Morgunblaðið - 11.07.2022, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.07.2022, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 2022 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Við fögnum ákvörðun vina okkar og samherja í Kan- ada,“ hafði blaðið Frankfurter Allge- meine Zeitung eftir Olaf Scholz, kanslara Þýsk- lands í gær, og segja þessi fáu orð mikið um stöðu Þýskalands nú um stundir og um leið þá stöðu sem ríkisstjórn Þýska- lands telur landið vera í til að styðja við bakið á Úkraínu í stríðinu við innrásarher Rúss- lands. Ástæða orða Scholz var sú að ríkisstjórn Kanada féllst loks á að láta senda til baka túrbínu, sem notuð er til að dæla gasi frá Rússlandi til Þýskalands og Gasprom hafði sent til Kanada til viðhalds. Kanadastjórn fann út, eftir að hafa velt málinu fyr- ir sér um hríð, enda er við- skiptabann á Rússland sem kunnugt er, að hægt væri að senda túrbínuna til Þýskalands, þaðan sem hún fer svo til rúss- neska gasfyrirtækisins Gasp- rom. Með þessu mætti komast í kringum viðskiptabannið, en af því Kanadamenn eins og aðrir átta sig á að þeir eru einmitt að fara í gegnum bannið, sem lítur ekki vel út, þá kynntu þeir um leið, enn einu sinni, að þeir hefðu hert frekar á banninu. Og auðvitað aftur með því að banna viðskipti með það sem skiptir Rússland litlu máli á meðan gasið fær að renna. Hert viðskiptabann Kanada nú er auðvitað lítið annað en aum viðleitni til að breiða yfir það að viðskiptabannið heldur ekki. Og ástæðan fyrir því að það heldur ekki er að Rússar selja áfram gas og olíu og græða á því sem aldrei fyrr. Og orð Scholz kanslara segja svo mikla sögu vegna þess að þau afhjúpa hvað Þýskaland er háð innfluttri orku frá Rússlandi og hve efnahagsleg staða þessa burðarríkis Evrópusambands- ins er orðin veik. Þýskaland þurfti að grenja út túrbínuna frá Kanada vegna þess að land- ið þolir alls ekki að vera án orku frá Rússlandi. Það er klípa sem það hefur komið sér í með því að loka kjarnorkuverum og kolanámum og gera landið al- gerlega ósjálfbært um orku og að auki alveg háð Rússum um orkuna. Fyrirsjáanlegt er að ef gasið kemst ekki á eðlilegan af- hendingarhraða á ný þá munu Þjóðverjar eiga erfitt með að hita hús sín í vetur og að verk- smiðjur þeirra gætu þurft að slá af framleiðslunni, sem er nokkuð sem efnahagur landsins þolir ekki. Þýskaland er nú þegar illa statt efnahagslega. Verðbólgan var orðin áhyggjuefni fyrir inn- rás Rússa en eftir hana er hún komin úr böndum og þar ræður mikil hækkun orkuverðs mestu. Þróun orkuverðs er veigamikill þáttur í verðbólgu- þróun á evrusvæð- inu, ekki síst í Þýskalandi. En það er fleira en verðbólgan sem veldur Þjóðverjum áhyggjum á efnahagssviðinu. Í liðinni viku voru birtar tölur um viðskiptajöfnuð og var hann þá neikvæður í fyrsta sinn í þrjá áratugi. Hallinn var ekki mikill miðað við stærð hagkerfisins en þetta eru mikil umskipti engu að síður og skýrast af hækkuðu orkuverði auk þess sem minnk- andi alþjóðviðskipti drógu úr útflutningi á framleiðsluvörum, en útflutningur hefur áratugum saman keyrt þýska hagkerfið áfram. Bjartsýni hefur um nokkurt skeið verið af skornum skammti í þýsku efnahagslífi en eftir samdrátt vegna kórónuveir- unnar hefur hagvöxtur tekið við sér á ný á síðustu ársfjórð- ungum. Það er þó talinn skammgóður vermir og útlit fyrir samdrátt í þessum fjórð- ungi. Scholz kanslari er meðal þeirra sem óttast framhaldið, sem skýrir eflaust hve honum var létt þegar Kanadamenn slepptu túrbínunni. Hann segir Þýskaland standa frammi fyrir „sögulegri áskorun“ og að þetta ástand muni „ekki ganga yfir á fáum mánuðum“ vegna þess að innrás Rússa í Úkraínu hafi „breytt öllu og að aðfangakeðj- ur séu enn í ólagi vegna farald- ursins“. Aðrir tala á svipuðum nótum, svo sem formaður samtaka þýska atvinnulífsins sem sagði Þýskaland standa frammi fyrir „erfiðustu efnahagslegu og fé- lagslegu áskorun frá samein- ingu“ þýsku ríkjanna, og hann telur ástandið muni vara árum saman. Þýskaland hefur treyst á inn- flutning orku frá Rússlandi og á sama tíma í æ meira mæli á út- flutning til Kína og að auki á kínverska fjárfestingu í Þýska- landi. Allt gerir þetta Þýska- landi nú erfitt fyrir og gerir það efnahagslega veikt. Þessir veik- leikar verða svo til þess að þrátt fyrir yfirlýsingar um óbilandi stuðning þá er Þýskaland ekki í stöðu til að veita Úkraínu þann stuðning sem forystumenn þess segjast vilja gera. Þess vegna gátu þeir ekki tekið tillit til um- leitana úkraínskra stjórnvalda þegar þau fóru fram á að túrb- ínan yrði áfram í Kanada enda væri annað brot á viðskipta- banninu, og sennilega er það líka þess vegna sem þeir hafa allan tímann dregið lappirnar þegar kemur að hernaðaraðstoð við Úkraínu eða viðskiptaþving- unum á Rússland. Eftir að hafa um langt skeið verið sterki maðurinn í Evrópu, er nöturlegt fyrir Þýskaland að vera búið að koma sér í þá stöðu að vera sá veiki. Staða burðarríkis Evrópusambandsins hefur ekki verið verri í þrjá áratugi} Veikt Þýskaland F yrirhugaðar breytingar sjáv- arútvegsráherra um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strand- veiðanna á nýjan leik er atlaga að brothættum sjávarbyggðum landsins. Ákvörðunin er óskiljanleg m.t.t. fag- urgala VG í kosningabaráttunni sl. haust. Flokkur fólksins fordæmir þessar hugmyndir sjávarútvegsráðherra. Flokkur fólksins minnir á að strand- veiðikerfinu var komið á af hálfu ríkisstjórnar til að bregðast við áliti Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, sem taldi kvótakerfið brjóta á mannréttindum sjómanna. Sjáv- arútvegsráðherra er með fyrirhuguðum breytingum að ganga gegn jafnræði til veiða sem strandveiðunum var ætlað að tryggja. Ráðherrann vill ganga hér svo miklu mun lengra í sérhagsmunagæslu fyrir kvótakónga en nokkurn skyldi gruna. Að sama skapi er einbeittur vilji ráðherrans að ganga freklega gegn hagsmunum strandveiðisjómanna og brothættum sjávarbyggðum. Baráttan fyrir frjálsum strandveiðum er mannrétt- indabarátta. Barátta fyrir atvinnufrelsi og búseturétti. Takmarkanir á atvinnufrelsi mega ekki ganga lengra en nauðsyn krefur og gæta verður að meðalhófi og jafnræði. Sjávarútvegsráðherra gerir það ekki með því að taka aft- ur upp svæðaskiptingu og úthluta afla á hvert svæði. Þar er einungis verið að deila og drottna og valda togstreitu á milli svæða. Forsætisráðherra, sem skreytir sig sem bar- áttumann fyrir mannréttindum, hefur ekki lyft fingri þegar kemur að réttindum íbúa sjávarbyggð- anna til strandveiða. Þar hafa máttlaus dygðaskreytingalög sætt forgangi, sem lík- lega mun aldrei reyna á. Flokkur fólksins berst fyrir frjálsum hand- færaveiðum. Strandveiðar eru grundvöllur fyrir tilvist sjávarbyggðanna í kringum land- ið. Algjört lágmark er að sú sátt sem náðist á síðasta kjörtímabili um núverandi strand- veiðikerfi með 48 daga til veiða sé tryggð. Flokkur fólksins leggur sérstaka áherslu á, að frjálsar strandveiðar munu aldrei! ógna líf- ríkinu í kringum landið. Strandveiðar valda minnstu raski í hafrýminu og hafa minnsta kolefnisfótsporið. Aflahámark, sem takmark- ar fiskveiðar, á aðeins að ná til þeirra veiða sem ógna fiskistofnum. Það gera handfæraveiðar svo sannarlega ekki. Strandveiðar eru þær veiðar sem hafa haldið lífi í sjávarbyggðum í kringum landið. Það er því algjörlega óverjandi að nokkur skuli láta sig detta í hug að ráðast að þessari lífsbjörg brothættra sjávarbyggða sem strandveiðarnar eru. Íbúar sjávarbyggðanna eiga rétt á að nýta sjávarauð- lindina þannig að fjölskyldurnar geti lifað af fiskveiðum. Sá réttur verður einungis tryggður með frelsi til strand- veiða. Flokkur fólksins mun taka þátt í þeirri baráttu fyrir fólkið í landinu. Það er barátta fyrir atvinnufrelsi og búseturétti íbúa sjávarbyggðanna, þar sem byggð hefur alla tíð byggst á fiskveiðum. Fólkið fyrst, svo allt hitt! Inga Sæland Pistill Ráðherra í stríð við strandveiðar Höfundur er formaður Flokks fólksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Anton Guðjónsson anton@mbl.is R íkjandi bandalag Frjáls- lynda lýðræðisflokksins og Komeito-flokksins í Japan eykur þingstyrk sinn eftir kosningarnar í landinu í gær. Ríkisfjölmiðillinn NHK hefur gefið það út að bandalagið muni lík- lega ná 70 til 83 af 125 sætum efri deildar þingsins. Kosningarnar voru haldnar í skugga þjóðarsorgar í kjölfar þess að Shinzo Abe, fyrrver- andi forsætisráðherra Japans og formaður Frjálslynda lýðræð- isflokksins, var myrtur á föstudag- inn. Talið var líklegt að flokkarnir myndu halda meirihluta sínum áður en Abe var myrtur, en óvíst er hvaða áhrif morðið hefur haft á úr- slit kosninganna. Svo virtist í gær sem kjörsókn hefði aðeins verið 52%. „Ég tel það vera mikilvægt að við gátum haldið kosningarnar,“ sagði forsætisráðherrann Fumio Kishida við NHK. Bætti hann við að hann vildi tækla faraldurinn, vandamál tengd stríðinu í Úkraínu og verð- bólgu. Áður hafði hann sagt að „við megum aldrei leyfa ofbeldi að bæla niður tjáningarfrelsi“. Kenta Izumi, leiðtogi Stjórnskip- unar- og lýðræðisflokksins í stjórn- arandstöðu, segir að kjósendur hafi ekki viljað breyta frá Frjálslynda lýðræðisflokknum og treysta flokki sínum til þess að stjórna ríkisstjórn- inni. Lítur út fyrir að flokkur hans missi nokkur sæti á þinginu. Samkennd um missinn Shinzo Abe var skotinn af stuttu færi með heimagerðri byssu í Nara í vesturhluta Japans á föstudaginn en hann lést á sjúkrahúsi eftir mikinn blóðmissi. Lík hans var flutt til fjöl- skyldu hans í Tókýó á laugardaginn. Morðið hefur vakið mikinn óhug hjá japönsku þjóðinni og hafa þjóð- arleiðtogar víða um heiminn vottað samúð sína. Samúðarkveðjur hafa meðal annars borist frá löndum eins og Kína og Suður-Kóreu þar sem ákvarðanir Abe þóttu oft ekki vin- sælar. Abe átti ættir að rekja til margra stjórnmálamanna en hann varð yngsti forsætisráðherra landsins frá síðari heimsstyrjöld þegar hann komst fyrst til valda árið 2006, þá 52 ára. Herskáar og þjóðerniskenndar skoðanir hans voru oft umdeildar. Til að mynda vildi hann að varnarlið Japans yrði viðurkennt sem her landsins. Þá var hann einnig sak- aður um frændhygli í starfi sínu. Aðrir hældu honum fyrir efna- hagsstefnur hans og fyrir að koma Japan áfram á alþjóðavísu, til að mynda með því að rækta samband hans við þáverandi forseta Banda- ríkjanna, Donald Trump. Ætlaði að myrða Abe fyrr Tetsuya Yamagami er sakaður um morðið á Abe og er í haldi lög- reglu. Hann hefur sagt þeim sem rannsaka málið að hann hafi valið Abe því hann trúði því að hann væri tengdur ótilgreindum samtökum. Fjölmiðlar á staðnum hafa lýst sam- tökunum sem trúarlegum og að móðir Yamagami hafi komið fjöl- skyldu þeirra í fjárhagsleg vand- ræði eftir að hún gaf samtökunum pening. Á Yamagami þá að hafa ætlað að myrða Abe á öðrum viðburði sem haldinn var í Okayama á fimmtu- daginn en hann hafi hætt við vegna þess að þáttakendur viðburðarins hafi þurft að gefa upp nafn sitt og heimilisfang. Ekki iðrast neins eins Lítið er um byssuofbeldi í Japan en byssulöggjöf er þar mjög ströng. Venjulega er öryggisgæsla því á við- burðum, eins og þeim sem Abe var skotinn á, ekki mikil. Í kjölfar morðsins hafa ráðstafanir verið gerðar til að tryggja öryggi núver- andi forsætisráðherra landsins. Lögregla hefur lofað ítarlegri rannsókn á málinu en Tomoaki Oni- zuka, yfirmaður lögreglunnar í Nara, hefur sagt að vandamál hafi verið í löggæslu og öryggisráðstöf- unum á viðburðinum. „Öll þau ár síðan ég gerðist lög- reglumaður árið 1995 hef ég ekki iðrast neins eins mikið, né séð eftir neinu eins mikið og þessu,“ sagði Onizuka með tárin í augunum við fjölmiðla á laugardagskvöld. Líkvaka verður haldin í kvöld en jarðarför fyrir fjölskyldu og vini á morgun. Bæði líkvakan og jarð- arförin verða líklegast haldin í Zo- joji hofinu í Tokyo. Anthony Blinken, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, mun fara til Tókýó til að votta samúð sína, að því er segir í tilkynningu frá ráðu- neyti hans. Aukinn þingstyrkur í skugga morðsins AFP Leiðtogi Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans og formaður Frjálslynda lýðræðisflokksins, heitir því að lýðræðið muni „aldrei láta undan ofbeldi“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.