Morgunblaðið - 11.07.2022, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.07.2022, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 2022 ✝ Soffía Stef- ánsdóttir fæddist í Reykja- vík 1. maí 1924. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Skógarbæ 18. júní síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Rannveig Ólafs- dóttir, f. 1882, d. 1956, og Stefán Sveinsson, f. 1883, d. 1930. Soffía var næstyngst af stórum systkinahópi. Systkini hennar voru: Jóhann Gunnar, f. 1908, d. 2001, Guðbjörg, f. 1911, d. 2007, Ólafur, f. 1913, d. 1991, Björn, f. 1916, d. 1963, Sigrún, f. 1917, d. 1918, Sveinn, f. 1919, d. 1982, Sigurður, f. 1922, d. 1924 og Hermann Ragnar, f. 1927, d. 1997. Soffía giftist 3. júní 1950 Páli Gíslasyni, f. 1924, d. 2011. For- eldrar hans voru Svana Jóns- dóttir, f. 1903, d. 1983 og Gísli son, f. 1962. Dætur þeirra eru Helga Lára og Sigrún Soffía. Soffía gekk í Miðbæjarskól- ann og seinna í Verslunarskóla Íslands. Frá unga aldri stund- aði hún fimleika og var í sýn- ingarhópi Ármanns. Hún stundaði nám við Íþróttakenn- araskóla Íslands að Laug- arvatni veturinn 1945-1946 og kenndi leikfimi um árabil. Soffía var mikill skáti og tók þátt í og stjórnaði skátastarfi nær alla ævi. Árið 1956 var hún einn af stofnfélögum og fyrsti formaður Svannasveitar eldri kvenskáta við skátafélagið á Akranesi. Íþróttir og holl hreyfing var Soffíu hugleikin alla ævi. Hún var frumkvöðull í íþróttastarfi fyrir aldraða og kenndi um árabil íþróttir á öldrunarstofn- unum í Reykjavík. Hún var einn af stofnendum Félags áhugafólks um íþróttir aldr- aðra og sat lengi í stjórn fé- lagins. Soffía var félagslynd og tók alla tíð virkan þátt í margs konar félags- og tómstunda- starfi. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 11. júlí, kl. 13. Pálsson, f. 1902, d. 1955. Soffía og Páll eignuðust fimm börn: 1) Rannveig, f. 1952, d. 2019. 2) Svana, f. 1953, maki henn- ar er Sigurður Geirsson, f. 1953. Börn þeirra eru Freyja, Magnea og Hjalti og barna- börn þeirra eru Sigurbjörn, Svanborg Soffía, Svandís, Sigurður Jóhann og Berglind Sjöfn. 3) Guðbjörg, f. 1956, sonur hennar er Héðinn og barnabörn hennar eru Elín og Astrid. 4) Gísli, f. 1958, d. 2021, eftirlifandi maki hans er Dagný Björk Pjetursdóttir, f. 1959. Börn hans eru Ólivía, Páll og Fríða Sædís. Barnabörn hans eru Andri Freyr, Sunna Natalía, Emilía Ósk og Jenný Stefanía. 5) Soffía, f. 1962, maki hennar er Halldór Jóns- Soffía, mamma okkar, náði háum aldri og við fengum því að eiga mömmu lengur en flestir. Við eigum margar góðar minn- ingar að ylja okkur við. Mamma hugsaði vel um okkur alla ævi. Hún hjálpaði okkur mikið í heimanáminu og enginn kunni betur Íslandssögubækurnar en hún. Við vorum með henni í húsverkunum, garðstörfum og fórum með henni í ýmsa túra. Mömmu fannst líka mikilvægt að fólk væri úti. Við fórum því oft í útileiki með henni. Hún var svo góð í „danskan“ og ýmsum fleiri boltaleikjum. Hún var skemmtileg og kunni ógrynni af söngtextum. Við sungum oft saman ýmis skátalög, dægurlög og revíulög. Hún lifði eftir þeirri hugmynd að maður ætti að vera sjálfum sér nógur og geta skemmt sér sjálfur. Oft voru haldnar fjölskylduskemmtanir þar sem allir komu með atriði bæði fullorðnir og börn. Hún kenndi okkur líka að spila og prjóna og vinna ýmislegt í handavinnu. Þetta eru dæmi um samverustundir í kringum skemmtilegar aðstæður sem mamma skapaði. Á hverju sumri fórum við í tjaldútilegur og á skátamót. Þá var þröngt í bílnum enda fjöl- skyldan stór en alltaf fundið upp á leikjum eða söngvum til að gleðja á meðan mamma og pabbi skiptust á að keyra um landið. Á sumrin vorum við oft margar vikur í sumarbústaðnum okkar, Vogi á Kjalarnesi, þar sem fjölskylduböndin styrktust. Eftir að við urðum fullorðnar fann mamma upp á ýmsu til að fjölskyldan gæti notið samvista. Hún var alltaf tilbúin að styðja okkur í öllu því sem við tókum okkur fyrir hendur í leik og starfi. Mamma og pabbi heim- sóttu okkur reglulega þegar við bjuggum erlendis og var þá glatt á hjalla. Eftir að pabbi dó var mamma alltaf tilbúin að fara með okkur í styttri og lengri ferðir. Hún náði virðingu allra á sama tíma og hún dreifði gleði og samkennd. Mamma var alltaf mjög virk og vildi taka þátt í mörgu. Hún er fyrirmynd allra í fjölskyld- unni og barnabörnin og barna- barnabörnin segja ég ætla að lifa eins og amma, borða hollt og hreyfa mig. Barnabörnin áttu alltaf öruggt skjól í ömmu- og afahúsi og eiga þau góðar minningar frá samverustundum með þeim. Mamma stundaði hreyfingu alla ævi og borðaði fjölbreyttan íslenskan mat og sá lífsstíll dugði henni vel. Hún taldi sjálf mikilvægt að taka þátt í fjölbreyttum störfum og tómstundaiðju. Hún var mjög ern og bjó ein fram undir það síðasta, fékk heimsókn á hverj- um degi og hjálp við aðföng en lifði sjálfstæðu lífi. Hún tók þátt í boccia, pútti og félagsvist og naut félagsstarfsins í Árskóg- um. Mamma sýndi mikla aðlög- unarhæfileika og fann alltaf eitthvað sem hún gat gert sér til skemmtunar og tekið þátt í. Það er mikilvægur lærdómur fyrir okkur systurnar sem vonandi fáum að njóta ellinnar jafnvel og hún gerði. Svana, Guðbjörg og Soffía. Boðberar kærleikans eru jarðneskir englar sem leiddir eru í veg fyrir fólk til að veita umhyggju, miðla ást, fylla nútíðina innihaldi og tilgangi, veita framtíðarsýn vegna tilveru sinnar og kærleiksríkrar nærveru. Þeir eru jákvæðir, styðja, uppörva og hvetja. Þeir sýna hluttekningu, umvefja og faðma, sýna nærgætni og raunverulega umhyggju, í hvaða kringumstæðum sem er án þess að spyrja um endurgjald. (Sigurbjörn Þorkelsson, 2006) Kæra tengdamamma. Orðin hér í ljóðinu eru orðin mín til þín. Þú varst minn jarðneski engill. Ég er þakklát fyrir sam- veru okkar og vinskap en eins og þú sagðir við mig nýlega: „Þú komst svo seint, hefðir átt að koma mikið fyrr.“ Já, ég hefði viljað njóta lengri tíma með elsku syni þínum, Gísla okkar, sem fagnar þér á himn- um, berðu honum ástarkveðju mína. Elsku tengdamamma, þakka fyrir allt og hvað þú varst mér mikil fyrirmynd í einu og öllu. Minning þín lifir. Þín tengdadóttir, Dagný Björk. Amma mín hafði trú á og byggði upp samfélagið í kring- um sig. Hún var virk í skáta- starfi og stundaði íþróttir af alefli, frá unga aldri og fram á gamals aldur. Hún kaus í lýð- veldiskosningunum og studdi með ævistarfi sínu við uppbygg- ingu hins nýja lýðveldis. Hún byggði upp stóra fjöl- skyldu og sem ættmóðir skilur hún eftir sig ættboga sem þekk- ist og stendur saman. Í gegnum mína æsku hef ég búið að því að fara oft í fjölskylduboð og í sumarbústaðaferðir, þar sem amma reglulega stóð fyrir alls kyns uppákomum, svo sem söng, spilamennsku, leikfimi- þrautum og leikjum. Sem barni fannst mér þetta svakalega skemmtilegt, en sem fullorðnum kann ég svakalega vel að meta hversu mikið þetta styrkti fjöl- skylduböndin. Eftirlaunaár ömmu voru eins og auglýsing fyrir hvað hægt er að fá, þegar maður stundar þá hreyfingu og félagslíf sem hún talaði fyrir og byggði upp allt sitt líf. Langt fram á tíræðisald- ur lifði hún sjálfstæðu lífi, í hraustum líkama og félagslegu umhverfi sem hún sjálf hafði verið með í að byggja upp. Fáum er gefin sú gæfa að eiga jafn farsælt líf eða skilja eftir sig jafn mörg og vel virkandi smásamfélög eins og hún amma mín. Þó hún skilji eftir sig tóm sem erfitt getur verið að fylla, þá skildi hún líka eftir í okkur sem eftir lifum, trú á og getu til að lyfta arfinum. Héðinn Björnsson. Elsku amma. Þú kenndir okkur svo margt. Sumt kann hugsanlega að hljóma frekar sjálfsagt, en það er fæst sjálfsagt í þessu lífi þeg- ar maður fer að grandskoða það. Við lærðum meðal annars að spila allskonar leiki og gera pönnukökur. Að líta í eigin barm þegar fíflunum fer að fjölga í kringum okkur og að fá okkur ristað rúgbrauð með smjöri. Gera blómakransa úr sumarblómunum í Kvistalandi, geyma naglalakkið inni í ísskáp og drekka kakóið í gegnum rjómann. Allt sem við gerðum saman, þá var ævintýrabragur yfir því. Það er lykilhlutverk að vera Amma í ævintýri barnabarnsins og þú lékst það hlutverk lista- vel. Við nutum góðs af leikhæfni þinni í gegnum samveru okkar þar sem þú fórst t.d. í splitt eft- ir pöntun. Þú varst alltaf svo fyndin og skemmtileg og tókst vel á móti öllum sem komu í Ömmuhús. Við vorum einstaklega heppin barnabörn, meira að segja svo heppnar að fá hvert einasta ár möndluna í möndlugrautnum. Stærðfræðingarnir í fjölskyld- unni sjá eflaust ýmislegt að þeim líkindareikningi en við teljum að þið Rannsý hafið reiknað þetta gaumgæfilega út inni í eldhúsi í Kvistalandi og á Móaflötinni. Það verður fátæklegt hjá okkur núna á helstu hátíðum og fagnaðartilefnum lífsins þegar það vantar Spillemand fjöl- skyldunnar. En þú náðir að miðla þinni reynslu og heilræð- um til okkar í gegnum húmor og leik sem við nýtum okkur enn í dag. Því það er alltaf best að taka Bústaðaveginn í lífinu, hvert sem förinni er heitið, eins og amma gerði alltaf. Og við gerum áfram. Takk fyrir okkur. Helga Lára og Sigrún Soffía. Didda hefur verið hluti af til- veru okkar systkinanna frá því við munum fyrst eftir okkur. Hún var konan hans Palla frænda, einkabróður mömmu, og samgangur því mikill milli þessara fjölskyldna. Ekki spillti það fyrir að báðar fjölskyldurn- ar voru barnmargar og við börnin á svipuðum aldri, sem styrkti tengslin enn frekar. Þær eru minnistæðar ferðirnar með Svönu ömmu í Akraborginni til að heimsækja Palla og Diddu en í þá daga jafngilti þessi sigling utanlandsferð fyrir okkur systk- inin, enda var þetta nokkurra daga heimsókn, gjarnan um páska. Bæjarlífið á Akranesi svo ólíkt Reykjavík og heimilisbrag- ur hjá Palla og Diddu að mörgu leyti framandi, t.d. kom okkur spánskt fyrir sjónir tedrykkja barna sem fullorðinna! Það var í mörgu að snúast á annasömu heimili læknishjónanna, Palli oft vinnandi fram á kvöld en Didda hélt vel utanum alla þræði heimilislífsins þar sem allt var í röð og reglu. Stundum fannst okkur krökkunum hún full ströng en þær tilfinningar hurfu eins og dögg fyrir sólu þegar Didda að morgni páskadags færði okkur dýrindis páskaegg; fáheyrður lúxus á þeim tíma að fá eitt súkkulaðiegg frá foreldr- unum og annað frá Diddu og Palla. Okkur eru minnisstæðar samverustundirnar með Palla og Diddu í Vogi, sumarbústað Svönu ömmu og draumahúsi bernsku okkar. Einnig er auð- velt að kalla fram hamingjurík- ar minningar tengdar fjölmörg- um fjölskylduboðum þar sem var spjallað, hlegið, sungið og auðvitað spiluð félagsvist á mörgum borðum. Palli og Didda voru einstak- lega samhent hjón, að mörgu leyti ólík að eðlisfari, en sam- stíga í sínum áhugamálum. Bæði voru skátar fram í fing- urgóma og kjörorð skáta „ávallt viðbúinn“ birtu þau svo sann- arlega í lífsviðhorfi sínu. Tónlist af öllum toga var þeim hug- leikin, skátalögin sungin við öll tækifæri og þar var Didda sjálf- kjörinn forsöngvari, enda var hún með alla texta á hreinu. Þau voru fastagestir á tónleik- um Sinfóníunnar og þegar þau fluttu í Árskóga fannst þeim ófært að ekkert var píanóið í samkomusalnum. Þau gerðu sér því lítið fyrir og keyptu píanó svo hægt væri að halda þar al- mennilegar veislur með tilheyr- andi söng og hljóðfæraslætti. Eðliskostir Diddu komu best í ljós á seinni árum þegar Palli var búinn að missa næstum alla sjón, en hún var óþreytandi að fylgja honum á læknaráðstefn- ur, tónleika og aðrar uppákom- ur sem hann vildi sækja. Hún sýndi ótrúlegt æðruleysi þegar Rannsý og Gísli börnin hennar kvöddu þetta líf langt fyrir ald- ur fram. Þá var það hún sem stappaði stálinu í fjölskylduna á þessum sorgartímum þrátt fyrir að henni þætti skekkja í tíma- plani lífsins, þ.e. að þeir yngri ættu að lifa þá sem eldri væru. Sterkur strengur er hljóðn- aður við fráfall Diddu, en við sem eftir lifum þökkum sam- fylgdina við þessa yndislegu konu sem aldrei brotnaði, tók öllu af æðruleysi og hélt lífs- gleðinni til hins síðasta. Svana, Gísli, Arnór, Ragnheiður og Þórhallur. Soffía Stefánsdóttir er nú fallin frá og kveðjum við hana hinstu kveðju í dag. Hún átti langt og farsælt líf og lifði sjálf- stæð fram undir það síðasta með góðri aðstoð afkomenda sinna. Soffía ólst upp í Reykjavík í stórum systkinahópi en missti föður sinn ung. Hún komst til mennta, sem ekki var sjálfsagt á þeim tíma, fyrst í Verslunar- skólanum en tók síðan íþrótta- kennarapróf. Síðar á lífsleiðinni helgaði hún sig íþróttum fyrir aldraða og vann mikið frum- kvöðlastarf á þeim vettvangi. Soffía kynntist ung Páli Gíslasyni lækni sem átti eftir að verða lífsförunautur hennar meðan bæði lifðu. Þau áttu gott hjónaband, voru samtaka og samrýmd og eignuðust stóra fjölskyldu. Þau voru bæði fé- lagslynd og eignuðust marga góða vini. Skátastarfið var þeim mjög hugleikið og voru þau þar í forystusveit um árabil. Þau hjónin bjuggu á Akranesi á uppvaxtarárum barnanna. Soffía tók þar virkan þátt í fé- lagsstarfi, bæði með skátunum en hún var meðal stofnenda kvenskátasveitarinnar þar, Svannasveitarinnar, og sat í stjórn Kvenfélags Akraness um skeið. Heimili þeirra hjóna var ætíð opið fyrir gestum og gang- andi og þangað leituðu margir. Það var alltaf gaman að sækja Soffíu heim, njóta gest- risni hennar og samvista við hana. Löngum var gestkvæmt á heimilinu og mörg tilefni nýtt til að halda boð fyrir ættingja og vini, spilakvöld eða hvað eina sem gaf tilefni til samvista. Oft var sungið og Soffía stjórnaði gjarnan hreyfileikjum og átti það jafnvel til að setjast við pí- anóið og spila fáein lög. Hún var tónelsk og kunni kynstrin öll af skemmtilegum lögum og text- um. Hún söng með senjorítum Kvennakórs Reykjavíkur um tíma og hafði yndi af því að njóta menningarviðburða og lyfta sér upp þegar tækifæri gafst. Á hverju ári stóð Soffía fyrir jólatrésskemmtun fyrir stórfjölskylduna og voru þessar stundir ógleymanlegar þeim sem ólust upp við þennan sið. Sungið var og dansað í kringum jólatré, dregin fram spil og veit- ingar og allir gátu verið með. Soffía ferðaðist mikið og var ávallt tilbúin að prófa nýjar lendur. Hún bjó um tíma í Dan- mörku og síðar í Englandi og nokkur sumur í Svíþjóð. Þau hjónin heimsóttu einnig fjöl- marga staði í mörgum heims- álfum. Soffía var í senn bæði þjóðleg og alþjóðleg. Hún elsk- aði landið sitt og hélt í heiðri gamlar hefðir sem hún miðlaði áfram, en var jafnframt opin fyrir öðrum samfélögum og naut þess að sjá og upplifa það sem var að finna handan hafs- ins. Soffía var afar jákvæð kona. Hún gerði ekki veður út af hlut- unum og umgekkst alla af virð- ingu. Aðlögunarhæfni og lífs- þróttur einkenndu hana. Eftir því sem árin færðust yfir fækk- aði því sem hún gat tekið þátt í en hún aðlagaði sig með jafn- aðargeði að breyttum aðstæðum og hafði gaman að því sem hún gat gert og tekið þátt í. Soffía lifði tímana tvenna og upplifði miklar samfélagslegar breytingar. Hún er ein þeirra síðustu sem fellur frá af sinni kynslóð og kveðjum við hana með eftirsjá en jafnframt þakk- læti fyrir samfylgdina. Dætrum hennar og fjölskyldunni allri votta ég mína innilegustu sam- úð. Þórdís Sigurðardóttir. Soffía Stefánsdóttir Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, langmamma og langalangamma, KRISTÍN ÞORVARÐARDÓTTIR, áður til heimilis á Hraunvangi 3, lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi mánudaginn 4. júlí. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 12. júlí klukkan 15. Jón Kr. Jóhannesson Geir Jónsson Katrín Einarsdóttir Þorvarður Jónsson Ásbjörn Jónsson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn Ástkær eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir, ÞÓRIR ÓLAFSSON, prófessor og fyrrv. rektor KHÍ, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð mánudaginn 4. júlí. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 12. júlí klukkan 15. Ingunn Valtýsdóttir Kristín Þórisdóttir Sigríður Þórisdóttir Böðvar Þórisson Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir Valtýr Þórisson Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR ÓSKARSSON, Útskálum 5, Hellu, andaðist á hjúkrunarheimilinu Lundi mánudaginn 4. júlí. Jarðsett verður í kyrrþey frá Þykkvabæjarkirkju miðvikudaginn 13. júlí klukkan 13. Sigrún Ólafsdóttir Anna Sigrúnardóttir Lovísa Björk Sigurðardóttir Friðþjófur Örn Vignisson Ólafur Freyr Sigurðsson Berglind Guðný Kaaber afa- og langafabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.