Morgunblaðið - 17.06.2022, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 2022
FORNUBÚÐIR 12, HAFNARFIRÐI | S: 555 0800 | SIGN@SIGN.IS | SIGN.IS
„SEGÐU MÉR HVENÆR ÉG Á AÐ HÆTTA.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
... að afplána flensuna
saman.
HÆTTU AÐ STARA
Á PEYSUNA MÍNA
MAMMA?
ÞAÐ ERU LIÐIN TVÖ ÁR FRÁ ÞVÍ ÉG RÉÐST
SÍÐAST Á KASTALANN! HAFIÐ ÞIÐ SAKNAÐ MÍN?
HUNDURINN YKKAR HEFUR SAKNAÐ MÍN!
NEI!
SPORHUNDAR HAFA SÍNA EIGIN
TÓNLISTARSTEFNU.
hitta synina og fjölskyldur þeirra.
„Barnabörnin eiga stóran sess hjá
mér og ekki síst það nýjasta, sem er
fárra daga gamalt. Annars nota ég
frítíma hér heima við til að fara í
göngutúra hér í nágrenninu og
finnst yndislegt að rölta hér fram í
landið. Þar er mikið útsýni yfir
sveitina og út á Húnaflóa og sól-
setrið við Húnaflóann er það falleg-
asta á landinu.“
Fjölskylda
Eiginmaður Sigrúnar er Sigfús
Óli Moritz Sigurðsson, f. 30.11.
1962, bóndi og húsasmiður. For-
eldrar hans eru hjónin Karl Sig-
urður Sigfússon, f. 13.8. 1923, d.
16.5. 1987, smiður og kaupmaður,
og Ingibjörg Guðmundsdóttir, f. 9.8.
1927, d. 27.1. 1985, kaupmaður og
húsmóðir. Þau bjuggu á Höfn í
Hornafirði.
Börn Sigrúnar og Sigfúsar eru: 1)
Karl Sigurður, f. 9.1. 1987, býr í
Kópavogi, MS í verkfræði, verk-
fræðingur, forritari hjá Marel. Maki
hans er Hrefna Rós Matthíasdóttir,
stjórnmálafræðingur, markaðs- og
fjáröflunarstjóri Styrktarfélags
lamaðra og fatlaðra. 2) Haukur Elís,
f. 30.1. 1991, verkamaður hjá Þús-
und fjölum, býr í Garðabæ. Maki
hans er Eyrún Viktorsdóttir, lög-
fræðingur hjá HMS og leiðsögu-
maður hjá FÍ. Barnabörn Sigrúnar
og Sigfúsar eru þrjú: Sigfús Óli
Karlsson, f. 5.11. 2015, Guðrún Lilja
Karlsdóttir, f. 6.6. 2018, og nýfædd-
ur Hauksson, f. 3.6. 2022.
Systkini Sigrúnar eru Magnús, f.
9.2. 1959, lektor í Kiel í Þýskalandi,
Sigurlína Björg, f. 18.8. 1960, leik-
skólakennari í Kópavogi, Guðrún, f.
21.10. 1964, lögreglufulltrúi í Stykk-
ishólmi og Guðmundur Ellert, f.
31.5. 1969, bifreiðastjóri í Kópavogi.
Foreldrar Sigrúnar voru Elín
Ellertsdóttir, f. 27.2. 1927, d. 3.8.
2016, húsmóðir, og Haukur Magn-
ússon, f. 1.9. 1926, d. 15.6. 2013,
bóndi og kennari. Þau hófu sinn bú-
skap í Reykjavík en fluttu að
Brekku í Þingi 1962 og voru búsett
þar til 2010 er þau fluttu á Blöndu-
ós.
Sigrún
Hauksdóttir
Jón Sigurður Jóhannsson
bóndi í Brekku
Þórkatla Júlíana Guðmundsdóttir
húsfreyja í Brekku
Magnús Bjarni Jónsson
bóndi í Brekku
Sigrún Sigurðardóttir
húsmóðir í Brekku
Haukur Magnússon
bóndi og kennari í Brekku
Sigurður Jónsson
prestur á Lundi
Guðrún Metta Sveinsdóttir
húsfreyja á Lundi í Lundarreykjadal
Eggert Finnsson
bóndi á Meðalfelli
Elín Gísladóttir
húsfreyja á Meðalfelli
Jóhannes Ellert Eggertsson
bóndi á Meðalfelli
Karitas Sigurlína Björg Einarsdóttir
húsmóðir á Meðalfelli í Kjós
Einar Gottsveinsson
bóndi í Hjarðarnesi og á Melum
Gróa Ingimundardóttir
húsfreyja í Hjarðarnesi og á Melum
á Kjalarnesi
Ætt Sigrúnar Hauksdóttur
Elín Ellertsdóttir
húsmóðir í Brekku í Þingi
Á Boðnarmiði yrkir Ólafur Stef-
ánsson „Út í rosann“:
Mér er ekki glatt í geði,
ganga skúrir yfir land.
Rignir niður blóm í beði
bíður þeirra hel og grand.
Guðmundur Arnfinnsson yrkir
Morgunvísu (oddhent):
Árla vísur yrkja kýs,
upp þá rís á fætur,
lofa’ og prísa ljóðadís
laus úr krísu nætur.
Sævar Sigurgeirsson yrkir
„Minnisvísu dagsins“:
Apabólunafnið nú
neyðum við í straff.
Heiti nýtt því hugsar þú:
hMPXV.
Út af nýjustu tíðindum yrkir
Friðrik Steingrímsson:
Blöskri ykkur búvöru- og bensínverðið,
ykkar sultarólar herðið.
Pétur Bjarnason bætti við:
Ólin sú er allvel hert að innsta gati.
Alveg nóg að mínu mati.
Og Guðrún Bjarnadóttir:
Sæt er gjarnan sultaról og mikil megr-
un,
en deila má hvort föst sé fegrun.
Jón Jens Kristjánsson skrifar: „Í
Mbl. sá ég stórfrétt um að Kim Kar-
dashian hefði troðið sér í kjól sem
Marilyn Monroe skartaði fyrrum og
saumar gefið eftir á kjólnum“:
Þykir hún ekki í fötum fim
því firna þétt eru útskotin
skemmdir urðu er klæddist Kim
kjólnum góða af Marilyn.
Gunnar J. Straumland yrkir
þessa fallegu hringhendu:
Þegar hauður hafið sér
hjartans nauðar vandi
hopar. Auðna yfir mér
er á Rauðasandi.
Jón Ingvar Jónsson orti um sjó-
mannadaginn:
Aldrei ég úr ægi dró
eitthvað grand.
Meig þó oft í saltan sjó
og sigldi í strand.
Stefán B. Heiðarsson orti á
sunnudag:
Sláttuvélin hefur hátt,
hér er enginn friður.
Eyrun á mér ekki sátt,
enn þá vélin skríður.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Apabóla og búvöruverð