Morgunblaðið - 17.06.2022, Page 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 2022
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
96%
Empire
The Playlist BBC The sun
Total FilmRogerEbert.com
“Top Gun: Maverick is outstanding.”
Breathtaking
“It’s the BEST MOVIE OF THE YEAR!”
“Might be the best movie in 10 years.”
“Top Gun: Maverick is fantastic.” “Best Action Sequel Of All Time”
“What going to the movies is all about”
“You must see this one in the theater.”
“a must see!”
82%
Empire Rolling StoneLA Times
BENEDICT
CUMBERBATCH
ELIZABETH
OLSEN
chiwetel
ejiofor
BENEDICT
WONG
xochitl
gomez
MICHAEL
STÜHLBARG
RACHEL
MCadams
HJÖRTUR JÓHANN JÓNSSON ALDÍS AMAH HAMILTON AHD TAMIMI GUÐJÓN DAVÍÐ KARLSSON
LÍSA PÁLSDÓTTIR HARALD G. HARALDS KATRÍN HALLDÓRA SIGURÐARDÓTTIR
“THE BEST MOVIE OF THE YEAR” “AN EPIC ADVENTURE”
“A CROWD-PLEASEING BLAST” “THE MOVIE EVENT OF THE YEAR”
“A MOVIE LIGHT YEARS AHEAD OF IT´S TIME”
Þrír tónlistarmenn og það allir gít-
arleikarar hlutu í gær verðlaun úr
Minningarsjóði Kristjáns Eldjárns
gítarleikara sem er ætlað að verð-
launa efnilega tónlistarmenn og af-
reksfólk í tónlist. Gítarleikararnir
eru þau Daníel Friðrik Böðvarsson,
Hafdís Bjarnadóttir og Reynir
Hauksson. Voru verðlaunin afhent
við hátíðlega athöfn í Björtuloftum í
Hörpu síðdegis og var að sjálfsögðu
flutt tónlist við það tækifæri. Hvert
þeirra hlýtur eina milljón króna.
Yfirleitt eru ein verðlaun veitt en
þar sem Kristján hefði orðið fimm-
tugur í gær voru þau sérstaklega
vegleg að þessu sinni. Kristján lést
22. apríl árið 2002, tæplega þrítug-
ur.
Einn stofnenda
Moses Hightower
Daníel Friðrik fæddist í Reykja-
vík 1989 og lauk námi í djassgítar-
leik frá Jazz Institut Berlin árið
2014 undir handleiðslu Kurts Ros-
enwinkels, Gregs Cohens og Johns
Hollenbecks. Áður hafði hann lært í
Tónskóla Do-Re-Mí og Tónlistar-
skóla FÍH þaðan sem hann lauk
burtfararprófi af djassbraut 2010.
Daníel starfar sem gítarleikari og
upptökustjóri og hefur leikið með
hljómsveitunum Moses Hightower,
Pranke og Okuma. Með þeim hefur
hann samið tónlist fyrir leikrit í
Þjóðleikhúsinu, Volksbühne og út-
varpsleikrit hjá Deutschlandradio.
Hann hefur í tvígang hlotið
Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir
lagasmíðar með Moses Hightower
og starfað með fjölda ólíkra tónlist-
armanna. Þá hefur hann komið
fram sem gítarleikari með Sinfóníu-
hljómsveit Íslands og Schola Cant-
orum.
Verk upp úr prjónauppskrift
Hafdís Bjarnadóttir fæddist í
Reykjavík árið 1977. Hún lauk námi
frá kennaradeild Tónlistarskóla
FÍH 2001 og burtfararprófi á djass-
gítar frá sama skóla 2002. Hún lauk
BA-prófi í tónsmíðum frá Lista-
háskóla Íslands árið 2007 og MA-
prófi í tónsmíðum frá Konunglega
tónlistarháskólanum í Kaupmanna-
höfn 2009. Hafdís starfar sem gítar-
leikari, tónskáld og tónlistarkennari
í Reykjavík og hefur lagt áherslu á
að brjóta niður múra milli mismun-
andi tónlistarstíla, eins og fram
kemur í tilkynningu. Hún hefur
samið verk fyrir sinfóníusveit, unn-
ið upp úr prjónauppskrift, gert
þrjár sólóplötur þar sem tónlist-
arstílum og hljóðfærum er blandað
saman á óvenjulegan hátt og samið
kammersveitarverk upp úr línurit-
um og tölum frá íslensku bönk-
unum á árunum 2007-2009, svo
nokkur verk séu nefnd. Þá hefur
hún komið víða fram sem rafgítar-
leikari og tónhöfundur, innanlands
sem utan, m.a. á hátíðum. Hún hef-
ur hlotið ýmsar tilnefningar til Ís-
lensku tónlistarverðlaunanna og
hlaut Kraumsverðlaunin árið 2017.
Kynnir Íslendingum flamenco
Reynir fæddist árið 1989 og hóf
nám í Tónlistarskóla FÍH eftir að
hafa spilað á hljóðfæri frá barns-
aldri. Þaðan lauk hann burtfarar-
prófi í klassískum gítarleik árið
2015 og lagði einnig stund á rafgít-
arleik og kennaranám. Hann stund-
aði hljóðfæra- og kennaranám í
Noregi 2015-2016 og nám í tónvís-
indum 2016. Einkanám í flamenco-
gítarleik stundaði hann í Granada á
árunum 2016-2019 og í Madrid
2019-2020. Út frá þeim grunni hef-
ur hann unnið að margbreytilegum
tónlistarverkefnum, eins og segir í
tilkynningu, og hefur Reynir einnig
fengist við hljóðversvinnslu, gefið
út þrjár plötur með hljómsveit-
unum Þoku og Eldberg og leikið
með á plötum annarra. Hann hefur
haldið gítareinleikstónleika með
áherslu á flamenco-, klassíska og
frjálsa spunatónlist og leikið á
stórum tónleikum með eigin tón-
smíðum með fjölmennum hljóm-
sveitum. Reynir hefur frá árinu
2016 verið búsettur í Granada á
Spáni og unnið þar sem flamenco-
gítarleikari og komið reglulega
hingað til lands með spænskum
listamönnum til að kynna Íslend-
ingum flamencotónlist og -dans.
helgisnaer@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Heiður Þrír tónlistarmenn hlutu verðlaun úr Minningarsjóði Kristjáns Eldjárns í gær í Björtuloftum í Hörpu.
Þrír gítarleikarar verðlaunaðir
- Þrenn verðlaun voru veitt úr Minningarsjóði Kristjáns Eldjárns í gær. Þau
hlutu Daníel Friðrik Böðvarsson, Hafdís Bjarnadóttir og Reynir Hauksson
Hin sænsk-serbneska Dalija Acin
Thelander og hin austurríska Doris
Ulrich sýna verk sín dAzzleMAZE
og Every Body Electric á Listahátíð
í Reykjavík núna um helgina. Fyrr-
nefnda sýningin, dAzzleMAZE eða
Heillaheimur á íslensku, er í til-
kynningu sögð upplifunarsýning
fyrir allra yngstu áhorfendur og
henta einnig skynsegin börnum. „Í
sýningunni, sem er í senn dansverk
og innsetning, fögnum við veru
okkar í heiminum og göngum inn í
rými þar sem við tökum glöð á móti
því óþekkta,“ segir í tilkynningu og
að Heillaheimur bjóði upp á fjöl-
þætta skynjunarupplifun og hvatt
sé til forvitni, könnunar, slökunar
og íhugunar. Every Body Electric
er lýst sem rafmögnuðu dansverki
eftir dansarann og danshöfundinn
Doris Uhlich sem hlotið hefur
fjölda verðlauna. Mun það ögra við-
teknum hugmyndum um möguleika
líkamans og orkuna sem býr í okk-
ur öllum. „Með sprengikrafti í
bland við ljóðræna mýkt fer hópur
fatlaðra dansara með áhorfendur í
taktfast og ófyrirsjáanlegt ferðalag
inn í kjarna hins mannlega. Jafnvel
smæsta hreyfing getur leyst ótrú-
lega orku úr læðingi,“ segir í til-
kynningu og að hver einasti líkami
búi yfir sínu einstaka, lífræna afli. Í
verkinu rannsaki hópurinn einnig
þá möguleika sem skapist þegar
vélin, hvort sem það er rafknúinn
hjólastóll, gervilimur eða stoðtæki,
taki við sem framlenging á líkam-
anum. Uhlich er austurrísk, hefur
sett upp fjölda dansverka en hefur
hin síðustu ár ekki síst einbeitt sér
að samvinnu við listafólk með lík-
amlega fötlun.
Sýningartíma og frekari upplýs-
ingar um aðra viðburði helgarinnar
má finna á vef Listahátíðar í
Reykjavík, listahatid.is.
Heillaheimur og
fatlaðir dansarar
Heillaheimur Úr dAzzleMAZE.
Ljósmynd/Fernando Molina