúinn með eins konar káetum á pallinum. Haustið 2010 fluttum við síðan hingað að Brekku og tókum við búi af for- eldrum mínum. Ég er fjórði ættlið- urinn sem býr í Brekku en langafi minn og langamma hófu hér búskap upp úr 1890, afi og amma tóku við 1917 og eins og áður segir hófu for- eldrar mínir búskap hér 1962.“ Fjölskyldan rekur fjárbú í minni kantinum auk þess að vera með nokkuð af hrossum og eru í lítils- háttar hrossarækt sér til skemmt- olíuverðið er orðið svo hátt.“ Starfsvettvangurinn hefur verið á sviði bókhalds og fjármála í seinni tíð. Síðustu árin hefur Sigrún verið skrifstofu- og fjármálastjóri hjá Blönduósbæ þar til fyrir skömmu að hún fór í starf aðalbókara hjá Húna- vatnshreppi en nú hafa þessi sveit- arfélög sameinast í Húnabyggð. Sigrún sat í sveitarstjórn Húna- vatnshrepps á árunum 2014 til 2018 og var þá varaoddviti. Auk þess sat hún í stjórnum Byggðasamlags um menningar- og atvinnumál, Orku- sveitarfélaga og Textílseturs Ís- lands. Einnig var hún í fjallskila- stjórn Grímstungu- og Haukagils- heiða á þessum tíma og í skamman tíma fjallskilastjóri. Áhugamál Sigrúnar eru meðal annars fjallganga og önnur útivist, kórsöngur og prjónaskapur. „Ég var ein af stofnendum Kvennakórs Kópavogs og starfaði með honum þar til ég flutti að Brekku. Ég syng með Kirkjukór Þingeyra- og Undir- fellskirkju og hef sungið með fleiri kórum í skemmri tíma.“ Frítímann notar Sigrún oft til að Sigrún Hauksdóttir bóndi og fjármálastjóri – 60 ára Hjónin Sigrún og Sigfús sjá fram á að fara frekar í hestaferðir í sumar en ferðir á bíl í ljósi hækkandi olíuverðs. Sólsetrið fallegast við Húnaflóa Barnabörnin Guðrún Lilja og Sigfús Óli Karlsbörn með ömmu sinni. Nýr erfingi Sigrún er rík af barna- börnum og heldur hér á Haukssyni. Til hamingju með daginn Reykjavík Burkni Leó Vattnes Ægis- son fæddist 26. janúar 2022 kl. 14.39 á Landspítalanum. Hann vó 3.400 g og var 50 cm langur. Foreldrar hans eru Ægir Már Burknason og Halldóra Vattnes Kristjánsdóttir. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.