Morgunblaðið - 17.06.2022, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.06.2022, Blaðsíða 32
STILLANLEG HJÓNARÚM MEÐ BODYPRINT DÝNU WWW.SVEFNOGHEILSA.IS Svefn heilsa& PANDORA STILLANLEGUR HÆGINDASTÓLL VANDAÐAR SÆNGUROG KODDAR Í ÚRVALI EITT MESTA ÚRVAL AF HEILSUDÝNUM Á LANDINU ÚRVALAF VÖNDUÐUM HEILSURÚMUM GERIÐ GÆÐA- OG VERÐSAMANBURÐ Emilíana Torrini kemur fram með belgísku hljómsveit- inni The Colorist Orchestra á sunnudag, 19. júní, á loka- viðburði Listahátíðar í Eldborg í Hörpu. The Colorist Orchestra hefur vakið athygli fyrir frumlega og lifandi nálgun við flutning og útsetningar á tónlist úr ólíkum áttum, eins og segir í tilkynningu, og á síðustu árum hefur tónlistarkonan Emilíana Torrini átt í samstarfi við sveitina og vinnur nú með henni að plötunni Riding the Storm. Hefur Emilíana gefið út eina plötu áður með sveitinni og hlaut sú glimrandi dóma. Emilíana Torrini og The Colorist Orchestra á lokadegi Listahátíðar FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 168. DAGUR ÁRSINS 2022 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 776 kr. Áskrift 8.383 kr. Helgaráskrift 5.230 kr. PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr. Valsmenn stöðvuðu sigurgöngu Breiðabliks í Bestu deild karla í knattspyrnu í gærkvöld með því að vinna leik liðanna í níundu umferð deildarinnar á Hlíðarenda, 3:2. Breiðablik hafði unnið fyrstu átta leiki sína í deild- inni. Patrick Pedersen kom inn á sem varamaður og skoraði sigurmark Vals í uppbótartíma leiksins. Þrír aðrir leikir fóru fram í deildinni í gærkvöld og enduðu allir 2:2. » 27 Valur stöðvaði sigurgöngu Blika ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Tveimur þriggja daga námskeiðum í torfhleðslu er nýlokið á Tyrfings- stöðum í Skagafirði og voru þátttak- endur ánægðir sem fyrr, að sögn Bryndísar Zoëga, verkefnisstjóra Fornverkaskólans. Á fyrra nám- skeiðinu voru átta Skotar, en átta Ís- lendingar og einn Þjóðverji – fjórar konur og fimm karlar – á því síðara. Fornverkaskólinn er samstarfs- verkefni Byggðasafns Skagfirðinga, Háskólans á Hólum og Fjölbrauta- skóla Norðurlands vestra. Frá 2007 hefur verið boðið upp á eitt eða fleiri námskeið á hverju vori, fyrir utan 2015 og 2020, með áherslu á torf- og grjóthleðslu, grindarsmíði og timb- urviðgerðir. Samfara því að kenna handverkið og viðhalda þannig þekkingunni hef- ur verið unnið að því að gera upp torfbæinn og útihús á Tyrfings- stöðum, en þar var búið til 1969. „Vinnu við torfhús lýkur aldrei en við erum langt komin,“ segir Bryndís. „Ekki er lengur byggt mikið úr torfi og þekking á handverkinu fer hverf- andi.“ Frá 2012 hefur Fornverkaskólinn verið í samstarfi við skoskt fyrirtæki, sem hefur fengið Erasmus-styrki frá Evrópusambandinu til þess að senda Skota á námskeiðin og hafa þeir komið árlega síðan, nema 2015, 2020 og 2021. „Eftir Brexit fá þeir vænt- anlega ekki fleiri styrki frá Evrópu- sambandinu,“ segir Bryndís og telur að þátttöku þeirra sé þar með lokið. Fjöldi útlendinga hafi komið á eigin vegum og haldi því væntanlega áfram. Torfið kemur sér víða vel „Það sem er svo skemmtilegt við námskeiðin er að við fáum alls konar fólk, úr mörgum stéttum og fag- greinum,“ heldur hún áfram. Fyrstu árin hafi verið þrjú til fjögur nám- skeið á hverju vori og á einu nám- skeiði hafi konur verið í meirihluta en annars hafi skipting karla og kvenna almennt verið nokkuð jöfn. Bryndís segir að margir þátttak- endur komi vegna þess að þeir vilji til dæmis læra að hlaða torfvegg í garð- inum sínum eða hafi aðgang að göml- um torfbyggingum, sem þeir vilja laga. Sumir kennarar vilji vekja at- hygli nemenda á torfhleðslu og komi því til þess að fræðast um málið. Fornleifafræðingar vilji vita hvernig veggirnir séu byggðir upp til þess að vera betur undirbúnir fyrir uppgröft. „Við leggum áherslu á að fólk læri að stinga torf, þekkja torfið sem bygg- ingarefni og hlaða veggi úr mismun- andi tegundum af torfi.“ Helgi Sigurðsson frá Ökrum í Skagafirði hefur kennt réttu hand- tökin við torfhleðsluna frá upphafi og Bragi Skúlason, húsasmíðameistari á Sauðárkróki, sá lengst af um kennslu í grindarsmíðinni. „Hann hefur unn- ið við viðgerð gamalla húsa, meðal annars fyrir Þjóðminjasafnið, en eft- ir að hann fór á eftirlaun hafa nokkr- ir tekið að sér kennsluna sem hann sinnti.“ Bryndís áréttar að upphaflega hugmyndin með skólanum hafi verið að búa til svonefnda „arfbera“ til að bera áfram þekkinguna. „Vanda- málið er að vegna þess hve lítið er byggt úr torfi hefur enginn fulla at- vinnu af því. Því miður er ekki grundvöllur til þess að halda úti mörgum torfhleðslumönnum og því erum við hrædd um að handverks- þekkingin sé hverfandi. En fólk, sem hefur komið á námskeiðin, kemur oft með vinum og vandamönnum á Tyrf- ingsstaði til þess að skoða hand- verkið. Það er stolt af verkum sín- um.“ Viðhalda þekkingunni - Námskeið í torfhleðslu á Tyrfingsstöðum í Skagafirði Ljósmyndir/Bryndís Zoëga Viðhald og vinna Bryndís Zoëga verkefnisstjóri og Ceecee Cesario, forn- leifafræðingur og nemi, snyrta torfvegg á fjóshlöðunni á Tyrfingsstöðum. Tyrfingsstaðir Bærinn og fjóshlaðan hafa tekið miklum breytingum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.